Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 1 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Á komandi vikum gerir hrútur- inn margar nýjar áætlanir í starfi sínu. í kvöld fer hann með maka sínum á einn af uppáhaldsstöðunum þeirra. Naut (20.. apríl - 20. maí) Nautið finnur lausn á vanda- máli sem það hefur'lengi strítt við heima fyrir. Það ætt.i að búa sig undir annir í félagslíf- inu á næstunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þó að tvíburinn eigi undir högg að sækja í vináttusambandi nýtur hann góðs samfélags við fjölskyldu sína og ástvini. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSI6 Þetta verður árangursríkur starfsdagur hjá krabbanum í vinnunni og tekjur hans fara vaxandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið öðiast dýpri skiining á því sem barnið þess er að kljást við. Það verður að gæta þess að sökkva ekki niður í dag- drauma í vinnunni. Kvöldið verður á rómantísku nótunum. Meyja (23. ágúst - 22. september) <rL Meyjan er full af sjáifstrausti núna. Hún ver mestöllum deg- inum í að athuga hvemig unnt sé að leysa ákveðið langtíma- vandamál. Henni tekst að verða öðru fólki að liði. (23. sept. - 22. október) Vogin gegnir félagslegum skyldum sínum í dag. Vinur hennar biður hana að gera sér greiða. Hún tekur þátt í ákveð- inni rannsóknarstarfi eða und- irbúningi þar að lútandi. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn tekur aukinn þátt í félagsstarfi og mun inn- an skamms hitta fjölmennan vinahóp á glöðum degi. Það gengur vel hjá honum í vinn- unni og hann ætti að stefna hátt á þeim vettvangi. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) £0 Það verður meiri hraði á öllu í vinnunni hjá bogmanninum á næstu vikum. Hann hittir fjöl- margt fólk að máli og tekur þátt í fjölda funda. Gamall vin- ur hans gerir honum heimsókn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin ætti að grandskoða viðskiptatilboð sem henni berst. Hún ver talsverðum tíma á næstunni í að svara penna- vinum sínum. Hún á líflegar og skemmtilegar viðræður við vini sína. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vatnsberinn á kost á nýjum lánsmöguleikum. Hann hittir vini sína og er allur annar og miklu hressari á eftir. Honum kæmi vel að halda góðu sam- bandi við aðra núna. Vog Fiskar (19. febrúar - 20. mars) '£*. Fiskurinn ver óvenjumiklum tíma með maka sínum á næst- unni. í dag verða ákveðin tíma- mót hjá honum í viðskiptum. Stjórnuspána á aú lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staúreynda. GRETTIR FERDINAND SMÁFÓLK Ég heyri sagt, að afi þinn hafi aftur byrjað Hann er búinn að Það er langur t.ími út á vellinum ... að leika golf. Rétt er það. leika í um það bil eitt ár... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Dallas-ásamir settu mistök í þrjá flokka og útdeildu kortum í samræmi við það. Spilari fékk svart kort fyrir ótvíræð mistök, grátt fyrir vafasama spila- mennsku, og hvítt fyrir ólánlega en þó viðunandi ákvörðun. Hvar í flokki á austur heima? Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁKG ¥Á85 ♦ Á53 ♦ K1083 Vestur Austur ♦ 984 ♦ 32 ♦ D103 *4 ' ♦ D76 ♦ KG1082 ♦ D764 ♦ ÁG952 Suður ♦ D10765 VKG9762 ♦ 94 ♦ - Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf 1 tígull 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígulsjö. Sagnhafi drap á tígulás og spilaði lauftíu úr blindum. Eftir mikið hugarvíl fór austur upp með ás. Tígultaparinn hvarf því ofan í laufkóng. Sekur eða saklaus? Frank Stewart er ekki í vafa. „Austur fær svart kort fyrir að hlusta ekki á sagnir. Suður spurði ekki um ása, sem bendir til að hann sé með eyðu í laufi frekar en drottninguna blanka." Nokkuð harður dómur i ljósi þess hve stökk suðurs í 6 hjörtu er fáránlegt með tvo hunda í tígli. Ef kort væri veitt fyrir heimskulega en heppnaða ákvörðun, myndi það hafna í vasa suðurs. En kannski á aust- ur svart kort skilið, eigi að síður. Makker hans tók ekki undir tígulinn, sem hann hefði átt að gera með Dxxx. Suður á því nær örugglega tvo tígla. Ekki á hann mikinn styrk í hálitunum, svo að eina réttlætingin fyrir stökk- inu í sex er eyða í laufi og lang- ir hálitir. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á öflugu alþjóðlegu móti í Sala- manca á Spáni í vor kom þessi staða upp í viðureign stórmeistar- ans Alonso Zapata (2.530), Kól- umbíu og Evgeny Vladimirov (2.575), Sovétríkjunum, sem hafði svart og átti leik. 18. - Hxd4!, 19. cxd4 - Rxd4, 20. Dh5 - Rxf4, 21. gxf4 - g6, (Hvftur missir nú valdið á hrókn- um á e2 og stendur uppi með gertapað tafl) 22. Dh4 — Rxe2+, 23. Kfl — Rd4, og með tvö peð yfir vann svartur auðveldlega. Úrslit mótsins urðu nokkuð óvænt, jafnvel þótt sovéskur sigur á alþjóðamótum megi heita dag- legt brauð: 1. Vladimirov, Sov- étríkjunum 8V2 v. af 11 möguleg- um, 2. Spassky, Frakklandi Vh v. 3-4. Korchnoi, Sviss og Hoff- mann, Árgentínu 7 v. 5. Gomez, Spáni 6 'h v. 6 0. Rodriguez, Perú 6 v. o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.