Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991
33
tækjunum sem komu í sveitina.
Örlög Sæmundar urðu þau að
drukkna þrítugur að aldri, er hann
tók út af togaranum Karlsefni kl.
8 jóladagsmorgun.árið 1944. Höfðu
þeir verið að toga alla jólanóttina
í tregfiskeríi og haugasjó uns brot-
sjór reið yfir skipið. Minnstu mun-
aði að Jóhannes bróðir hans léti þar
einnig líf sitt.
Á þessum árúm var fyrir alvöru
byijað að leggja vegi um hinar
dreifðu byggðir landsins. Þótti
mörgum gott að komast í vegavinnu
en færri fengu en vildu. Þá var
byijað að leggja vegina yfír heið-
arnar á Vestfjörðum. Vinna var
eftirsótt og var settur kvóti á hve
margir menn úr hveijum hreppi
sýslunnar fengju þar vinnu. Guð-
mundur komst í vinnuna í Mýr-
hreppingakvótanum. Verið var að
leggja veginn um Gemlufallsheiði
og um Öndundarfjörð áleiðis til ísa-
fjarðar. Um haustið hafðist að opna
veginn frá Önundarfirði að Gemlu-
falli. Vegavinnuverkstjórinn hafði
komið með dráttarhestana með sér
vestur um vorið og tók Guðmundur
þá í eldi um veturinn, því næsta
vor átti að leggja í Breiðadalsheið-
ina. Ekki hafði hann þá órað fyrir
því að liðlega fimmtíu árum síðar
ynni svo sonur hans að undirbún-
ingi fyrir jarðgöng undir heiðina
og að á sama tíma yrði unnið að
brúargerð yfir Dýrafjörð við
Lambadalsodda.
Eftir áramótin 1933-1934 fór
Guðmundur suður í atvinnuleit.
Ekki var um aðra vinnu að gera
en að reyna að komast í skiprúm í
byijun vetrarvertíðar. Fór hann
suður upp á von og óvon og réðst
síðan fyrir tilviljun í skiprúm í
Grindavík. Var hann þar fram til
Jónsmessu en fór svo vestur í byij-
un sláttar. Og hann hélt svo áfram
að fara suður á vertíð næstu árin
og svo aftur heim á vorin um það
leyti sem bjarkirnar á Lambadals-
hlíðinni voru að springa út. Svo fór
hann að ráða menn með sér í verið
að vestan og þegar Grindavíkurver-
tíðum þeirra Vestfirðinganna lauk
í byijun stríðsins, höfðu þeir sex
bræðurnir róið í Grindavík.
Um haustið 1941 fórGuðmundur
suður í atvinnuleit. Þá um sumarið
hafði bandaríski herinn komið til
landsins og tekið við vörnum ís-
lands en Bretarnir að mestu flutt í
burtu. Guðmundur var í vinnu syðra
fram á næsta vor, lengst í Hval-
firði. Þá fór hann í nokkrar vikur
á bát frá Akranesi áður en hann
snéri aftur vestur. Næstu árin var
hann svo alveg heima í Lambadal
við sjálfst'æðan búskap utan þess
að hann fór á tvær vetrarvertíðir á
Akranes.
Á styijaldarárunum beið Dýra-
fjörður ofboðslegt afhroð en á þriðja
tug ungra vaskra manna fórst í
hildarleik stórveldanna á hafinu og
féllu þar nokkrir af góðum vinum
Guðmundar. Hvert slysið rak ann-
að, oft féllu tveir eða þrír úr sömu
fjölskyldu.
Um það leyti sem Bjarni og
Gunnjóna fluttu frá Skaga að Innri-
Lambadal, heyrði Guðmundur sagt
að þar væri gott undir bú. Áttu
menn þá við að vetrarbeit fyrir
sauðfé væri góð á Lambadalshlíð
og þá ekki síður að beit fyrir kvíaær
væri afbragðsgóð fram á Lamba-
dal. Þetta reyndist honum allt rétt
vera og stundaði hann þar sjálf-
stæðan búskap frá árinu 1941-
1960. Fljótlega kom hann sér upp
góðu fjárbúi á mælikvarða þess
tíma og hafði þá til ábúðar neðri
hálflenduna í Innri-Lambadal, sem
hét Innri Lambadalur I. Var hann
þá einhleypur, giftist ekki fyrr en
fáeinum árum seinna.
Sumarið 1944 kynntist Guð-
mundur stúlku sem var kaupakona
hjá systur hans í Ytri-Lambadal og
leiddu þau kynni síðar til hjúskap-
ar. Kaupakonan var Þórlaug Finn-
bogadóttir, fædd og uppalin norður
í Bolungavík. Foreldrar hennar voru
Sesselja Sturludóttir og Finnbogi
Bernódusson sjómaður er gat sér
góðs orðs sem sagnaþulur og fræði-
maður. Hófu þau búskap vorið 1946
en giftu sig á laugardaginn fyrsta
í þorra 1947. Byijuðu þau á að
byggja upp bæinn og klæða hann
utan með járni, auk þess sem skúr-
bygging var byggð framan við
hann.
Svo fæddust börnin eitt af öðru.
Sesselja fæddist 4. mars 1948.
Þetta var um hávetur og fyrsta
bam móðurinnar og í ljósi þess
fæddi hún barnið á spítalanum
Þingeyri. Ágúst fæddist heima í
Lambadal 8. júní 1949. Vorið var
ákaflega kalt og stórhríðabyljir út
maímánuð. Nóttina 27. maí var
Guðmundur t.d. inni á Lambadals-
hlíð að leita að kindum. Þá var
kafaldsbylur hlíðin einn hrímskóg-
ur, fingurgrannar greinar voru eins
sverar og mannshandleggur af
klakanum. Öll hlíðin var sem eitt
dauðans ríki með kristalsaugu sem
glitruðu í nóttlausri veröld þessa
harðindavors. Gunnjóna fæddist 24.
maí 1951. Þá var gott vor, allur
gróður snemma á ferðinni og allt
veðurfar sem ólíkast því sem hafði
verið er annað barnið fæddist
tveimur árum fyrr. Hún fæddist á
sjúkraskýlinu á Þingeyri, en það
hafði þá nýlega verið tekið í notkun
og ganali spítalann lagður niður.
Þórir Örn var fæddur 24. desember
1952 heima í Jnnri-Lambadal, und-
ir þrumandi ræðu í útvarpi frá jóla-
messu hjá séra Bjarna Jónssyni.
Hann var því sannkallað jólabarn.
Sigurður bróðir Guðmundar bjó
á efri jörðinni í Lambadal til 1954
eða þar til kona hans dó, eftir
skamma legu á sjúkrahúsi í Reykja-
vík, þá rétt liðlega þrítug að aldri.
Þá áttu þau þijú ung born. Seldi
hann jörðina, Ragnari Guðmunds;
syni frá Brekku á Ingjaldssandi. Á
nýjársdagsmorgun 1955 brann efri
bærinn í Lambadal. Ragnar lagði
ekki í að byggja upp aftur og flutt-
ist í burtu en Guðmundur keypti
af honum jörðina.
Eftir að Guðmundur var orðinn
einn ábúandi í Innri-Lambadal, fóru
smalamennskurnar mjög að þyngj-
ast. Verst var að smala til rúnings
á vorin og sérstaklega var erfitt
þá að smala Hvallátursdalinn. Þeg-
ar krakkarnir voru orðnir sex, átta
ára, fór hann að hafa þá með sér
í smalamennskurnar þótt sjálfsagt
hafi verið misjafnlega mikið gagn
í því a.m.k. til að byrja með.
Síðustu fimm árin sem Guð-
mundur og Þórlaug bjuggu, var
heyskapur að mestu tekinn á rækt-
uðu landi og alveg á síðustu tveim-
ur árunum. Fénu fjölgaði dálítið og
var komið í 250 kindur svo að sæmi-
lega horfði með afkomuna. Hins-
vegar var allt í verra með heilsufar-
ið á konunni. Hún var altekinn af
liðagigt og varð að fara öðru hvoru
til Reykjavíkur til lækninga. Börnin
voru óðum að komast á skólaaldur
og enginn barnaskóli í sveitinni
utan heimagönguskóli á Núpi sem
vegna samgönguörðugleika var
vonlaust að nota. Sesselja fór tíu
ára í barnaskóla út að Þingeyri og
var þar veturlangt. Næst kom til
að fá skóla fyrir Ágúst. Til þeirra
hluta varð að líta út úr firðinum
og varð fyrir valinu Holt í Önundar-
firði. Þangað var yfir fjallveg að
fara, þótt hann sé ekki hár en það
er Gemlufallsheiðin. Nokkrum sinn-
um gekk Ágúst svo einn yfir heið-
ina þennan vetur og gekk alitaf vel.
Smámsaman varð Guðmundi það
ljóst að þótt hann hefði alltaf ætlað
að verða góður og gildur bóndi í
Lambadal, yrði hann samt að taka
þá þungbæru ákvörðun að gefast
upp og flytja suður. Þegar hann
keypti áburðinn á jörðina vorið
1960, ákváðu þau hjónin að þetta
yrðu síðustu áburðarkaupin hjá
þeim. Þá var kominn sími og vegur
að Lambadal og hægt að vélsá allan
heyskap. Ekkert rafmagn var kom-
ið að bænum og ekki fyrirsjáanlegt
að lögð yrði lína næstu árin. Veik-
indi konu hans ágerðust og öll Ijög-
ur börnin.komin á barnaskólaaldur.
Þegar svo þurfti að fara að koma
þeim fyrir hingað og þangað yfir
heilu veturna, var lítil tilhlökkun
foreldranna að hýrast ein í bænum.
Þetta sumar fór Þórlaug suður að
reyna að fá bót á sínum meinum
og dvaldi þá í burtu í þijár vikur
ánárangurs.
I lok heyskaparins voru allar
hlöður fullar í Innri-Lambadal. Nú
var úr vöndu að ráða. Að skera
niður um haustið og fara frá öllum
heyjunum ónýttum var sama og
ganga frá búinu slyppur og snauð-
ur, því búið var að taka að miklu
leyti út á afurðir ársins og það sem
afgangs yrði, væri þá verðmæti
ærskrokkanna en ærkjöt þótti ekki
nein munaðarvara og því lítils virði.
Það varð að samkomulagi þeirra
hjónanna að Þórlaug skyldi fara
suður með börnin en Guðmundur
kæmi svo seinna þegar búið væri
að ganga frá öllu vestra og fá ein-
hvern mann til þess að hugsa um
skepnurnar yfir veturinn. í raun og
veru vissi hann að hann myndi ekki
fara suður um veturinn, því framtíð-
in valt á því að sem mest fengist
út úr búskapnum og eitthvað af
striti síðustu ára skilaði sér aftur.
Geysileg viðbrigði voru fyrir börnin
að flytja frá afdalasveitábæ í fjöl-
mennið í Reykjavík. Þau voru þá á
aldrinum átta til tólf ára og fóru öll
í Barnaskóla Austurbæjar.
Eftir sláturtíðina skrapp Guð-
mundur suður en fór svo aftur vest-
ur og réð sig sem beitingamann á
landróðrabáti sem réri frá Þingeyri
en fékk mann til að annast skepnu-
hirðinguna heima í Lambadal.
Skömmu fyrir jól fór hann heim að
Lambadal svo vetrarmaðurinn fengi
frí frá skepnuhirðingunni fram á
þrettánda. Hann var því einn í litla
bænum um jólin. Á aðfangadags-
kvöld kveikti hann á sex kertum á
borðinu undir baðstofuglugganum
því börnin voru íjögur og svo þau
hjónin tvö. Söng hann svo fullum
rómi jólasálmana með útvarpinu og
hlustaði á fagnaðarboðskapinn.
Þetta voru síðustu jólin hans í
Lambadal og þótti honum það góð
jól en tómleg í lok 34 ára búsetu þar.
Þegar leið á veturinn tók hann
við íjárgæslunni og þá kom Ágúst
að sunnan. Hann undi illa Reykja-
víkurlífinu og fékk sig eftirgefinn
úr skóla til þess að fara vestur
gegn því að fara í vorpróf á Þing-
eyri. Um veturinn hafði hann og
Sesselja, með skólanum, hjálpað
móður sinni við skúringavinnu.
Sauðburðurinn byrjaði á venju-
legum tíma þetta síðasta vor Guð-
mundar í Innri-Lambadal. Hann
gekk vel og þegar krakkarnir voru
búnir í skólanum, kom öll fjölskyld-
an saman í síðasta sinn í litla bæn-
um í Lambadal. Eftir rúningu fjár-
ins og það komið til ijalls, var ekk-
ert meira um það að hugsa til
haustsins og fór fjölskyldan þá öll
suður.
Nú var Guðmundur fimmtugur
að aldri kominn til Reykjavikur, til
þess að halda áfram Iífsbaráttunni
og sjá sér og sínum farborða.
Var hann í fýrstu við byggingar-
vinnu en fékk svo frí í vinnunni til
þess að fara vestur að smala fénu
og ganga frá búskaparlokum. Elstu
börnin, Sesselja og Ágúst, fóru með
honum til að aðstoða við smala-
mennskuna. Nú átti hann yfir 600
fjár á fjalli, sem allt skyldi leitt til
slátrunar í sláturhúsinu á Þingeyri.
Þegar búið var að ganga frá
búskaparlokunum fór hann strax
suður aftur. Bömin voru þá öll að
byija í skólanum. Vann hann áfram
1 byggingarvinnu fram að áramót-
um 1961-1962. Þá réðst hann í
Hampiðjuna og var þar næstu mán-
uði. Seinni hluta vetrar 1962 festi
hann svo kaup á íbúð í byggingu á
Háaleitisbraut 34. Seint um haustið
flutti ijölskyldan þar inn og bjó þar
næstu átta árin. Skömmu áður en
þau fluttu í nýju íbúðina eignuðust
þau hjónin fimmta barnið. Það var
strákur sem skírður var Bjarni eftir
afa sínum. Hann var fæddur 23.
september 1962. Annar sonur Hall-
dór Ingi fæddist svo 12. júní 1964.
Börnin voru þá orðin sex og nóg
að hugsa um. Það voru tíu ár á
milli Þóris og Bjarna og í raun kyn-
slóðarbil á milli eldri krakkanna og
þeirra yngri. Þau eldri voru öll fædd
í sveitinni. Þau fóru að vinna strax
og komust á legg og upplifðu að
flytjast úr sveit í börg. Áuk barna
sinna sex, ólu þau Guðmundur og
Þórlaug upp fósturson, Pál Tryggva
Karlsson í 16 ár eða frá tveggja til
átján ára aldurs (1970-1988).
Þau hjónin seldu íbúðina við
Háaleitisbraut árið 1970 og keyptu
einbýlishús í Árbæjarhverfi. Það var
í Vorsabæ og númer átta. Þarna í
Vorsabænum þótti Guðmundi alveg
dásamlegur staður. Þar gat hann
sofnað við árniðinn á kvöldin og
vaknað við fuglasönginn á morgn-
ana.
Eins og fyrr segir vann Guð-
mundur lítils háttar í byggingar-
vinnu og einnig í Hampiðjunni,
nokkra mánuði eftir að hann kom
suður. En aðalstarfið var þó við
verslun og við þau störf vann hann
í aldarfjórðung.
Þegar Ásbjörn Ólafsson byijaði
að versla með byggingarvörur réðst
Jóhannes bróðir Guðmundar til
hans og veitti þeirri starfsemi for-
stöðu. Brátt kom að því að fjölga
þurfti mönnum og réðst Guðmund-
ur þar til. Voru þeir- löngum tveir
bræðurnir en máttu ráða menn eft-
ir þörfum. Þetta þótti Guðmundi
mjög fijálslegt og skemmtilegt
starf. Eftir að Jóhannes bróðir hans
dó tók hann við stjórnun á bygg-
ingavöruversluninni.
Árið 1977 var svo þessi timbur-
vöruverslun Ásbjarnar Ólafsson hf.
lögð niður. Guðmundur var þá 67
ára gamall. Halldór, yngsti sonur-
inn var innan við fermingu, Páll
Tryggvi, fóstursonurinn níu ára og
heilsa konunnar slæm. Guðmundur
hafði lengst ævinnar stundað sjálf-
stæða vinnu. Einnig fannst honum
svo verajiau fimmtán ár sem hann
var hjá Ásbirni. Leit hann því með
hálfgerðum kvíða til þess að fara á
eldri árum að leita sér að vinnu og
hæpið að hann fengi starf sem hann
sætti sig við. Það varð að ráði hjá
honum og fjölskyldunni að stofna
fyrirtæki svo hann, á eigin spýtur
gæti haldið áfram við það starf sem
hann hafði lengi unnið við og honum
hentaði vel. Stofnuðu þau fyrirtæk-
ið Viðarsöluna hf. og rak hann það
næstu árin, á meðan starfsorkan
var næg. Var hún fyrst til húsa í
Síðumúla 15 en síðan flutti hann
•fyrirtækið heim í bílskúrinn í
Vorsabæ 8, því smá fór að draga
af honum eftir að aldurinn fór að
færast á áttunda áratuginn. Þegar
yngstu synirnir höfðu lokið stúd-
entsprófí fór hann að draga saman
umsvifin enda farinn að litast eftir
skjóli í ellinni.
Þegar húma fór að kvöldi eftir
glaðan og viðburðaríkan ævidag,
fór Guðmundur að huga að því að
búa þeim hjónum skjól í ellinni, þar
sem hann gæti enn um stund horft
fram á veginn og látið minningar
langrar ævi streyma í gegnum hug-
ann.
Árið 1986 fluttu þau gömlu hjón-
in í íbúð í VR húsinu við Hvassa-
leiti 58 í Reykjavík, örskammt frá
þeim stað er hann vann fyrstu hand-
tökin eftir að hann flutti til Reykja-
víkur fimmtugur að aldri. Þarna
átti Guðmundur ánægjulegt ævi-
kvöld, þar sem hann gat af svöl-
unum og út um gluggana litið nær
allan fjallahringinn umhverfis
Faxaflóann frá Snæfellsjökli að
Reykjanesstá. Aðeins þurfti að
ganga á milli glugga til þess að sjá
eitthvert það fjall á Faxaflóasvæð-
inu sem nöfnum tjáir að nefna. Og
þarna í íbúðinni við Hvassaleiti fór
Guðmundur, á áttugasta aldursári,
að stinga niður penna og rifja upp
atburði liðinnar ævi. Kveikjan að
því var sú að sumarið 1988, á 120
ára fæðingarafmæli föður síns, fór
hann á æskustöðvarnar vestur í
Dýrafirði ásamt fjölda annarra af-
komenda hans. Þá var hann spurð-
ur ótal spurninga um líf og lífsbar-
áttu afa og ömmu í þessu stór-
brotna og hrikalega umhverfi og
einnig um mannlífið almennt á
fyrstu áratugum aldarinnar. Sumu
gat hann svarað strax en annað
vafðist nokkuð fyrir honum þá. En
þetta vakti hjá honum löngun til
að láta eftir sig mynd af lífshlaup-
inu til afkomenda sinna og auðnað-
ist honum að skilja eftir minningar
sem eru börnum hans og barna-
börnum ógleymanlegur fjársjóður.
Guðmundur Jens Bjarnason verð-
ur jarðaður í Fossvogskirkjugarði í
Reykjavík 14. júní 1991. Eg þakka
honum samfylgdina og lífið.
Ágúst Guðmundsson
í dag er gerð útför Guðmundar
Bjarnasonar frá Lambadal í Dýra-
firði. Hann var fæddur í Minna-
Gerði í Dýrafírði 17. október 1910,
hinn fjórði í aldursröð 14 alsystk-
ina. Foreldrar hans voru hjónin
Bjarni Sigurðsson og Gunnjóna
Vigfúsdóttir. Þau fluttu vorið 1912
að Fjallaskaga og bjuggu þar í 14
ár til 1926 er þau flutt þaðan að
Lambadal innri.
Systkinin 14 náðu öll fullorðins-
árum. Það segir sig sjálft að ekki
hefur mátt slá slöku við til að bjarg-
ast með þann hóp. Að vísu voru sum
systkinin að nokkru alin upp annars
staðar en þó ekki nema þijú þeirra.
Má því gera ráð fyrir að því fólki
sem þar átti bernsku og æsku hafi
lærst réttara og raunhæfara verð-
mætamat en ýmsum þeim sem við
allsnægtir búa.
Guðmundur ólst upp með foreldr-
um sínum en fljótlega eftir ferm-
ingu vistuðust þau systkini annars
staðar svo að létti á heimilinu.
Hugur hans stóð til nokkurs skóla-
náms. Hann var einn vetur í héraðs-
skólanum á Núpi og annan á Laug-
arvatni. Að öðru leyti vann hann
búi foreldra sinna heima þegar þess
þurfti með, en sótti atvinnu þess í
milli. Stundum var farið á vertíð
syðra, t.d. í Grindavík, eða í eyrar-
vinnu eða sjósókn vestra og síðan
vegavinnu eftir að farið var að
tengja vestfirskar byggðir bílfærum
ruðningum. Þannig var atvinnulíf
alþýðumanna vestra fyrri hlut ald-
arinnar fram að seinna stríði og
hernámi.
Smám saman færðist vinnan
heima í Lambadal meira og meira
á herðar Guðmundar svo að hann
tók þar við búi. Hann kvæutist 25.
janúar 1947 Þórlaugu Finnboga-
dóttur frá Bolungarvík. Hún er
dóttir Finnboga Bernódussonar
fræðim^nns.
Þau bjuggu í Lambadal til 1960
að þau fluttu til Reykjavíkur. Þar
varð Guðmundur fljótlega sinn eigin
húsbóndi og rak verslun með þil-
plötur.
Þau Guðmundur og Þórlaug eiga
6 börn. Þau eru Sesselja hárgreiðsl-
umeistari, Ágúst jarðfræðingur,
Gunnjóna sem lengi var bankarit-
ari, Þórir Orn rafvirkjameistari,
Bjarni og Halldór Ingi sem báðir
eru stúdentar. Barnabörn eru 13 á
lífi. Auk þess eiga þau einn fóstur-
son, Pál Tryggva Karlsson.
Guðmundur Bjarnason stríddi
síðustu árin við krabbamein. Hann
lá þó ekki í sjúkrahúsi nema með
köflum síðustu mánuði. Siðustu vik-
urnar var hann heima í umsjá konu
og barna og þar skildi hann við
þennan heim 5. þ.m. Börnin vöktu
yfír honum nótt og dag uns yfir
lauk.
Svo atvikaðist að við Guðmundur
urðum, auk þess að vera skólabræð-
ur, vinnufélagar bæði á sjó og landi.
Þar með var lagður grundvöllur að
þeim kynnum sem seint fyrnast.
Samferðamenn og starfsbræður
móta samverustundirnar og hafa
þannig áhrif á hugsanir okkar,
kenndir og alla líðan.
Guðmundur Bjarnason var mað-
ur æðrulaus og ekki kvartsár. Hann
hafði góða greind og skemmtilegt
kímniskyn en þó alvörumaður svo
sem ætla má vegna uppeldis og
ævistarfa. Æskumenn dreymir um
að eiga þátt í að móta betra mann-
félag en við er tekið. Það gerir kröf-
ur til hvers og eins. En þegar kem-
ur á efri ár verður hlutverkið eink-
um að skila nýrri kynslóð til starfa
á akri þjóðlífsins. Það tókst þeim
hjónum vel og nú er það niðjanna
að skila lengra þeim arfi sem þess-
ari þjóð hefur best dugað frá kyni
Fleiri minningargreinar um
Guðmund Bjarnason bíða birt-
ingar.