Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. JUNI 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 23 JIIWQtiiiWafeffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Afangi á langri leið Berlínarmúrinn og járn- tjaldið, sem til skamms tíma voru „vörumerki“ marx- ismans og sósíalismans í ver- öldinni, heyra nú sögunni til. Sú þjóðfélagsþróun sem yfir stendur í mörgum A-Evrópu- ríkjum — frá alræði eins flokks og miðstýrðum sósíal- isma í átt til lýðræðis og markaðsbúskapar — eru markverðustu tímamót í sögu Evrópu frá lyktum síðari heimsstyijaldarinnar, með og ásamt vaxandi efnahagssam- starfi lýðræðisríkja álfunnar. Sú staðreynd að forseti Rússlands, stærsta lýðveldis Sovétríkjanna, sækir nú vald sitt til almennings í leynileg- um kosningum, sem og niður- stöður kosninganna, eru stærri viðburður í samtíma- sögunni en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Ljóst er engu að síður að það er alltof snemmt á þessu stigi máls að fullyrða um fram- vindu lýðræðisþróunar í Sov- étríkjunum. Forsetakosning- arnar í Rússlandi eru rétt- vísandi og mikilvægur áfangi á langri og erfiðri leið, sem framundan er. Á öndverðum valdaferli Míkhail Gorbatsjov sovét- forsta vöknuðu góðar vonir um lýðræðisþróun í Sovétríkj- unum, bæði í bijóstum heima- þjóða þessa víðfeðma ríkis og um veröld alla. Fljótlega varð þó lýðum ljóst að gata sovét- þjóðanna til lýðræðis, mann- réttinda og markaðsbúskapar var ekki eins greiðfær og björtustu vonir stóðu til. Harðlínumenn hafa tögl og hagldir í flokknum, hernum, leynilögreglunni og ríkiskerf- inu — og virðast staðráðnir í að veija völd sín og flokksins með öllum tiltækum ráðum. Sitthvað bendir til þess að Gorbatsjov sé ekki jafn ein- arður lýðræðissinni og hann vill vera láta — og/eða hann sé um of bundinn á klafa hinna þröngsýnni afla í Kommúnistaflokki Sovétríkj- anna, til að megna að þoka þjóðfélagsþróuninni nægilega í átt til lýðræðis. Þar ber máski hæst pólitískt og hem- aðarlegt ofbeldi gegn Eystra- saltsríkjunum, sem sovétveld- ið innlimaði með samningum við Hitlers-Þýzkaland í byijun síðari heimsstyijaldarinnar. Þessi neikvæða afstaða segir og til sín í hörðum viðbrögðum gegn mannréttinda- og þjóð- ernisvakningu í hinum ýmsu ríkjum sovétsambandsins. Það talar og sínu máli um afstöðu hinna þröngsýnu afla til fijálsrar skoðanamyndunar og tjáningar, að yfirstjórn aganefndar sovézka komm- únistaflokksins hefur fyrir- skipað sérstaka rannsókn á meintu agabroti Edúards Shevardnadze, fyrrum ut- anríkisráðherra Sovétríkj- anna, vegna ummæla hans þess efnis, að stofna beri nýj- an flokk sovézkra lýðræðis- sinna til að knýja fram um- bætur í þágu þjóðar og þegna. Veruleikinn hefur dregið dökk ský á himin þeirra, sem sáu sól lýðræðis og mannrétt- inda rísa í orðum Míkhaíl Gorbatsjov sovétforseta á öndverðum valdaferli hans. Nýafstaðnar forsetakosningar í Rússlandi, stærsta sovétlýð- veldinu, ýta hins vegar við þessum vonbrigðaskýjum. í fyrsta lagi er það stórviðburð- ur í sögu Rússlands að forseti landsins er valinn í fijálsum kosningum; þarf að sækja vald sitt eftir lýðræðisleiðum til almennings. í annan stað staðfesta niðurstöður kosn- inganna sigur Borís Jeltsín, forseta rússneska þingsins, að meirihluti Rússa hafnar al- ræði Kommúnistaflokksins og lýsir yfir stuðningi við þróun til hefðbundins lýðræðis. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem fyrir liggja, hefur Borís Jeltsín, sem hvað harð- ast hefur deilt á stjómkerfið í Sovétríkjunum og karfizt þróunar í lýðræðisátt, farið með sigur af hólmi og fengið meirihluta atkvæða. Níkolaj Ryzhkov, fyrrum forsætisráð- herra, studdur af harðlínu- mönnum, var ekki hálfdrætt- ingur hans í atkvæðum. Þessi úrslit styrkja stöðu Jeltsíns gagnvart Kommúnistaflokkn- um og Gorbatsjov sovétfor- seta. Þau fela í sér aukinn þrýsting um að flýta efna- hagsumbótum, þróun í lýð- ræðisátt og tilfærzlu valds til sovézku lýðveldanna. Sem fyrr segir em kosning- arnar sem slíkar, sem og nið- urstöður þeirra, áfangi á langri leið íbúa Sovétríkjanna til lýðræðis, mannréttinda og markaðsbúskapar. Lýðræðis- sinnar hafa unnið orustu á hinum pólitíska vettvangi. Það er hins vegar ekki séð fyrir endann á stríðinu. Mögnlegt að tvöfalda vinnslu í frystihúsinu - segir Ólafur Rögnvaldsson hjá Hraðfrystihúsi Hellissands ÓLAFUR Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellis- sands, kvaðst óhress með stofnsamninginn sem gerður hefur verið um rekstur Hraðfrystihússins í Ólafsvík. Aðilar á Hellissandi eiga 15% hlut í togaranum Má á móti fiskvinnslufyrirtækjum og Bæjarsjóði Ólafsvíkur, sem á aðild að stofnsamningi hins nýja hlutafélags um rekstur Hraðfrystihússins í Ólafsvík. Ólafur sagði að samkvæmt samn- ingnum væri ætlunin að landa 80% aflans í Ólafsvík en afgangurinn yrði seldur erlendis eða á mörkuðum. „Við verðum að sitja úti eins og áður og það er ég ekki hress með. Við höfum ekkert um málið að segja vegna þess að við erum í minnihluta. Við höfum haft 15% af afla togarans í gegnum tíðina en litið sem ekkert fengið í eitt ár vegna þess að Hrað- frystihús Ólafsvíkur ætlaði að kaupa togarann gegn okkar vilja,“ sagði Ólafur. „Okkur þykir það ekki viðunandi hér fyrir utan Enni að meirihluti stjórnar Útvers skuli samþykkja að láta nýja hlutafélagið hafa 80% afla úr togaranum, 20% fari til útlanda eða á markað og skilji okkur eftir á köldum klaka. Einkum í ljósi þess að við höfum staðið við allar skuld- bindingar við okkar lánadrottna, Landsbankann, fiskveiðisjóð og aðrar lánastofnanir." Hann sagði að Hraðfrystihús Hell- issands á Rifi gæti unnið helmingi meiri afla en gert er í dag. Á milli 12-15 tonn eru fryst í hraðfrystihús- inu á degi hveijum og sagði Ólafur að fyrirtækið gæti auðveldlega fryst tvöfalt meiri afla. Með því móti yrðu sköpuð störf fyrir 30 manns. Á milli Ólafsvíkur og Rifs eru sex kílómetr- ar. Morgunblaðið/Alfons Innsiglaðar dyr á geymslu Hrað- frystihúss Ólafsvíkur. Vilja leigja rekstur HÖ fyrir 5% af framleiðsluverðmætinu FULLTRÚAR Bæjarsljórnar Ólafsvíkur, Verkalýðsfélagsins Jökuls og útgerðarfyrirtækjanna Tungufells og Útvers í Ólafsvík hafa gert sam- eiginlegt tilboð um að leigja rekstur Hraðfrystihúss Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Þessir aðilar hafa fengið samþykki sinna stjórna um leggja tilboðið fram og stofna hlutafélag um reksturinn. Bústjóra, Jóhanni Níelssyni, var afhent tilboðið í gær. Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík, sagði að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu fyrr en jákvæð við- brögð hafa borist við tilboðinu. í stofnsamningnum kemur fram að Ólafsvíkurkaupstaður á 35% í vænt- anlegu hlutafélagi, Verkalýðsfélagið Jökull 15%, Útver 25% og Tungufell 25%. Tveir stjórnarmenn í fyrirtæk- inu verða frá bæjarsjóði Ólafsvíkur, einn frá Verkalýðsfélaginu, og sinn hvor frá Tungufelli og Útveri. Undir- ritaður samningur þessara aðilaligg- ur fyrir um það að togarinn Már landi hjá þessu nýja fyrirtæki sem og fjór- ir bátar. „Það er í sjálfu sér ekkert leyndarmál að tilboðið hljóðar upp á 5% af framleiðsluverðmæti hrað- frystihússins. Það er áætlað að það séu um 20 milljónir á ári, sem þá yrðu borgaðar í leigu,“ sagði Stefán. Innifalið í þeirri upphæð er fasteig- nagjald, ekki aðstöðugjald sem fyr- irtækið þarf að greiða til sveitarfé- lagsins. Hann sagði það engan vanda leysa að afli Ólafsvíkinga yrði unnin af Hraðfrystihúsi Hellissands á Rifí. „Þeir hafa ekkert rætt það við okk- ur. Ég lít svo á að við höfum hér húsnæði og rekstrargrundvöll. Því ættum við þá að sækja vinnu í annað sveitarfélag?,“ sagði Stefán. Hann sagði að það_yrði enginn stofnkostn- aður hjá hinu nýja fyrirtæki. Að vísu yrði að kaupa einhverjar rekstraivör- ur til að byija með en það væri eng- inn fjárfestingarkostnaður í þessu dæmi. Stefán kvaðst furða sig á ritstjórn- argrein Morgunblaðsins í gær þar sem lagt er til að frystihúsum á Snæ- fellsnesi verði fækkað. „Það er eng- inn að biðja einn né neinn að gefa nokkuð í þessu dæmi. Við teljum okkur fært að helja þennan rekstur. Auðvitað er rétt að skoða allar leiðir en við höfum ekki rætt við þá á Hellissandi um það að þeir fari að taka fólk héðan til vinnu. Bæjarfélag- ið yrði af geysilegum tekjum frá þeim fyrirtækjum sem yrðu hér á staðnum, en við fengjum að vísu út- svar frá þessu fólki,“ sagði Stefán. Markaðsskráning gengis yki hagsæld og velmegun - segir Birgir Isleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri TENGING íslensku krónunnar við evrópsku rhynteininguna ECU myndi stuðla að lækkun verðbólgu, auknum stöðugleika og velmegun. Það er þó ekki sjálfgefið að tengja þurfi gengi krónunnar öðrum gjaldmiðli. Til greina kæmi að Seðlabanka yrði falið að framfylgja fastgengisstefnu með markaðsviðskiptum á innlendum gjaldeyrismarkaði. Þetta kom fram í erindi Birgis Isleifs Gunnarssonar bankastjóra Seðlabankans á morgun- verðarfundi Verslunarráðs Islands á miðvikudag. Að sögn Birgis hyggst Seðlabank- inn taka upp þann hátt að skrá gengi oftar en einu sinni á dag á haustmán- uðum. Þessi ráðstöfun er gerð til þess að koma í veg fyrir að kaupendur gjaldeyris geti hagnast á viðskiptum, þegar gengi mynta á erlendum mörk- uðum breytist frá því að Seðlabanki skráir gengi kl. 9 að morgni og þar til bankar loka að kvöldi. Birgir rakti í erindi sínu niðurstöður nefndar á vegum Seðlabankans sém skoðað hefur hvaða breytingar þurfi að gera á gengisskráningu hér á landi. Nú er gengi skráð af Seðlabankanum, með tilliti til myntkörfu sem ákveðin er fyrir hvert ár. Karfan er sett sam- an úr myntum helstu viðskiptaþjóða í Evrópu og Norður-Ameríku auk Jap- ans. Nefndin taldi þijár leiðir helst koma til álita. Hin fyrsta er sú sem áður er nefnd. Onnur leið sem tilgreind er í áliti nefndarinnar er að bankinn skrái miðgengi hvers gjaldmiðils, en jafnframt ákveðin fráviksmörk. Við- skiptabankarnir hefðu þá svigrúm til þess að mæta breytingum á gengi yfir daginn, innan viðmiðunarmarka. Birgir sagði að ef þessi leið yrði valin þyrfti lagabreytingar við. Efla þyrfti millibankamarkað til þess að aðilar gætu leitað hagstæðasta gengis á hverri stundu. Kostur væri að breyt- ingar á gjaldeyrismarkaði kæmu skýrt í ljós. Markaðsskráning róttækasta breytingin í nefndarálitinu er einnig bent á þá leið að taka upp markgengi. A hveijum degi héldi Seðlabankinn við- skiptafund þar sem skráð væru kaup og sölutilboð. Skráð gengi bankans væri fyrst og fremst til afr mæta þörf sem skapast af viðskiptum á mark- aðnum og til að ákveða dómsgengi. Hér yrði um róttækustu breyting- una á gjaldeyrismálum að ræða sem nefndar eru í áliti nefndarinnar, að sögn Birgis. Bankinn yrði að fá völd til þess framfylgja yfirlýstri stefnu í gengismálum. íhlutun Seðlabankans yrði einkum með tvennum hætti. í fyrsta lagi með breytingu á vöxtum skammtímaskuld- bindinga til að stjórna flæði fjár inn og út úr landi. í öðru lagi gæti bank- inn selt af gjaldeyrisforða sínum, eða keypt gjaldeyri á markaði. Birgir sagði að engin afstaða hefði komið fram til þessara þriggja leiða. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að breyta núverandi kerfi. Hinsvegar þyrfti að sýna aðgát og gefa viðskiptabönkunum og Seðla- bankanum langan frest til að laga sig að gengisskráningu á ftjálsum mark- aði. Tenging við ECU yki stöðugleika Birgir vék næst að myntsamstarfi Evrópuþjóða, EMS. ísland er nú eitt Norðurlanda án tengsla við það. Nor- egur, Svíþjóð og Finnland hafa hvert um sig tengst samstarfinu með ein- hliða aðgerðum. EMS byggist á því að hver mynt hefur skilgreint viðmiðunargengi Friðarhlaup 1991: Fólk frá A-Evr- ópu tekur þátt Friðarhlaup 1991 verður haldið á þjóðhátíðardaginn og verður hlaupið frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Eymundur Matthíasson er einn af forsvarsmönnum hlaupsins og var rætt við hann um Friðar- hlaupið. „Sögu Friðarhlaupsins má rekja aftur til 1987. Að því stendur Sri Chinmoy maraþonliðið,íþróttasam- tök sem leggja áherslu á uppbygg- ingu líkama og sálar gegnum íþrótt- ir. Þessi samtök starfa um allan heim. íslandsdeild samtakanna varð til \ kringum hlaupið 1987. í fyrsta friðarhlaupinu hlupum við umhverfís ísland. Þetta var boð- hlaup með friðarkyndil. Við skipu- lagningu hlaupsins nutum við sam- starfs við Fijálsíþróttasamband ís- lands. íþrótta- og ungmennafélög kringum landið sáu hvert um sinn hluta. Án þess hefði hlaupið vart verið framkvæmanlegt. Svo um- fangsmikil hlaup krefjast gífurlegr- ar skipulagningar. I upphafi ríkti talsverð óvissa um hvemig hlaupið tækist til. Það gekk hins vegar vonum framar og vakti mikla athygli. Því var ákveðið að gera Friðarhlaupið að reglulegum viðburði, halda það á tveggja ára fresti. Við höfum lagt okkur eftir að fá stuðning íþróttamanna, stjórnmálamanna og annarra. Að sjálfsögðu vonumst við til að áfram- hald verði á því. I ár verður ekki hlaupið í kringum Iandið enda em vinir okkar í Fijáls- íþróttasambandinu með landshlaup. Þess vegna verður hlaupið frá Þing- völlum en það eru um 50 kflómetr- ar. Það er liðlega maraþonvega- lengd og því ættu duglegir hlaupar- ar að geta hlaupið alla leið. Hins vegar ætlumst við alls ekki til að allir hlaupi alla leið og því mun rúta fylgja hlaupinu alla leið og auk þess hefur náðst samvinna við Reykjavíkurborg um fríar rútu- ferðir í átt að hlaupinu. Hlaupinu lýkur síðan í Hljómská- lagarðinum kl.13,45. Þar mun for- seti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, flytja ræðu og stuttu síðar hefst landshlaup Fijálsíþrótta- sambandsins. Við leggjum höfuðáherslu á að sem flestir taki þátt í hlaupinu. Tilgangur hlaupsins er fyrst og fremst sá að sýna á táknrænan hátt að friður er mál allra. Friður byijar innra með einstaklingum og breiðist síðan frá manni til manns. Það er ekki auðvelt að segja til um hvort hlaupið hefur haft einhver áhrif. Bein áhrif em aldrei merkjan- leg. Hins vegar er varla hægt að fullyrða að það hafi engin áhrif haft. Það er okkur sem stöndum að hlaupinu mikið gleðiefni að þjóð- ir Austur-Evrópu skuli taka þátt í hlaupinu í ár. Það skapar samkennd milli þjóða. Sérstaklega er ánægjulegt hve hlaupið hefur vakið mikla og já- kvæða athygli í Júgóslavíu. Þaðan Sri Chinmoy, upphafsmaður hlaupsins emm við alltaf að heyra fréttir sem benda til að allt sé að springa í loft upp. Hins vegar hefur Frið- arhlaupið hlotið þar mikla umfjöll- un og þátttaka verið afar góð. Þetta sýnir að talsverður vilji er fyrir friði í landinu. Ég vona að hlaup af þessu tagi geti stuðlað að því að friðurinn haldist. Áð lokum vil ég bara hvetja fólk til að mæta og hlaupa á 17. júní. Þetta getur orðið mjög skemmtilegt hlaup. Ef veður helst gott efast ég ekki um að þátttaka í hlaupinu verði góð líka.“ Spánveijar ítreka kröfu um veiðiheimildir fyrir markaðsaðgang: Afstaða okkar er kristal- tær og mun ekki breytast -segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra segir það makalaust, að Spánverjar skuli draga fram sjónarmið sín í sjávarútvegsmálum, á Iokastigi samninga EFTA og Evrópubandalagsins um evrópskt efnahagssvæði. Spánverjar hafa í fréttatilkynningu ítrekað kröfur sínar um veiðiheimildir á Norð- ur-Atlantshafi, og að EB-ríkjum verði leyfðar fjárfestingar í sjávarút- vegi EFTA-landa. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við erum ekki tilbúnir til að ræða veiði- heimildir í skiptum fyrir tollfijálsan aðgang að mörkuðum EB. Sú af- staða hefur verið kristaltær af okk- ar hálfu og mun ekki breytast," sagði Þorteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra þegar yfirlýsing Spánveija var borin undir hann í gær. Þar segja Spánveijar að þeim hafi verið haldið utan við fiskimið í Norður-Atlantshafi þrátt fyrir veiðar annara Evrópubandalags- ríkja á þeim slóðum. Og í ljósi þess að staða sjávarútvegs á Spáni sé erfið, sé Spánveijum nauðsynlegt að fá fiskveiðiréttindi fyrir flota Námstefna noirænna r éttarfar sfræðinga UM þessa helgi verður haldin á Selfossi norræn námstefna um réttarf- ar á vegum félags, sem helgar sig þessu sviði lögfræðinnar. Gerð verður grein fyrir nýlegum lagabreytingum um dómstólaskipan og málsmeðferð. Rætt verður um hinu svonefndu Lugano-sáttmála um vamarþing og gagnkvæma viðurkenninga dóma um 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem er um réttláta málsmeð- ferð fyrir dómi. Loks mun Hans Gammeltoft-Hansen, umboðsmaður danska þjóðþingsins, hafa framsögu um aðstoð frá sérfræðingum í störf- um dómstóla. Formaður Samtaka norrænna réttarfarsfræðinga er Hans Michels- en fyrrverandi hæstaréttardómi í Noregi. Stjórnarmaður af Islands hálfu er Stefán M. Stefánsson prófessor, sem er meðal framsögumanna á nám- stefnunni. Aðrir íslenskir framsögu- menn - eru hæstaréttardómaramir gagnvart hverjum hinna gjaldmiðl- anna og evrópsku gjaldmiðilseining- unni ECU. Mega einstakir gjaldmiðlar sveiflast um viðmiðunargengið innan marka, sem að jafnaði eru 2,25% á hvom veg. Ef gengi gjaldmiðils nálgast viðm- iðunarmörkin er gert ráð fyrir að við- komandi seðlabanki grípi til viðeig- andi ráðstafana, með því að kaupa og selja gjaldeyri. Birgir sagði engan vafa leika á því að tenging myntar við gjaldmiðil svæðis sem býr við lága verðbólgu, eins og gildir um ECU, væri til þess fallin að draga úr verðbólgu og auka stöðugleika. Skilyrði hagstjórnar gjör- breyttust. Svigrúm til sjálfstæðrar vaxta- og peningamálastefnu væri stórlega skert. Stefna í ríkisfjármálum fengi aukið vægi. Launþegar og fyrir- tæki yrðu að taka raunhæfar ákvarð- anir, þar sem launahækkanir á röng- um forsendum myndu skerða sam- keppnisstöðu fyrirtækja og auka hættu á atvinnuleysi. Birgir kvaðst þeirrar skoðunar að ef þeir kostir er fylgdu tengingu við ECU kæmu í ljós yrði lagður traustur grunnur að efnahagslegum stöð- ugleika, aukinni hagsæld og velmeg- un. Engin patent-lausn Birgir sagði að tenging við ECU Birgir ísleifur Gunnarsson bankastjóri Seðlabankans. væri ekki eina leiðin að þessu marki. Sá kostur væri fyrir hendi að viðhalda gildandi kerfi en taka í auknum mæli mið af markaðsaðstæðum við gengis- skráningu. „Stöðugleikinn myndi þá fyrst og fremst byggjast á yfirlýsing- um stjórnvalda og framkvæmd fast- gengisstefnu en viðurkenna verður að reynsla undanfarinna ára er ekki allt of traustvekjandi,“ sagði hann. „Við íslendingar þurfum að lokum að kanna mjög rækilega hvort stíga eigi það skref að tengja krónuna við ECU. í allri umræðunni verðum við að forðast að líta á þetta sem ein- hveija patent-lausn á efnahagsvanda okkar. Verst væri ef við stigum skerf- ið en yrðum síðar að hrökklast til baka — og gefast upp vegna skorts á aga eða vegna sérstöðu íslensks efnahagslífs," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri. sinn í fiskveiðilögsögu EFTA-ríkja. Ekkert sé því til fyrirstöðu að semja um tollaívilnanir á mörkuðum EB, svo framarlega sem viðunandi veiðiheimildir fáist í staðinn. Þá segjast Spánveijarnir ekki geta fallist á þær kröfur einstakra aðildarríkja EFTA, að í samningum um evrópst efnahagssvæði verði tekið til frambúðar íyrir fjárfesting- • ar útlendinga í sjávarútvegi. „Þeir sem eru aðilar að Evrópubandalag- inu ættu nú að vita það manna best, að þeir hafa hafnað kröfum okkar um fríverslun með sjávaraf- urðir, vegna þess að þeir ætla sé að viðhalda áfram styrkjakerfi í sjávarútvegi. Og það liggur í aug- um uppi, að það er ekki hlustað á kröfur Evrópubandalagsins um fijálsan aðgang til fjárfestinga í sjávarútvegi við slíkar aðstæður og ég er í meira lagi hissa á að þeir skuli láta svona lagað út úr sér þegar komið er á lokastig þessara samninga,“ sagði Þorsteinn. Utanríkisráðherra hefur nýlega sagt að skipti á gagnkvæmum veiðiréttindum komi til greina í tengslum við sjávarútvegssamning íslendinga og Evrópubandalagsins. Þorsteinn sagði um þetta, að menn hefðu alltaf verið tilbúnir til að ræða gagnkvæman samstarfs- samning. „Það á ekkert skylt við það að veita veiðiheimildir fyrir tollafríðindi og er því alveg óvið- komandi," sagði Þorsteinn Pálsson. Brottnám líffæra úr látnum í undirbúningi: Fyrirsjáanleg er styttri bið eftir ígræðslu erlendis ÆTLA má að hérlendis verði 8-9 dauðsföll árlega þar sem til falla líffæri er nýst gætu sjúklingum. Kom þetta fram í máli Páls Ás- mundssonar læknis á þingi Norræna ígræðslufélagsins sem nú stend- ur yfir í Reykjavík. Páll sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hingað til hefðu Islendingar verið þiggjendur líffæra erlendis en með löggjöf um heiladauða og Iíffæraflutninga frá því í mars sl. hefðu skapast forsendur fyrir því að Islendingar létu eitthvað af mörkum í staðinn. Starfandi væri vinnuhópur sem undirbúa ætti slíkt. Páll sagðist telja að fyrir vikið myndu íslenskir sjúklingar eiga greiðari aðgang að sjúkrahúsum crlendis þar sem bið eftir ígræðslu er löng. Páll segir að líffæri úr látnum manni sem uppfylla ákveðin skil- yrði geti að jafnaði nýst fjórum til fimm sjúklingum. Hugsanlega gætu íslensk líffæri því komið tug- um sjúklingum að gagni á ári hveiju. „í staðinn er líklegt að for- svarsmenn erlendra stofnana settu íslenska sjúklinga á biðlista með sama rétt og þeirra eigin landar." Hingað til hafa íslendingar fyrst og fremst skipt við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn sem ásamt fleiri síkum stofnunum á Norðurlöndum er aðili að Scandiatransplant, nor- rænni samstarfsstofnun um líffær- aflutninga. Hins vegar benti Páll á að Danir hefðu líkt og íslendingar dregið mjög að setja lög um heila- dauða og hefðu því ekki eins mikla reynslu af hjarta- og lungna- ígræðslu og t.d. Norðmenn og Svíar. Það kom fram á þingi Norræna ígræðslufélagsins í gær að hvar- vetna á Norðurlöndum er samþykki hins látna eða aðstandenda skilyrði þess að líffæri séu numin brott. Var nokkuð rætt um gildi korta sem menn bera á sér til að sýna vilja sinn til að gefa líffæri við andlát. í ljósi reynslu annarra þjóða sagðist Páll hafa efasemdir um að það borgaði sig fyrir íslendinga að innleiða slík kort. „Það kom fram í máli eins fyrirlesarans, Arthurs Caplans, frá Minnesota-háskóla, að bandarískir læknar taka ekki mikið tillit til slíkra korta. Menn hafa þá reglu að leita ætíð sam- þykkis aðstandenda óháð því hvort hinir látnu bera kortin eður ei. Gildi slíkra korta er því fyrst og fremst að vekja umræður innan ljöl- skyldna og búa aðstandendur undir það að gefa samþykki fyrir líffæra- brottnámi. Af því má draga þann lærdóm að dreifing slíkra korta væri mikil fyrirhöfn sem skilaði árangri sem e.t.v. mætti ná betur með öðrum aðferðum, eins og al- mennri fræðslu." í erindi sínu lagði Caplan einnig áherslu á mikilvægi fræðslu fyrir heilbrigðisstéttir. Hann sagðist hafa rekið sig á að margt starfs- fólk sjúkrahúsa hefði efasemdir um þá nýju skilgreiningu dauða sem víðast hvar er að ryðja sér til rúms semsé að maður teljist látinn þegar heilastarfsemi er hætt og fullljóst að hún getur ekki hafíst á ný. Hefðbundin skilmerki dauða hafa eins og kunnugt er verið þau að hjarta sé hætt að slá og öndun fari ekki lengur fram. Páll tók undir orð Caplans um mikilvægi fræðslu fyrir starfsfólk spítala einkurn á því sjúkrahúsi þar sem tilfelli af þessu tagi kæmu helst upp, þ.e. á Borgarspítalanum þvi þar er slysavarðstofan og eina taugaskurðaðgerðadeild landsins. Óneitanlega verði nýstárlegt fyrir þá sem nærri koma að sveit manna erlendis frá komi til að sækja líf- færi úr látnum sjúklingum og það krefjist mikils undirbúnings, þjálf- unar og fræðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.