Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 13
MOÍÍGl®ÉMÍ)ÍÐrPÖST:ÚbÁéuií'sÍ^/Æl^ íöéí- Ingibjörg Haraldsdóttir lýst fæðingu bams. Það er engin tilfinningasemi í þessu ljóði, engar lýsingar á líðan hinnar fæðandi konu eða barns enda sagt að ekki sé hægt að lýsa því. Ljóðlínumar eru stuttar, óreglulegar: tveir tvíliðir/ þríliður, tvíliður, stúfur/ tveir tvíliðir/ tvíliður/ stúfur o.s.frv. Takturinn í ljóðinu er eins og ákafur andardráttur. Lýsingarorðin em „hvítur", „harður", „glampandi“ og sagnirnar undirstrika sársaukann, miskunnarleysið, lífsháskann en það er barnið sem er að koma sem öllu máli skiptir. Þegar það grætur færist sjónarhornið yfir til líkama móðurinnar (blóð og sviti), tækni sjúkrahússins (bómull og skæri) og loks tilfínninganna (bros og tár) sem brjótast út í fagnandi lokaorðunum: Barn - sem lifír. Ég held að sé ekki hægt að fara öllu nær því að segja „hið ósegjanlega". Ný yóð Ljóðabókin Nú eru aðrir tímar (1989) var af mörgum talin besta ljóðabók Ingibjargar. Þroskinn leynir sér heldur ekki í nýju ljóðunum sem birtast í þessari bók. Oróleikinn, leitin og trúin á að hamingjuna, merkinguna, sé kannski að finna í nýju fólki, nýjum löndum, annars staðar - er ekki þema nýju ljóðanna. Það er í þessum ljóðum einhvers konar vissa um að leitin hafí tilgang í sjálfri sér, sé óumflýjanleg og að nýjar spurningar skipti rrieira máli en svörin sem þær kunna að fá. „Útópíumar“ eru að baki eða eins og segir annars staðar: „Ég trúi ekki á fegurð fortíðarinnar": Lít um öxl á borgirnar við veginn nem þaðan rökkurtóna staka nær mér standa brýr í björtum loga framundan óvissuklungur og efa. (Borgir, 1991) En þó að efínn sé orðinn sterkari en trúin í ljóðum Ingibjargar er hún engjnn heimsendaspámaður og bölsýn verða ljóð hennar ekki. Þau eru blessunarlega laus við það ofsóknarbrjálæði sem fylgir tortímingarhyggju og tortímingarótta. Og það vantar líka hæfíleikann til að taka orðin sem búa til sjálfsmynd okkar of hátíðlega. Þó að „ótryggar gerist nú stundirnar" eru brosið í augunum og gleðin yfir lífinu það sem ríkir eftir lestur þessa fjölbreytta og framúrskarandi ljóðasafns. Tveir íslenskir læknar kosn- ir í virt samtök sérfræðinga 18. apríl sl. voru tveir islenskir læknar, þeir John E. G. Benedikz og Birgir Guðjónsson, kosnir „Fellows" í Royal College of Physicians í London. Royal College of Physicians í London var stofnað 1518 og eru ein -elstu samtök sérfræðinga í læknisfræði í heiminum. Samtökin vom stofnuð til að stuðla að hærri staðli í lyflæknisfræði og hefur það síðan verið meginmarkmið þeirra. Læknar fá inngöngu eftir að taka inntökupróf „Membership Examin- ation“ í tveimur þrepum sem aðeins um það bil 12% þátttakenda stand- ast og verða þá „Members", þ.e. MRCP“. Mörgum árum síðar geta læknar náð því að verða kosnir „Fellow“ þ.e. FRCP“ eftir strangt mat Royal College of Physicians á starfsferli og vísindaferli. „Mernbership" að „Fellowship" í Royal College of Physicians er skil- yrði fyrir breska lækna til að fá stöður sérfræðinga í lyflæknisfræði innan breska sjúkrahúskerfísins. John E.G. Benedikz er fæddur 1934 og útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1961. John stundaði nám í lyf- læknisfræði og taugasjúkdómum við Háskólasjúkrahús Manchester. Hann lauk inntökuprófí í Royal College 1967. John E.G. Benedikz er viðurkenndur sérfræðingur í taugasjúkdómafræði í Bretlandi og starfar nú sem slíkur við Landspít- alann og Landakotsspítala. Birgir Guðjónsson er fæddur 1938 og útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1965. Birgir stundaði nám í lyf- læknisfræði og meltingarsjúkdóm- Birgir Guðjónsson, FACP, FRCP. John E.G. Benedikz, FRCP. um við Yale-háskólann í New Hav- en í Bandaríkjunum og var aðstoð- arprófessor þar í nokkur ár. Hann lauk inntökuprófí í Royal College 1979. Birgir hefur lokið bandarísk- um sérfræðiprófum í lyflæknisfræði H DAGSKRA verður í Norræna húsinu föstudaginn 14. júní kl. 20.30 með gestum frá Suðurmann- alandi (Sörmland) í Svíþjóð. Sagt verður frá mannlífí og menningu héraðsins og þjóðlagahópurinn Simmings leikur gömul sænsk þjóðlög og dansa. Meðlimir hópsins eru Marianne Skagerlind-Furám og meltingarsjúkdómum og er einn- ig „Fellow“ í American College of Physicians, þ.e. FACP, og er jafn- framt fullgildur félagi í bresku og bandarísku meltingarlæknafélög- Um. (Fréttatilkynning) Par Furám, Sören og Bernt Ols- son og Arne Blomber. Hljóðfærin sem þau leika á eru sekkjapípa, fiðla, harmónika, munngígja og cittra. Þau taka öll þátt í starfí samtaka spilamanna í heimahérað sínu Suðurmannalandi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Macintosh Classic „Síðan ég fékk mér Macintosh Classic-tölvu hef ég getað nýtt mér þetta sjálfsagða heimilistæki til að geta unnið heima ef ég vil. Maður er nefni- lega oft frjórri heima ená vinnustaðnum. Konan mín notar Macintosh-tölvuna við ýmis verkefni, s.s. ritvinnslu, bókhald o.fl. auk þess sem tölvukunnáttan kom henni að góðum notum þegar hún fór aftur út á vinnumarkaðinn. Svo nýtist tölvan einnig vel fyrir börnin. Mun algengara er nú að skólaverkefni og ritgerðir séu unnar á tölvu og einkunnir barnanna eru nú hærri en áður.“ Verð á Macintosh Classic-tölvu er aðeins 89-900,- kr. eða 85-405,- kr. stgr. Hún fæst einng með Munaláni og þá eru til dæmis greidd 25% við afhendingu: 22.475,- kr. og 3.025, - kr. á mánuði í 30 mán. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.