Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 29 Jensína Egilsdóttir, Hafnarfirði — Minning Fædd 21. september 1905 Dáin 5. júní 1991 Með nokkrum þakkarorðum vil ég kveðja Jensínu Egilsdóttur. Fyrst fyrir það, hversu hún var mér alltaf blíð og góð eða allt frá bernskudögum, þegar við Sigur- geir, sonur hennar, lékum okkur saman. Þá geymist í þakklátum huga ræktarsemin, sem systir mín varð aðnjótandi hjá Jensínu og Guðrúnu, dóttur hennar. Einnig ber að þakka þá minnisstæðu mann- gæsku, sem Jensína'sýndi Sigurvin heitnum Guðmundssyni, sem flestir gamlir Hafnfirðingar þekktu og var tryggur vinur minn. Hann fann sitt skjól ungur að árum hjá þeim hjartahlýju hjónum, Jensínu og Gísla Sigurgeirssyni, sem lést 1980. Átti hann síðan athvarf á heimili þeirra allt til eliiára. Eiga eftirfar- andi orð úr heilagri ritningu vel við um kærleiksverkin, sem Sigurvin fékk þar að njóta: „Sannarlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum mínum minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Loks verður seint fullþökkuð sú einlægða tryggð, sem Jensína sýndi bindindishugsjóninni allt sitt líf. Hún lá aldrei á liði sínu með varnað- arorð gagnvart því mikla böli og tjóni, sem áfengið veldur, en því miður flestir virðast loka augunum fyrir. Hún var frá barnsaldri virk í starfi fyrir Góðtemplararegluna og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum til dauðadags. Það var á stúkufundi 15. apríl sl., sem fundum okkar Jensínu bar síðast saman. Þá lék hún undir söng á gamla orgelið í Góðtemplarahús- inu í Hafnarfirði. Finnst mér einkar táknrænt, að það skyldi einmitt vera þar og í söngnum, sem bundin er mín síðasta minning um Jensínu. Svo sannarlega var söngurinn hennar mesta yndi. Þannig var hún t.d. 62 ár í kirkjukór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og á yngri árum við söngnám hjá Sigurði Birkis og fleir- um. Þá var Jensína um tíma þátt- takandi í leiklistarstarfi í sínum heimabæ og kom sér þá vel að hafa góða sönghæfileika. Hún var mikilhæf húsmóðir með tign í fasi. Það var menningarbrag- ur á hinu hlýlega heimili Jensínu og Gísla á Strandgötu 19. Ógleym- anlegar eru mér stundirnar þar við veglegar góðgerðir, söng, tónlist og tafl og aðra heilbrigða gleði í hópi góðra vina. En framar öðru var Jensína börn- um sínum hin besta móðir, sívak- andi yfír velferð þeirra og annarra afkomenda. Þannig fór hún í heim- sóknir til dætranna Jensínu, Marín- ar og Öglu, sem búa erlendis, og naut ríkulega þeirra mörgu ferða. Við fráfall Jensínu Egilsdóttur hef- ur Hafnarfjörður misst eina af sín- um bestu dætrum, sem alla tíð hélt tryggð við Fjörðinn og vildi hag bæjarins og Hafnfirðinga sem blómlegastan. Minningu hennar verður mestur sómi sýndur með því að efla það mannbótastarf, sem henni var hjartfólgnast: Að vara við áfenginu, mesta bölvaldinum í þjóðlífínu, og beijast gegn drykkj- utískunni í krafti trúar og kær- leika. Megi sú barátta bera ríkuleg- an ávöxt. Göfug kona er kvödd með virð- ingu og einlægri þökk. Árni Gunnlaugsson Allt okkar líf stefnir á einn veg, að kveðjustund við banabeð. Við virðumst sjaldan viðbúin þessari stund. Hún kemur okkur alltaf að óvörum. Einn fagran sumardag í síðustu viku kvaddi amma mín, Jensína Egilsdóttir, þennan heim. Hún hafði veikst alvarlega 18. maí síðastliðinn og var þá strax lögð inn á St. Jós- efsspítalann í Hafnarfírði og þar lá hún þar til yfír lauk við góða umönnun hjúkrunarliðs og lækna. Jensína Egilsdóttir var fædd í Hafnarfirði 21. september 1905 og ól þar allan sinn aldur. Hún var elst 9 barna hjónanna Þórunnar Einarsdóttur og Egils Guðmunds- sonar sjómanns. Var komin af miklu dugnaðar- og atgervisfólki. Þegar amma mín var að alast upp var sá hugsunarháttur ráðandi að nóg væri að stúlkur lærðu að matbúa og bæta bót á fat svo að þær yrðu góðar húsmæður. Hugur ömmu stóð hins vegar til meiri mennta og hún þráði mjög að setj- ast á skólabekk. Gísli, afi minn, skildi þessa menntalöngun hennar og þegar þau höfðu verið í hjóna- bandi í eitt ár fór amma mín í nám við Húsmæðraskólann á ísafirði. Hún giftist afa mínum, Gísla Sig- urgeirssyni, 27. september 1925. Þau eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi. Þau bjuggu alla tíð á Strandgötu 19. Það er erfítt í örfáum orðum að lýsa jafn sterkri persónu og Strand- götuamma var. Hún var einstök og ógleymanleg þeim sem henni kynnt- ust. Ávallt leit ég á heimili hennar og afa míns sem mitt annað heim- ili. Þar var hlýleikinn og gestrisnin í öndvegi og í þeim efnum voru þau afi minn og amma einkar samiýnd. Amma var að mörgu leyti mikill listamaður í sér. Söngelsk var hún og hafði með afbrigðum mikla og sterka sópranrödd. í meira en 60 ár söng hún í Fríkirkjukórnum í Hafnarfírði og hún hafði yndi af ljóðum. Þegar ég drakk með henni kaffisopa í síðasta sinn 16. maí sl., las hún upp fyrir mig úr bókinni um Skáld-Rósu. Hún var ákaflega leikin í öllum sínum verkum og hafði þann hæfileika að geta gert bæði mikið og fallegt úr litlu efni. Blómaskreytingar hennar þóttu með afbrigðum. Félagslynd var hún og dugleg að drífa sig á manna- Egilsstaðir: Myndlistasýning í Grunnskólanum Egilsstöðum. BORGFIRÐINGARNIR Elías B. Halldórsson og Eyjólfur Skúlason verða með myndlistarsýningu í Grunnskólanum á Egilsstöðum 15.-17. júní nk. Báðir eru þeir Elías og Eyjólfur fæddir á Snotrunesi í Borgarfirði eystra en búa nú hvor á sínu lands- hominu. Elías í Kópavogi en Eyjólf- ur á Egilsstöðum. Elías á fjölda sýninga að baki en Eyjólfur er að taka þátt í sinni fyrstu sýningu og eru myndefnin ólík. Eyjólfur dregur drumba og reka- lurka úr fjörum bænda í Borgar- firði og gerir úr þeim mögnuð tré- skurðarverk. Þessa iðju hefur Eyj- ólfur stundað í frístundum í mörg ár. Aldrei hefur hann sest á skóla- bekk til að nema þennan galdur heldur spretta verkin út úr hugar- heimi Eyjólfs mótuð af efninu og ómenguðum náttúrukraftinum. Elías hefur getið sér gott orð sem listmálari. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga auk þess að vera með verk á samsýningum. Um tíma var hann eini atvinnumálarinn sem bjó og starfaði úti á landi. Á sumrin skreppur Elías gjarnan í sumarbú- stað sinn í Borgarfirði og gætir þess gjarnan í myndefnum hans. Annars eru málverk Elíasar oft af- strakt eða fígúratíf þótt landslag sé einnig myndefni hjá honum. Einnig hefur Elías lagt rækt við grafískar myndir og verða þær all- margar á þessari sýningu. Elías lærði myndlist og verða þær all- margar á þessari sýningu. Sýning Elíasar og Eyjólfs verður opnuð í Grunnskólanum á Egils- stöðum dagana 15., 16. og 17. júní. - Björn Elías B. Halldórsson Eyjólfur Skúlason mót. Yndi hafði hún af ferðalögum og mikla ánægju og gleði höfðu þau afí af að heimsækja dætur sínar í Austurríki og Bandaríkjunum. Síð- astliðinn vetur dvalái hún í sex mánuði hjá dætrum sínum sem búsettar eru í Rhode Island. Að lokum vil ég þakka allt það sem hún amma mín var mér og mínum. Ég kveð hana með þessu erindi eftir Magnús Ásgeirsson skáld: En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausn er til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil sem þráðu útsýn stærri. Halla Snorradóttir í dag verður elskuleg mágkona mín, Jensína Egilsdóttir, jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hún lést 5. júní sl. eftir stutta sjúkdóms- legu. Jensína fæddist í Hafnarfirði 21. september 1905. Hún var elst í níu barna hópi hjónanna Egils Guð- mundssonar sjómanns frá Hellu og Þórunnar Einarsdóttur. Áður voru látin 5 systkini: Sigríður, Guðmund- ur, Nanna, Gísli Jón og Ingólfur, en 3 eru á lífi: Einar, Gunnþórunn og Svanhvít. Jensína giftist Gísla Sigurgeirs- syni, verkstjóra, í september 1925. Varð þeim 7 barna auðið, en þau urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa 2 þeirra á fyrsta ári. Hin börnin eru: Sigurgeir, skrif- stofumaður í Hafnarfriði, kvæntur Sigríði Ben Sigurðardóttur; Jens- ína, gift Pat Olivo, sölumanni, bú- sett í Bandaríkjunum; Guðrún, var gift Snorra Jónssyni, kennara; Mar- in, gift Helmut Neumann, deild- arstjóra í menntamálaráðumeytinu í Vín; Þórunn Agla, var gift David Goff, búsett í Bandaríkjunum. Barnabörnin era 24, langömmu- börnin 37 og langalangömmubörnin 6, svo alls átti Jensína 72 afkom- endur á lífi. Er þetta allt hinn mann- vænlegasti hópur og hefur Jensína borið einstaka umhyggju fyrir öllum afkomendum sínu og þau fyrir henni, þannig að samskipti þeirra hafa verið mjög náin og einkennst af einstakri hlýju. 2 dætur Jensínu era búsettar í Bandaríkjunum og 1 í Austurríki og dvaldi hun oft hjá þeim í lengri eða skemmri tíma, nú síðast hjá dætram sínum í Bandaríkjunum um nokkrra mánaða skeið. Var hún nýkomin þaðan, að því er virtist glöð og hress, þegar hún fékk heila- blóðfall og hné niður. Rúmum hálf- um mánuði síðar var hún látin. En það var ekki eingöngu nán- asta fjölskylda, sem Jensína lét sér annt um. Gísli og Jensína bjuggu allan sinn búskap á Strandgötu 19 í hjarta Ilafnarfjarðar og var alltaf opið hús fyrir gesti og gangandi. Ég og mín fjölskylda minnumst sérstaklega jólaboðanna hennar Jensínu, þar sem allir ættliðir komu saman. Þar var rausnarlega veitt, farið í jólaleiki og óspart tekið lag- ið, eins og reyndar alltaf, þegar þessi söngelska fjölskylda kom saman. Ég hef hvergi vitað meira sungið en í Strandgötunni. Þá sett- ist Gísli við hljóðfærið og allir tóku undir. En Jensína stóð samt ekki ein í þessu, því Gísli heitinn maður henn- ar stóð við hlið hennar og voru þau einstaklega samhent í því að taka á móti gestum og svo að sjálfsögðu börnin, þegar þau uxu úr grasi. Aðalstarf Jensínu var húsmóður- starfið, sem hún rækti svo til fyrir- myndar var, enda bera börnin henn- ar þess glöggt vitni með sínu alúð- lega viðmóti, hve mikillar umhyggju þau hafa notið í uppvextinum. Jensínu var margt til lista lagt. Hún hafði mikla söngrödd, sem hún hafði þjálfað í söngnámi hjá Sigurði Birkis. Söng hún alla tíð í Fríkirkj- unni í Hafnarfriði og einnig í Tón- listafélagskórnum undir stjorn Vict- ors Urbancics. Einnig lagði hún stund á leiklist og lék m.a. með Leikfélagi Hafnar- íjarðar. Um tíma rak hún blóma- verslun og voru blómaskreytingar hennar annálaðar fyrir smekkvísi. Jensína var einnig mjög félags- lynd og gegndi mörgum trúnaðar- störfum í Góðtemplarareglunni í Hafnarfírði og var í stjóm Kvenfé- lags Fríkirkjunnar. Var hún afburða duglega og lét sig ekki muna um að Ieysa af sem matráðskona hjá Hafnarfjarðarbæ þar til hún var 84 ára gömul. Það sem mest var áberandi í fari Jensínu var hinn óbilandi kraftur, sem hún bjó yfir. Hún var ákaflega hispurslaus og ákveðin og lét í ljósi skoðanir sínar umbúðalaust jafnt við háa sem lága. Samt var hún einstaklega hlý og einlæg og mátti ekkert aumt sjá, enda hafa margir minni máttar í þjóðfélaginu leitað skjóls hjá henni. Ég vil að lokum þakka Jensínu, mágkonu minni, þann hlýhug og þá velvild, sem hún hefur ávallt sýnt okkur Einari og börnum okk- ar. Við vottum bömum hennar og öðrum nákomnum ættingjum inni- lega samúð og megi þau geyma minningu um heilsteypta konu og góða móður. Blessuð sé' minning hennar. Margrét Thoroddsen philips Whirlpool KÆLISKÁPUR • 198 lítra kælirými • 58 lítra frystirými (****) • Sjálfvirk afþýðing • Stór grænmetisskúffa • 4 stillanlegar hillur • Hægt er að velja á milli hægri eða vinstri handar opnun á hurð • HxBxD: 159x55x60 sm Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SI'MI 6915 20 C samun^uMt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.