Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 11 Kvikmyndasjóður Mennta- skólans í Reykjavík stofnaður NEMENDAS AMBAND Mennta- skóians í Reykjavík hefur stofnað kvikmyndasjóð - Afmælissjóð 1996 - til undirbúnings 150 ára afmæli skólans. Þá er ætlunin að gera listræna heimildarkvik- mynd um sogu skólans. Þann 17. júní sl. var sýnd í sjón- varpinu kvikmyndin Aldarafmæli Menntaskólans í Reykjavík og sýnir hún hátíðarhöldin í tilefni afmælis- ins. Mynd þessi var tekin árið 1946 UM 70% ellefu ára barna hafa tekið þátt í sjóferðum á vegum Náttúrverndarfélags Suðvestur- lands. Félagið skipuleggur þessar ferðir á vormánuðum um Sundin, en jafnframt hefur það skipulagt fjöruskoðun í landi Reykjavíkur og nágrennis fyrir grunnskólana. Einar Egilsson, formaður félags- ins, kynnti þetta fyrirkomulag á Miljö ’91 undir þemanu hafið, verndun þess og nýting. I máli Ein- arson kom fram að starfsemi fé- lagsins er unnin í sjálfboðavinnu án nokkurs framlags frá hinu opin- bera. Börnin þurfa reyndar að greiða 600 kvórnur hvert fyrir sjó- ferðir með ms Hafrúnu, sem notuð er til ferðanna. í sjóferðunum er veðurlýsing skráð, það, sem fyrir augu ber ofan sjávar og það, sem kemur í botn- sköfu og gildrur, sem notuð eru við af fimm kvikmyndatökumönnum og var í mörgum bútum, en að frum- kvæði stjórnar þáverandi Nemenda- sambands Menntaskólans í Reykjavík var myndin klippt og hún skeytt saman í eina heild árið 1953. Myndin var þögul, en árið 1990 ákváðu þáverandi 50 ára stúdentar að minnast afmælisins með því að setja tal og tóna í myndina og var þessi nýuppgerða mynd gefin Menntaskólanum vorið 1990. Þessi þessa kynningu. Um 40 böm fara í hveija ferð og tekur hún um það bil tvær klukkustundir. Þáttaka í sjóferðunum hefur aukizt mikið. í upphafi tóku um 20% ellefu ára barna þátt í þeim, en nú síðast í voru var hlutfallið komið upp í 70%. Fjöruferðirnar eru skipulagðar með þeim hætti, sé dæmi tekið, að fjörunni í landi Reykjavíkur er skipt í ákveðin svæði, jafnstór, og þessum svæðum er svo skipt milli grunn- skólanna og kemur misjafn fjöldi í hlut hvers eftir fjölda nemenda. Fjöruferðirnar eru farnar reglulega og þá skráð niður það líf, sem í ijörunum sést, fjörunni lýst og óhreinindi og mengun tíunduð. Þessar upplýsingar eru síðan sam- hæfðar og þeim komið á framfæri við borgaryfirvöld, sem bregðast við, sé þess þörf hvað varðar meng- un. stúdentaárgangur frá árinu 1940 lagði til mikla sjálfboðavinnu sem óhjákvæmilega fylgir framtaki sem þessu og lagði fram fé til greiðslu á allri tæknivinnu. Jón Múli Árna- son, einn úr hópnum, valdi tónlist- ina, samdi textann og talaði inn á myndina. Nafnaskrá fylgir myndinni sem Menntaskólinn varðveitir og þar er að finna nöfn flestra þeirra stúd- enta sem sjást á þessari heimildar- mynd. Fjölmargir fyrrverandi nem- endur Menntaskólans í Reykjavík aðstoðuðu við að nafngreina allan þann fjölda stúdenta sem sést á myndinni. Elsti stúdentaárgangur- inn er frá árinu 1881 og þar má sjá séra Þorvald Jakobsson og Þor- leif Jónsson, póstmeistara og al- þingismann. Handhafar höfundarréttar og flytjendur tónlistar í myndinni heimiluðu sýningu hennar án end- urgjalds svo að hægt yrði að stofna fyrrnefndan kvikmyndasjóð og er það gert í minningu kvikmynda- tökumanna okkar sem voru þarna á ferð með myndavélar sínar fyrir 45 árum. (Fréttatilkynning). Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Eftirsóttar fjöru- og sjóferðir skólabarna ■ IÐNNEMASAMBAND ís- lands stendur fyrir Jónsmessuhátíð iðnnema helgina 21.-23. júní. Há- tíðin verður haldin í Hrafnagils- skóia í Eyjafirði. Dagskrá hátíðar- innar verður fjölbreytt og saman- stendur af sjö keppnisgreinum fyrir þátttakendur, kvöldvökum og grill- veislum. Hátíðin verður sett föstu- daginn 21. júní kl. 20.00 og eftir setninguna verður keppt í iðn- greinahlaupi. Dagskráin á föstu- deginum endar með grilli, varðeldi og kvöldvöku. Á laugardeginum verður keppt í hjólreiðum, körfu- bolta, fótbolta, þrautagöngu og sundknattleik. Dagskránni á laug- ardeginum lýkur með grillveislu, varðeldi, verðlaunaafhendingu og kvöldvöku. Á sunnudeginum verður ruslatínslukeppni og að henni lok- inni verður hátíðinni slitið. Tjaid- búðir verða reistar á tjaldstæðinu vð blómaskálann Vin sem er ör- stutt frá Hrafnagilsskóla. Skráning fer fram á skrifstofu INSÍ. H JBJÖRATThoroddsen og Frið- rik Karlsson, gítarleikari, halda tónleika á Púlsinum dagana 20., 21. og 22. þessa mánaðar. Munu þeir flytja jass, rokk og bluek. Til aðstoðar tvímenningunum verða Halldór Gunnlaugur Hauksson á trommur og Bjarni Sveinbjörns- son á bassa. Á aö gefa gjöf ? Gjafaávísun Farðu til Ljósmyndara 3 ÓDYRASTIR Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 Barna og fjölskylduljósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofan Mynd simi 5 42 07 Suzuki Vitara jlxi 3ja dyra lipur og öjlugur lúxusjeppi Hið íslenska náttúrufræðifélag: Ummerki náttúru- váa skoðuð um helgina UM NÆSTU helgi verður farin náttúruskoðunarferð á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags austur í Rangárþing. Aðalá- hersla verður lögð á að skoða ummerki náttúruváa, eldgosa, hraunrennslis, öskufalls, vikur- hlaupa, uppblásturs á hraunum og fornum jökulsöndum, ham- farahlaupa og vatnsfallabreyt- inga og áhrif þess á gróður og búsetu. Ferðin er farin í samráði við ný- stofnað Oddafélag, sem hefur að stefnu sinni að endurreisa fróðskap- arsetur á Oddastað og í nágrenni hans. Meðal leiðsögumanna verða Árni Hjartarson jarðfræðingur og hella- fræðingur, Elsa Vilmundardóttir jarðfræðingur, Hreinn Haraldsson jarðfræðingur, starfsmenn Land- græðslunnar í Gunnarsholti, Árni Böðvarsson orðabókarhöfundur og stjórnamaður í Oddafélagi auk fróð- leiksmanna úr héraðinu. Fararstjór- ar verða Freysteinn Sigurðsson for- maður HÍN, og Guttormur Sig- bjarnarson framkvæmdastjóri HÍN. Brottför verður kl. 9:00 á laugar- dag frá Umferðamiðstöð en heim- koma er áætluð um eða upp úr kl. 20 á sunnudagskvöld. Gjald fyrir ferðina verður 3.600 kr. fyrir full- orðna en hálfvirði fyrir börn. Gisti- gjald í tjöldum á Hellu er 350 kr. á mann. Skrifstofa HÍN mun hafa milligöngu um tjaldstæði og hús- næði í sumarhúsum og gistihúsi, meðan húsrúm leyfir. Fólk er beðið að hafa samband við skrifstofu HÍN, ef það óskar eftir húsagist- ingu. Norræna húsið: Fyrirlestur um ís- lenskt leiklistarlíf SIGRÚN Valbergsdóttir Ieik- stjóri verður fyrirlesari í Opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 20. júní kl. 19.30. Sigrún flytur fyrirlesturinn á sænsku og nefnir hann Teatern i Island og segir frá leiklistaráhuga íslendinga, leikhúsum og leikritun. Á eftir fyrirlestrinum verður sýnd kvikmynd Ósvaldar Knudsen, Eldur í Heimaey. Bókasafn Norræna hússins er opið til kl. 22. Kaffistofan er einnig opin til kl. 22 á fimmtudagskvöld- um. í anddyri hússins eru veggspjöld sem voru sett upp í tilefni af komu víkingaskipsins Gaiu hingað til lands og sýna þau leiðir víkinga til forna ásamt upplýsingum um lifn- aðarhætti og menningu þeirra. I sýningarsal stendur yfir sýning á listaverkum eftir danska lista- manninn Torben Ebbesen og lýkur sýningunni næstkomandi sunnu- dag. Staðalbúnaður í Suzuki Vitara SUZUKI VISTVÆNN BÍLL • 1.6 I 80 ha vél með rafstýrðri bensínsprautun • 5 gíra með yfirgír eða 3ja gíra sjálfskipting • Samlæsing hurða • Rafmagnsrúðuvindur • Rafstýrðir speglar • Snertulaus kveikja • Vökvastýri • Veltistýri • Halogen ökuljós með dagljósabúnaði • Þokuljós að aftan • Útvarpsstöng • Gormafjöðrun á öllum hjólum • Diskahemlar að framan, skálar að aftan • Grófmynstraðir hjólbarðar 195x15 • Varahjólsfesting - • Snúningshraðamælir • Klukka • Vindlingakveikjari • Hituð afturrúða • Afturrúðuþurka og sprauta • Kortaljós • Fullkomin mengunarvörn, (Catalysator) • Samlitir stuðarar, hurðar- húnar og speglar • Vönduð innrétting • Litaðar rúður • Sílsahlífar • Eyðsla frá 8.0 I á 100 km • Verð 5 gíra: 1.388.000 stgr. Sjálfskiptur: 1.473.000 stgr. Til afgreiðslu strax. $ SUZUKI —---------------------- SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 • SÍMI 68 51 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.