Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2,0. JÚNÍ 1991 // Gcttu hver „ i/ej'é’c ol&gs'ms." er. Ég er „staðgreiðslukerf- is“-maður, góði minn___________ Með morgnnkaffinu Nei, það er betra að hann standi þar sem hann stóð ... Hvaða mál talar skríllinn? í Kviksjá Ríkisútvarpsins 5. þ.mþ var verið að kynna höfund nokkurn með upplestri og viðtali. Rithöfund- urinn rifjaði þá upp gamla sögu um Grím Thomsen, að hann hefði sagt viðmælanda frá Belgíu að ísiend- ingar töluðu belgísku. Nú er það svo með munnmæli, að oftast er ógerningur að sanna hvernig orð hafa fallið upphaflega og hvað sé rétt á þann hátt. Því höfum við tilhneigingu til að meta það réttast sem best er - besta útgáfan er réttust. Nú eru um 65-70 ár síðan ég lærði þessa sögu um Grím Thom- sen. í þeirri gerð var hún betri og væntanlega réttri, því að þá gerði hún grein fyrir því hvert tilefni Grímur hafði til að svara út af. Slíkt tilefni vantaði alveg í meðferð- inni í útvarpinu. Grímur Thomsen var í veislu með ýmsu stórmenni. Engu skipti hvort það var í Kaupmannahöfn eða Par- ís. Þar átti hann tal við mann frá Belgíu. Sá fór að spyrja um ýmis- legt frá íslandi og meðal annars hvaða mál íslendingar töluðu. Grímur svaraði því til að það væri íslenska, hin gamla norræna tunga Eddukvæðanna. „Já“, segir hinn, „þið mennta- mennirnir. En hvaða mál talar skríllinn?" Þá svarar Grímur: „Skríllinn. Hann talar auðvitað belgísku." Við megum sennilega gera ráð fyrir því að viðmælandinn hafi áiit- ið að mál Eddukvæðanna væri dautt fornmál eins og latína sem lærðir menn kunnu og töluðu er á lá á þeirri tíð. Hins vegar vita þeir sem þekkja skáldskap Gríms, að honum var fjarri skapi að tala um skríl á íslandi. Sá sem það gerði þekkti ekki íslenska þjóð. Honum var óhætt að svara út af. Og þegar það svarar svo maður úr því samfélagi sem ekki átti neina sérstaka þjóðt- ungu sem svívirti þjóð Gríms með þessum hætti, lá beinast við að minna hann á það. Hvað var hann, mállaus maður, að svívirða þá þjóð sem varðveitti og notaði forna tungu Norðurlanda? H.Kr. Um þjóðerni frægra manna Þessa dagana er talsvert rætt og ritað um þjóðerni Leifs Eiríkssonar og um þá ósvinnu Norðmanna að ætla að eigna sér hann. Mætir menn hafa sent frá sér skjal þar sem þessu er andmælt, og er það vel. En erum við nokkuð betri en Norðmenn í þessu efni? í Morgunblaðinu, sunnudaginn Vonandi er fyrsta skrefið tekið til að hætta óþarfa námsmanna dekri sem hefur viðgengist í áratug eða lengur og er orðið löngu tímabært að leiðrétta. Þvílíkt dekur við þenn- an hóp fólks í þessu litla landi. Ég veit um mörg dæmi um ónauðsyn- leg námslán til námsmanna. Sumir nenna ekki að vinna yfir sumartímann til að skerða ekki námslánin. Ef hjón eru bæði með námslán er aðeins annað lánið borg- að til baka samkvæmt reglum. Hópur fólks kaupir sér íbúðir og bíla fyrir umrædd lán, minnihlutinn þarf á svo miklum lánum að halda. Mér ofbýður 80 til 120 þúsund kr. námslán á mánuði til námsmanna á meðan stór hópur vinnandi fólks hefur á milli 50 og 60 þúsund krón- ur í mánaðarlaun. Gott er að gera vel við sitt fólk en íslenska þjóðin hefur alls engin efni á þessu gengd- arlausa dekri. Ég myndi vilja hafa þijár einfaldar reglur: Barnafólk á háskólaaldir fái lán ef bæði eru í 16. júní sl., er Vilhjálmi Stefánssyni í fyrirsögn lýst _ sem „frægasta heimskautafara íslendinga". Vil- hjálmur_ fæddist í Kanda, sonur Vestur-íslendinga sem þangað fluttust, en Leifur, sonur innflytj- enda frá Noregi, var líkast til fædd- ur á íslandi, þótt það sé hvorki beinlínis tekið fram í Eiríks sögu námi. Einstæðir foreldrar f háskóla- námi fái lán. Og námsfólk erlendis fái lán. Þegar þetta námsfólk kemur út í atvinnulífið með próf og aftur próf gleymist fljótt hvað þjóðfélagið hefur gert til að greiða götu þess. Þeir sem hafa flest prófin hafa það best. Þeir sem hafa engin próf eiga varla nokkuð gott skilið. Ekki hef ég áhuga á að fara illa með okkar menntaða fólk en ég vil að það þurfi að hafa meira fyrir lífinu eins og við hin og tel það að það myndi kenna þeim að meta betur þessi forréttindi sem þeim finnst svo sjálfsögð. Ég á þijú ungmenni í menntaskóla og víst er það dýrt og sjálfsagt verða þau engu betri með kröfur um námslán þegar á háskól- astig kemur. Okkar er að sporna við. Þjóðin hefur engin efni á þess- um peningaaustri í námsmenn og og oft sýna námsmenn hroka og frekju í stað þakklætis. K.J. rauða né Grænlendinga sögu. Hafí Vilhjálmur verið íslendingur hlýtur Leifur að teljast norskur. Ef nokkuð er eiga Norðmenn fremur tilkall til Leifs en við til Vilhjálms. Leifur var um hríð í Noregi við hirð Ólafs Tryggvasonar og rak á Grænlandi erindi konugs, að kristna Grænlend- inga. Vilhjálmur kom til íslands einungis sem gestur, að vísu auf- úsugestur. Heldur þykir mér langsótt þegar felldar eru inn í þessa umræðu vangaveltur um það hverra þjóðar vegabréf menn hefðu borið fyrir tíu öldum ef slík skjöl hefðu verið til, enda vona ég að það sé frekar sett fram í gamni en alvöru. En bætum nú svolítið við gamanið: Eiríkur rauði var ójafnaðarmaður og hrökklaðist ásamt Þorvaldi föður sínum til íslands frá Noregi „fyrir víga sakir“. Þaðan flúði Eiríkur síð- ar sem sakamaður til Grænlands. Hann hefði trúlega misst norskt og síðan íslenskt ríkisfang, ef það hug- tak hefði þá verið þekkt, og hann og Ijölskylda hans setið uppi með grænlensk vegabréf. Þegar Leifur hélt til Grænlands sem sendimaður Ólafs konungs væri hins vegar eðli- legt að ætla að hann hefði ferðast með norskan diplómatapassa! Ef Leifur hefði verið spurður um þjóðerni er eins trúlegt að hann hefði sagt vera norrænn maður. Ég efast um að íslendingar hafí um 1000 litið á Norðmenn sem útlendinga.__ Ornólfur Thorlacius Onauðsynleg námslán Víkverji skrifar Nú í blíðunni er unga fólkið tek- ið til við að snyrta umhverfið og fegra. Fjöldi unglinga í Vinnu- skóla Reykjavíkur hefur nú þennan starfa og er í raun ekkert nema gott um það að segja. Unglingarnir hafa gott af því að umgangast nátt- úruna og umhverfíð, en þá verður einnig að ítreka við þau að gera það með nærgætni. Ástæður þess, að Víkveiji tekur svo til orða, er að undanfarin sum- ur hefur hann orðið fyrir því að nokkrar aspir, sem hann setti niður í litla graseyju í einni af götum borgarinnar, hafa orðið fyrir tölu- verðum skakkaföllum af hálfu þessa unga fólks, sem komið hefur með góðum hug og viljað snyrta í kringum hríslurnar, en ekki gætt sín á að meiða þær ekki. Til þess að ná grasinu, sem vex upp með stofnum hríslanna, eru jafnan notuð svokölluð vélorf, þar sem vír snýst með miklum hraða og bútar í sund- ur stráin. En ef ekki er farið var- lega særir þessi vír viðkvæman tijá- gróður og plöntunum blæðir út og þær deyja. Það er því fullkomin ástæða til að minna unglingana og þá, sem bera ábyrgð á verki þeirra, að brýnt sé fyrir þeim, sem stjórna þessum orfum, að sár á stofni viðkvæmrar hríslu geta haft alvarlegar afleið- ingar fyrir lífsvon hennar. xxx Igóðviðrinu í fyrradag notaði Víkveiji hádegisverðarhléð til þess að fara í göngutúr um hafnar- svæðið í miðbæ Reykjavíkur. Við Grófarbryggjuna lá þá langskipið Gaia, sem komið var frá Noregi um Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar. Víkveiji verður að lýsa aðdáun sinni á skipinu, sem virðist smíðað af mikilli list. Er gaman til þess að vita að enn búa menn yfir þeirri kunnáttu að smíða slík skip af jafnmiklum hagleik og raun ber vitni. Ekki hefði Víkveiji þó getað hugsað sér, að sigla á slíku fleyi yfir úfna Atlantsála. Þó verður að óska þeim skipsfélögum um borð góðrar ferðar, en jafnframt skal á minnt að líklegast er erfiðasta leið- in eftir til Grænlands og þaðan vestur um haf, þar sem búast má við öllum veðrum jafnvel að sumri til og ennfremur rekís úr norðri. En þeir skipsfélagar hafa tímann fyrir sér og geta tekið lífinu með ró, því áætluð koma til Washington er ekki fyrr en í október. xxx Gaman var að sjá kvikmyndina af 100 ára afmælishátíð Menntaskólans í Reykjavík, sem sýnd var í sjónvarpinu að kvöldi 17. júní. Mikill stórhugur hefur verið í forsvarsmönnum hátíðahaldanna og greinilegt var af áhuga fólks, sem kom að horfa á, að afmælið hefur vakið mikla athygli borg- arbúa Þeir, sem staðið hafa að endur- gerð þessarar myndar, eiga þakkir skildar fyrir gott og skemmtilegt framtak. Allir aðstandendur endur- gerðar myndarinnar munu hafa gefið vinnu sína, sem af gömlum MR-ingum er áreiðanlega þegin með þökkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.