Morgunblaðið - 20.06.1991, Side 20
20
klOJ{GUNBL.4ÐID FlMiÍTUDÁGUR 20. JÚNÍ 1991
Morgunblaðið/Sverrir
Þingmenn frá EFTA og EB íReykjavík
Sameiginlegur fundur þingmannanefndar Fríversl-
unarbandalags Evrópu (EFTA) og sendinefndar frá
þingi Evrópubandaiagsins (EB) var haldinn í
Reykjavík í gær. Helst var þar rætt um hvert yrði
hlutverk þjóðþinga EFTA-ríkja og EB-þingsins í
Evrópsku efnahagssvæði. Myndin er tekin á frétta-
mannafundi í Alþingishúsinu í gær og má á henni
sjá Vilhjálm Egilsson, nýkjörinn formann þing-
mannanefndar EFTA, og Spánveijann Cano Ponti,
formann sendinefndar Evrópuþingsins, ásamt túlkum.
Suður-Afríka:
Afríkuríki íhuga af-
nám viðskiptabanns
Lagos, Washington. Reuter.
IBRAHIM Babangida, forseti Nígeríu og formaður Einingarsam-
taka Afríku, hefur kallað saman nefnd samtakanna, sem fjallar
um málefni sunnanverðrar Afríku, til að ræða hvort falla eigi frá
viðskiptabanni á Suður-Afríku eftir að þing landsins afnam lög
er kveða á um skráningu landsmanna eftir kynþáttum við fæðingu.
Babangida sagði að Suður-
Afríkustjórn hefði tekið jákvætt
skref í þá átt að afnema kynþátta-
aðskilnað í landinu en bætti við
að stjórnin þyrfti að ganga lengra,
til að mynda leysa pólitíska fanga
úr haldi án skilyrða.
Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi
Inkatha-frelsisflokksins og höfð-
ingi zulumanna í Suður-Afríku,
gagnrýndi viðskiptabannið á fundi
hans með utanríkisnefnd Banda-
ríkjaþings í fyrrakvöld. Suður-
Afríkustjórn hefur uppfyllt fjögur
af fimm skilyrðum, sem þingið
hefur sett fyrir viðskiptum við
Suður-Afríku. Fimmta skilyrðið
varðar frelsun allra pólitískra
fanga.
Embættismenn í Washington
sögðu að George Bush Bandaríkja-
forseti hefði hug á að nema við-
skiptabannið úr gildi í næsta mán-
uði en þingmenn úr röðum demó-
krata vöruðu hann við því að grípa
til slíkra aðgerða án samþykkis
þingsins.
Rússar lýstu stuðningi við
markaðsbúskap og lýðræði
- segir Borís Jeltsín Rússlandsforseti í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum
Washington. Reuter.
BORÍS Jeltsín, nýkjörinn forseti
Rússlands, er nú á ferð í Banda-
ríkjunum þar sem hann ræðir við
helstu leiðtoga, m.a. George
Bush forseta. Jeltsín hefur verið
spurður í þaula um stefnu sína,
einkum hefur sjónum verið beint
að sambandi hans við Míkhaíl S.
Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Hann
segist sjá bæði kosti og galla við
Sovétleiðtogann, verst sé að hann
sé oft sjálfum sér ósamkvæmur.
Rússneski forsetinn segist munu
styðja Gorbatsjov ef hann vinni
heils hugar að umbótum og beiti
ekki valdi gegn sjálfstæðistil-
raunum einstakra lýðvelda en
berjast gegn honum ella.
Móttaka var í sovéska sendiráð-
inu í Washington, Jeltsín til heið-
urs, og i ávarpi hældi hann Gorb-
atsjov. „Sú staðreynd að íbúar
Rússlands hafa fengið tækifæri til
að taka þátt í beinum kosningum
og velja sér eigin forseta er fyrst
og fremst að þakka því framtaki
og þeirri lýðræðishreyfingu sem
Gorbatsjov forseti ýtti úr vör 1985,“
sagði Jeltsín. Hann taldi úrslit for-
setakosninganna í Rússlandi gefa
til kynna að almenningur vildi að
komið yrði á einkaeign, markaðsbú-
skap og lýðræði. Haldið yrði áfram
af staðfestu á lýðræðisbrautinni,
hrint í framkvæmd hröðum og rót-
tækum umbótum því að fólk hefði
Antofagasta. Reuter.
SEXTÍU og fjórir menn létu lífið
og fjörutíu og átta er saknað
eftir að aurskriða hreif með sér
fátækrahverfi sem stóðu í hlíðum
borgarinnar Antofagasta í Chile.
Úrhellisrigning hleypti aurskrið-
unni af stað niður hlíðina þar sem
hún hreif með sér allt sem í vegi
varð, timburhús, bíla, fólk og hús-
gögn. Skriðan hentist í gegnum sex
fátækrahverfi þar sem alls bjuggu
30.000 manns og skildi eftir sig
auðn og eyðileggingu. Að sögn inn-
anríkisráðherra Chile, Enrique
Krauss, er vitað til þess að 64 hafi
farist, helmingur þeirra börn. Auk
þess er 48 manna saknað. Skriðan
eyðilagði alls 600 hús og olli
skemmdum á öðrum 6.000. U.þ.b.
20.000 af 220.000 íbúum borgar-
innar eru nú heimilislausir.
Neyðarástandi ríkti í borginni
eftir að aurskriðan féll snemma á
nú beðið eftir
sh'kum aðgerðum í
hálft annað ár „og
það getur ekki
beðið lengur“.
I samtali við
ARC-sjónvarps-
stöðina sagði
Jeltsín að Gorb-
atsjov hefði staðið
við fyrirheit sín Borís Jelts,n
um markaðsum-
DOUGLAS Brand, breskur verk-
fræðingur sem handtekinn var í
september á síðasta ári og dæmd-
ur var í lífstíðarfangelsi fyrir
njósnir í írak í maí, var leystur
úr haldi á þriðjudag, að sögn
embættismanns íraska upplýs-
ingamálaráðuneytisins. Bretar
höfðu sett lausn Brands sem skil-
yrði fyrir því að þeir styddu af-
nám efnahagsþvingana Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) gegn írökum.
Brand var sleppt fyrir tilstilli
þriðjudagsmorgun. Vatnsbirgðir
voru af skornum skammti, símalín-
ur slitnar og hluti borgarinnar varð
rafmagnslaus. „Þetta er verra en
jarðskjálfti vegna þess að við höfum
engin ráð til þess að losna við for-
ina,“ sagði landsstjóri Antofagasta,
Blas Espinoza. Flugherinn sendi
vélar með tjöld, teppi, matvæli og
lyf og flotinn flutti eina milljón lítra
af fersku vatni til borgarinnar.
Raunir borgarbúa eru þó ekki
upp taldar þar sem lögreglan sagð-
ist hafa orðið vör við þjófnaði og
gripdeildir í yfirgefnum verslunum
og heimilum.
Antofagasta er við rætur Atac-
ama-eyðimerkurinnar, sem er einn
þeirra staða á jörðinni þar sem úr-
koma er hvað minnst. Úrhellið á
aðfaranótt þriðjudagsins mældist
40 mm sem er tíföld úrkoma í
meðalári þar í borg.
bætur en gagnrýndi Sovétleiðtog-
ann fyrir ósamkvæmni, sagði að
hann léti of auðveldlega undan
þrýstingi og ætti til að venda sínu
kvæði i kross fyrirvaralaust. Hann
sagðist þó ekki hafa í hyggju að
reyna að velta Gorbatsjov. „Ég
hygg að samband okkar sé í jafn-
vægi. Samskipti okkar eru mjög
mikilvæg, við fjöllum um grundvall-
aratriði en einnig dagbundin við-
fangsefni. Persónuleg vandkvæði
koma þar ekkert við sögu.“
Edwards Heaths, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands.
Heath sagði að Saddam Hussein
hefði skrifað sér bréf og sagt að
hann væri reiðubúinn að láta Brand
lausan ef farið yrði fram á það.
Brand var handtekinn í september
þegar hann reyndi að flýja frá írak.
Bretar höfðu lýst því yfír að þeir
myndu krefjast þess að efnahags-
þvingunum SÞ yrði ekki aflétt með-
an Brand og annar Breti, Ian
Richter, sem dæmdur var í lífstíðar-
fangelsi í írak árið 1986, væru enn
í haldi. Utanríkisráðherra Bret-
lands, Douglas Hurd, sagði á þriðju-
dag að ákvörðun íraka um að leysa
Brand úr haldi væri ekki nóg til
að efnahagsþvingunum yrði aflétt.
írakar yrðu einnig að gefa Richter
frelsi, samþykkja að eyðileggja
vopn sín og greiða skaðabætur fyr-
ir tjónið sem þeir hefðu valdið í
Kúveit meðan á hernámi þeirra stóð
þar frá því í ágúst á síðasta ári þar
til í janúar á þessu ári.
írakar kosti eyðingu vopna
Öryggisráð SÞ gerði á mánudag
samþykkt þess efnis að þess yrði
krafist af Irökum að þeir stæðu
undir kostnaði við eyðileggingu ír-
askra vopna þótt enn sé með öllu
óljóst hvernig þeir eigi að fara að
því. Aætlaður kostnaður við að fjar-
lægja og eyðileggja meðallang-
drægar eldflaugar Iraka, efna- og
lífefnavopn þeirra og aðstöðu þeirra
til framleiðslu kjarnorkuvopna er
talinn vera á bilinu 200-800 milljón-
ir Bandaríkjadala eða 12-50 millj-
arðar ÍSK og fer m.a. eftir því hvort
smíða þarf nýjan útbúnað til að
eyða efnavopnum. í samþykktinni
eru ríki heims beðin um að leggja
Jeltsín var lítið um að lýsa sjálf-
um sér en sagðist í samtali við sjón-
varpsmanninn Ted Koppel vera
hranalegur, einstrengingslegur
maður og mjög uppstökkur. Hann
sagðist þó hafa mildast nokkuð með
aldrinum. Bandaríkjamenn skyldu
ekki ímynda sér að hann væri ein-
feldningur. „Ég ætla mér að beijast
gegn því kerfi sem hefur á 70 árum
sökkt landinu okkar í kviksyndi
vesaldar og niðurlægingar.“
fram fjármagn eða tækjabúnað til
eyðingar vopnunum þar til írakar
geti borgað sjálfir.
Til íraks í kjarnorkuleit
Sérfræðingar úr nefnd þeirri sem
eftirlit hefur með kjarnorku á veg-
um Sameinuðu þjóðanna komu til
íraks í gær til að kanna hvort þeim
hafi hugsanlega yfirsést mannvirki
tengd kjarnorkuframleiðslu á ferð
sinni til landsins í síðasta mánuði.
Talið er að sérfræðingarnir hafi
verið sendir aftur til Iraks til að
athuga hvort eitthvað væri hæft í
yfirlýsingum háttsetts vísinda-
manns, sem flýði frá írak, um að
írakar hefðu yfir að ráða kjarnorku-
stöðvum sem bandamenn hefðu
aldrei vitað um.
Sjálfstjórnarsvæði Kúrda í
sjónmáli
Talsmenn Baaths-flokksins, sem
fer með völd í írak, tilkynntu í gær
að ríkisstjórn Saddams Husseins
forseta myndi í næstu viku kynna
samkomulag um sjálfstjórnarsvæði
Kúrda í Norður-Irak. Samningavið-
ræður hófust í apríl eftir að stjórn-
arhermenn brutu uppreisn Kúrda á
bak aftur og tvær milljónir Kúrda
flýðu til írans og Tyrklands. AI-
Thawra, dagblað Baath-flokksins,
hefur fjallað um málið. „Samkomu-
lag náðist vegna þess hve forysta
landsins leggur mikla áherslu á að
að styrkja lýðræði í írak og styðja
við hina jákvæðu sjálfsstjórnartil-
raun," sagði í m.a. í blaðinu. Upp-
reisnarmenn hafa sakað stjórnvöld
í írak um að hafa svikið samkomu-
lag um sjálfsstjórn sem gert var
árið 1970 og krefjast alþjóðlegra
ábyrgða að þessu sinni.
Aurskriða veldur
hörmungum í Chile
Breskum verkfræðingi
sleppt úr fangelsi í írak
Bagdad, Vínarborg, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
■ OSLO - Norðmenn tilkynntu
í gær að þeir ætluðu að opna sendi-
ráð í Pretoríu í Suður-Afríku en
sögðust enn ekki tilbúnir til að af-
létta viðskiptaþvingunum gegn
landinu þrátt fyrir að suður-afrísk
stjórnvöld víki nú í æ ríkari mæli
frá aðskilnaðarstefnunni. „Við
höfum hafið undirbúning að opnun
sendiráðs í Suður-Afríku," sagði
Björn Blokhus, talsmaður norska
utanríkisráðuneytisins. Hann sagði
afnám kynþáttaaðskilnaðar í S-
Afríku væri ástæða norskra stjórn-
valda fyrir ákvörðuninni.
■ BELFAST - Talsmenn mót-
mælenda á Norður-írlandi vöruðu
Norður-írlandsmálaráðherra Bret-
lands, Peter Brooke, í gær við því
að hann gæti stefnt friðarviðræðun-
um í Belfast í hættu ef hann hitti
utanríkisráðherra Irlands, Gerry
Collins, að máli í miðju kafi. Brooke
fyrirhugar að hitta Collins að máli
16. júlí og er fundurinn haldinn
samkvæmt samkomulagi sem Bret-
ar og írar gerðu árið 1985 og felur
í sér að írar hafi umsagnar- og til-
lögurétt í málefnum Norður-
írlands. Sir Ninian Stephen, fyrr-
verandi fylkisstjóri frá Ástralíu,
sem fenginn hefur verið til að stýra
viðræðunum í Belfast, sagðist í gær
vera algjörlega hlutlaus gagnvart
því hvort stjórnmálahreyfing írska
lýðveldishersins, Sinn Fein, fengi
að taka þátt í viðræðunum eða ekki.
Það væri ekki hans að taka ákvörð-
un um slíkt.
■ FRANKFURT - í skýrslu
þýska seðlabankans, Bundesbank,
fyrir júnímánuð kemur fram að
bankinn sé reiðubúinn til að herða
á peningastefnu sinni og hækka
vexti til að styrkja þýska markið
og hafa hemil á verðbólgu ef nauð-
syn krefur. í skýrslunni sagði að
með peningastefnu ætti að gera
allt sem hægt væri til að viðhalda
kaupmætti.
■ RÓM - ítalir sendu fleiri alb-
anska flóttamenn til baka til Al-
baníu í gær þrátt fyrir mótmæli
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og
ábendingar um að flóttamönnunum
ætti að leyfast að sækja um hæli.
„Við erum hvorki með eða á móti
því að þeim verði veitt hæli, við
viljum aðeins veija rétt þeirra til
að sækja um,“ sagði Waldo Villalp-
ando, sendimaður Flóttamanna-
hjálpar SÞ á Ítalíu. Flóttamanna-
hjálpin hefur farið fram á það við
ítölsk stjórnvöld að mál hvers flótta-
manns verði tekið fyrir sérstaklega.
■ PARÍS - Serge Klarsfeld,
Iögfræðingur sem leitar uppi
stríðsglæpamenn, hefur farið fram
á það við bandarísk stjórnvöld að
þau sendi Jacques Correze úr
landi. Correze, sem er 79 ára, er
fyrrverandi yfirmaður Cosmair,
dótturfyrirtækis franska snyrti-
vörufyrirtækisins l’Oreal í Banda-
ríkjunum. Klarsfeld heldur því fram
að Correze hafi áðstoðað nasista
við að flytja franska gyðinga nauð-
uga frá heimilum sínum í París
árið 1941.