Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 29 Minning’: Una Jónsdóttir Fædd 16. júní 1903 Dáin 10. júní 1991 Seint mér vilja um sefa garð sjatna hin fomu kynni. Það liðna, sem fyrir löngu varð, líður síst úr minni. (Ólafur Davíðsson) Það var sífellt stutt í brosið og kátínuna hjá ömmu Unu. Þegar barnabörnin og langöinmubörnin komu í heimsókn lék hún venjulega við hvern sinn fingur. Hún var allt- af með nýlagað á könnunni og um leið og gesti og gangandi bar að garði töfraði hún fram allskonar krásir með kaffinu. Mér eru sér- staklega minnisstæðar þær stundir þegar fjölskyldan sameinaðist öll hjá ömmu og afa á Signýjarstöðum, á laugardagseftirmiðdögum. Þá var mikið hlegið og rabbað. Jólin urðu einnig að allsheijar jólatrésskemmt- un á þeim bæ, þar sem börn og barnabörn voru saman komin og má með sanni segja að oft hafi verið mikill handagangur í öskjunni. Amma var sístarfandi, henni féll bókstaflega aldrei verk úr hendi á meðan heilsan leyfði. Hun var afar listræn kona, saumaði út, heklaði og málaði myndir sem prýddu heim- ili hennar og annarra. Hun hafði einnig afar græna fingur og blómstruðu framandi rósir og runn- ar í blómapottunum hennar. Amma flíkaði ekki með tilfinningar sínar, en hún var hlý og næm kona. Hún vildi gefa öðrum góð ráð og klappa á vanga, fremur en að tala um sjálfa sig. Ég minnist hennar fyrst og fremst sem góðrar konu sem notalegt var að sækja heim. Síðustu árin átti hún við mikið heilsuleysi að stríða, en hún var afar ung í anda og alltaf var stutt í glaðværð- ina hjá henni. Ég kveð hér góða ömmu mína Unu JÓnsdóttur og megi guð og blessun fylgja ættmennum hennar öilum. Ef vitkast sá, er verður aldrei hryggur, hvert viskubam á sorgarbijóstum liggur. A sorgarhafs botni sannleikans perlan skín. Þann sjóinn máttu kafa, af hún skal verða þín. (Steingrímur Thorsteinsson) Guðlaug Gísladóttir Þegar mér var tilkynnt lát Unu Jónsdóttur frá Signýjarstöðum fannst mér eins og nú hefði einn þátturinn slitnað, er ofinn var í byijun, með sterkum vináttu- og tryggðarböndum, milli foreldra minna í Eyvík, og þeirra Hermanns og Unu á Signýjarstöðum. Það var svo margt sem tengdi þessi heimili, heimilisfeðurnir báðir á sjónum, konurnar heima að hugsa um börn og bú. Á þessum árum frumbýlanna á Grímsstaðaholtinu var viljinn til sjálfsbjargar ofar öllu. Þær Una og mamma voru svo líkar í mörgu að þær hlutu að lað- ast hvor að annarri. Báðar gæddar metnaði og kappi við störf og sama létta lundin. Allt lék í höndum þeirra, hvort sem var fíngerð handavinna, fata- saumur, matargerð, eða hin grófu útiverk. Öll störf unnin af áhuga fyrir velferð heimilanna, og að skapa börnum sínum sem best skilyrði í framtíðinni. Þær ræktuðu garðinn sinn í orðs- ins fyllstu merkingu, unnu fögrum blómum og prýddu heimili sín af smekkvísi, úti sem inni. Una Jónsdóttir og Hermann Björnsson gengu í hjónaband þann 12. júní 1926 og eignuðust þau 5 dætur, Signýju, Sigfríði Jónu, Kol- brúnu, en hún lést langt um aldur fram aðeins 48 ára að aldri, þá misstu þau óskírt stúlkubarn í frumbernsku og yngst er Auður Hrefna. Ég held að okkur í Eyvík hafi aldrei fundist sem Gunnar bróðir væri fluttur í burtu frá okkur, er hann giftist Signýju, elstu dóttur- inni á Signýjarstöðum, svo náin tengsl voru á milli heimilanna. Mamma sagði eitt sinn um tengda- dætur sínar, að sér fyndist hún hafa eignast tvær dætur í viðbót. Eins held ég að Unu og Hermanni hafi verið innanbrjósts við að fá Gunnar fyrir tengdason, þá hafi þau eignast son. Þeir tengdafeðgar, Gunnar og Hermann, höfðu þá byggt myndar- legt hús við Nesveg 66 og þar hófu ungu hjónin búskap og Una og Hermann fluttu á aðra hæðina. Signýjarstaðirnir gömlu stóðu þá enn, en voru leigðir út. Seinna þeg- ar búið var að skipuleggja Haga- hverfið, stóð húsið í miðri götu. Þá var hafíst handa, gamla húsið rifíð og nýtt glæsilegt hús byggt í stað- inn. Má þar sjá Signýjarstaðanafnið greypt á framhlið þess, á Hjarðar- haga 33. I þetta hús fluttu þau síðan, Una og Hermann á efri hæðina en Gunn- ar og Signý á þá neðri. Þegar svo Sigfríður giftist fékk hún íbúð í kjallaranum, sem er rúmgóð og björt. í þessu húsi hefur ríkt sú eining sem fátíð er. Þegar tekið var upp að gefa böm- um brauð og mjólk í skólum, var það Una, sem smurði brauðið í okk- ur krakkana í Skildinganesskólan- um. Ég heyrði þess getið löngu seinna, að margan aukabitann hafí hún rétt að strákum, sem seinna urðu þekktir þingmenn, stórsöngv- arar og læknar. Seinna vann hún ýmis störf, og var eftirsóttur vinnukraftur, sökum dugnaðar. Síðustu tíu árin á vinnu- markaðnum vann hún við ræstingar í Menntaskólanum í Reykjavík. Hermann sagði ekki skilið við sjóinn þó hann hætti á togurum. Hann átti bát ásamt Eyvindi Árna- syni á Grímsstöðum. Stunduðu þeir hrognkelsaveiðar í mörg ár saman. Hann vann sem handlangari hjá múrurum, seinast við byggingu Kennaraháskólans nýja, og vann síðustu árin að dyravörslu við þann skóla. Ég sé vefinn fyrir mér þéttast með hveiju ári, hvergi snurða, hvergi hnökri, litirnir bjartari og fallegri eftir því sem fleiri þræðir bætast við. Aðeins á færi hins slynga sláttumanns, sem engu eirir, að slíta einn og einn streng í senn. Saga Unu og Hermanns væri sannarlega þess virði að vera skráð, fremur en margar þær ævisögur, sem gefnar hafa verið út undanfar- in ár. Það er saga alþýðufólks, sem með elju og dugnaði komst í góðar álnir, án styrkja eða fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Ég vona að Una fái nú tækifæri til að mála eilífðar- blómin eins listilega og hún málaði blómamyndirnar sínar í þessu lífi. Svo bið ég öllum niðjum hennar guðsblessunar um alia framtíð. Inga Þann 10. júní síðastliðinn lést á Bprgarspítalanum í Reykjavík Una Jonsdóttir húsfreyja, Hjarðarhaga 33, tæpra 89 ára að aldri. En fædd var hún í Hausastaðakoti á Álfta- nesi 16. júní 1902 dóttir hjónanna Sigfríðar Gunrilaugsdóttur og Jóns Jónssonar sjómanns er þar bjuggu þá. Una ólst upp með foreldrum sínum í hópi 10 systkina, af þeim eru nú 2 á lífi. Þann 12. júní 1926 urðu þáttaskil í lífi Unu, er hún giftist Hermanni Björnssyni sjó- manni, Signýjarstöðum á Grímsstaðarholti og þar bjuggu þau mesta allan sinn búskap á sömu lóðinni. Fyrst í litlu húsi sem þau byggðu. Þar fæddust þeim 5 dæt- ur, elst er Signý gift Gunnari Jóns- syni og býr á Hjarðarhaga 33, Sigfríður Jóna gift Magnúsi Jóns- syni, býr einnig á Hjarðarhaga 33, Soffía Kolbrún var gift Gísla Sessel- íussyni, eru bæði látin en þau bjuggu í Skaftahlíð 29 í Reykjavík, dóttir sem lést í frumbernsku og Auður Hrefna gift undirrituðum og býr á Lágafelli. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 12. Árið 1954 byggðu þau Una og Hermann ásamt Signýju dóttur sinni og Gunnari tengdasyni húsið Hjarðarhaga 33 á lóð gömlu Signýj- arstaða og ber húsið hið gamla nafn múrað yfír innganginn. Nokkni síðar komu þau Sigfríður og Magnús sér upp íbúð í kjallara hússins. Þannig hefur þessi Ijöl- skylda búið síðan, hver í sinni íbúð í miklu nábýli en þó hver út af fyr- ir sig. Ég hef oft litið þannig á að þetta sé nútíma afbrigði gömlu stór- fjölskyldunnar. Una naut þess að hafa börnin og síðar bamabörnin svo nærri sér, geta litið til með þeim í æsku. Þegar aldur færðist yfír naut hún Iíka nýbýlis við dætur sínar sem fylgdust með heilsunni og þörfum þeirra hjóna þegar elli gerðist ágeng. Mann sinn misti Una árið 1984. Fyrir mér voru þessi hjón glæsi- legir fulltrúar þess fólks sem átti sér vöggu um síðustu aldamót. Það var uppalið við þau lífssannindi að vinnan væri uppspretta auðsins og jafnaðafstefnan sem kom í kjölfar ungmennafélagshreyfíngainnar átti rík ítök í hugum -þeirra og lífsvið- horfi. Þau voru alla tíð traustir fylg- ismenn jafnaðarstefnunnar. Enda skilst mér að á Grímsstaðarholti og í nágrenni hafí á þessum árum þró- ast sérstakt samfélags fólks sem var að bijótast áfram úr örbirgð til bjargálna utan hinna hefðbundnu borgarmarka og borgarlífs. Það stundaði þá vinnu sem gafst, hafði smá búskap og útræði, til fram- færslu og sem kjölfestu fæðuöflun- ar. Það stofnaði pöntunarfélag og hafði einn skóla, þetta var samfélag sjálfstæðra einstaklinga sem þó kunnu að vinna saman, samkennd og samhjálp þessa fólks var rík þegar á bjátaði. Una stundaði á yngri árum þau störf sem buðust, flest voru störfín erfíð tengd fískvinnslu og verkun sem kröfðust mikils dugnaðar og úthalds. Einnig fór hún í kaupa- vinnu nokkur sumur. Una var mik- il húsmóðir og þó hún ynni oft utan heimilis átti hún fallegt heimili. Hún var hög í höndum og svalaði list- rænni þörf sinni með myndmáli. Ýmist með nál og tvinna eða máln- ingu og pensli og var það undra- vert hvað henni tókst að þroska þessa hæfileika með sjálfsnámi. Una var glæsileg kona sem bar aldurinn einstaklega vel, átti létta lund og ljúfa framgöngu, þó engum sem til þekkti dyldist að undir niðri var ólgandi skap. Hun hélt tiltölu- lega góðri heilsu til síðasta dags, þó oft yrði hún fyrir áföllum vegna sjúkdóms, sérstaklega hjartabilunar sem hijáði hana hin síðari ár. Hún átti því láni að fagna að geta dvalist heima og hugsað um sig sjálf að mestu leyti til síðusSr stundar, þar naut hún nábýlis dætr- anna sem vöktu fyrir velferð henn- ar. Ég vil nú við þessi vegamót þakka Unu allt það sem hún var mér og minni fjölskyldu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Magnús Finnbogason Það er sárt að missa svona góða langömmu eins og hún var. Það var alltaf svo gott að fara á Hjarðar- hagann og fá kökur og meðlæti hjá henni og hún tók alltaf svo vel á móti manni. Ég sá hana aldrei í vondu skapi. Þó hún kveðji þennan heim veit ég að henni á eftir að 'líða mjög vel, kannski var það bara best fyrir hana að fá að hvíla og vera laus við allan sársaukann. Ég bið Guð að vera með henni. „Jesús, bróðir vor og frelsari, þú þekkir dánarheiminn. Fylgdu vini vorum þegar vér getum ekki fylgst með honum lengur. Miskunnsami faðir, tak á móti honum (henni). Heilagi andi, huggarinn, vertu með oss. Amen.“ Rakel Garðarsdóttir m Minning: Ingibjörg Þorsteins dóttirfrá Aðalbóli Fædd 25. mars 1902 Dáin 10. júní 1992 í dag verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu Ingibjörg Þorsteins- dóttir frá Aðalbóli, er Iést 10. júní sl. Mig langar til að minnast þessar- ar merku konu sem fyrir utan að vera mér mikil vinkona var einnig sú fyrirmynd sem ég hefði viljað líkjast. Ég var ung að árum er ég kynnt- ist Ingibjörgu sem á þeim árum var komin á miðjan aldur og orðin ekkja. Nokkrum árum eftir að kynni okkar hófust missti ég móður mína. Þótt sá söknuður hafi verið sár og verði seint bættur reyndist Ingi- björg mér þá sem og alla tíð síðan, sem besta móðir. Börnum mínum fjórum sem hvorki kynntust móður- né föðurömmu sinni reyndist hún einnig hin besta amma og verður henni seint fullþakkað það hlutverk. Að Ingibjörgu látinni lifir eftir í hugskoti mínu minning um konu sem kunni þá list að lifa og gefa. Hún gaf af mildi sinni og kærleik það sem seint verður metið til fjár; vináttu og traust. Ingibjörg var ekki efnuð á veraldlega vísu en var þess ríkari af andlegum styrk sem við, sem henni kynntumst, fengum ríkulega notið. Ingibjörg missti eig- inmann sinn árið 1950 eftir skamm- an hjúskap og var þeim hjónum ekki barna auðið. Þegar ég kynntist henni bjó hún ein í Reykjavík og starfaði við ýmis verkakvennastörf. í hennar huga voru öll störf jafn merkileg og kröfðust þess að þau væru vel leyst af hendi. Sagt hefur verið að eiginleg menning sé í því fólgin að leysa öll störf vel af hendi, einnig þau smáu. Það má með sanni segja að í slíkum skilningi hafi hún verið mikil menningarkona. Hvað- eina sem hún tók sér fyrir hendur var vel af hendi leyst, af natni og einlægni. Á mínum ygri árum undraðist ég stundum live einveran veittist Ingibjörgu létt. Hún kvartaði aldr- ei, hafði ævilega næg verkefni fyrir stafni og lífsgleði virtist henni ásköpuð. Seinna skildist mér þó að æðruleysi hennar var áunninn þroski þess sem hefur kynnst lífinu, . sorgum þess og gleði. Ingibjörg var sátt við sjálfa sig og lífið og þess vegna gat hún miðlað svo ríkulega af kærleik sínum. Ingibjörg var alla tíð sjálfstæð kona, öllum óháð og sjálfri sér nóg. Hin síðustu æviár fór hún þó ekki varhluta af þeim sjúkleika sem oft fylgir ellinni. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því á hvern hátt hún reyndi að halda lífskrafti sínum og reisn. Á sama hátt var það átak- anlegt að sjá þegar hún að lokum varð að lúta lægra haldi og fá lítið að gert til að létta henni þjáninguna og biðina eftir líknsömum dauða. Síðustu æviárin dvaldi Ingibjörg á Droplaugarstöðum og vil ég nota þetta tækifæri til að færa starfs- fólki þar, bæði á 2. og 3. hæð, mínar bestu þakkir fyrir sérstak- lega mikla og góða umönnun. Mér fanns aðdáunarvert hversu vel var um hana hugsað allt fram á síðasta dag. Ég kveð nú þessa ágætu konu með söknuði og þakklæti, þess full- viss að góður Guð mun geyma hana vel. Erna Marteinsdóttir í dag er til moldar borin móður- systir mín Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, en við þann bæ kenndi hún sig að jafn- aði. Ingibjörg lést á Hjúkrunar- heimilinu Droplaugarstöðum 10. júní sl.’l nítugasta aldursári, en á Droplaugarstöðum dvaldi hún síðustu æviárin. Ingibjörg fæddist á Mýrum í Skriðdal 25. mars 1902. Hún var önnur í röð níu alsystkina en auk þess átti hún tvö hálfsystkini frá fyrra hjónabandi föður síns. Fjögur systkini Ingibjargar eru enn á lífi. Foreldrar Ingibjargar voru Þor- steinn Jónsson og Soffía Péturs- dóttir. Þau hófu sinn búskap að Mýrum en fluttust að Aðalbóli í Hrafnkelsdal þegar Ingibjörg var á sjötta aldursári. Að Aðalbóli dvaldi Ingibjörg fram yfír tvítugsaldur en fluttist þá til Reykjavíkur. Á stríðsárunum flutti hún á ný til Austurlands og þar kynntist hún Björgvini Hallssyni frá Bessastaða- gerði. Þau giftu sig árið 1945 og flutti Ingibjörg þá að Bessastaða- gerði. Sambúð hennar og Björgvins varð þó fremur stutt því hann lést árið 1950. Skömmu eftir fráfall Björgvins brá Ingibjörg búi og flutt- ist alfarin til Reykjavíkur. Það er margs að minnast þegar litið er yfír ævidaga Ingibjargar en efst í huga mér er góðsemi hennar og einlæg vinátta sem mér hlotnað- ist af kynnum mínum við hana. Ég held ég megi fullyrða að allir þeir sem kynntust henni hafí sömu sögu að segja. Ingibjörg eignaðist engin börn en sýndi móðurhug sinn í verki með sérstöku ástfóstri við systkinabörn sín. Nú þegar Ingibjörg er öll bið ég góðan Guð að búa henni bústað við hennar hæfí, sem ég er sannfærður um að verður glæsilegur. Eftiriif- andi systkinum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa þau og niðja þeirra. Þorsteinn Kristinsson Vandaðar vörur á betra verði Nýborg-cg) Skútuvogi 4, sími 812470 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.