Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 33
_ á dagskrá voru heimsmálin, skóla- mál eða pólitík. Hún hafði ákveðnar skoðanir á öllum málum og hvikaði aldrei frá sannfæringu sinni. Þegar börnin stækkuðu tók hún aftur til við hjúkrunarstörfin. Vann hún lengst af á öldrunardeildum Borgarspítalans. Elsti sonurinn, Guðmundur, stofnaði heimili með unnustu sinni, Guðlaugu Lövdal, og fyrir rúmum 2 árum birtist svo stóri sólargeislinn í lífi Valgerðar, ömmubarnið Vala Hrönn. Þessi litla stúlka var ömmu sinni ótæmandi gleðigjafi þau 2 ár sem þær áttu saman. Yngri börnin, Bergþóra, Guðrún og Ragnar, eru enn í foreldrahús- um. Fyrir hálfu öðru ári dimmdi yfir heimilinu í Fossvoginum. Það upp- götvaðist að Valgerður gekk með alvarlegan sjúkdóm. Æðruleysi hennar kom nú skýrar í ljós en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir erfiða lyíjameðferð og vonlitla baráttu heyrði aldrei nokkur maður frá henni kvörtunarorð. Glaðlyndi sínu hélt hún óbreyttu allan tímann og viljinn til að gera öðrum lífið léttara var jafnvel enn sterkari en áður. Síðustu 2 vikurnar, sem hún lifði, lá hún á kvennadeild Landspítalans. Gat hún sig ekki hreyft og ekki tjáð sig nema með jái og neii, en tókst þó með erfiðismunum að segja eina setningu sem hún endurtók oft og var dæmigerð fyrir hana: „Mér líður ágætlega." Ég tala ekki sem heimilisvinur, heldur sem venjulegur hjúkrunar- fræðingur, þegar ég segi að aldrei á 30 ára starfsferli hef ég séð nokkra fjölskyldu sýna eins mikla ást og umhyggju og eiginmaður, börn og aðrir nákomnir sýndu Val- gerði þennan tíma. Sorgin er gjöf guðs, því að þeir einu geta syrgt sem hafa elskað og þeir einir hafa misst sem mikið hafa átt. Elsku Kristinn, börn, tengdadótt- ir, ömmubarn og aðrir aðstandend- ur, hafið mína innilegustu samúð. Ég kveð mína kæru vinkonu með innilegu þakklæti fyrir næstum hálfrar aldar vináttu og fyrir að hafa alltaf verið tli staðar þegar ég þurfti á henni að halda. Ég kveð hana líka í þeirri vissu að það sé líf eftir þetta líf og það er trú mín að við eigum aftur eftir að hoppa saman í Paradís. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hulda í dag verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju, Valgerður Bergþórs- dóttir, hjúkrunarkona. Valgerður fæddist á Akureyri 26. nóvember 1936, dóttir hjónanna Bergþórs Baldvinssonar, verkamanns og Olgu Olgeirsdóttur. Valgerður lagði stund á lijúkr- unarnám og starfaði sem hjúkrun- arkona um margra ára skeið. Það var á þeim vettvangi sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Kristni Guðmundssyni lækni. Þau Kristinn eignuðust fjögur börn, Bergþóru sem stundar sálfræðinám við Háskólann, Guðmund, í tölvun- arfræðum, Guðrúnu, stúdent og Ragnar, menntaskólanema. Þá eiga þau eitt barnabarn, Völu Hrönn, MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20/JÚNÍ 1991 dóttur Guðmundar og Guðlaugar Traustadóttur. Kynni mín af Valgerði hófust ekki fyrr en þau hjónin komu frá Bandaríkjunum þar sem Kristinn stundaði framhaldsnám í tauga- skurðlækningum. Við Kristinn kynntumst hins vegar á námsárum okkar í Menntaskólanum í Reykjavík. Árgangur sá sem braut- skráðist frá MR 1955 hefur verið einstaklega samheldinn, hópurinn hefur ásamt mökum hist árlega og það oftar en einu sinni á ári undanf- arna áratugi. Það æxlaðist svo þannig að við nokkrir skólafélag- anna fórum að koma saman reglu- Iega á vetmm til að tefla og eiga saman gleðistund. Hópurinn hefur stækkað með árunum og nú em félagarnir orðnir níu talsins. Konurnar urðu eðlilega snar þáttur í þessu félagslífi okkar sem sífellt hefur undið upp á sig. Fer nú allur hópurinn árlega í sumar- ferð um byggðir landsins og óbyggðir. En nú er skarð fyrir skildi. Val- gerður hefur verið burt kölluð og því verður einni færri i hópnum en áður. Valgerður tók virkan þátt í öllum samfundum okkar meðan heilsa hennar leyfði. Hún var félagsiynd kona og lét alltaf að sér kveða á samverustund- um okkar. Hún var afar hispurslaus og ákveðin en samt hlý og góður vinur vina sinna. Hennar verður sárt saknað. Við félagarnir ásamt komun okkar vottum Kristni og börnum þeirra Valgerðar dýpstu samúð sem og öllum ættingjum og vinum. Blessuð sé minning hennar. Kristmann Eiðsson Að morgni fimmtudagsins 13. júní sl. lézt frú Valgerður Bergþórs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, á krabbameinsdeild kvensjúkdóma- deildar Landspítalans. Með henni er gengin góð kona og vönduð, sem hér verður minnzt nokkrum orðum. Valgerður fæddist hinn 26. nóv- ember 1936 á Akureyri. Foreldrar hennar voru hjónin Bergþór Bald- vinsson, verkamaður þar (f. 12.12.1889, d. 25.11.1963), dóttir Olgeirs Jóhannessonar, bónda og Steinunnar Benediktsdóttur. Þau hjón stofnuðu heimili sitt á Akur- eyri, bjuggu þar alla tíð og þar fæddust börn þeirra: Hörður stýri- maður, (f. 30.11.1922, d. Hbll.1986), kvæntur Sigrúnu Sig- urðardóttur, Anna (f. 17.6.1925), gift Guðna Friðrikssyni, og Val- gerður, sem nú er kvödd. Hún var yngst systkina sinna og augasteinn. Þau misstu móður sína þegar hún var aðeins 15 ára að aldri og föður sinn 11 árum síðar. Við slíkar að- stæður verður samband eldri og yngri systkina oft nánara og sér- stakara en ella. Og þannig held ég líka að hafi verið í þessu tilviki. Ég býst við að þau Anna og Hörð- ur hafi gjarnan verið henni það, sem foreldrar eru börnum sínum, eftir að þeirra naut ekki lengur við. Engu að síður hygg ég að Valgerð- ur hafi frá öndverðu átt fastmótað- an vilja. Að skyldunámi loknu stundaði hún nám um eins vetrar skeið við Húsmæðraskólann á Laugalandi (1954-1955), svo sem eins og hún væri að nota tímann meðan hún hugsaði sig um og biði eftir að komast í Hjúkrunarskóla íslands. Þar stundaði hún síðan nám er hún lauk í marz 1960. Hún var þó ekki á því að láta þar staðar numið, heldur hélt til Kaupmanna- hafnar ári síðar, eftir störf á Land- spítalanum, og aflaði sér þar frek- ari reynslu og þekkingar í störfum á Militærhospitalet fram í septem- ber 1962 að hún hélt heim á leið. Hún starfaði síðan á Landspítalan- um fram undir árslok 1964. Þá tók við nýtt hlutverk í lífi hennar sem varð til þess, að hún tók ekki á nýjan leik til við hjúkrunarstörf fyrr en allmörgum árum síðar, fyrst í Hafnarbúðum og síðan á B-deild Borgarspítalans. Starfaði hún þar meðan henni entist heilsa til þess. Ég bygg að það hafi verið á Landspítalanum í Reykjavík sem þau kynntust, Kristinn bróðir minn og hún, skömmu eftir að hún kom heim frá Danmörku. Hann var þá nýorðinn læknir og starfaði þar. Leiddu þau kynni til þess, að þau gengu í hjónaband hinn 22. maí 1965. Var því silfurbrúðkaup þeirra nýlega að baki er hún lézt. Guð- mundur, elzta barn þeirra, fæddist 19.2.1965, síðan Bergþóra, f. 11.5.1968, þá Guðrún, f. 2.7.1969 og loks Ragnar, f. 30.5.1973. Öll eru þau góð börn og mann- vænleg. Guðmundur hefur stofnað heimili með heitkonu sinni, Guð- laugu Traustadóttur. Dóttir þeirra, Vala Hrönn, var augasteinn Val- gerðar og eftirlæti; og ber nafn hennar öðrum þræði. Guðmundur stundar nám í tölvunarfræði við Háskóla íslands; þar er Bergþóra systir hans einnig við nám í sálar- fræði og Guðrún er að hefja nám þar í hjúkrunarfræði. Ragnar stundar nám í Menntaskólanum við Sund. Valgerður og Kristinn höfðu því fyrir stórri íjölskyldu og heimili að sjá, þar sem að mörgu þurfti að hyggja og í mörg horn að líta. Mér virtust þau ætíð samhent og samrýmd og ég hygg að Valgerður hafi verið hvorttveggja í senn, lagin og stjórnsöm húsfreyja. Sjálf var hún af efnalitlu fólki komin og kunní því að fara vel með, þegar á reyndi vestanhafs. Þangað fóru þau er Kristinn hélt til framhaldsnáms í læknisfræði snemma árs 1965. Voru þau í Baltimore í Maryland frá því í júní það ár fram á mitt næsta ár, að þau fóru til Cleveland í Ohio. Segja má, að þarna hafi hið eiginlega framhaldsnám verið und- irbúið. Það hófst síðan árið 1967 er þau héldu til Rochester í Minne- sota, þar sem Kristinn hóf fram- haldsnám í heila- og skurðlækr.ing- um við hina víðfrægu Mayo Clinic þar í borg. Því lauk vorið 1971 og fluttust þau þá heim. Sjálfsagt hafa þau átt kost á að dvelja til frambúð- ar vestra og búa það í vellystingum praktuglega, en mér vitanlega kom aldrei neitt annað til álita en halda heim að námi loknu í þeirri von, að hér fengist starf við hæfi. Góðu heilli fór svo er stofnuð var heila- og taugaskurðlækningadeild við Borgarspítalann í Reykjavík, þar sem þeir Kristinn og Bjarni Hannes- son starfa sem yfirlæknar. Vestra fæddust Bergþóra og Guðrún og árin þar voru þeim áreiðanlega mik- il hamingjuár. Þar voru þau í hópi góðra landa við framhaldsnám og samvistum við erlend stéttarsystkin sín á virtum sjúkrahúsum. Við Valgerður kynntumst um það bil sem þau Kristinn bróðir minn bunduzt heitum. Skemmst er frá því að segja að hin beztu kynni tókuzt þegar í upphafi með henni og væntanlegu tengdafólki hennar. Hún var vel í meðallagi hávaxin, svarthærð, andlitsfríð og átti fallegt bros. Valgerður var prýðilega greind, fylgdist vel með og hafði skarpar skoðanir á hlutunum, ef því var að skipta. Löngum var stutt í brosið og hláturinn. Innan fjöl- skyldunnar var hún mesti forkur, ef eitthvað stóð til, ætíð fyrst á vettvang með fangið fullt af því, sem hún taldi þurfa. Og manna síðust til að setjast. Að heimsækja hana og þau var ætíð tilhlökkunar- efni. Fyrir um það bil hálfu öðru ári síðan kenndi Valgerður þess meins, er síðar dró hana til dauða. Hún gerði sér fljótlega grein fyrir því, sem í efni var og síðan fylgdust þau hjón náið með gangi mála. Hver læknisaðgerðin rak aðra en sífellt versnaði staðan þar til yfir lauk, hinn sóln'ka fimmtudagsmorgun 13. júní sl. Ég hygg að hún hafi mætt örlögum sínum með mikilli hug- prýði. Kom þar ailt til, þekking hennar á sjúkdómnum, starfs- reynsla, eindreginn stuðningur fjöl- skyldu hennar, ættmenna og vina, dvöl hennar heima við, allt fram undir lokin, að hún var flutt á Landspítalann, og sá meðfæddi og þroskaði sálarstyrkur, er hún hafði til að bera. Við hörmum öll fráfall hennar, sem bar að svo mörgum árum fyrr en við höfðum vænzt. En í sorg sinni verður fjölskylda henn- ar og við að minnast þess með gleði og þökk, sem hún-'var okkur, alls þess, sem hún gaf okkur. Hún var traust og vönduð kona, sem ég mun ætíð minnast með hlýju, virðingu og þökk. Sigurður E. Guðmundsson + Útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSDÍSAR HELGU HÖSKULDSDÓTTUR, Breiðási 10, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. júní kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagið. Erlingur Magnússon, Guðbjörg Þórðardóttir, Jóhanna Erlingsdóttir, Reynir Kristinsson, Guðbjörg Erlingsdóttir, Marinó Pálmason, Ragnar Erlingsson, Höskuldur Erlingsson, Ellen Erlingsdóttir, María Erlingsdóttir og barnabörn. t HELGA INGÓLFSDÓTTIR, Hringbraut 63, áðurtil heimilis að Móabarði 12, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju’föstudaginn 21. júní kl. 15.00. Anna V. Jónsdóttir, Inga Þórunn Halldórsdóttir, Þorsteinn H. Gunnarsson, Halldór Halldórsson, Ragnheiður Héðinsdóttir, Anna Snæbjörnsdóttir, Ragnar L. Þorgrímsson Þórkatla Snæbjörnsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, GYÐA ANTONÍUSARDÓTTIR, Friðrikshúsi, Hjalteyri, sem andaðist í Kristnesspítala 17. júní sl., verður jarðsungin að Möðruvöllum í Hörgárdal mánudaginn 24. júní kl. 14. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. + Útför eiginkonu minnar og móður okkar, JÓHÖNNU GUNNARSDÓTTUR JOHNSEN, Hraunhólum 7, Garðabæ, fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 21. þ.m. kl. 13.30. Guðmundur Baldur Jóhannsson, Sigrfður Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson. + Systir mín, mágkona og frænka okkar, DAGNÝE. AUÐUNS, Ægisiðu 60, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. júni kl. 13.30. Svava E. Mathiesen, Auður Auðuns og systkinabörn hinnar látnu. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, VALGERÐURBERGÞÓRSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Ljósalandi 21, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 20. júní, kl. 15.00. Kristinn Guðmundsson, Anna Bergþórsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Guðlaug Traustadóttir, Bergþóra Kristinsdóttir, Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ragnar Kristinsson. + Innilegar þakkir fyr'ir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför RAGNARS JAKOBSSONAR, Ketilsbraut 15, Húsavík, sem lést 10. júni sl. Hrafnhildur, Gísli, Hermann, Svanlaug, Hrefna, Jakob, Ragnar, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.