Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JUNI 1991 13 Það gefi guð vors lands Ur ræðu herra Sigurbjörns Einars- sonar biskups á Hrafnseyri 17. júní BISKUPINN bað þess að íslensk þjóð mætti lúta fordæmi Jóns Sig- urðssonar forseta og með því öðl- ast virðingu forfeðra sinna og þakkir niðja sinna. Sigurbjörn ræddi mikilvægi þess að tengsl nútíðar við fortíðina rofnuðu ekki og dvaldi við undirstöðu lífsstarfs Jóns Sigurðssonar sem hann sagði hafa verið manngildishugsjónir vestrænnar, kristinnar menning- ar. í upphafi máls síns minntist biskup forsetahjónanna frú Dóru Þórhalls- dóttur og herra Ásgeirs Ásgeirssonar og ræktarsemi þeirra við Hrafns- eyri. Hann kvaðst vera svo til ára kominn að hann myndi þá tíð að engin þjóðhátíð hefði verið haldin á íslandi. Síðan sagði hann að það að sjá lýðveldið fæðast, renna upp eins og langþráðan morgun, væri ugg- laust önnur tilfinning en að alast upp við þjóðhátíð sem sjálfsagða. Þess bað biskup að aldrei yrði hugsað til þjóðhátíðar á íslandi með tómlæti. „Þjóðarvitund byggist á minni“, sagði Sigurbjörn. „Minnislaust, sögu- laust fólk er ekki þjóð“. Hann sagði að enginn íslendingur gengi ósnort- inn í garð á Hrafnseyri. Þar hefði fæðst og vaxið úr grasi einn mesti gæfumaður íslensku þjóðarinnar, gæfumaður í þeim skilningi íslensk- um að sá sé gæfumaður sem aðrir hljóta gæfu af. Biskupinn sagði að elska Jóns Sig- urðssonar til lands og þjóðar hefði verið vakin á Hrafnseyri. Þar hefðu töfrar og atlot landsins greipt sig í vitund hans sem barns. Bernsku- heimili Jóns hefði verið fremur fá- tækt og eins og aðrir íslendingar þess tíma hefði hann snemma geng- ið að vinnu og þannig kynnst dagleg- um kjörum þjóðarinnar. Af þessu hefði Jón lært að geta látið sér þykja vænt um mennina þrátt fyrir galla þeirra og bresti, eða kannski vegna þeirra. Menntunarinnar í föðurgarði Jóns væri og skylt að geta. Frá foreldrum sínum ,maddömmu Þórdísi og séra Sigurði, hefði hann farið fullbúinn til inngöngu í háskóla. íslensku hefði hann lært til þeirrar hlítar í foreldra- húsum að hann tjáði sig vandræða- laust í ræðu og riti eftir það. Þeim undirbúningi gæti hvaða mennta- stofnun nútímans sem væri verið fullsæmd af. Biskupinn sagði að sú íslenska alþýðumenning sem Jón Sigurðsson óx upp úr hefði verið grundvölluð á vestrænni, kristinni manngildishug- sjón. Nú væri hart sótt að þessari hugsjón og hættan mest stafaði af alþjóðlegu auðmagni sem vildi þurrka út öll sérkenni menningarinn- ar og sæi það eitt gildi í manninum hvernig hann gæti orðið að mestri féþúfu. „Þær viðjar eru verstar sem menn leiða sjálfír yfir sig í dansinum kringum gullna kálfinn", sagði Sig- urbjörn biskup. „Megi íslensk þjóð lúta fordæmi Jóns Sigurðssonar og afla sér þannig virðingar forfeðranna og þakkir niðjanna. Það gefi guð vors lands.“ Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri: Endurvelgiim tengslin við Jón Signrðsson og sjálfstæðisbaráttuna HUSBÆNDUR á Hrafnseyri hafa frá árinu 1964 verið hjónin Guð- rún Stefánsdóttir og Hallgrímur Sveinsson. Þau sitja staðinn fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar og sjá þar um vörslu og umhirðu. Hall- grímur álítur að þjóðinni sé það ákaflega mikilvægt að nálgast Jón Sigurðsson meira. Starf þeirra hjónanna á Hrafns- eyri er ólaunað en fyrir það hafa þau afnot af jörðinni og reka þar fjárbú með 260 fjár. Hallgrímur kveðst reyndar vera léttadrengur hjá konu sinni við búskapinn, en sjálfur er hann skólastjóri grunn- skólans á Þingeyri og hefur verið það frá árinu 1978. Þar sem lengst af vetrinum er ófært yfir Hrafns- eyrarheiði flytja þau hjónin búferl- um vor og haust og hafa vetrar- mann á Hrafnseyri. Hallgrímur segir að Hrafnseyri sé ofarlega í hugum margra íslend- inga, sérstaklega miðaldra og eldra fólks. Hins vegar segir hann að tengsl yngri kynslóðarinnar við Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttuna hafí rofnað í upplausn síðustu ára. Það sé mjög miður og ákaflega brýnt fyrir þjóðina að endurvekja og styrkja þau tengsl. Með þessu segist Hallgrímur alls ekki eiga við að það eigi að upphefja Jón á nokk- urn hátt, heldur þurfi að rifja upp sögu hans og frelsisbaráttu Islend- inga með eftirminnilegum hætti, þjóðarinnar vegna. Unga fólkið á Islandi þurfi að vita hvemig við erum til komin í þessu landi. Hallgrímur sagði að margar hug- myndir hefðu komið fram um hvem- ig leggja mætti meiri rækt við sögu Jóns. Fyrir skömmu hefði til dæmis bankaráð og bankastjórn Seðla- bankans fundað á Hrafnseyri. Þá hefði hann beitt húsbóndavaldi sínu á staðnum og skotið á málstefnu um Jón Sigurðsson. Þar hefði sú hugmynd komið fram að gera vand- aða, leikna heimildamynd um Jón og sjálfstæðisbaráttuna. Þetta væri vandaverk og þess yrði að gæta að vefja Jón ekki í dýrðarljóma, heldur rekja sögu hans sem mannsins sem barðist fyrir frelsi þjóðar sinnar með orðsins brandi. Dramatíska stíg- andi, sagði Hallgrímur að ekki þyrfti að skorta í mynd sem þessari og nefndi hann Þjóðfundinn 1851 sem dæmi um það. Rósa Gunnarsdóttir safnvörður: Saga Jóns Sigurðssonar rakin í máli og myndum SAPN Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri er opið alnienningi frá 17. júní til 1. september ár hvert. Þar er saga Jóns Sigurðs- sonar rakin í máli og myndum, bæði persónusaga hans og stjórn- málasaga. Rósa Gunnarsdóttir er nú safnvörður á safninu annað sumarið í röð. Rósa sagði að safnið væri opið nánast allan sólarhringinn. Hún fylgdist með því þegar bílar kæmu í hlaðið og sýndi safnið þeim gestum sem um það bæðu. Um aðsóknina sagði Rósa að í fyrra hefði verið metár. Þá hefðu komið á safnið 2.300 manns og þá hefðu útlending- ar verið mun fjölmennari en nokk- urn tímann áður. Þessa auknu að- sókn taldi Rósa standa í beinu sam- bandi við það að fleiri ferðamenn legðu nú leið sína um Vestfirði en áður hefði verið. Gott grillsumar með Knorr! Kryddaðu grillmatinn með Knorr og njóttu þess. Sjö kryddtegundir fyrir óteljandi tilefni. Þú færð Knorr gæðakryddið úr sérstökum tilboðsstöndum í næstu verslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.