Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 18
;MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 20. JUNI 1991 J8 Séra Bolli Gústavsson vígð- ur vígslubiskup í Hólastifti BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir séra Bolla Gústavsson sóknarprest í Lauf- ási, vigslubiskup i Hólastifti næstkomandi sunnudag, þann 23. júní. Vígslumessan fer fram í Hóla- dómkirkju og hefst kl. 14. Vígslu lýsir séra Birgir Snæbjörnsson, pró- fastur Eyfirðinga. Vígsluvottar verða séra Árni Sigurðsson á Blönduósi, séra Dalla Þórðardóttir í Miklabæ, séra Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki og séra Ingimar Ingimarsson á Þórshöfn. Altarisþjónustu annast séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, séra Guðni Þór Ólafsson á Melstað og séra Stína Gísladóttir, Hólastaðarpresta- kalli. Kirkjukór Hóla- og Viðvíkur- sókna leiðir söng við undirleik Pál- ínu Skúladóttur. Að lokinni vígslu verður kirkju- gestum boðið upp á kaffiveitingar í Bændaskólanum að Hólum. (Fréttatilkynning) Loftmyndir af íslandi Þessar loftmyndir voru teknar af íslandi skömmu fyrir kl. 9.30 í gærmorgun. Vinstri myndin er hitamynd. Á henni sýnast svæði því dekkri eftir því sem þau eru heitari. Þar sést að hlýtt er á landinu um þessar mundir. Sú til hægri er venjuleg ljósmynd. Á henni sést vel að engin ský eru yfir landinu um þessar mundir enda hafa veðurguð- irnir verið landanum hliðhollir upp á síðkastið. Kristnihátíðamefnd fundar KRISTNIHÁTÍÐARNEFND fundaði í annað skipti í gærmorgun. Nefndina skipa biskupinn yfir íslandi, forseti íslands, forseti Hæsta- réttar, forseti Alþingis og forsætisráðherra. Þrír nefndarmanna, Guðrún Erlendsdóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Davíð Oddsson, sátu sinn fyrsta fund í þessari nefnd í gær. Nefndin var formlega skipuð í fyrra. Forseti Islands, biskupinn yfir íslandi, forseti Hæstaréttar, forseti Alþingis og forsætisráð- herra eiga sæti í henni samkvæmt embættisstöðu sinni. Á fyrsta fundi nefndarinnar, í fyrra, var undirbúningur hafinn að ritun Kristnisögu íslands og var dr. Hjalti Hugason ráðinn ritstjóri að verkinu. Jafnframt var ákveðið að fjármagna þýðingu Gamla testa- mentisins úr hebresku. Gamla test- amentið hefur ekki verið þýtt áður úr hebresku á íslensku í heild sinni. Aðalþýðandi er Sigurður Örn Stein- grímsson. í gærmorgun hittist nefndin svo aftur í tilefni af því að skipt hefur verið um þijá nefndarmenn. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, gaf skýrslu um gang mála. Talið er að Kristnisögunni verði lokið 1995 en þýðingu Gamla Testamentisins árið 1998. Á fundinum ræddu menn aðrar leiðir til að minnast þúsund ára afmælis kristnitökunnar. Sú hugmynd hefur komið upp að efnt verði til samkeppni um tónsmíðar, ljóð eða leikrit til að minnast afmæl- isins og ýmislegt fleiri kemur til greina. Nefndin kemur aftur saman í haust og þá verður ákveðið hvað fleira skuli gera í tengslum við kristnihátíðina. Kristnihátíðin sjálf verður haldin á Þingvöllum í júní árið 2000 en auk þess verða haldnar héraðshátíð- ir árið áður, 1999. Ekki eru allir á einu máli hvort kristnitakan fór fram árið 999 eða 1000 en með þessu móti er komið til móts við bæði sjónarmiðin. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristnihátíðarnefnd. F.v: Herra Ólafur Skúlason biskup, Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis, Vig- dís Finnbogadóttir forseti íslands, Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar, frú Ebba Sigurðardótt- ir biskupsfrú og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Brúartorg: Opnunarhá- tíð Hyrnunnar Ný þjónustumiðstöð opnar í Borgarnesi Borgarnesi. Á MORGUN, föstudag, opnar Kaupfélag Borgfirðinga og Olíu- félagið hf. 900 fermetra þjónustu- miðstöð „Hyrnuna“ við Brúartorg í Borgarnesi. Áætlaður bygginga- kostnaður stöðvarinnar er um 100 milljónir króna. Þjónustumiðstöðin verður ein sú stærsta og fullkomnasta sinnar teg- undar við hringveginn. Þar verður starfrækt kjörbúð, sjötíu manna veit- ingastaður, greiðasala, banki og upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Bensínafgreiðslan verður öll á yfir- byggðu svæði með sjálfsölum og hraðvirkum dælum fyrir dísilolíu. Bifreiðastæði og plön stöðvarinnar ei-u um 8.000 fermetrar og stór hluti þeirra verður upphitaður. Stöðin verður opin daglega frá kl. 8 til 23.30. í tilefni opnunarinnar verður efnt til fjölbreyttrar hátíðar sem hefst kl. 12 á hádegi. Kynningar og sérstök tilboð verða á ýmsum framleiðsluvör- um matvælaiðnfyrirtækja í Borgar- nesi. Grillað verður Borgarnesgrill- kjöt og einnig verður lax frá Eðal- fiski á boðstólum. Gestum verður boðið ókeypis upp á ís, gos og pyls- ur. Ýmislegt verður til skemmtunar jafnt fyrir böm sem fullorðna fram eftir degi og ef veður leyfír verður stiginn dans á Brúartorgi fram á kvöld. TKÞ. Morgunblaðið/Theodór Nýja þjónustumiðstöðin. * Stundakennaradeilan við Háskóla Islands: Sama óvissa um stundakennslu eftir niðurstöðu Félagsdóms TALSMENN samtaka háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna og háskólakennara eru sammála um að dómur Félagsdóms í máli Fé- lags ísl. náttúrufræðinga gegn fjármálaráðherra um viðurkenn- ingu á samningsumboði félagsins vegna stundakennslu við Háskóla Islands breyti í engu stundakenn- aradeilunni við háskólann. í dóm- inum, sem kveðinn var upp 30. maí, er ríkið sýknað af kröfum stefnanda með þeirri röksemd að stundakennsla félagsmanna stefnanda séu aukastörf en lög veiti félaginu aðeins rétt til að gera kjarasamninga, sem taki til aðalstarfa viðkomandi starfs- manna. Kjör stundakennara við Háskóla íslands sem standa utan Félags háskólakennara eru ákveðin ein- hliða af fjármálaráðherra en Fé- lagsdómsmálið var höfðað af Félagi ísl. náttúrufræðinga til að fá viður- kenndan rétt þess til að gera kjara- samninga við fjármálaráðherra um kaup og kjör fyrir stundakennslu þeirra félagsmanna sinna, sem eru ríkisstarfsmenn og sinna slíkri kennslu við háskólann. Páll Halldórsson, formaður BHMR, segir að dómurinn opni ekki leiðir fyrir að gerðir verði samningar um laun vegna stunda- kennslu við háskólann og deilan sitji í sama fari og áður. Margir hafa horfíð frá stundakennslu við Háskólann vegna þessa ástands en fastráðnir kennarar við skólann bættu á sig kennslu á síðari hluta vetrar til að draga úr þeim vand- ræðum sem sköpuðust við háskól- ann. Hólmfríður Ámadóttir, fram- kvæmdastjóri Félags háskólakenn- ara, segir að vandræði vegna stund- akennaraskorts muni trúlega auk- ast í haust ef ekki fínnst lausn á deilunni. í Félagsdómi kom fram að þeim sem nú sinna stundakennslu við háskólann megi skipta í a.m.k. sjö hópa; Félagsmenn í Félagi háskóla- kennara en laun þeirra fara eftir ákvæðum kjarasamnings félagsins, fastráðna stundakennara skv. sér- stökum samningum á milli Félags háskólakennara og fjármálaráð- herra, háskólamenntaða ríkisstarfs- menn, sem eru félagar í öðrum fé- lögum innan BHMR en standa utan Félags háskólakennara, ríkisstarfs- menn sem standa utan BHMR, rík- isstarfsmenn sem sæta ákvörðun Kjaradóms um laun sín, starfsmenn á almenna vinnumarkaðinum og loks nemendur við Hskaóla íslands. Þeir hópar sem ekki tilheyra Félagi Háskólakennara hafa ekki rétt til að semja um stundakennaralaun sín heldur eru kjör þeirra ákveðin ein- hliða af fjármálaráðherra sem hefur ítrekað hafnað kröfum þessara að- ila um að gera kjarasamninga um stundakennslu. Telur Félag ísl. náttúrufræðinga að mikill launamismunur ríki á milli þeirra sem sinna stundakennslu við Háskólann. Félagsmenn í Fálagi háskólakennara fái stundakennslu sína greidda sem yfírvinnu en aðrir ríkisstarfsmenn ekki þó að um sama vinnuveitanda sé að ræða í öllum tilvikum, þ.e. ríkið. Félagsmenn í Félagi ísl. náttúrufræðinga benda á að til að jafnræði verði komið á í launum þessara hópa verði laun þeirra að hækka um 72%. Niðurstaða Félagsdóms byggðist á því að lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna veiti stéttar- félögum aðeins rétt til að gera kja- rasamninga sem taki til aðalstarfa viðkomandi starfsmanna. Ekki sé ágreiningur um að þau störf sem þessir félagar hafi sinnt séu auka- störf og því beri að sýkna ríkið af kröfum Félags ísl. náttúrufræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.