Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JUNI 1991 31 Minning: Sigtryggur Stefáns son Akureyri Þótt alltaf geti brugðið til beggja vona þegar menn gangast undir hjartauppskurð var mér dauðinn víðs fjarri er ég kvaddi vin minn, Sigtrygg Stefánsson, hinsta sinni á Landspítalanum fyrir rúmri viku. Við vissum þá, að hann átti fyrir höndum að gangast undir uppskurð þriðjudaginn 11. júní, en dvöldum ekki við það, heldur létum gamminn geisa um gamanmál, töluðum í hálf- kæringi og af ábyrgðarleysi eins og venja okkar var, þá við hittumst. Hvorugur held ég að leitt hafi huga að dauðanum. Og þó ... Hugur einn það veit hvað býr hjarta næst. Sigtryggur var um margt ólíkindatól og ekki auðvelt að vita um innstu hugrenningar hans. Hann hafði á volksamri lífs- leið byggt um sig býsna harða brynju, svo að næmar tilfinningar blésu ekki upp á berangri. Gálga- gleði og spé hans gat verið þeirrar ættar.. A þessum síðasta fundi okkar minntumst við bæði þeirra bóka, sem við höfðum eignast og misst sem og ýmissa atvika nýrra og gamalla. Þá kom mér í hug að fá Sigtrygg til að segja mér gömul ævintýr bernsku sinnar, Sigluijarð- arsögur, frá þeim tíma að þúsundir manna, innlendra sem erlendra, flykktust til Siglufjarðar til fang- bragða við hinn silfurhreistraða spriklfisk, sem var hvikulli en nokk- urt annað jarðardýr. Þá urðu einatt mikil ævintýr. Sá, sem hafði eins næman huga fyrir hinu sögulega og skoplega eins og Sigtryggur Stefánsson og hafði enda sjálfur langt fram eftir aldri svo óendan- lega elju til þess að verða söguper- sóna og driffjöður í mörgum ærsla- sögum, hlaut að verða mönnum sí- fellt til gamans og gleði. Sigtryggur Stefánsson, tækni- fræðingur og byggingarfulltrúi, var á sextugasta og sjötta aldursári, þegar hann lést 11. júní sl. Kynni okkar Sigtryggs hófust fýrir um það bil tuttugu árum, en nánir vinir urðum við nokkrum árum seinna, þegar sameiginleg árátta okkar, bókasöfnun, leiddi okkur saman. Mér þótti strax vænna um Sig- trygg en flesta aðra menn mér óskylda og óvandabundna. Hann var með eindæmum glaðlyndur og gamansamur maður, æðrulaus og óvilsamur um smámuni, örlátur og stórhöfðinglegur, eljusamur í starfi sínu, glöggur og verkhraður. Sigtryggur Stefánsson fæddist á Hofsósi 21. desember 1925 sonur hjónanna Stefáns Guðmundssonar, byggingarmeistara og konu hans Margrétar Sigtryggsdóttur, en hann ólst upp á Siglufirði og sá bær og minningar æsku hans voru hon- um alla tíð ofarlega í huga. Hann lauk sveinsprófi í múrara- iðn árið 1949 og prófi i byggingar- tæknifræði frá Tekniska í Stokk- hólmi sama ár. Næstu ár starfaði hann í Svíþjóð við teikningar og eftirlit með byggingum, en árið 1959 fluttist hann til Akureyrar, þar sem hann gerðist fulltrúi bæjar- verkfræðings, en því starfi gegndi hann fram til ársins 1965, er hann varð byggingafulltrúi í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, gegndi hann því þar til Þingeyjarsýsla var gerð að sérstöku umdæmi, en byggingar- fulltrúi Eyjafjarðar var hann til dauðadags. A yngi'i árum var Sigtryggur góður íþróttamaður, meðal annars var hann frábær skíðamaður og það hafa sagt mér rosknir menn, að stökkstíll hans hafi verið einstak- lega glæsilegur. Allt fram til síð- asta dags var hann kvikur í hreyf- ingum og snar. Hann var ekki síður fljótur að hugsa og fljótur til svars. Munu mörgum tilsvörum hans lengi í minnum, því orðheppinn var hann og skopnæmur. Hann var eins og áður er sagt, einstakur eljumaður og svo verk- hraður að með fádæmum hlýtur að teljast, enda var öll skaphöfn hans svo laus við allt víl og vafstur, að hann hlaut að ganga beint að hveiju verki og vafningalaust. Þessu vafst- urleysi hans var náskylt mikið ör- læti og nánast yfirgengilegt greið- vikni.sem á köflum gat orðið honum dýrt, en aldrei æðraðist hann, þótt hann ætti stundum andstreymt síð- ustu árin. Hann var æðrulaust og víllaust karlmenni, sem ekki lét smámuni trufla sig né smækka. Sigtryggur kynntist í Svíþjóð þeirri konu, sem átti eftir að verða lífsförunautur hans, Maj Britt Bulow, en þau gengu í hjónaband 4. maí 1947. Synir þeirra eru Percy, byggingatæknifræðingur hjá Hus- næðisstofnun og Stefán, raftækni- fræðingur, sem starfrækir eigin stofu á Akureyri, en auk þess ólu þau Maj Britt að miklu leyti upp Arnar, son Stefáns, sem verið hefur þeim eins og þriðji sonurinn. Um leið og ég kveð þennan kæra vin minn sendi ég Maj Britt og fjöl- skyldu hennar mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Megi minning um góðan dreng verða þeim huggun í harmi þeirra. Bárður Halldórsson Minning: Jón Stefánsson aðalbókari Fæddur 14. apríl 1937 Dáinn 10. júní 1991 í dag er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju Jón Stefánsson, aðalbókari KEA. Þessi hrausti og hressilegi af- reksmaður var óvænt og skyndilega á brott kallaður, er hann var á íþróttaæfingu með gömlum félög- um sínum. Eftir venjulega skóla- göngu unglinga réðst Jón á haust- dögum árið 1954 til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Sökum dugnaðar og vandvirkni í starfi voru honum í tfmans rás falin veiga- meiri störf og var hann um langt skeið aðalbókari þessa stóra fyrir- tækis, uns hann féll frá. Jón komst snemma í kynni við fþróttir og félagslíf. Ingileif Jóns- Fæddur 9. nóvember 1910 Dáinn 10. júní 1991 Þó sumarið sé gengið í garð og allt virðist brosa við öllum þá geng- ur lífið sinn vanagang. Elskulegur fósturfaðir okkar, Baldvin Júlíus- son, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 10. júní síðastliðinn. Þeg- ar ég hugsa til baka og minnist míns kæra fósturföður þá koma svo ótal margar minningar upp í hug- ann. Mér dettur fyrst í hug 11. október 1966 er við Ólöf tvíbura- systir mín fóram að Hamarshjáleigu í fóstur til Baldvins og Margrétar. Við vorum sjö ára gömul þá. Mér leist ekki betur en svo á þessi um- skipti í lífinu að ég fór að gráta við fyrsta matborðið. Þessi fyrstu viðbrögð áttu hinsvegar fljótt eftir að taka stakkaskiptum. Baldvin reyndist okkur alla tíð síðan trúr og góður faðir og ekki síst mikil- vægast einstakur vinur. Mér er svo minnisstætt allar þær góðu stundir er við áttum saman. Oft sátum við tímunum saman í rólegheitum og réðum krossgátur, tefldum eða röbbuðum um pólitíkina og lands- málin. Okkur leið ætið vel í návist hvors annars. Einnig horfðum við dóttir móðir hans var í hinum ágæta fimleikaflokki KA-stúlkna, sem m.a. sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930. Einnig tók hún nokkurn þátt í leikstarfsemi í bænum. Jón og Hildur Jónsdpttir kona hans mátu Ingileifu mikils og ætíð sýndu þau henni og Vigfúsi Vigfús- syni stjúpföður hans nærgætni og hlýju. Ingileif er nú látin fyrir nokkrum árum. Þeim hjónum varð 5 sona auðið og eru þeir Vilhelm, Friðjón, Júlíus, Jakob og Leifur. Það var engin lognmolla í heimilinu þegar þessir frísku strákar brugðu á leik eða keppni. Tveir þeirra, Friðjón og Jakob, urðu síðar kunnir hand- knattleiksmenn. Auk mikilla starfa fyrir KA var oft saman á enska fótboltann í sjón- varpinu á laugardögum. Það var hans yndi og ánægja þó ekki viti ég til að hann hafi stundað íþróttir á sínum yngri árum. Ekki átti Bald- vin sér neitt uppáhaldslið en studdi hinsvegar ætíð það lið sem á hall- aði hveiju sinni. Þetta lýsir best hans hugarfari að styðja þá sem minna mega sín í lífinu. Baldvin var mjög félagslyndur maður, léttur og hress í skapi og með góða kímnigáfu. Hann gat verið stríðinn með afbrigðum og hafði ætíð gaman af því að draga uþp það skoplega í lífinu og til- verunni. Var hann því vinsæll í hópi vina og hrókur alls fagnaðar. Það sem okkur líkaði þó best í hans fari var hreinskilni hans og heiðar- leiki. Ef honum mislíkaði eitthvað þá lét hann það berlega í ljós. Einn- ig dró hann ekki dul á sínar skoðan- ir en virti og tók tillit til skoðana annarra. Því var gott til hans að leita þegar eitthvað bjátaði á í líf- inu. Baldvin las mikið og fylgdist alltaf vel með atburðum og fréttum líðandi stundar. Segja má að bækur og fjölmiðlar hafi verið hans annað áhugamál á eftir tónlistinni sem átti hug hans og hjarta allt hans Jón um hríð í Lionsklúbbnum Hug- in, sem stofnaður var árið 1959. Þar reyndist Jón hinn dyggasti liðs- maður og átti hann sæti í stjórn klúbbsins um skeið. Jón var einhver fjölhæfasti íþróttamaður bæjarins, methafi og meistari í a.m.k. fjórum ólíkum íþróttagreinum. Hann var í fremstu röð í innanhússstökkum, langstökki og þrístökki án atrennu. Þá var hann oft fenginn í boðhlaupssveitir félagsins, þótt hann stundaði ekki fijálsíþróttir sérstaklega. Sú þátt- taka þótti honum eðlileg og sjálf- sögð, því hann neitaði aldrei Knatt- spyrnufélagi Akureyrar um nokkra bón. Einnig var Jón oft á verðlauna- palli fyrir ágæti í badmintoníþrótt- inni, og Akureyrarmeistari varð hann í þeirri grein árið 1960. í körfuknattleik áttu þeir langri sigurgöngu að fagna félagarnir, Jón, Skúli, Leifur, Skjöldur, Her- mann, Garðar og Hörður heitinn Tulinius ásamt fleirum. En einkum var það knattspyrnan sem átti hug hans allan og var hann burðarás í kappliði KA um 15 ára skeið, eða lengur en flestir aðrir. Jón var gæddur flestum þeim líf. Einnig var hann mikið snyrti- menni og kom það skýrt fram í öllum fjármálum gagnvart heimil- inu sem ætíð voru í röð og reglu. Megi fordæmi hans verða öðrum til eftirbreytni. Eftir góðan uppeldisföður og vin eigum við uppeldissystkinin indælar minningar sem munu lýsa okkur leiðina fram á veginn. Um leið og við kveðjum hann með sárum söknuði þá óskum við honum fararheilla inn í eilífðar- landið og þökkum fyrir allar þær hamingjustundir sem hann hefur veitt okkur. Blessuð sé minning hans. Ingi Guðjónsson kostum er prýða góðan leikmann. Hann hafði nægan hraða, úthald og tækni og ekki síst óbugandi sigurvilja. Áratugurinn 1957-1967 varð honum happadijúgur og aflaði hon- um mikillar frægðar og var hann af mörgum þá talinn einn traust- asti varnarleikmaður landsins. Haustið 1961 rann loks upp hin langþráða stund er Jón var valinn í úrvalslið íslands gegn Englending- um. Ekki skyggði það á gleðina að tveir vinir hans komust einnig í lið- ið, þeir Jakob heitinn Jakobsson og Kári Árnason. Síðar bættist Skúli Ágústsson einnig í hópinn. Jón var alloft eftir þetta valinn í landsliðið og _þótti ætíð skila vel sínum hlut. A 50 ára afmæli KA árið 1978 var Jón sæmdur gullmerki félagsins og einnig heiðraði Knattspyrnusam- band íslands hann með gullmerki árið 1988 og þótti það mjög að verðleikum. Þótt löngum keppnisferli lyki var hugur hans ætíð hinn sami til síns gamla félags. Þegar bygging KA- heimilisins hófst og síðar íþrótta- hallar á KA-svæðinu lagði Jón fram óteljandi vinnustundir og sparaði hvorki tíma né erfiði varðandi allt sem kynni að verða félaginu til framdráttar. Hlutur Hildar konu hans var einnig stór. Hún studdi mann sinn í öllum hans störfum og á heimili þeirra nutu margir veitinga og gleðistunda. Við Elsa þökkum af alhug margra ára ánægjulega samveru, skemmtilegt spjall og góðar stundir er plötum var brugðið á fóninn. Þótt Jón þekkti fjölda manna var hann þó í eðli sínu hlédrægur. Hann var orðvar drengskaparmaður í öll- um háttum. Knattspyrnufélag Akureyrar tregar nú einn af sínum mætustu sonum, þakkar afrek hans og störf og biður konu hans og öllu skyld- fólki Guðs blessunar á komandi árum. Með innilegum samúðar- kveðjum, f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar Haraldur Sigurðsson Hugaðuað heflsunni -í hádeginu. HEILSURÉTTIR í HÁDEGINU ✓ ** 0 ** N * I ** Ð Reykjovíkurflugvelli, sími 91 -22322, telefax 25320, telex 3121 Baldvin Júlíusson frá Hamarshjáleigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.