Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 42
KNATTSPYRNA / 1. DEILD (SAMSKIPADEILD) MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. JUNI 1991 ÚRSLIT KR-ÍBV 1:0 KR-völlur, íslandsmótið 1. deild (Samskipa- deild), miðvikudagur 19. júní 1991. Mark KR: Atli Eðvaldsson (42.). Áhorfendur: 1.477. Dómari: Sæmundur Víglundsson. Gul spjöld: Ragnar Margeirsson, KR. Berg- ur Ágústsson, Sigurður Ingason, Nökkvi Sveinsson, Amljótur Davíðsson, IBV. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Bjarki Pétursson (Arnar Arn- arson 80.), Þormóður Egilsson, Atli Eð- valdsson, Rúnar Kristinsson (Þorsteinn Halldórsson 67.), Gunnar Oddsson, Gunnar Skúlason, Ragnar Margeirsson, Heimir Guðjónsson, Pétur Pétursson. Lið ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson, Friðrik Sæbjömsson, Bergur Ágústsson, (Steingrímur Jóhannesson 75.), Elías Frið- riksson, Jón Bragi Arnarsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Heimir Hallgrímsson, Ingi Sigurðsson (Sigurður Ingason 15.), Hlynur Stefánsson, Arnljótur Davíðsson, Nökkvi Sveinsson. FH - Stjarnan 2:0 Kaplakrikavöllur, íslandsmótið - Samskipa- deild, miðvikudaginn 19. júní 1991. Mörk FH: Hörður Magnússon (82.) og Andri Marteinsson (90.) Gul spjöid: Zoran Coguzic (35.), Birgir Sigfússon (58.), Sveinbjörn HSKönarson (59.). Hörður Magnússon (82.). Rautt spjald: Birgir Sigfússon (85.). Áhorfendur: 446. Dómari: Bragi Bergmann. Lið FH: Stefán Amarson, Izudin Dervice, (Hlynur Eiríksson vm. 86 mín.), Andri Marteinsson, Pálmi Jónsson, Björn Jónsson, Guðmundur Hilmarsson, Kristján Gíslason, Guðmundur Valur Sigurðsson, Hörður Magnússon, Magnús Pálsson og Ólafur H. Kristjánsson. Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Vai- geir Baldursson, Zoran Coguzic, Heimir Erlingsson, Birgir Sigfússon, Bjami Bene- diktsson, Sveinbjörn Hákonarson, Kristinn Lámsson, Lárus Guðmundsson, (Þór Ómar Jónsson vm. 67. mín.), Ingólfur Ingólfsson, Bjami Jónsson. Víðir- Fram 1:2 Garðsvöllur, íslandsmótið - Samskipadeild- in, miðvikudaginn 19. júni 1991. Mark Víðis: Danfel Einarsson (13.). Mörk Fram: Jón Erling Ragnarsson (35.) og Ríkharður Daðason (72.). Gul spjöd: Grétar Einarsson (49.), Vilberg Þorvaidsson (72.) og Björn Vilhelmsson (62), Víði. Kristján Jónsson (38.), Jón Sveinsson (53.) og Jón Eriing Ragnarsson (67.), Fram. Áhorfendur: 456. Dómari: Gísli Guðmundsson og dæmdi vel. Lið Víðis: Jón Örvar Arason, Ólafur Ró- bertsson, Daniel Einarsson, Sigurður Magn- ússon, Klemens Sæmundsson, Hlynur Jó- hannsson, Karl Finnbogason, Steinar Ingi- mundarson, Grétar Einarsson, (Bjöm Vil- helmsson vm. á 36. mín.), Vilberg Þorvalds- son. Lið Fram: Birjtir Kristinsson, Kristján Jónsson, Jón Sveinsson, Steinar Guðgeirs- son, Kristinn R. Jónsson, Jón Erling Ragn- arsson, Pétur Ormslev, Þorvaldur Örlygs- son, Pétur Arnþórsson, (Viðar Þorkelsson vm. á 86. mín.), Ríkharður Daðason, Baldur Bjarnason, (Ásgeir Ásgeirsson vm. á 64. mín.). PP Sigurður Magnússon, Viði. m Karl Finnbogason og Daníel Einarsson, Víði. Steinar Guðgeirsson og Jón Erling Ragnarsson, Fram. Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson og Bjarki Pétursson, KR. Þorsteinn Gunnarsson, Heiinir Hallgr- ímsson og Arnljótur Davíðsson, ÍBV. „Vil fá fleiri Morgunblaðið/Þorkell Amy Dubois gefur góð ráð á Nesvellinum í gær. ÞAÐ tók KR-inga 132 mínútur að skora mark á heimavelli sínum í 1. deildarkeppninni. Varnarmaðurinn Atli Eðvalds- son sá um að skora markið, sem tryggði KR-ingum sigur, 1:0, gegn baráttuglöðum Eyja- mönnum. Strax í byijun leiksins tóku KR-ingar öll völd á leiknum og pressuðu Eyjamenn mjög stíft. KR-ingar héldu upp einstefnu að ggggggggf marki Eyjamanna, SigmundurÓ. en það var eins og Steinarsson Eyjamenn hefðu skrifar komið fyrir bið- skyldumerki fyrir framan mark sitt. Þegar KR-ingar nálguðust mark þeirra fóru þeir að tvístíga - horfðu til vinstri og hægri, en lögðu ekki inn á beinu brautina. Þegar þeir reyndu það var Þorsteinn Gunnarsson, markvörður Eyjamanna, vel á verði - og sagði; Stans, hingað og ekki lengra. Hann varði fjórum sinnum á síðustu stundu, en varð að gefa eftir þegar Atli Eðvaldsson skallaði knöttinn í netið hjá honum. Það er umhugsunarvert fyrir KR-inga hverníg þeir léku. Leik- menn liðsins voru ekki nægilega klókir til að brjóta vöm Eyjamanna á bak aftur og þeir Pétur Pétursson og Ragnar Margeirsson áttu í erfið- leikum með að losa sig við gæslu- menn sína - Sigurð Ingason og Friðrik Þorbjörnsson. Þrátt fyrir mikla pressu KR-inga var Arnljótur Davíðsson nær því að skora tvisvar og þá sérstaklega þegar hann komst einn inn fyrir vörn KR, reyndi að vippa knettinum yfir Ólaf, en mistókst. KR-ingar náðu ekki að hrista af sér slenið í seinni hálfleik. Þeir náðu aldrei að ógna marki Eyjamanna vemlega, en Eyjamenn voru þá mun ákveðnari og munaði ekki miklu að -Hlynur Stefánsson næði að jafna metin rétt fyrir leikslok. Leikurinn var alls ekki vel leikinn - einkenndist af ráðleysi KR-inga og baráttugleði Eyjamanna. Fj. leikja u j T Mörk Stig KR 5 4 1 0 12: 1 13 BREIÐABUK 4 3 1 0 8: 4 10 VALUR 4 3 0 1 5: 3 9 FRAM 5 2 1 2 7: 7 7 ÍBV 5 2 1 2 7: 7 7 VÍKINGUR 4 2 0 2 8: 8 6 FH 5 1 2 2 5: 6 5 STJARNAN 5 1 1 3 2: 7 4 KA 4 1 0 3 4: 7 3 VÍÐIR 5 0 1 4 3: 11 1 Markahæstir Steindór Elíson, Breiðabliki Guðmundur Steinsson, Víkingi Hörður Magnússon, FH Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV Ragnar Margeirsson, KR, í kvöld Knattspyrna kl. 20 1. deild karla: Akureyri KA - Valur Víkingsvöllur Víkingur - UBK I. deild kvenna: Þórsvöilur Þór - KR 4. deild: Gendgras TBR - Leiknir POOL Billiardstofan Hverfisgötu 46. konur útá völl“ - segirAmyChilders Dubois, bandarísk atvinnukona í golfi KYLFINGA sem bar að garði á Nesvellin- um í gær rak í rogastans, enda harla óvenjuleg sjón sem mætti þeim. Liðlega tvítug stúlka var með hóp af körlum í kennslustund útá vellinum og þrátt fyrir að í gær hafi verið kvennadagurinn 19. júní var þetta nokkuð sem menn áttu ekki von á. Stúlkan er reyndar engin viðvaning- ur, leikur sem atvinnumaður í Banda- ríkjunum og er komin til íslands til að keppa á Artic Open á Akureyri um helgina. Hún heitir Amy Childers Dubois og er 24 ára. Hún byijaði að keppa sem atvinnumað- ur í fyrra og er nú að reyna að ná sér í skírteini á LPGA-mótaröðinni. Að loknu miðnæturgolfí á Akureyri fer hún aftur til Bandaríkjanna og tekur þátt í opna bandaríska meistaramótinu, US Open. Pétur Björnsson í Vífilfelli og Hrafnhildur Ólafsdóttir, sem rekur ferðaskrifstofu í Flórída, buðu henni hingað. Hún lék með þeim í Flórída og það varð úr að hún skellti sér til íslands. „Eg vissi ekkert um landið en tilhugsunin um að leika golf á íslandi í miðnætursól varð til þess að ég ákvað að slá til,“ segir hún. „Landið hefur komið mér skemmtilega á óvart og vellirn- ir eru miklu betri en ég hefði getað ímyndað mér.“ Eitt af markmiðum hennar er að fá fleiri konur til að keppa í golfi. „Eini munurinn á konum og körlum í golfi er að konur slá ekki jafn langt. Þær geta hinsvegar spilað jafn vel og karlar, en þurfa hvatningu. Ég finn stundum fyrir svolitlum hroka hjá körlum gagnvart kon- um og það er ákaflega þreytandi. Þegar ég spila með körlum segja þeir yfirleitt á fyrsta teig: „Kanntu eitthvað í þessu, ljúfan?“ Þegar við erum svo komin af stað dregur svo heldur úr þeim,“ segir Amy og brosir. Amy var meðal áhorfenda á heimsmeistara- mótinu í golfi í fyrra þar sem Úlfar Jónsson og Sigurjón Arnarsson kepptu fyrir hönd íslands: „Þeir voru ótrúlega góðir, einkum ef miðað er við það að þeir geta ekki spilað allt árið. En ég vona að ég eigi. eftir að sjá íslenskar konur í sama gæðaflokki og helst keppa við þær á Akureyri." Eftir mótið ætlar Amy að fara á flesta helstu velli landsins og spila og kenna. „Ég vil fá fleiri konur útá völl og hjálpa þeim að fá sjálf- straust. Það er takmarkið. Og að sjálfsögðu að sjá sem mest af þessu fallega landi.“ Atli Eðvaldsson skallar knöttinn yfir Þorsteinn Gunnarsson og í markið. Morgunblaðiö/KGA 1 m 0 skoraði mark KR með skalla á 42. mín., eftir að Pétur Pétursson hafði tekið auka- spyrnu og sent knöttinn á fjær stöngina, þar sem Atli var á réttum stað. FRJALSAR Eggert Bogasoní góðuformi Eggert Bogason, kringlukastari, hefur kastað vel að undan- förnu. Eggert, sem kastaði 60,64 m fyrir helgina, hefur tíu sinnum kast- að yfir 60 m á mótum í sumar. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Geysilegur fögn- uður í Chicago Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum Ein milljón manns tóku á móti leikmönnum Chicago Rulls þegar þeir komu til borgarinnar með meistarabikarinn um helgina. Þetta er gífurlegur fjöldi þegar að því er gáð að um þijár millj. manna búa í Chicago, þannig að um einn þriðji af íbúum fögnuðu fyrsta meistaratitlinum. John Paxson, sem var lykilmað- urinn í síðasta leiknum gegn Los Angeles Lakers og hitti ótrúlega, er launaminnsti leikmaður félags- ins, með 300 þús. doliara í árslaun. Hann er nú með lausan samning og er talið að hann geti fímm til tífaldað árslaun sín. „Það verður að semja starx við Paxson. Ef það verður ekki gert - er mér að mæta. Ég leik ekki hér lengur," sagði Michael Jordan, sem sagðist þurfa á Paxson að halda við hlið sér. Þess má geta að Paxson reyndi að fá Iaunahækkun fyrir sl. keppn- istímabil, en honum var þá neitað og forráðamenn félagsins ætluðu láta Paxson fara. Þá lamdi Jordan í borðið og sagði; Nei, Paxson fer ekki! Paxson, sem lék frábærlega í úrslitakeppninni, stendur nú með pálmann í höndunum, í sambandi við launasamninga. GOLF/ARTICOPEN Einstefna - biðskylda!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.