Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Breytingar á áætlun setja allt úr skorðum hjá hrútnum í bili. Vegna sérlegrar velviidar opnast honum nýjar leiðir. Kvöldinu ver hann heima í faðmi fjölskyldunnar. Naut (20. apríl - 20. maí) Peningar sem nautið átti von á úr ákveðinni átt láta á sér standa núna, en annað sem gerist og er jákvæðrar nátt- úru jafnar það fyllilega upp. Tviburar (21. maí - 20. júní) 5» Tvíburann og maka hans iangar til að gera eitthvað óvenjulegt sér til upplyftingar núna. Hann nýtur vinnáttu ákveðinnar persónu. Krabbi ~^(21. júní - 22. júlí) HS^ Krabbinn ætti að halda vel- gengni sinni í starfi sem mest fyrir sig en forðast raupsemi sem heitan eldinn. Sjálf- straust hans fer vaxandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Hegðun ástvinar ljónsins vek- ur undrun þess. Það skipu- leggur ferð til að heimsækja vin í fjarlægð. Meyja (23. ágúst - 22. september) 32 Verkáætlun meyjunnar heima fyrir fer úr skorðum núna. Hún hefur meðvind á vinnu- stað og langar til að halda upp á það í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þó að ferðaáætlun vogarinnar breytist getur ferðalagið orðið henni og maka hennar til mik- illar gleði. Hún tekur mikil- væga ákvörðun varðandi starf sitt. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Viðskipti sem drekinn gerir reynast arðvænleg, en honum gæti orðið á í ráðstöfun fjár síns. Fullrar aðgátar pr því þörf. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) Bogmaðurinn ætti að gleðjast innilega yfir velgengni maka síns. Hann á rólegt kvöld heima fyrir þar sem rómantík- in svífur yfir vötnunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin verður að vinna yfirvinnu ef hún varast ekki að láta óþarfa tafir hefta sig við störf fyrri hiuta dagsins. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þó að vinur vatnsberans geti ekki verið með í ákveðnu sam- kvæmi verður það engu að síður ánægjulegt. Hann fær nýtt viðfangsefni sem vekur eftirvæntingu hans. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskurinn verður undrandi á einhveiju sem gerist síðdegis. Afköst hann í starfi verða ekki eins og best verður á kosið, en kvöldið verður róm- antískt og spennandi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradv'ól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. HVDCMO UYKAuLblMö TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Þú ert framkvæmdastjórinn ... segðu.nú eitthvað spaklegt. Áður en leikurinn var fundinn upp, varstu þá þegar versti leikmaður- Þetta var þó spaklega mælt! ínn! BRIPS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Flest pör hafa eitthvert vopn í búri sínu til að koma hálitum á framfæri eftir grandopnun mótherja — venjulega gegnir innákoma á 2 laufum þessu hlut- verki. En svo opnar makker á láglit og næsti maður segir grand. Og nú er meirihluti spil- ara varnarlaus, hvernig sem á því stendur. EPSON-keppnin, 6. spil. Suð- ur gefur; AV á hættu. Norður + 65432 V D8654 ♦ 84 Vestur + 7 Austur ♦ ÁKG7 ♦ D109 V K2 II V G3 ♦ K75 ♦ DG3 + Á632 Suður + 8 VÁ1097 ♦ K9854 ♦ A10962 ♦ DG10 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Utspil: tígulátta. í skýringartexta sínum kveðst Omar Sharif fenginn að vera utan vallar í slíkum spilum. „Ef ég hefði setið í AV-áttina yrði niðurstaðan væntanlega 4 spað- ar, og ég hefði líka spilað út tígli gegn 3 gröndum frá norður- hendinni," segir hann. En Sharif hefur ekkert út á þögn norðurs að setja. Vissulega á norður ekki mikið af punktum, en skiptingin og staðan (utan hættu gegn á) beinlínis krefjast aðgerða. Nú eru tvær leiðir fær- ar til að sýna hálitina í þessari stöðu. Önnur er sú að segja þann láglit sem makker opnaði ekki á — 2 lauf í þessu tilfelli. Hin er að nota tvo í láglit makk- ers í þessum tilgangi. Síðar- nefnda aðferðin er ekki eins heimskuleg og hún lítur út fyrir að vera við fyrstu sýn. Sá sem grandar ofan í láglitaropnun er venjulega feitur fyrir í þeim lit, svo það er ólíklegt að nokkurt vit sé í að styðja opnunarlit makkers. Og þegar maður á samlegu við lit makkers, er oft best að verjast í grandinu. Hvað sem þessu liður, gæti austur eftir sem áður skotið á 3 grönd við hálitarinnákomu norð- urs. Það væri besta sögnin, en ef hann fer „rólegu leiðina", segir 2 spaða, 2 grönd eða 3 lauf, gæti suður komið hjarta- litnum að. Það eina sem vinnst á spilið er líka 3 hjörtu í NS. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á öflugu alþjóðamóti í Dort- mund í Þýzkalandi í vor kom þessi staða upp í skák tékkneska al- þjóðameistarans Igor Stohl (2.550), sem hafði hvítt og átti ieik, og þýzka stórmeistarans Stefan Kindermann (2.515). Svartur lék síðast 26. — He8-e7?, en betra var 26. — Hb8. Hvíti hrókurinn á al stendur nú í upp- námi, en Stohl kærði sig koilóttan um það: 27. Dxa5! - Dxal, 28. Dd8+ - Kf7, 29. Rc4 - Df6, 30. Rxd6+ - Kg7, 31. e5 - Df8, 32. Db6 - g5, 33. Dxc5 - Kg6, 34. Rxf5! og svartur gafst upp, því 34. — Kxf5, 35. Dbl er mát. Stohl kom mjög á óvart með því að sigra á mótinu ásamt sovézka stórmeist- aranum Chernin, sem sigraði með yfirburðum í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.