Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Húsnæði Viljum taka á leigu húsnæði til reksturs skóladag- heimilis. Viljum einnig taka á leigu íbúðir fyrir starfsmenn sem fyrst. Vinsamlega hafið samband við skrifstofustjóra FSA, Vigni Sveinsson, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri TILSÖLU erfasteignin Lyng- brekku 14,Húsavík. Stærð 172 fm + 30 fm bílskúr. Laus í júlílok. Upplýsingar veitir Fasteignasalan Brekkugötu 4, Akureyri, sími 96-21744. Tölvunámskeið Tölvuvinafélagsins: INSI: Morgunblaðið/Rúnar Þór Sólin leikur við landsmenn stöðina. Þá var ánægjulegt og uppörvandi fyrir nemendur þegar einn daginn birtist kveðja frá Vig- dísi Finnbogadóttur forseta á tölv- uskjánum. Forsetinn hafði verið í heimsókn í Melaskóla í Reykjavík og kynnst þessu verkefni þar. í kveðju sinni til nemenda segir hún m.a.: „Mér þótti bæði gaman og heillandi að heyra um þetta verk- efni og ekki síst að nútíma tækni skuli vera beitt á svo jákvæðan hátt, til fræðslu og rannsókna á íslensku fuglalífi sem er svo snar þáttur í umhverfi okkar.“ Sam- skiptum varðandi farfuglana hefur verið safnað saman í lítinn bækling þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér efnistök i verkefninu en það vérður kynnt á Miljö 1991. Fréttaritari Tölvusamskipti og notkun í kennslu Dalvík. UM 50 manns sóttu tölvunámskeið á Laugum sem Tölvuvinafélag- ið stóð fyrir nýverið. Tölvuvinafélagið er óformlegur hópur áhuga- samra kennara og forritara um tölvusamskipti og notkun tölva í kennslu, en hópurinn hefur staðið fyrir kynningu, þýðingu og gerð ýmissa kennsluforrita. Flestir þátttakenda á námskeiðinu voru kennarar af Norðurlandi. Aukinn áhugi er meðal kennara á að nýta betur tölvueign skólanna sem hefur vaxið mjög á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla tölvuvæð- ingu hafa skólar ekki fylgt henni eftir með fræðslu til nemenda og markvissri nýtingu á þessu öfluga tæki í kennslu. Til þess að svo geti orðið þarf að auka verulega fræðslu til kennara og aðstoð við skólana varðandi öflun forrita og þýðingu þeirra. Á námskeiðinu fór fram kennsla í umbroti og uppsetningu texta, kennt var á gagnagrunn og töflu- reikni auk ýmissa annarra forrita. Kynntar voru helstu nýjungar í tölvuþróuninni og hvers skólar gætu vænst í framtíðinni. Þá fór fram kynning á tölvusamskipta- stöðinni Imbu, sem Pétur Þor- steinsson skólastjóri á Kópaskeri hefur komið á fót. Með tilkomu Imbu gefst skólum æ betra tæki- færi til tölvusamskipta. Þessa nýju möguleika hafa kennarar víðs veg- ar af landinu nýtt sér til faglegra samskipta og þá hefur nemendum einnig gefist kostur á að skrifa í gegnum miðstöðina. Alls munu nær 100 skólar á landinu vera í samskiptum við Imbu. í vetur unnu nemendur verkefni í tengslum við umhverfisráðstefn- una Miljö ’91 sem nú stendur yf- ir. Verkefnið nefndist „Farfuglar 1991“ og var í því fólgið að nem- endur fylgdust með komutíma far- fugla í sínu umhverfí og sendu upplýsingar inn á samskiptamið- Ársreikningur Dalvíkurbæjar var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag og komu þessar upplýsingar fram í framsögu bæjarstjóra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Skatttekjur bæjarsjóðs Dalvík- ur urðu rúmar 141 milljón króna, eða um 11,5 milljónum hærri en gert var ráð fyrir. Tekjuaukningin milli ára nemur um 28%, og sagði Kristján það ánægjulega niður- stöðu þegar meðalhækkun verð- lags á liðnu ári teldist vera um Jónsmessu- hátíð að Hrafnagili JÓNSMESSUHÁTÍÐ Iðnnema- sambands Islands verður haldin að Hrafnagili í Eyjafirði dag- ana 21. til 23. júní. Tilgangur hátíðarinnar er að fá iðnnema til að koma saman og hafa gam- an af. Tjaldbúðir verða reistar á tjaldstæði við blómaskálann Vín og þar er ætlunin að halda grillveislur á föstudags- og laugardagskvöld. Keppt verður í ýmsum greinum og má þar nefna iðngreinakapp- hlaup, hjólreiðakeppni, körfu- bolta, fótbolta, þrautagöngu, sundknattleik og ruslatínslu- keppni þar sem markmiðið er að tína sem mest rusl. Kvöldvaka verður haldin í litlum hvammi skammt frá tjaldstæðinu. Þátttöku ber að tilkynna á skrifstofu Iðnnemasambandsins. Jónsmessuhátiðin verður sett á föstudagskvöld kl. 20 og henni verður síðan slitið kl. 13.30 á sunnudag. 9%. Almenn rekstrargjöld voru um 111,2 milljónir og tekjur í rekstri um 31,7 milljón króna. Nettó- rekstrarútgjöld voru 79,5 milljónir eða 56,5% skatttekna, en voru 80,3 milljónir á árinu 1989 eða um 73% og lækka því um 800 þúsund milli ára. Útsvarstekjur jukust um 20 milljónir króna milii áranna 1989 og 1990, en því ræður að mestu fólksfjölgun á staðnum ásamt stöðugri og meiri atvinnu, en menn sáu fyrir við áætlanagerð. Aðstöðugjald jókst um 12 milljón- ir, sem að nokkru skýrist með hækkun álagningar á útgerð og fiskvinnslu, en stöðugleiki í rekstri fyrirtækja vegur þó þyngra, að sögn Kristjáns. Rekstrarútgjöld bæjarsjóðs voru rúmum 4,6 milljónum króna undir því sem áætlað hafði verið. Fram kom í máli bæjarstjóra, að einn málaflokkur, Ijármagns- kostnaður bæjarsjóðs gengi ger- samlega á skjön við fjárhagsáætl- un ársins og væri hann alls ólíkur niðurstöðum fyrri ára. Á liðnu ári voru reiknaðar í þessum mála- flokki tekjur í bæjarsjóð að upp- hæð 3,5 milijónir króna þegar sömu reikniaðferð er beitt og gert Sterk staða Dalvíkurbæjar: Fólksfjölgnn og mikíl atvinna hækka útsvarstekjur um 20 millj. Þessi lögreglubifreið verður notuð til eftirlits á þjóðvegum á Norður- Iandi, frá Ásbyrgi að Holtavörðuheiði. Eftirlit á þjóðvegrmi á Norðurlandi aukið LÖGREGLAN á Akureyri fékk fyrir skömmu nýja bifreið af gerð- inni Volvo 740, en þetta er sérsmíðuð lögreglubifreið og sú eina sinnar tegundar á landinu. Bifreiðin er búin mjög fullkomnu tal- stöðvarkerfi, bílasíma, ratsjá til hraðamælinga og fleiru. Samhliða löggæslu á Akureyri mun bifreiðin nú í sumar verða notuð til eftirlits á þjóðvegum á Norðurlandi, allt frá Ásbyrgi og að Holtavörðuheiði. Önnur lög- gæsla á þessu svæði verður jafn- mikil og áður, en tilkoma þessarar nýju bifreiðar kemur sem viðbót við aðrar lögreglubifreiðar á þessu svæði. í fréttatilkynningu frá lögregl- unni á Akureyri eru ökumenn hvattir til að aka að lögum, en of hraður akstur sé að mati lögregl- unnar meginorsök tíðra umferðar- slysa. I haust verður skoðað hvern- ig til hefur tekist með þetta aukna eftirlit, og verði reynslan góð mun þessari löggæslu væntanlega verða haldið áfram. Peningaleg eign hvers Dalvík- ings í árslok 1990 var 135 þúsund krónur, „en það er hins vegar al- ger tilviljun að skatttekjur á fbúa eru nákvæmlega sama krónut- ala,“ sagði Kristján Þór í lok ræðu sinnar. Hver Dalvíkingrir átti 135 þúsund kr. í lok síðasta árs STAÐA bæjarsjóðs Dalvíkur er f terk, en hún var um síðustu áramót jákvæð um 87,7 milljónir króna. Peningaleg staða bæjarins myndi haldast jákvæð þó svo að ráðist yrði í fram- kvæmdir fyrir um 225 milljónir króna á næstu þremur árum. Utsvarstekjur jukust um 20 milljónir á milli áranna 1989 og 1990 og aðstöðugjald um 12 milljónir. Rekstrarútgjöld bæjar- ins lækka um 800 þúsund á milli þessara sömu ára. Mikil umskipti urðu að því er fjármagnskostnað varðar, en miðað við sömu reikningsaðferð og notuð var árið 1989 skilaði þessi liður um 3,5 milljóna króna hagnaði í fyrra. var 1989, en þá var um að ræða gjöid að upphæð 7,3 milljónir, þannig að umsnúningurinn er tæpar 10,8 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.