Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 '9 j iwœ™ VEITA AUKNA ÁNÆGJU VIÐ RÆKTUN GUTMAN gróðurhúsin eru þekkt fyrir góðan frágang. Þau eru byggð úr sverum prófílum, glerið er 4 mm eða allt að 10 mm plast, engin samskeyti, þannig að þau þola vel mikið veðurálag. Hægterað fá ýmsa fylgihluti, svo sem hitastýrða gluggaopnara, vökvunarbúnað, borð, hillur o.þ!h. GUTMAN gróðurhúsin er hægt að fá í ýmsum stærðum, allt frá 5 - 38m2 og býður það upp á marga möguleika. Komið og kynnið ykkur GUTMAN g'óðurhúsin og pantið tímalega. SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211 Skiptar skoðanir Sennilega eru a.m.k. jafn margir fiskifræðingar á íslandi og nemur fjölda starfsmanna Hafrannsóknastofnunar og þeirra, sem sækja sjóinn. Þeir, sem koma nálægt útgerð og fiskvinnslu hafa flestir sínar skoðanir á ástandi fiskistofna á íslandsmiðum og eigin kenningar um þessi mikilsverðu málefni. í Staksteinum í dag er vitnað til sjónarmiða, sem fram komu hjá Jóni Kristjáns- syni, fiskifræðingi í Úr verinu, í gær og hjá Halldóri Hermanns- syni, fiskverkanda á ísafirði í Fiskifréttum fyrir nokkrum dögum. Hendum mód- elunum! Jón Kristjánsson, fiski- fræðingnr, segir m.a. í samtali við sérblað Morg- unblaðsins um sjávarút- veg, Ur Verinu, í gser: „Á árunum 1930-1965 var meðalveiði á þorski hér um 450 þúsund tomi á ári. Á þessu tímabili fór veiðin einu súmi undir 400 þúsund toim en hún fór upp fyrir 500 þúsund tomi. Nú erum við liins vegar með aflakvóta, sem er helmingurinn af þessu magni^Fiskifræð- ingarnir hjá Hafrann- sóknastofnun athuga það ekki, að ef um stóra ár- ganga er að ræða, eins og frá 1984 og 1985 og mikið er af smáfiski er ekkert pláss fyrir nýja árganga, ef hinir eru ekki veiddir til að gefa öndunarrými. Það þarf að henda módelununi, seni til eru í þessu fagi.“ Að setja meira á hagann Siðan segir Jón Krist- jánsson: „Þegar íslend- ingar, Kanadamemi og Norðmeim, færðu fisk- veiðilögsögu sína út i 200 mílur og ráku útlending- ana burt, fóm þessar þjóðir út í fiskvemd. Möskvinn var stækkaður til að minna væri veitt af smáfiski og svæðum lokað, þar sem hami veiddist. Sú ákvörðun var því tekin að setja meira á hagann. For- sendan fyrir öllu sliku hlýtur að vera sú, að til sé nóg æti fyrir þennan aukna stofn. Hér við land fór að draga úr vexti þorsks og ég og fleiri gagnrýndum það þegar kvótakerfið var tekið upp árið 1983. Þá sáum við samlik- ingu við silung í vötnum og aðra dýrastofna, þar sem dregur úr vexti og það þýddi, að okkar mati ekkert annað en að ekki væri til æti. Hafrann- sóknastofnun sýndi fram á, að við friðunina minnkaði sóknin um 70% ■ þriggja ára þorsk og svo framvegis, en afliim mimikaði og liaim helzt lítill. Það sama gerðist við Kanada og í Barents- hafi. Eg spyr þá, hvort það sé röng stefna að veiða einungis stærstu fiskana? Þegar einungis þeir stóm em teknir verður minna af þeim smáu. Það kemur fram, sem aukinn afli af smá- fiski og þá er haldið áfram að friða hann.“ Friðunarbylgj- ur Halldór Hermannsson, fiskverkandi á ísafirði, segir í grein í Fiskifrétt- um fyrir skömmu: „I tvo áratugi hafa áköf fisk- vemdunarsjónarmið ver- ið ríkjandi hér á landi. Segja má, að þau hafi byrjað með útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Þegar slikar frið- unarbylgjur skella á þjóðiimi, þá hættir mönn- um til að fara offari og leita öfgaima, sem stórskaða okkur sjálfa. Það er að vísu bil á milli hvalavina og öfgashm- aðra fiskvemdunar- manna en báðum aðilum svipar til í ýmsum skoð- unum. Það em t.d. sögu- legar staðreyndir fyrir því, að landgrunnið okk- ar virðist þola, sem svar- ar 350-400 þús. tonna árlegan þorskafla. Slíkar staðreyndir ber okkur að virða og fara aldrei fram úr því veiðimagni. Sú stefna hefur hins vegar orðið ofan á að fcera leyfilegt veiðimagn niður í 250-300 þús. lestir ár- lega til þess m.a. að byggja þorskstofninn upp í það að geta þolað allt að 750 þúsund lesta ársafla. Þetta er borin von, þrátt fyrir að slikar hugmyndir Iiafi verið ráðandi um all langt skeið. Við höfum þegar fengið næga reynslu fyr- ir þessu undanfarin ár og höfum því ekki efni á að skaða okkur meira á þeim.“ „Ekki æski- legt?“ I frétt í DV í gær um þá ákvörðun forseta Islands að gefa kost á sér til endurkjörs er Vitnað til umræðna mn hugsanleg- an eftirmami núverandi forseta og síðan segir: „I kjölfar umræðu þessarar segja heimildir DV að þrýst hafi verið á Vigdísi af þeim, sem næst henni standa að gefa út yfirlýs- ingu um, hvort liún hygð- ist gefa kost á sér áfram eða ekki. Þá þótti um- ræöan um inögulega eft- irmenn hennar í embætti „ekki æskileg fyrir virð- ingu embættisins" eins og heimildarmaður orð- aði það“. I Ætlarðu að byggja? IÆtlarðu að kaupa? s Eftir að nauðsynleg gögn liggja fyrir metum \ við greiðslugetu þína í húsbréfakerfinu á § tveimur dögum. 11 Ertu búinn að kaupa? Ertu búinn að selja? IVið sjáum um að skipta fasteignaveðbréfinu þínu í búsbréf bjá Húsnæðisstofnun. Við seljum húsbréf fyrir þig á markaði eða tökum húsbréf í vörslu fyrir þig og fylgjumst vel með ársfjórðungslegum útdrætti. Leitaðu nánari upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar. Gengi Einingabréfa 20. júní 1991. Einingabréf 1 5.677 Einingabréf2 3.046 Einingabréf 3 3.721 Skammtímabréf 1,896 KAUPÞING HF Kringlunni 5, stmi 689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.