Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JUNI 1991 t Eiginmaður minn, ANGANTÝR ELÍASSON, Kleifarhrauni 1a, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 18. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Björnsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, séra EMIL BJÖRNSSON, andaðist í Reykjavík 17. júní. Útförin verður gerð frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Álfheiður L. Guðmundsdóttir og börn. t Astkæri sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR M. MAGNÚSSON húsgagnasmiðameistari, Grænuhlíð 18, Reykjavík, lést þriðjudaginn 18. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Gunnlaugsdóttír, Magnús Ólafsson, Edda Árnadóttir, Jafet S. Ólafsson, Hildur Hermóðsdóttir og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÍÐUR P. PÁLSDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavík, lést 10. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Óttar Snædal Guðmundsson, Vigdís Fjeldsted, Sigurjón Fjeldsted, Kristbjörg E. Þorvaldsdóttir, Úlfar Óttarsson, Sigrún S. Óttarsdóttir. t GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Arnarbæli, Grímsnesi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 15. júní. Útförin verður gerð frá Stóru-Borg í Grímsnesi laugardaginn 22. júní kl. 14.00. Þeim, sem vildu minna hans, er vinsamlega bent á Blindrabóka- safnið, Sjúkrahús Suðurlands eða aðrar líknarstofnanir. Sigriður Árnadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, ODDUR GUÐJÓNSSON fyrrverandi sendiherra, Flókagötu 55, Reykjavík, lést í Landakotsspítala mánudaginn 17. júní. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Lieselotte Guðjónsson. Valgerður Bergþórs- dóttir, hjúkrunar- fræðingur - minning Fædd 26. nóvember 1936 Dáin 13. júní 1991 Látin er góð vinkona og skóla- systir eftir eins og hálfs árs baráttu við illvígan sjúkdóm. Mig langar að minnast hennar með fáeinum kveðjuorðum. Valgerður Bergþórsdóttir hjúkr- unarfræðingur var fædd á Akureyri 26. nóvember 1936 en lést 13. júní síðastliðinn á Landspítalanum. Við kynntumst fyrst þegar við byrjuðum að læra hjúkrun í Hjúkr- unarskóla íslands í janúar 1957. Við vorum í heimavist og náðum því að kynnast vel. Þegar eftir útskrift í mars 1960 fórum við Valgerður að vinna á Landspítalanum, hún á handlæknis- deild en ég á lyflæknisdeild. Við fórum stundum í útilegur, bæði í Þórsmörk og Landmanna- laugar og minntist Vaigerður oft á það hvernig ég gat látið hana ganga einstigið inn að Laugunum því hún fékk svima á að horfa niður í fljót- ið. Við létum það ekkert á okkur fá þó við værum með botnlaust tjald í grenjandi rigningu, enda báðar ungar og hraustar. Síðan kom að því að við giftum okkur og stofnuð- um heimili og var ég fyrri til. Val- gerður sá þá um að brúðarslörið og kjóllinn færu vel áður en farið var til kirkju. Valgerður giftist Kristni Guð- mundssyni lækni og eignaðist son- inn Guðmund 1965. Sama ár fóru þau til Bandaríkjanna, þar sem Kristinn fór í framhaldsnám. í Bandaríkjunum fæddust dæturnar tvær, Bergþóra og Guðrún. Þau komu heim eftir nokkurra ára dvöl. Ragnar yngsti sonurinn fæddist 1973 hér heima. Við skrifuðumst alltaf á, en fljót- lega eftir að fjölskyldan flutti aftur heim, flutti ég með mína fjölskyldu til ísafjarðar. Við höfðum þó alltaf samband og oft var drifið í því að hafa saumaklúbb í „hollinu" þegar ég skaust í bæinn. Það var alltaf gott að leita ráða hjá Valgerði, þegar sauma þurfti búninga á syni mína tvo fyrir „dimmission" leysti hún það fljótt og vel af hendi. Mig langar sérstaklega að þakka Valgerði fyrir hennar umhyggju í minn garð í heilsuleysi mínu og þó hún ætti við erfiða baráttu að stríða í eigin veikindum þá átti hún alltaf huggunarorð til mín. Eg votta Kristni, börnunum og tengdadóttur dýpstu samúð mína. Hrefna Pálsdóttir m Okkur langar í fáum orðum til að minnast eiskulegrar konu, Val- gerðar Bergþórsdóttur hjúkrunar- fræðings, er lést þann 13. júní sl. eftir þung og erfið veikindi, sem hún bar af einstöku æðruleysi. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé dáin fyrir aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir tæpum áratug, þegar leiðir elstu bania okkar lágu saman. Varð okkur fljótt ljóst hve mörgum góðum kostum hún var búin. Hún var heilsteypt, traust, jákvæð og brosmild. Einn af mest áberandi þáttum í fari hennar var hve hún hugsaði fyrst og fremst um aðra og hvernig hún gæti lagt þeim lið. Urðum við margoft aðnjótandi hjálpsemi henn- ar og útsjónarsemi til dæmis við veisluundirbúning en þar kunni hún vel til verka. Og sem dæmi um nærgætni hennar og tillitsemi eru hinar vin- sælu „afmælisleysisgjafir" sem hún gaf Eddu yngstu dóttur okkar á afmælum Völu Hrannar sonardótt- ur sinnar. Eins var við önnur tæki- færi, ekki mátti skilja útundan. Og þá lét hún heilsuna ekki aftra sér fyrir síðustu jól þegar hún saum- aði út mjög fallegt dagatal handa Völu Hrönn sem var hennar eina ömmubam og í miklu uppáhaldi. Ekki iét hún þar við sitja og hann- aði og saumaði annað handa Eddu. Þetta allt og margt fleira sem við geymum í huga okkar viljum við af einlægni þakka henni, einnig þökkum við eftirlifandi eiginmanni hennar sem stóð sem klettur við hlið hennar uns yfir lauk. Vom þau alla tíð mjög samhent og studdi hann allar hennar framkvæmdir. Við flytjum honum og öllum hennar nánustu ástvinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi hana og varðveiti. Hrönn og Trausti Það er með djúpri sorg og sökn- uði sem ég í dag kveð mína bestu vinkonu í hinsta sinn. Ég sit nú í flóði minninga og finnst að ég geti skrifað um hana heila bók, en á sama tíma finnst mér líka að hvað sem ég set á blað, verði það fátæk- legt og lífvana. Ég fluttist til Akureyrar daginn sem ég var 8 ára. Þegar bíllinn stöðvaðist fyrir utan nýja heimilið, var afar smávaxinn stelpukrakki búin að kríta einhver undarleg tákn á gangstéttina og hoppaði á þeim, sparkandi steinvölu á undan sér. „Göldrótt" hugsaði ég. Hún snar- stoppaði þegar ég sté út úr bílnum, horfi á mig ótrúlega stórum brúnum augum og spurði: Viltu koma með • mér í Paradís? (Akureyringar hafa alltaf átt sín eigin nöfn yfir hlut- ina.) Nokkrum sekúndum seinna hlunkaðist ég klunnalega á eftir henni yfir galdratáknin. Ég vissi það ekki þá, að ég hafði fengið stærstu afmælisgjöf lífs míns, vinkonu svo trygga og trausta að betri fyrirfinnst ekki. Næstu árin liðu við leik og nám og var oft óljóst hvor okkar bjó í Lundargötu 11 og hvor í númer 13. Valla var yngsta barn foreldra sinna, þeirra Olgu Olgeirsdóttur og Bergþórs Baldvinssonar. Anna var 11 árum eldri og Hörður 14. Okkur fannst þau fjörgömul enda að mestu flutt að heiman. Aftur á móti voru þau Olga og Bergþór ekki gömul, bara eins og mömmur og pabbar eiga að vera. Hún svo hlý og góð og hann svo víðlesinn og fróður að við efuðumst aldrei eitt augnablik um það að hann vissi allt. /- Þegar Valgerður var 15 ára dró fyrsta skýið fyrir sólina. Móðir hennar veiktist og dvaldi langdvöl- um á sjúkrahúsum og lést einu ári síðar. Anna, sem okkur þótti ekki leng- ur háöldruð, flutti þá aftur með manni sínum Guðna Friðrikssyni og 2 börnum heim í númer 13 og tók við þar sem móðir þeirra hafði frá horfið. Valgerður útskrifaðist frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1953. Hún átti alltaf mjög auðvelt með að læra, hafði mjög næmt eyra fýrir erlendum málum og drakk þau í sig eins og þerripappír. Uppá- + Systir okkar, KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR áður til heimilis á Hverfisgötu 84, frá Indridastöðum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. júní sl., verður jarðsung- er látin. in frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 20. júní, kl. 13.30. Bálför hefur farið fram. Systkiní og frændfólk. Aðstandendur. og hafði hún unun af vel skrifuðum bókum og vönduðu máli. Veturinn 1954 til 1955 var hún í Húsmæðra- skólanum að Laugalandi. Ég var of ung til að fara með og beið því spennt eftir helgarfríunum. Var þá glatt á hjalla í Lundargötu 13 og Anna systir, sem við litum nú á sem jafnöldru okkar, tók virkan þátt í gleðskapnum. Samband Valgerðar við föður sinn var einstaklega gott og var ekki erfitt að sjá hvað hann gladd- ist þegar augasteinninn hans kom heim í frí. Sumarið 1956 ákváðum við að læra hjúkrun og hófum nám í Hjúkrunarskóla Islands í janúar 1957. Kom fljótt í ljós, að Valgerður hafði valið starf við hæfi. Hún hafði mikla ánægju af vinnunni og var auðséð að sjúklingarnir treystu henni og virtu. Glaðværð hennar fékk margan dapran manninn til að horfa dálítið bjartari augum á tilveruna. í heimavistinni varð hollið fljótt að mjög sterkri einingu. Mynduðust þar vináttubönd sem aldrei slitnuðu. Valgerður var að venju hrókur alls fagnaðar og gilti einu hvort verið var að spila vist eða búa sig undir að skreppa á „Borgina". Ótaldar voru líka pönnukökurnar sem sú „húsmæðraskólagengna“ bakaði ofan í 20 sísvangar ungar stúlkur. Ekki gerði það heldur tilveruna verri að Hörður, bróðir hennar, og Sigrún, kona hans, fluttu í næsta hús við Landspítalann. Gestrisni þeirra var einstök og alltaf var þar opið hús. Jól á þessum árum hefðu t.d. aldrei orðið nein jól án þeirra. Þegar þau svo vorið 1960 eignuð- ust litla dóttur, varð Valgerður í fyrsta sinn alvarlega ástfangin. Hún tilbað þennan stelpuanga og voru þær tilfinningar fljótt endur- goldnar og héldust fram til síðasta dags. Valgerður var einstaklega heil- steypt í öllu sem hún tók sér íyrir hendur. Hún var ef til vill ekki allra, en fýrir þá, sem hún tók ástfóstri við, hefði hún vaðið eld og vatn til æviloka. Við lukum námi við Hjúkrunar- kvennaskóla íslands í mars 1960 og hófum báðar störf á Landspítal- anum. Þegar ég gifti mig í ársbyrj- un 1961 var hún að sjálfsögðu svaramaður minn. Ári síðar flutti ég til Kaupmannahafnar þar sem maðurinn minn var við nám. Val- gerður kom þá til Hafnar til árs- dvalar og unnum við saman á Kö- benhavns Militærhospital. Það árið voru margar gleðistund- imar á litla heimilinu í Fuglebo. Ekki minnkaði ánægjan þegar lítil dóttir bættist í fjölskylduna. Val- gerður var að sjálfsögðu viðstödd komu hennar og hélt henni undir skírn þegar þar að kom. Haustið 1962 hélt hún heim aftur og hóf störf á Landspítalanum að nýju. Árið síðar hófst nýr kafli í lífi her.nar. Hún kynntist ungum manni, Kristni Guðmundssyni lækni, og giftust þau vorið 1965. Stuttu síðar fluttust þau með ungan son sinn til Bandaríkjanna. Þar stundaði Kristinn sérfræðinám í heila- og taugaskurðlækningum í nokkur ár. Þetta voru ár tíðra bréfa- skrifta okkar á milli. Fjölskyldan stækkaði og á þessum árum bætt- ust í hana 2 litlar stúlkur. Fannst mér alltaf furðulegt að Valgerður skyldi eiga eiginmann, sem ég hafði aldrei séð, og 3 lítil börn sem ég hafði ekki tækifæri til að klípa að- eins í. Að loknu námi Kristins komu þau aftur heim. Hann fékk stöðu á Borgarspítalanum, en hún helgaði sig heimili og börnum næstu árin. 1973 bættist lítill drengur í hópinn. Valgerður var ijölskyldumann- eskja fram í fingurgóma og samein- ingartákn fjölskyldu sinnar og tengdafólks. Hún var mikil hæfi- leikamanneskja og var þá sama hvort um væri að ræða matseldina, saumaskapinn, samræðulistina eða hæfileikann til að finna bestu lausn- ina ef eitthvað fór úrskeiðis. Heimilið var líka alltaf opið upp á gátt fyrir vini og vandamenn. Oft var þar mikið fjölmenni og líflegar umræður í gangi. Gilti einu hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.