Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 Bægslagangur í Buckingham Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Hans hátign — „King Ralph“ Leikstjóri og handritshöfundur David S. Ward. Aðalleikendur John Goodman, Peter O’Toole, John Hurt,. Bandarísk. Univer- sal 1991. ist nær og nær... Sáraeinföld farsahugmynd missir fljótlega flugið. Höfundur- inn Ward hefur raunar ekkert gert umtalsvert eftir þá ágætu The Sting (’73) og ekki verður þessi bræðingur til að halda nafni hans á lofti. Myndin siglir þokka- lega af stað, Goodman er ágætur leikari svo lengi sem hann fær eitthvað vitrænt að segja, hér fær hann einfaldlega alltof lítið af góðum setningum til að geta hald- ið uppi kvikmynd. Aukinheldur tekur handritið stefnuna beint niðurávið um leið og hann er lent- ur á Bretlandseyjum. Því ofaná efnisþráð sem þarf nauðsynlega að haldast á flugi bætast við vand- Köld sem stál Illa er komið fyrir erfingjum bresku krúnunnar. Loks hefur tekist að smala þeim saman á mynd en þá tekst ekki betur til en svo að takan verður þeirra bani. Upphefst nú leit um veröld víða að týndum hlekk í konungs- fjölskyldunni og viti menn, hann finnst vestur í Las Vegas í líki afleits skemmtikrafts og fitubelgs (Goodman). Er hann kominn af bastarði herbergisþjónustu kóngsa á öldinni sem leið... Það lendir einkum á O’Toole að dubba þennan furðukjóa uppí konung heimsveldisins og sníða af honum helstu vankantana.. Hefur hann sjaldnar erindi sem erfiði og krýningardagurinn fær- Regnboginn Stál í stál — „Blue Steel“ Leikstjóri Kathryn Bigelow. Aðalleikendur Jamie Lee Curt- is, Clancy Brown, Ron Silver, Philip Bosco, Louise Fletcher. Bandaríkin 1990. í þessari óvenjulegu löggufé- lagamynd leikur Curtis nýliða í götulögreglu New York sem lend- ir á fyrsta degi í vondum málum. Þau leiða til þess að hún vekur eftirtekt geðsjúks kauphallar- mangara (Silver), sem gerist fjöldamorðingi. Ljóst er frá upp- hafi að hið endanlega skotmark hans er Curtis og henni falið að hafa uppá morðingjanum ásamt félaga sínum (Brown). Það er dágóð hugmynd hjá femínistanum og leikstjóranum Bigelow (sem á nokkrar B-myndir að baki) að stilla upp konu í dæmigerðu karl- hlutverki — byssuglaðs lögreglu- manns í baráttu við mannlegan sýklagróður stórborgarinnar. Þá eru sjónarhorn kvikmyndatökunn- ar óvenjuleg og myndavélin oft í forvitnilegri leit að smáatriðum. ræðalegar senur um skyldur Go- odmans við þjóðhöfðingja annarra ríkja og afar álappaleg kvenna- mál. Og svo endar allt saman í lukkunnar velstandi og væmni á kostnað farsans. Nær því rétt á mörkunum að-teljast meðalmynd þó hún státi af slíkum kröftum sem Goodman, O’Toole og Hurt. En að líkindum má fara að af- skrifa Ward. Sjaldséðar nærmyndir eru allt að því ofnotaðar og blái liturinn er ríkjandi myndina í gegn. Allt þetta gefur myndinni vissan og einstak- an stíl sem öllum er ekki gefið að framkalla og gerir Stál í stál einkar kalda, harða og ógnvekj- andi. Á hinn bóginn notast leik- stjórinn mikið við ódýrt ofbeldi til að kaila fram viðbrögð hjá áhorf- endum, sumir kaflar hennar jaðra við ófögnuð. Þá er leikurinn held- ur bágborinn. Hin glæsilega Curt- is er ekkert of sannfærandi í hlut- verki nýliðans en Silver er bágur sem verðbréfasali sem umhverfist í kolóðan manndrápara. Enda slakasta sköpunarverkið í afleitu handriti sem þolir ekki hina minnstu nærskoðun. Mývatnssveit: Fjölmenni á þjóðhátíð í Höfða Björk, Mývatnssveit MYVETNINGAR héldu þjóð- hátíð í Höfða 17. júní. Dagskráin hófst með Jhefðbundnum hætti kl. 14. Sr. Örn FriðriksSon var með stutta helgistund og Viðar Alfreðsson spilaði á blásturs- hljóðfæri. Sólveig Jónsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar og Guðný Jónsdóttir flutti ræðu dagsins. Síðan var sleg- ið á léttari strengi og margt til gamans gert. Reiptog var milli starfsmanna Kísiliðjunnar og Kröflu og báru þeir síðarnefndu sigur af hólmi, eftir snarpan og mjög tvísýnan leik. Ennfremur eggjaboðhlaup og ýmsir léttir leikir. Veður var eins og best verður á kosið og sól skein í heiði og yljaði viðstöddum í hinum skjólgóða, fagra og sérstæða samkomustað. Fjölmenni var og greinilegt að yngri kynslóðin var þar í meirihluta. Kristján WtÆimAUGL YSINGAR KVÓTI TIL SÖLU NAUÐUNGARUPPBOÐ Kvóti óskast Grálúðu- og ufsakvóti óskast gegn stað- greiðslu eða í skiptum fyrir ýsu- eða karfa- kvóta. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Kvóti - 3951“. Kvótaskipti Óskum eftir að skipta á 50 tonna ýsukvóta fyrir 50 tonn af þorskkvóta. Einnig koma til greina skipti á þorskkvóta þessa tímabils og næsta. Hraðfrystihús Stokkseyrar hf., sími 98-31488. VEIÐI Svalbarðsá Til sölu eru veiðileyfi í Svalbarðsá í Þistilfirði í júlí og ágúst. Áin hefur verið í leigu hjá sama aðila undanfarin 30 ár en er nú boðin á almennum markaði. Falleg og gjöful á. Nú þegar er mikill lax farinn að ganga í ánna. Upplýsingar í síma 91-35098. Lyftari til sölu Til sölu lyftari, Toyota FD-45 diesel, 6 cylindra. Lyftigeta 4.5 t. Lyftihæð 4 m. Með hallanleg- um göflum. Notaður 3.984 vinnustundir. Iðnvélar og tæki hf., Smiðshöfða 6, sími 674800. Hlutabréf í Esso Til sölu hlutabréf í Olíufélaginu hf. að nafn- virði 1 milljón króna. Lágmarkssöluverð bréf- anna er 6,0 milljónir króna. Tilboð óskast send til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 28 júní 1991, merkt: „H-8083". FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf. verður haldinn föstudaginn 28. júní kl. 15.00 í Gimli, Stokkseyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungaruppboð Þriðja og siðasta á Skólabraut 4, Hellissandi, þingl. eig. Sölvi Guð- mundsson og Aðalheiður Másdóttir, fer fram eftir kröfu Tryggva Bjarnasonar hdl., á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 27. júní 1991 kl. 10.30. Þriðja og síðasta á Ólafsbraut 40, Ólafsvík, þingl. eig. Kristín Þórar- insdóttir, fer fram eftir kröfum Jóns Eiríkssonar hdl., Byggingarsjóðs rikisins, Tryggva Bjarnasonar hdl., Páls Skúlasonar hdl., Hróbjarts Jónatanssonar hrl. og Landsbanka íslands, á eigninni sjálfri, fimmtu- daginn 27. júni 1991 kl. 11.00. Þriðja og síðasta á Hafnargötu 9, Stykkishólmi, þingl. eig. Rebekka Bergsveinsdóttir, fer fram eftir kröfum Árna Stefánssonar hrl., Helga Jóhannessonar hdl. og Klemenzar Eggertssonar hdl., á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 27. júní 1991 kl. 14.00. Þriðja og síðasta á Sundabakka 15, Stykkishólmi, þingl. eig. Finnur Jónsson, fer fram eftir kröfum Ólafs Björnssonar hdl. og Búnaðar- banka íslands, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 27. júní 1991 kl. 13.30. Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, bæjarfógetinn i Ólafsvík. Meirn en þú geturímyndað þér! FÉLAGSLÍF KFUK KFUM VEGURINN v Kristiö samfélag Túngötu 12, Keflavik Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Vakningasamkoma í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi: Garðar Ragnarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Skipholti 50b Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir innilega velkomnir. KFUMog KFUK Bænastund í dag kl. 18.00 á Holtavegi. fomhjólp Almenn samkoma í kapellunni i Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Brynjólfur Ólason. NY-UNG KF.UM & KFU: Muniö almennan félagsfund á morgun, 20. júní, þar sem kynnt- ar verða framkvæmdir við aðal- stöðvar á Holtavegi. Fundurinn verður á Háaleitisbraut 58 kl. 20.30. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1) 21.-23/6: Miðnætursólar- ferð til Grímseyjar og Hríseyjar 2 sæti laus. 2) 29/6-3/7: Strandir - ísafjarðardjúp Áhugaverð ferð um stórbrotið landslag. Ekið á -vegarenda í Strandasýslu, komið við m.a. í Ingólfsfirði, Trékyllisvík, Djúpuvík, Kúvíkum og víðar. í Isafjarðardjúpi verða skoðunar- ferðir til Æðeyjar, i Kaldalón og víðar. Gist i svefnpokaplássi. Far- arstjóri: Ólafur Sigurgeirsson. 3) 29/6-3/7: Reykjafjörður - Drangajökull Siglt frá Munaðarnesi á Strönd- um til Reykjafjaröar. Gengið yfir Drangajökul. Takmarkaður fjöldi. Fyrstu Hornstrandaferðirnar verða farnar 3. júlí. Hægt að velja um 6 mismunandi ferðir í júlí og ein verður farin í ágúst. Kynnið ykkur sumarleyfisferðir Ferðafélagsins. Ódýrasta sum- arleyfið. Fróðlegar og skemmti- legar ferðir. Ferðafélag íslands. Hútivist GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Ferðakynning í kvöld, fimmtud., kl. 20.30. Kynntar verða sumarleyfisferðir Útivistar ’91. Fararstjórar verða til viðtals á staðnum. Kynningin verður á Hótel Lind, Rauðar- árstíg 18. Um næstu helgi, 21 .-23.6. Snæfellsjökull I ár höldum við upp á Jónsmess- una á Snæfellsnesi. Tjaldað við Búðir. Gengið á jökulinn upp frá Stapafelli. Einnig boðið upp á strandgöngu: Stapi - Hellnar og Djúpalónssandur - Dritvík. Mið- næturganga um Búðarhraun og stöndina. Stutt í sundlaug. Far- arstjórar: Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Þráinn Þórisson. Básará Goðalandi Það er tilvalið að slappa af eftir vinnuvikuna á þessum fagra og friðsæla stað. Gönguferðir við allra hæfi. Uppselt í skála næstu helgi en sæti laus ef tjald er tekið með. Sjáumst! Útivist FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Fjölbreyttar helgarferðir um Jónsmessuna 21.-23. júní Notið góða veðrið til ferðalaga 1. Jónsmessuhelgi í Þórsmörk Mörkin skartar sinum fegursta sumarskrúða. Styttri og lengri gönguferðir við allra hæfi. Gist í Skagfjörösskála, Langadal, eða tjöldum. Fararstjóri: Leifur Þor- steinsson. Munið ennfremur sumardvöl og dagsferðir í Þórs- mörk. Farið á föstudagskvöld- um, sunnudögum og miðviku- dögum. 2. Sólheimaheiði - Mýr- dalsjökull á gönguskíðum Gist í Þórsmörk og farin dags- ferð á jökulinn frá Sólheimum i Mýrdal. Spennandi ferð. 3. Snæfellsnes a) Snæfellsjökull um sumarsól- stöður. Sólstöðuganga á Jökul- inn (næturganga). Ganga um Bláfellsskarð og fleira. b) Hella- skoðun f Purkhólahrauni, einu hellaauðugasta hrauna lands- ins. Ennfremur litast um á ýms- um stöðum undir Jökli. Pantið tímaniega í helgarferðirnar og staðfestið fyrir kl. 12 á hádegi 21. júní. Föstudagskvöld 21. júní kl. 20 a) Esja - Kerhólakambur. Árleg Esjuganga um sumarsólstöður. b) Sólstöðuferð í Viðey. Gengið um eyjuna. Nánar auglýst í föstudagsblaðinu. Munið Jóns- messunæturgönguna á sunnu- dagskvöldið 23. júnf kl. 20. Ferðafélag Islands, ferðir fyrir pig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.