Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 4
MÖllGUNBIiAÐÍÐ FMm¥ÚÍDAGÚR 20, 'jÚNÍ féfl VEÐUR Norðmenn hefja hrefnuveiðar í sumar: Geti Norðmenn veitt í friði gætum við það - segir formaður Félags hrefnuveiðimanna ÍSLENSKIR hrefnuveiðimenn ætla ekki í bráð að fylgja dæmi nor- skra starfsbræðra sinna og hefja hrefnuveiðar í trássi við bann stjórnvalda og Alþjóðahvalveiðiráðsins. „íslensk stjórnvöld vilja leyfa hrefnuveiðar og þau eru að reyna að vinna að því að það náist fram með sem friðsamlegustum hætti. Við viljum gefa þeim frið til að vinna frekar að þessum málum, en gangi það hjá Norðmönnum að hefja veið- ar er auðvitað ekkert því til fyrir- stöðu að það gangi hjá okkur einn- ig. Við styðjum Norðmennina heils- hugar og vonum innilega að allir góðir vættir leggist á sveif með þeim,“ sagði Konráð Eggertsson formaður Félags hrefnuveiðimanna við Morgunblaðið. Norskir hrefnuveiðimenn hafa lýst því yfir, að þeir muni hefja hrefnuveiðar í atvinnuskyni 4. júlí næstkomandi á 15-20 bátum, þótt norsk stjórnvöld hafi ekki gefið út veiðileyfi. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur friðlýst hrefnustofninn við Noreg, og ekki viljað breyta þeirri flokkun þótt nýjar rannsóknir bendi til að stofninn sé mun stærri en áður var talið. íslensk stjórnvöld ætla að skipa nefnd, til að fjalla um afstöðu Is- lands til Alþjóðahvalveiðiráðsins. ' íslenska sendinefndin á ársfundi ráðsins í Reykjavík í maí lagði til að ísland segði sig úr ráðinu eftir að. það neitaði að fjalla um tillögur íslendinga um veiðikvóta fyrir hrefnu. Konráð Eggertsson sagði að íslenskir hrefnuveiðimenn hyggðust bíða eftir áliti nefndarinn- ar áður en þeir ákvæðu einhveijar aðgerðir. VEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíim hW veður Akureyri 13 léttskýjað Reykjavík 12 léttskýjað Bergen 11 rigningogsúld Helsinki 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 skúr á síð. klst. Narssarssuaq 14 skýjað Nuuk 6 þoka á sfð. klst. Ósló 13 rigning Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 11 rigning og súld Barcelona 21 léttskýjað Berlín 17 hálfskýjað Chicago 20 heiðskírt Feneyjar 18 hálfskýjað Frankfurt 11 skúr Glasgow 13 skýjað Hamborg 12 skúr London 15 skýjað Los Angeles 18 alskýjað Lúxemborg 11 skýjað Madrfd 23 hálfskýjað Malaga 22 alskýjað Mallorca 22 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað NewYork 17 þokumóða Orlando 26 léttskýjað Parfs 16 skýjað Madeira 19 skýjað Róm 22 hálfskýjað Vfn 14 rlgning Washlngton 19 þokumóða Winnipeg 13 helðskfrt Borgarráð úthlutar 32 fjölbýlishúsalóðum BORGARRÁÐ ákvað á fundi sínum á þriðjudag að veita 27 aðilum leyfi til að byggja fjölbýl- Maður rænd- ur á Arnarhóli KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var rændur og honum veittir áverkar á Arnarhóli síðastliðið þriðjudagskvöld. Tveir - menn veittust að manninum og rændu af honum áfengisflösku og veski með 7 þúsund kr. og persónu- skilríkjum. Annar mannanna var handtekinn af óeinkennisklædd- um lögreglumönnum á Hlemmi síðar sama kvöld. Sjónarvottur að árásinni gerði lögreglu viðvart og voru árásar- mennirnir á bak og burt þegar hún kom á vettvang. Maðurinn var flutt- ur á slysadeild þar sem gert var að áverkum hans. Hann kvaðst hafa kannast við annan árásar- manninn. Báðir hafa árásarmenn- irnir, sem eru á þrítugsaldri, ítrekað komið við sögu lögreglunnar. ishús á 32 lóðum í Borgarholti II. Alls er gert ráð fyrir rúmlega 300 íbúðum í húsunum. Lóðirnar, sem hér um ræðir, eru við Fróðengi, Gullengi, Laufengi og Reyrengi. Gert er ráð fyrir að á hverri lóð verði byggðar á bilinu 6 til 14 íbúðir. Við afgreiðslu borgarráðs á um- sóknunum óskaði Kristín A. Ólafs- dóttir, Nýjum vettvangi, bókað, að þrátt fýrir fyrirheit við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur í vor um mikið framboð á fjölbýlishúsa- lóðum, væri ekki orðið við umsókn- um 20 til 30 aðila um slíkar lóðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði lögðu einnig fram bókun vegna afgreiðslu málsins. Segir þar að rétt sé að vekja athygli á því, að framboð á lóðum undir fjölbýlis- hús hafi sjaldan verið meira en nú. Búið sé að úthluta lóðum undir um það bii 500 íbúðir í fjölbýli og nægt framboð sé af lóðum undir sérbýli. Einnig sé rétt að benda á, að tals- vert framboð sé af óseldum íbúðum í nýbyggðum fjölbýlishúsum. 0,87% fjölgnn landsmanna SAMKVÆMT endanlegum íbúa- tölum var mannfjöldi á landinu 1. desember í fyrra 255.708. End- anleg íbúatala 1. desember 1989 var 253.500, og fjölgaði því á árinu til 1. desember 1990 um 2.208 eða 0,87%. Á árinu 1990 fækkaði sveitarfélögum um 9, og voru þau alls 204 talsins 1. des- ember það ár. Þar af voru kaup- staðir og bæir 30 talsins og hreppar 174. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands um mannfjölda 1. desember 1990, sem birtar voru í desember, voru íbúar taldir 255.855. í fréttatilkynningu frá Hagstofunni segir að mismunur þeirra talna og endanlegra íbúa- talna felist í því að í endanlegu tölunum hafi verið tekið tillit til fólksflutninga hingað til lands og héðan, sem tilkynningar hafí borist of seint um, svo og flutninga milli sveitarfélaga. Því hafi íbúatölur ein- stakra sveitarfélaga ýmist breyst til hækkunar eða lækkunar frá bráðabirgðatölunum. Smygl fannst í Hofsjökli TOLLGÆSLAN gerði upptæka 267 lítra af áfengi um síðustu helgi sem smyglað var til landsins í Hofsjökli. Tíu skipveijar hafa játað á sig smyglið og er málið að fullu upplýst. Skipið kom til Hafnarfjarðar frá Bandaríkjunum 9. júní sl. og hélt þaðan austur um land til Iosunar. Þegar skipið var statt í Ólafsvík stöðvaði tollgæslan tvær bifreiðar sem voru á leið frá skipinu og fannst áfengið í þeim. Harður arekstur 1 Kópavogi HARÐUR árekstur varð á milli tveggja bíla á Digranesvegi í Kópavogi sl. þriðjudagskvöld. Ökumenn beggja bílanna og tveir farþegar úr öðrum þeirra voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Bílarnir eru mikið skemmdir. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður bfls sem ekið var aust- ur Digranesveg ætlaði að snúa við á veginum og taka u-beygju. Bíll sem ekið var vestur Digranesveg kom aðvífandi í sama mund og hinn hugðist beygja og skullu bflarnir harkalega saman. Lögreglan í Kopavogi telur hugsanlegt að öku- mennirnir hafi blindast í kvöldsól- inni. Blindhæð er skammt frá slys- staðnum. Að sögn lögreglu er Di- granesvegur fjölfarin gata og árekstrar þar nokkuð tíðir. Lögregl- an hefur lagt áherslu á hraðamæl- ingar þar, en þegar aðstæður eru með þeim hætti að kvöldsólin skín beint í augu ökumanna er aldrei of varlega farið. VEÐURHORFUR í DAG, 20. JÚNÍ YFIRLIT: Um 300 km suðaustur af Hvarfi er minnkandi 995 mb lægð sem þokast vestur en dálítill hæðarhryggur milli (slands og Grænlands. Yfir Suðausturlandi er 1.009 mb smálægð. SPÁ: Fremur hæg vestlæg átt vestanlands en breytileg átt annars- staður og bjart veður. Hiti verður víðast á bilinu 12-20 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og bjart veður um allt land. Áfram verður hlýtt. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- * stefnu og fjaðrirnar '(jjjjj)’ Heiöskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. a Léttsk^a4 / / / / / / / Rigning ZZtfk Hálfskýjað / / / * / * / * / * Slydda 'ðmSkýjaft / * / Alskýjað # # * # # # # Snjókoma # # * 10 Hitastig: 10 gráður á Celslus ý Skúrír ♦ V E' — Þoka == Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur - |* Skafrenningur [7 Þrumuveður Fra slysstað a Digranesvegi. Morgunblaðið/Jón Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.