Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 SIEMENS Sjónvarpstœki Sjónvarps- | myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Feröaviðtœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Nýríkisstjóni eftirÞröst Ólafsson Seinni grein En það var ekki eingöngu viss hópur félagshyggjufólks sem var óánægður með myndun núverandi ríkisstjórnar. Það heyrðust einnig raddir frá hægri sem voru fullar efasemda og kvíða. Þær raddir voru hræddar við Sjálfstæðisflokkinn vegna innanflokksátaka og sundr- ungar. Vegna mikilvægis Sjálfstæðis- flokksins er nauðsynlegt að átta sig á samsetningu hans, og á hvern hátt hún setur mark sitt á stefnu- mótun hans og pólitískt starf. En það er ekki síður þörf á slíkri úttekt vegna núverandi stjórnar- samstarfs því sú skoðun er útbreidd bæði til hægri og vinstri að Sjálf- stæðisflokkurinn sé pólitískt mun klofnari og skoðanalegra sundur- leitari en vinstri flokkarnir þrír. Þó ég deili ekki endilega þessari skoð- un, er það engu síður ljóst að sú mynd sem flokkurinn gefur af sér er afar sundurleit, þrátt fyrir allar faguryrtar yfirlýsingar um ein- drægni og samstöðu. I Pólitísk skírskotun íslenskra stjórnmálaflokka er á margan hátt ólík því sem gerist í nágrannalönd- um okkar. Þetta gildir ekki hvað síst um Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn tók við af Framsóknarflokki um og eftir seinna stríð sem einskonar pólitísk kjölfesta í flokkalitrófi stjórnmál- anna. Þeirri stöðu hélt hann fram á áttunda áratuginn, en síðan hefur enginn einn flokkur haft þessa stöðu. Þessu hefur flokkurinn átt erfitt með að una, og hafa tveir undanfarnir formenn, á undan þeim núverandi, mátt taka pokann sinn vegna þess, að þeir hafa ekki náð tökum á flokknum, en þó einkum á þingliði hans. Sú almenna mynd sem biasir við okkur þegar skoðað er hið pólitíska litróf flestra norður- og vesturevr- ópskra landa er sú að annarsvegar eru sterkir sósíaldemókratískir flokkar, en uppistaða fylgis þeirra er verkafólk og annað launafólk. Á hinn bóginn eru það hægri flokkar, mismikið kristilegir, sem fá fylgi sitt að meginhluta frá atvinnurek- endum, bændum og efnahagslega bjargálna miðstétt. Þótt þessir flokkar spanni allt þjóðfélagið þá eru grundvallarsjónarmið fyrr- greindra þjóðfélagsstétta í forsvari til hægri og vinstri. Þetta auðveidar allá þjóðfélags- lega umræðu og gerir hana mark- vissa, því þessir flokkar taka af- stöðu sem_ verður átakaefni þjóð- málanna. í átökum þessara mism- iklu andstæðna þróast landsmála- pólitíkin áfram, og úr verður sam- fella. Hér á íslandi er þessu þveröfugt farið. Þar höfum við annarsvegar Sjálfstæðisflokkinn sem fær fylgi sitt úr öllum stéttum. Hann er bæði stærsti flokkur atvinnurek- enda, einkaframtaksmanna, verka- manna og sjómanna auk þess sem stór hluti bænda kýs hann. Á hinn bóginn eru mið og vinstri flokkarn- ir fjórir sem fá fylgi, sitt úr hverri áttinni og þá frekar eftir landfræði- legri búsetu en stéttarlegri sundur- greiningu. Þetta gerir það að verk- um að innan Sjálfstæðisflokksins eru svo miklar andstæður að innan hans getur engin pólitísk umræða farið fram. Þær stefnuyfirlýsingar sem komið hafa frá flokknum að undanförnu hafa verið svo almenn- ar, að hver sem er gat tekið undir þær. Þær skýrskotuðu til skoðana- lauss fólks, enda buðu þær ekki uppá neina frekari umræðu eða skoðanaskipti. Almennt orðagjálfur um sjálf- sagða hluti getur aldrei orðið tilefni pólitískra umræðna. Það kæfir alla alvarlega umræðu. Þegar flokkur- inn tók einarða hugmyndafræðilega afstöðu með atvinnurekendaarmin- um í flokknum fyrir kosningarnar 1978 hrundi af honum launþega- og verkamannafylgið. Lærdómur- inn sem flokkurinn dró af því, var að forðast stefnumótun og víkja sér undan að taka afstöðu til mála sem vitað er að umtalsverður ágreining- ur er milli andstæðra fylkinga innan flokksins. Með rökum má fullyrða að slík innri pattstaða hjá pólitískum flokki af stærðargráðu Sjálfstæðisflokks- ins standi í vegi fýrir pólitískri þró- un í landinu. Umræðan fer einkum fram milli einstaklinga úr Sjálf- stæðisflokknum og annarra stjórn- málaflokka í landinu. Sjálfstæðis- flokkurinn sem slíkur situr hjá. Hér er e.t.v. komin skýring á því hvernig standi á jafn mörgum óá- kveðnum íslendingum allt fram á kjördag. Ef stærsti stjórnmálaflokkur landsins getur framvegis ekki sinnt skyldum sínum sem pólitískt hreyfi- afl í stjórnmálum landsins, verður að knýja fram einhveija pólitíska uppstokkun, sem leysir úr þessari pattstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þessi samsetning flokksins stóð honum ekkert fyrir þrifum á árum kalda stríðsins. Þá var samstaðan um vestræna samvinnu og varnar- samstarfi við Bandaríkin ásamt baráttu gegn þjóðlegum og heims- rænum kommúnisma, nægilega skýr og ákveðin stefnumótun til að breiða yfir eða fá samþykkta ákveðna afstöðu til annarra mála. Með stór mál og einarða stefnu í meginmálum þess tíma var auðvelt að framkalla stóra leiðtoga. For- maður sem ekkert getur sagt og enn minna gert, er neyddur til að- gerðaleysis og þar með er hann gagnslaus í stjórnmálum, og verður skipt út við næsta hentugleika. Þessi tilvistarvandi Sjálfstæðis- flokksins varpar skugga á allt pólit- ískt samstarf við hann. Hann verð- ur að eftirláta minni flokki allt frumkvæði og pólitíska áhættu við mótun stefnu og framkvæmd henn- ar í öllum helstu stórmálum ís- lenskra stjómmála. Og sem verra er, samstarfsflokkurinn verður að vinna það í afskiptaleysi eða illskilj- anlegri andstöðu innan frá Sjálf- stæðisflokknum sem ekki kemur alltaf uppá yfirborðið. í hugum al- mennings ýtir þetta allri pólitískri þungavikt yfír til hinna flokkanna, sem hafa tiltölulega skýra afstöðu til meginmála. Sjálfstæðisflokkur- inn eignast enga leiðtoga, eins og sífellt er verið að biðja um, og áður verið minnst á meðan flokkurinn getur ekki tekist á við einarða stefn- umótun. Þetta ástand hefur þegar kostað tvo formenn þeirra stöðu sína. Annar stór vandi núverandi ríkis- stjómar er sú staðreynd að innan- flokksátök Sjálfstæðisflokksins hafa skilið eftir sig ógróin sár, sem geta leitt hann í málefnalegar blind- götur í málum sem ella væri sam- staða um. Reynsla frá svipuðum aðstæðum á öðmm vígstöðvum kennir okkur, að slík staða er vand- meðfarin og brothætt. Hvort þessir veikleikar sem hér hafa verið færðir í tal muni valda ríkisstjórnarsamstarfinu viðvarandi erfiðleikum verður að bíða og sjá. Svipaðir erfiðleikar voru tengdir Alþýðubandalaginu í síðustu ríkis- stjórn og gekk það þó upp stórslysa- laust. Vonandi verður sú raunin á einnig nú, en áhætta er vissulega fyrir hendi. II Alþýðuflokkurinn tók mikla pólit- Iska áhættu með þessu stjórn- arsamstarfi. Af ástæðum sem ræddar voru í fyrri grein minni var hvorki nægilegur þingstyrkur né vom raunhæfar pólitískar forsend- ur fyrir endurnýjaðri vinstri stjórn. Engu að síður var áhætta Alþýðu- flokksins mikil. Su hætta vofir yfir honum að verða til frambúðar eins konar veg- asalt flokkur milli framtíðar og for- tíðar. Hann hefur haft það hlutverk að vera eins konar ljósmóðir fyrir Vandaðar vörur á betra verði Nýborg;# Skútuvogi 4, sími 812470 Þröstur Ólafsson „Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að vissulega steðji ýmsar innri sem ytri hættur að núverandi ríkis- sljórn. Mesta hættan er sú, ef hún nú strax í upphafi ferils síns megnar ekki að ljúka þeim samningum um framtíðarviðskipta- ramma evrópuríkj- anna, sem unnið hefur verið að um tveggja ára skeið. Þeir samningar eru slíkt lífsspursmál fyrir þjóðina að um þá verður að skapast þol- anleg eining. Su eining verður að byrja hjá stj órnarflokkunum sjálfum.“ efnahagslegum framförum, hann hefur nýtt sér þessa stöðu sína til að vega upp öfgar frá hægri og vinstri og opnað leið nútímalegri stjórnun og tæknihyggju. Þetta hlutverk verður hann að leika áfram meðan hið pólitíska landslag er með þeim hætti sem það er hérlendis. Ef staðsetja á pólitíska legu tveggja af eftirlifandi samstarfs- flokkum Alþýðuflokksins í síðustu ríkisstjórn kemur í ljós hve svokall- aður vinstri vængur íslenskra stjórnmála er mótsagnakenndur. Segja má að báðir flokkarnir hafi afar brogaða afstöðu til mark- aðshyggju í efnahagsmálum og eru fullir tortryggni útí almenna efna- hagsstjórnun. Þess í stað kjósa þeir einhvetja óútskýranlega þriðju leið, sem byggir á handaflsaðgerðum á takmörkuðum sviðum og hafa mikla tilhneigingu til að fresta og fela óþægilegar efnahagslegar stað- reyndir. Þá hafa þeir mjög neytendafjand- samlega afstöðu til landbúnaðar, sem og afar hægri sinnaða stefnu til stjómunar fiskveiða. Erfitt er að fullyrða mikið um afstöðu þeirra til Evrópumála vegna sinnaskipta við að fara í stjórnar- andstöðu. Þó hefur almennt mátt fullyrða að þeir hafi verið tor- tryggnir út í vestrænt gildismat og hafi miklar efasemdir um þátttöku okkar í þeim viðskiptaramma sem verið er að semja fyrir Evrópuríkin. Skoðanamunur um grundvallar- mál hefur því oft verið fyrir hendi við Alþýðuflokkinn sem hefur m.a. valdið því að samstarf þessara- flokka hefur verið erfitt, þótt þjóð- arsáttin hafi sameinað þá um skeið. Að óbreyttu eru þeir því engir sjálf- gefnir samstarfsaðilar, þótt vissu- lega sé gaman að leika sé með þá tilgátu, hvort þeir geti breytt sé m.a. í ofangreindum málum þannig HelenaRubinstein NÝ VARA, NÝIR LITIR, NÝJAR PAKKNINGAR Kynning í dog frá ki 14-18 í Laugavegi 15 Förðun á staönum. INOVE L L.A iTÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 1 08 R. • S 681665

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.