Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 44
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um niðurstöðu ráðherrafundar EFTA og EB:
Mjög- mikilvægnr signr
fyrir málstað Islendinga
Þröngt í fram-
haldsskólum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sól og sumar í sundlaugunum
í LJÓS hefur komið, að fram-
haldsskólar í Reykjavík geta ekki
hýst alla þá nemendur, sem sótt
hafa um skólavist næsta vetur.
Hefur um 60 til 80 framhalds-
skólanemendum verið vísað frá
framhaldsskólunum, en Hörður
Lárusson deildarstjóri við fram-
haldsskóladeild menntamálaráðu-
neytisins, segir ástandið viðráðan-
legt og að vandinn verði úr sögunni
fyrir haustið.
Hörður sagði, að reynt yrði að
sjá til þess að allir nemendur fengju
skólavist. Yrði skólunum útvegað
það húsnæði sem til þarf og er
ákvörðunar að vænta einhvern
næstu daga.
Óskað eftir að bú Ála-
foss hf. verði tekið
til gjaldþrotaskipta
STJÓRN Álafoss hf. samþykkti á stjórnarfundi sínum í gær að óska
eftir því við skiptaráðanda á Akureyri að bú Álafoss hf. vérði tekið
til gjaldþrotaskipta. I yfirlýsingu stjórnarinnar segist hún harma
að ekki skuli hafa tekist að koma í veg fyrir það hagsmunatjón sem
gjaldþrot valdi Iánardrottnum, bændum, viðskiptavinum og starfs-
mönnum. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra átti í gær fundi með full-
trúum sveitarfélaga, starfsmönnum, bændum og lánardrottnum fyrir-
tækisins um möguleika á stofnun nýs fyrirtækis um áframhaldandi
rekstur fyrirtækisins og segir ótvíræðan áliuga á að tilraun verði
gerð til þess.
Rætt um gagnkvæmar veiðiheimildir fyrir allt að 2.600 þorskígildum
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna tilnefnir borgarstj óra:
Lít björtum augum til
samstarfs við borgarbúa
kynnt niðurstaða fundarins í Lúx-
emborg og í dag mun utanríkisráð-
herra gera utanríkismálanefnd
grein fyrir fundinum. Þegar Eyjólf-
ur Konráð Jónsson formaður ut-
anríkismálanefndar var spurður
álits á málinu í gær, sagðist hann
ekki vilja tjá sig um það fyrr en
eftir fund utanríkismálanefndar í
dag. Eyjólfur Konráð hefur talað
mjög ákveðið gegn samningum um
gagnkvæmar veiðiheimildir við
Evrópubandalagið.
Sjá einnig fréttir á bls. 20.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að sá samningsgrundvöll-
ur, sem náðist á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna og Evrópubanda-
lagsins í Lúxemborg á þriðjudag, sé mjög mikilvægur sigur fyrir
málstað íslendinga. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra gerðu ríkisstjórninni í
gær grein fyrir niðurstöðum ráðherrafundarins.
„Evrópubandalagið hefur um
langa hríð sagt það vera algera
úrslitakröfu í samningum um evr-
ópskt efnahagssvæði, að það fengi
aðgang að okkar fiskveiðilögsögu
gegn því að við fengjum aðgang
að markaði þess með fisk. En for-
sendur þessa samnings nú eru
þær, að það er um að ræða toll-
fijálsan aðgang fyrir okkar megin-
útflutningsvörur að markaði
bandalagsins án þess að veiðiheim-
ildir komi á móti. Hitt er annað
mál, að við höfum jafnan sagt að
við værum opnir að ræða um gagn-
kvæmar veiðiheimildir. Þar ræða
menn nú um 2.600 þorskígildi af
hálfu beggja aðila,“ sagði Davíð
Oddsson.
í því sambandi er helst rætt um
vannýttar tegundir í íslenskri land-
helgi, svo sem kolmunna og lang-
hala, en Islendingar fái að veiða
loðnu eða rækju við Grænland sem
selt hefur EB veiðiheimildir í fisk-
veiðilögsögu sinni. Þess má geta,
að 2.600 tonn af þorski samsvara
nokkurn veginn aflakvóta stórs
íslensks veiðiskips.
Norðmenn leystu þann hnút,
sem ráðherrafundurinn í Lúxem-
borg var kominn í, með því að bjóða
Evrópubandalaginu veiðiheimildir
í lögsögu sinni. Davíð Oddsson
sagði að Norðmenn hefðu rætt
þennan möguleika í viðræðum við
íslenska ráðherra í Ósló fyrir
skömmu og því hefði þetta ekki
komið á óvart.
Þær veiðiheimildir sem Norð-
menn buðu eru mun minni en
Spánveijar höfðu áður krafist.
Davíð Oddsson sagði um þetta, að
Spánveijar hefðu verið komnir í
öngstræti vegna þess að aðrar
Evrópuþjóðir hefðu skynjað, að
málflutningur íslendinga og Norð-
manna væri ekki samningatækni
heldur mjög ákveðin meining sem
ekki hefði verið gefin eftir. „Hinar
þjóðirnar vildu ekki láta Spánveija,
og ef til vill Portúgala, stefna öllum
samningunum í voða með kröfu-
gerð sinni. Þeir bjarga andlitinu
með því sem Norðmenn leggja til.“
- Getur verið að Spánverjar
meti það einnig svo, að með samn-
ingum um gagnkvæmar veiðiheim-
ildum nái þeir fingurfestu á
íslensku landhelginni?
„Nei, það geta þeir ekki gert,
vegna þess að þarna er um mjög
lítið magn að ræða, og eingöngu
samningar um gagnkvæmni. Við
verðum á móti að fá aðgang að
stofnum sem okkur nýtast, svo sem
eins og loðnu eða rækju ef loðna
veiðist ekki. Auk þess er gert ráð
fyrir miklu eftirliti, og að veiðieftir-
litsmenn verði um borð í fiskiskip-
unum,“ sagði Davíð.
Fulltrúum stjórnarflokkanna í
utanríkismálanefnd var í gær
• •
segir Markús Orn Antonsson
í yfirlýsingu stjórnar Álafoss_ hf.
segir að við sameiningu gamla Ála-
foss hf. og Ullariðnaðar Sambands-
ins um áramótin 1987/1988 hafi
styrkur fyrirtækjanna verið ofmet-
inn og ör þróun til verri áttar á
mörkuðum hafi verið vanmetin.
„Einnig sáu menn ekki fyrir hina
alvarlegu þróun sem var að eiga
sér stað í efnahagsmálum þjóðar-
innar og afleiðingar fastgengis-
stefnunnar á útflutningsiðnaðinn.
Sameiningin tókst ekki t samræmi
við væntingar m.a. vegna meiri
sölusamdráttar en gert hafði verið
ráð fyrir. Sameiningin reyndist mun
erfiðari og dýrari í framkvæmd en
gert var ráð fyrir. Álafoss hf. hefur
verið rekið með miklu tapi frá sam-
einingu," segir í yfirlýsingu stjórn-
ar.
I yfirlýsingunni segir ennfremur
að verulegur árangur hafi náðst í
framleiðslu Álafoss hf. og framlegð
aukist um allt að 49%, fastur kostn-
aður lækkað um 51%. Veltufjár-
munir lækkað um 72% og fastafjár-
munir lækkað um 54%. „Tap Ála-
foss hf. án afskrifta lækkaði um
77% frá 1989 til 1990 eða úr 607,9
millj. í 140,9,“ segir í yfirlýsingu
stjórnar.
Ólafur Ólafsson forstjóri fyrir-
tækisins sagði í samtali við Morgun-
blaðið að stjórn fyrirtækisins hefði
ekki lengur umboð til að beita sér
fyrir því að viðhalda viðskiptasam-
böndum fyrirtækisins. Björn J. Arn-
viðarson, bæjarfulltrúi á Akureyri
segir að fulltrúar Akureyrar, Mos-
fellsbæjar og Hveragerðis ætli að
eiga viðræður á næstu dögum um
möguleika á stofnun nýs fyriitækis
með þátttökú fleiri aðila um að reisa
rekstur fyriitækisins við.
Sjá fréttir á bls. 21-22.
Borgarstjórn-
arflokkur Sjálf-
stæðisflokksins
samþykkti sam-
liljóða á fundi
sínum í gær að
styðja Markús
Orn Antonsson í
kjöri til embætt-
is borgarstjóra
á fundi borgar-
stjórnar í dag. Gert er ráð fyrir
að hann taki við cmbættinu um
miðjan júlí. Markús Örn átti sæti
í borgarstjórn Reykjavíkur 1970
til 1985, en þá tók hann við starfi
útvarpsstjóra. I bréfi, sem liann
sendi fjölmiðlum í gær, segist
liann líta björtum augum til sam-
starfs við kjörna fulltrúa í borgar-
stjórn, embættismenn borgarinn-
ar og borgarbúa alla.
í fréttatilkynningu sem borgar-
stjórnarflokkurinn sendi frá sér eftir
fundinn í gær segir: „Á fundi borgar-
stjórnarflokks sjálfstæðismanna var
samhljóða samþykkt, að borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins myndu
styðja kjör Markúsar Arnar Antons-
sonar sem næsta borgarstjóra í
Reykjavík."
Ekki náðist í Markús Örn Antons-
son í gær en hann er nú staddur
érlendis. í skeyti sem hann sendi
fjölmiðlum þakkar hann borgar-
stjórnarflokki sjálfstæðismanna
þann trúnað og heiður, sem sér hafi
verið sýndur með tilnefningunni í
embætti borgarstjóra. Segir hann
nteðal annars, að hann muni leggja
sig fram um að leysa þau umfangsm-
iklu og brýnu verkefni, sem til með-
ferðar séu hjá borginni þannig að til
heilla horfí fyrir Reykvíkinga og að
þau verði framkvæmd í anda stefnu
Sjálfstæðisflokksins.
Markús Örn Antonsson fæddist í
Reykjavík 25. maí 1943. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1965 og var fréttamaður
við Ríkisútvarpið-sjónvarp frá því ári
til 1970. Hann var ritstjóri Frjálsrar
-verslunar og fleiri blaða Fijáls fram-
taks 1972 til 1985, er hann tók við
embætti útvarpsstjóra.
Markús Örn var kjörinn í borgar-
stjórn Reykjavíkur 1970 þar sem
hann sat til ársins 1985. Hann sat
í borgarráði 1973 til 1978 og frá
1982 til 1985 og var um skeið for-
seti borgarstjórnar, auk annarra
trúnaðarstarfa á vegum borgarinnar.
Markús Örn er kvæntur Steinunni
Ármannsdóttur kennara og eiga þau
tvö börn.
Sjá fréttir bls. 21-22.