Morgunblaðið - 24.07.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991
Þröngir hagsmunir
eöa þjóðarheill
eftir Gylfa Þ. Gíslason
Þriðja grein
i
Séu menn sammála um það, að
markmið fiskveiðistjórnarinnar sé
að vemda fiskistofnana og efla
hagkvæmni í útgerð, fyrst og
fremst með því að minnka fiski-
skipaflotann, hljóta menn að kom-
ast að þeirri niðurstöðu, að þessi
markmið hafi ekki náðst. Tillögur
Hafrannsóknarstofnunar nú benda
einmitt til þess, að fiskverndunar-
markmiðið hafi ekki náðst. Skipu-
lagi fiskveiðistjórnarinnar verður
samt með engu móti um það kennt.
Á grundvelli gildandi lagasetningar
hafa stjómvöld getað tekið hveijar
þær ákvarðanir, sem þeim hefur
sýnst, varðandi það magn, sem leyft
hefur verið að veiða. Oðru máli
gegnir hins vegar um hagkvæmnis-
sjónarmiðið. Ástæðaþess, að flotinn
hefur haldið áfram að stækka og
að nauðsynleg hagræðing hefur
ekki átt sér stað, stendur hins veg-
ar í beinu sambandi við galla á fisk-
veiðistefnunni sjálfri, og á hið sama
við um það efnahagslega misrétti
milli atvinnugreina og það þjóðfé-
lagslega ranglæti, sem hlotizt hefur
og hlýzt af framkvæmd fiskveiði-
stefnunnar, eins og hún hefur verið
og er.
Fiskveiðistefnan frá 1984 var
tvímælalaust framför miðað við
skrapdagakerfið, að ekki sé talað
um það kerfí fijálsra og ókeypis
fiskveiða, sem áður ríkti. Allar þær
breytingar, sem gerðar hafa verið
á kerfinu frá 1984, hafa verið til
bóta. Á það sérstaklega við um
heimildir til framsals á kvótum og
afnám sóknarmarksins um síðustu
áramót. En hvað hefur þá farið
úrskeiðis?
II
Það er fyrst og fremst tvennt.
Annars vegar hefur flotinn ekki
minnkað eins og æskilegt hefði ver-
ið. Hann hefur þvert á móti haldið
áfram að vaxa þangað til nýlega.
Hins vegar hefur fiskveiðistefnan
haft ranglátar afleiðingar. Þær eru
sumpart efnahagslegar, sumpart
þjóðfélagslegar. Efnahagslega
ranglætið hefur komið fram í því,
að hallað hefur verið á aðrar út-
flutningsgreinar en sjávarútveg,
þótt þær afli nær helmings allra
gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Þjóð-
félagslega ranglætið hefur komið
fram í hinu, að auður hefur safnazt
á hendur einstakra útgerðarfyrir-
tækja í skjóli kerfisins, auður, sem
á rót sína að rekja til sölu verð-
mætra réttinda, sem fyrirtækin
hafa fengið afhent án greiðslu.
Þá vaknar sú spurning, hvort
hægt hefði verið að koma í veg
fyrir þetta, og hvort hægt sé að
fyrirbyggja, að slíkt gerist áfram.
Hugmyndin að baki veiðigjaldi
hefur frá upphafí verið sú að örva
tilhneigingu til minnkunar flotans
og þeirrar hagræðingar, sem það
hefði í för með sér, og koma í veg
fyrir það efnahagslega og þjóðfé-
lagslega ranglæti, sem afhending
veiðileyfa án gjalds hefði í för með
sér. í núgildandi kerfi hefur verið
treyst á það, að heimild til fijáls
framsals á veiðileyfum mundi stuðla
að hagræðingu í nægilega ríkum
mæli. Sá, sem þetta ritar, hefur
alltaf talið þá trú ranga. 0g reynsl-
an hefur hingað til ekki sýnt, að
heimildir til frjáls framsals á veiði-
kvótum dugi til þess, að nægileg
minnkun flotans og nægileg hag-
ræðing eigi sér stað. Skýringin er
einfaldlega sú, að meðan ekki þarf
að greiða fyrir veiðileyfin er óhag-
kvæmum skipum haldið of lengi til
veiða. Veiðigjald er nauðsynlegt til
þess að herða á hagræðingunni.
Hinn tilgangur veiðigjalds er
síðan sá að koma í veg fyrir mis-
rétti milli útflutningsgreina og
tryggja eiganda fiskistofnanna,
þjóðarheildinni, í einhverju formi
réttmætan arð af eign sinni, í stað
þess að eðlileg renta af þessari
þjóðarauðlind verði undirrót rang-
látrar eignasöfnunar hjá einstökum
útgerðarmönnum eða fyrirtækjum
í sjávarútvegi.
III.
Hér er rétt að víkja enn einu sinni
að þeirri mótbáru gegn veiðigjaldi,
að það séu álögur á sjávarútveginn
og að hann geti ekki borið slíkar
álögur, allra sízt nú. í fyrsta lagi
verður að minna á, hversu misjöfn
afkoma einstakra útgerðarfyrir-
tækja er. Verulegur hluti útgerðar-
fyrirtækja hefur getað staðið undir
þeim auknu útgjöldum, sem kaup
á kvótum hafa haft í för með sér.
Það gengur auðvitað ekki að láta
lélegri afkomu hinna verða til þess,
að heildarflotinn haldist alltof lengi
alltof stór. Í öðru lagi verður að
taka fram, að engum hefur dottið
annað í hug en að veiðigjaldi verði
komið á í áföngum. Vel mætti
hugsa sér, að upphæð þess yrði í
fyrstunni svo lág, að aðeins allra
óhagkvæmustu skipunum yrði um
megn að greiða það, þannig að þau
hættu veiðum. Hæð gjaldsins gæti
verið við það miðuð, að einmitt þau
skip hyrfu úr flotanum, sem hag-
kvæmt væri frá þjóðhagslegu sjón-
Gylfi Þ. Gíslason
armiði, að hættu veiðum. í þriðja
lagi ber að minna enn á, að hug-
myndina um veiðigjald ber að skoða
í tengslum við gengisstefnuna.
Markmið þess er að gera sjávarút-
veginn heilbrigðari og hagkvæmari
og auka skerf hans til þjóðarbúsins
frá því sem nú á sér stað.
Til þess að eyða ótta við, að veiði-
gjald verði strax baggi á útvegin-
um, finnst þeim, sem þetta ritar,
jafnvel koma til greina, að tekjur
af veiðigjaldi í fyrsta áfanga yrðu
allar notaðar í þágu sjávarútvegsins
sjálfs, t.d. til þess að efla hafrann-
sóknir og til þess að kaupa óhag-
kvæm skip og Ieggja þeim. Slíkt
veiðigjald yrði varla talið álögur á
útgerðina. En það gæti skapað mik-
ilvæga reynslu varðandi mikilvægt
viðfangsefni.
í þessu sambandi er rétt að minn-
ast á þá skoðun, að veiðigjald yrði
baggi á litlum fiskiþorpum í dreif-
býli. Ef hér er átt við það, að veiði-
gjald sé yfirleitt skattur, er sú skoð-
un röng. Sé átt við hitt, að það
mundi stuðla að því, að veiðileyfi
flyttust úr dreifbýli í þéttbýli, er
það að segja, að á grundvelli gild-
andi fiskveiðistjórnar er ekkert því
til fyrirstöðu, að slíkt gerist. Hins
vegar væru byggðakvótar mjög
óhagkvæm lausn á vandamálum í
fiskiþorpum. Það á ekki að blanda
saman fiskveiðistefnu og byggða-
stefnu. Séu styrkir nauðsynlegir,
eru beinir byggðastyrkir hagkvæm-
ari en byggðakvótar.
IV
Hvernig á þá að bregðast við til-
lögum Hafrannsóknarstofnunar-
innar um minnkaða veiði? Er ekki
augljóst, að meginviðbrögðin hljóta
að felast í minni sókn? Getur það
verið rétta ráðið að úthluta veiði-
leyfum til jafnmargra skipa og
minni kvóta til hvers? Þýddi það
ekki augljóslega minni hagkvæmni
en áður? Það er flotinn, sem þarf
að minnka. Vonandi dettur engum
í hug, að stjórnvöld eigi að ákveða,
hvaða skipum eigi að leggja. Það á
að leggja þeim skipum, þar sem
hagkvæmni er minnst. Er gildandi
kerfi fiskyeiðistjórnar treystandi til
þess að leiða til slíkrar minnkunar
flotans? Reynsla hefur einmitt sýnt,
að gildandi kerfi ýtir of seint og
of lítið undir minnkun flotans. Hóf-
legt veiðigjald er eina leiðin til þess
að tryggja, að sú minnkun flota,
sem talin er nauðsynleg, taki ein-
mitt til þeirra skipa, sem óhag-
kvæmust eru.
Fiskveiðistefnan má því ekki
haldast óbreytt. Ástæðan er ekki
aðeins sú, að hún leiddi ekki til
hagkvæmastrar minnkunar flotans.
Að öllu öðru óbreyttu mundi minnk-
un leyfðs heildarafla hafa í för með
sér verðhækkun á kvóta í fijálsum
viðskiptum. Vilja menn það? Von-
andi ekki. En eina leiðin til þess
að koma í veg fyrir slíkt er að taka
upp veiðigjald, sem smám saman
mundi stuðla að því, að arðurinn
af fiskimiðunum rynni til markm-
iða, sem eigandi auðlindarinnar
teldi réttmæt og skynsamleg, en
yrði ekki til þess að stuðla enn frek-
ar að óeðlilegri eignasöfnun ein-
stakra útgerðarmanna eða fyrir-
tækja.
Höfundur er prófessor og
fyrrverandi ráðherra.
Um sjúkrakostnað
o g Alþýðuflokk
eftir Sigurgeir
Jónsson
Ég velti því dálítið fyrir mér hvað
gæti legið að baki þeirri hugmynd
Jóns Baldvins Hannibalssonar ekki
alls fyrir löngu að breyta nafni Al-
þýðuflokksins í eitthvað annað
nafn, sem ég man nú ekki nákvæm-
lega hvert var. Ég komst ekki að
niðurstöðu, gat ekki ráðið í það
hvað vekti fyrir flokksformanninum
frekar en ég hefði getað ef hann
KARL Grönvold, jarðfræðingur,
segir að lækkað hitastig af völd-
um eldgosa sé ekki staðbundið
heldur hafi áhrif víða. Hann seg-
ir að eldgosið í Heklu hafi verið
of lítið til þess að hafa áhrif á
hitastig. I forsíðufrétt Morgun-
blaðsins í fyrri viku segir að
breskir loftslagsfræðingar telji
að loftslag á norðurhveli jarðar
muni kólna á næstu tveimur tU
þremur árum af völdum eldgoss-
ins í Pinatubo-fjalli á Filippseyj-
um í síðasta mánuði.
„Þegar eldfjöll gjósa fara brenni-
steinssambönd í gosmekkinum upp-
úr andrúmsloftinu í ytri lög gufu-
hvolfsins og drekka í sig sólarljós.
hefði óskað eftir að breyta um nafn
á sjálfum sér.
Nú hefur runnið upp fyrir mér
ljós, þegar flokksforingi þessi hefur
ráðið sjálfan sig og húskarla sína,
þar á meðal Sighvat Björgvinsson,
til vinnu á höfuðbóli nokkru þar sem
verkefni þess síðargreinda a.m.k.
virðist vera það, að gera hugsjónir
Hannesar Hólmsteins að veruleika.
Hefur Sighvatur staðið rösklega að
því verki og lofað meiru.
Ég skil það vel að formaður Al-
þýðuflokksins hafi talið það henta
Þannig getur hiti lækkað,“ sagði
Karl. „Menn hafa töluvert spáð í
þessa hluti en ekki er vitað hve
mikil áhrif eru af hveiju gosi. Þó
er nokkuð víst að Heklugosið núna
var of lítið til að hafa marktæk
áhrif. Aftur á móti hafa menn
gælt við að stóru Heklugosin til
dæmis 1104 og önnur forsöguleg
gos gætu hafa haft áhrif á lofts-
lagið. Eins er líklegt að Skaftáreld-
ar árið 1783 hafi haft áhrif nokkur
ár á eftir.“
Karl sagði yfirleitt gætti áhrifa
eldgosa aðeins nokkur ár en eftir
eldgosið 4 Krakatau í Indónesíu
1883 hafu menn þóst finna fyrir
breytingu á loftslaginu lengi á eftir.
að gleyma nafni Alþýðuflokksins
við þau verk sem hann hefur falið
Sighvati að vinna. Nafnbreytingar-
hugmyndin tökst þó ekki alveg,
gömlu kratarnir létu ekki alveg að
stjórn. Sumum þeirra fínnst nú víst
núna, að betra hefði verið að fara
að hugmyndum formannsins og láta
annað nafn en Alþýðuflokksins
tengjast verkum Sighvats Björg-
vinssonar á ráðherrastóli.
Allir stjómmálaflokkar vilja nú
eigna sér stuðning við almanna-
tryggingar á íslandi, sumir með
nokkrum rétti og aðrir minni. Eitt
má þó öllum sanngjömum mönnum
vera ljóst, en það er að barátta
Alþýðuflokksins fyrir þeim var ekki
aðeins þýðingarmest heldur réð hún
úrslitum um að þær komust á á
fjórða áratugnum og voru stórefld-
ar á þeim fimmta. Það hefði því
farið betur á því, að störf núver-
andi heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra tengdust öðru flokksnafni en
Alþýðuflokksins.
Eins og málin horfa nú fyrir mér
hafa þessir herrar komið málum svo
fyrir, að kostnaði við heilbrigðismál
á ekki að jafna niður á íslendinga
eftir efnum og ástæðum svo sem
verið hefur, heldur eftir því hvort
menn eru vel eða illa staddir heilsuf-
arslega, þeir sem eru illa settir eiga
að borga útgjöldin en þeir velmeg-
andi, þ.e. heilsugóðu, eiga að sleppa
við þau. Þetta er samkvæmt
ákvörðun manna sem kenna sig við
Alþýðuflokkinn, höfund almanna-
trygginga á íslandi.
Eg sagði í blaðagrein 8. júní sl.
að höfundur Reykjavíkurbréfs 2.
Sigurgeir Jónsson
„Fyrir 70 árum var fólk
ekki almennt látið
drepast af vöntun lækn-
ishjálpar eða lyfja
vegna fátæktar. En
þeir sem ekki áttu pen-
inga til að greiða fyrir
lyf, læknishjálp eða
sjúkrahúsvist þurftu að
leita til sveitarsjóðs. Nú
á tímum heitir það að
leita til félagsmála-
stofnunar. Við sem
gömul erum vitum,
hvort sem það snerti
okkur persónulega eða
ekki, hvað það þýddi:
sveitarlimur, þurfa-
maður.“
júní vildi færa klukkuna aftur um
70 ár eða svo. Fyrir 70 árum var
fólk ekki almennt látið drepast af
vöntun læknishjálpar eða lyfja
vegna fátæktar. En þeir sem ekki
áttu peninga til að greiða fyrir lyf,
læknishjálp eða sjúkrahúsvist
þurftu að leita til sveitarsjóðs. Nú
á tímum heitir það að leita til félags-
málastofnunar. Við sem gömul er-
um vitum, hvort sem það snerti
okkur persónulega eða ekki, hvað
það þýddi: sveitarlimur, þúrfamað-
ur. Fólkið sem nú fer bugað út úr
lyfjabúð með óafgreiddan lyfseðil
vegna skorts á skotsilfri, það verður
að velja á milli þess að leita til fé-
lagsmálastofnunar eða verða án
lyfsins fyrir sjálft sig eða ástvini
sína, með þeim afleiðingum sem það
kann að hafa. Hitt er þó sjálfsagt
algengara að þeir sem þannig er
ástatt um láti lyfjakaupin ganga
‘fyrir og svipti sig þá öðrum nauð-
synjum. Sumir hafa engin úrræði
þar sem aðstaða þeirra passar ekki
við reglur félagsmálastofnunar.
Mér dettur í hug að orða það við
þá kratana, sem nú velta sér í völd-
um og peningum almennings, hvort
ekki sé rétt að láta kné fylgja kviði
og færa klukkuna ekki aðeins 70
ár aftur í tímann að því er heilbrigð-
ismál varðar heldur líka varðandi
opinbera aðstoð og kosningarétt.
Fyrir 70 árum (eða allt til ársins
1934) höfðu þeir, sem ekki gátu
greitt fyrir sín veikindi sjálfír, ekki
kosningarétt, frekar en aðrir sem
undir höfðu orðið í lífinu og þurftu
þess vegna að leita styrks. Það yrði
„system i galskaben" eins ogdansk-
urinn segir ef þetta hvorttveggja
yrði látið haldast í hendur eins og
í gamla daga. Þessi tenging opin-
berrar aðstoðar og kosningaréttar
var afnumin með stjórnskipunarlög-
um 1933 eða 1934 fyrir tilstilli
stjórnmálaafls sem hét Alþýðu-
flokkur.
Höfundur erfyrrverandi
hæstaréttardómari.
Heklugos breytir
ekki loftslagi