Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUD'ÁGUR.24. JÚLÍ 1991 19 Vistfræðilegt hrun blasir víða við í Sovétríkjunum Vötn, höf og fljót eru dauð eða deyj- andi, eyðimerkur af mannavöldum breið- ast út og loftmengunin er gífurleg I SOVETRIKJUNUM hafa orðið og eru að verða mestu mengunar- og umhverfisslys, sem sagan kann að greina frá. Allt að 60 milljón- ir manna, um fimmtungur Sovétmanna, býr á þeim svæðum, sem verst hafa orðið úti, og nærri helmingi fleiri á svæðum, sem eru komin að mörkum þess, sem vistkerfið þolir. Stefan Hedlund, pró- fessor við Uppsalaháskóla og sérfræðingur í sovéskum málefnum, telur, að þetta sé þó aðeins forsmekkurinn af því, sem koma muni. Segir hann, að í Sovétríkjunum blasi víða við vistfræðilegt hrun og óskapleg mengunarslys, sem muni hafa mikil áhrif langt út fyr- ir landamæri þeirra, ekki síst á Norðurlöndum. Vistfræðilegu stórslysasvæðin um aðgang að vatni og í fyrsta teygja sig frá Síberíu í austri og að vesturlandamærum Sovétríkj- anna og eru bein ógnun við ástand- ið í efnahags-, heilsufars- og um- hverfismálum í allri Evrópu. Út í Eystrasaltið streymir óhreinsað og baneitrað vatn frá Leníngrad og Eystrasaltsríkjunum og allur nyrðri hluti Norðurlanda er í stórhættu vegna þungmálmamengunar frá Kolaskaga. Dauðaský frá Kolaskaga „Mengunin er mest frá nikkel- framleiðslunni og brennisteins- mengunin, sem veldur meðal ann- ars súru regni, er svo gífurleg, að Norðmenn eru skelfingu lostnir. Dauðaskýin stöðvast ekki við landamærin,“ segir dr. Clive Arc- her við háskólann í Aberdeen en hann, Stefan Hedlund og fleiri vísindamenn, meðal annars sovésk- ir, hafa tekið saman allar tiltækar upplýsingar um ástandið í Sov- étríkjunum. „Heilu skógarnir eru dauðir, einnig sum innhafanna og fljótin eru eitruð. Svartahaf er að breyt- ast í vilpu og Kaspíahaf er að taka síðustu andköfin; stórborgirnar eru að kafna í reyk, meðalævin stytt- ist, fæðingargöllum fjölgar og barnadauðinn vex; ungir menn eru of veikburða til að gegna herþjón- ustu; þjóðir og þjóðabrot beijast sinn í sögunni stafar Evrópu hætta af vaxandi eyðimörk, sovéskri sandauðn af mannavöidum," segir Hedlund. Fyrsta eyðimörk í Evrópu Uppþomun Aralvatns og Tsjernobyl-slysið eru mestu um- hverfishörmungarnar í Sovétríkj- unum. Eyðimörkin, sem áður var Aralvatn, sækir nú fram með svip- uðum hætti og Saharaeyðimörkin og heilbrigðisástandið á þessum slóðum er líkt því, sem er í Bangla- desh. Hedlund segir einnig frá því, að gífurlegar tjárhjarðir, 20 sinnum stærri en landið ber, hafi breytt stóru svæði milli Stavropol, heima- borgar Míkhaíls Gotbatsjov, forseta Sovétríkjanna, og Kaspíahafs í eyðimörk, þá fyrstu í Evrópu. Vaxi hún um 10% árlega og verði líklega búin að ná til Suður-Úkraínu eftir fimm ár. Virðist ekkert geta komið í veg fyrir þetta slys. Samtímis þessu er verið að drepa Volgu, bæði með því að ræna hana allt of miklu vatni og með því að nota hana sem skolpræsi. 70% þess físks, sem enn lifir í fljótinu, eru menguð kvikasilfri. Skolpræsið Volga rennur í Kaspíahaf og fiskveiðarnar þar eru að syngja sitt síðasta. Áður fyrr stóðu styrjuveiðamar í Kaspíahafi Tsjernobyl-kjarnorkuverið má kallast táknrænt fyrir ástand um- hverfismála í Sovétríkjunum. í vesturhluta landsins er að finna 15 önnur kjarnorkuver af sömu gerð, illa hönnuð, illa byggð og illa haldið við. og Azovshafi undir 90% heims- framleiðslunnar af kavíar en nú er styijan að deyja út og Azovshaf er raunar talið alveg dauðadæmt. Það á raunar einnig við um Svarta- hafið en sovéskir vísindamenn segja, að það sé dautt að 90% vegna iðnaðarúrgangs og áburðarmeng- unar. Óskapleg loftmengun í opinberri skýrslu frá 1988 kemur fram, að í 103 iðnaðarborg- um með 50 milljónum íbúa sé loft- mengunin meiri en 10 sinnum meiri en leyfilegt er. í 16 borgum er hún 50 sinnum meiri en leyfilegt há- mark. í Moskvu er ástandið einna verst og þar hefur meðalævin styst um 10 ár á tveimur áratugum. í borginni fæðast 50% fleiri börn með fæðingargalla en til jafnaðar annars staðar í Sovétríkjunum. „Vistfræðilegt hrun er á næsta leiti í mörgum iðnaðar- og landbún- aðarhéruðum og það mun koma niður á heilsu þeirra, sem nú lifa, og eftirkomendanna. Hættan á heilsutjóni í menguðustu héruðun- um er 10 til 100 sinnum meiri en talið er forsvaranlegt á Vesturlönd- um,“ segir í skýrslu til Evrópu- bankans nýja en hans hlutverk er að stuðla að uppbyggingu í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. „í mörg hundruð borgum og bæjum er loftmengunin 20-50 sinnum meiri en almennt í Þýskalandi." Á síberísku túndrunni missa úr sér gengin tæki og leiðslur frá sér eina milljón tonna af olíu árlega og þessi mengnn og mikil umferð hafa eyðilagt 20 milljónir hektara af haglendi fyrir hreindýr. Frum- byggjunum er hins vegar smalað saman í byggðir þar sem atvinnu- leysi, áfengissýki, ofbeldi og van- næring valda því, að lífslíkumar eru hvergi minni. Sem dæmi um það má nefna, að annað hvert andl- át stafar af slysi, morði eða sjálfs- morði. Bandaríkin: Bush íhugar að leyfa Irökum að selja olíu Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að hann væri að ihuga að leyfa Irökum að selja olíu til að geta séð sér fyrir matvælum og lyfjum. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði einnig í gær að Bret- ar myndu e.t.v. styðja tillögu Sameinuðu þjóðanna um að leyfa írökum að selja olíu til að geta keypt matvæli, en einungis ef tryggt væri að íraski herinn nyti ekki góðs af. Þegar Bush var spurður hvort hann hygðist aflétta refsiaðgerðum gegn írak svaraði hann: „Við mun- um sjá til hvað hægt er að gera. Eg vil ekki verða neinum einstak- lingi þarna að meini. Ég á ekki í deilum við konur og börn í írak, heldur leiðtogann.“ Áður hafði Bush ekki tekið í mál að aflétta viðskiptabanni gegn írak, sem Sam- einuðu þjóðirnar samþykktu í ágúst í fyrra. Hurd sagði einnig í gær að Bret- land myndi hugsanlega styðja til- lögu Sameinuðu þjóðanna þess efn- is að írakar fengju að selja olíu. Það kom skýrt fram bæði hjá hon- um og Bush að ef írak yrði leyft að selja olíu yrði það einungis af mannúðarástæðum. Bush sagði við blaðamenn að írakar hefðu tekið um einn milljarð dala frá Kúveit og að þeir hefðu ekki farið eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna, en „Bandaríkin ætla ekki að horfa upp á þjáningar saklausra kvenna og bama“. ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaðið, setur í umslag og lokar því OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ■ BELGRAD — Ákveðið hefur verið að hætta að kenna þrjár borg- ir í Serbíu við Josip Broz Tító, fyrrverandi leiðtoga júgóslavneskra kommúnista. Borgirnar hétu áður Titovo Uzice, Titovo Mitrovica og Titovo Vrbas og þær halda síðari hluta nafnanna. Margir Serbar hafa fordæmt Tító fyrir að skipta Júgó- slavíu í sex lýðveldi. ■ WASHINGTON - Banda- ríska vamarmálaráðuneytið skýrði frá því í gær að í ráði væri að selja Tyrkjum orrustuþotur af gerðinni F-16. Tyrkneska stjórnin hafði ósk- að eftir 80 slíkum þotum. Samið verður formlega um söluna eftir mánuð ef Bandaríkjaþing beitir ekki neitunarvaldi sínu. Bandaríkja- menn hyggjast einnig selja 20 gamlar orrustuþotur af gerðinni F-16 til Marokkó og 119 bryndreka til Ómans. ■ MOSKVU - Míkhaíl Gorb- atsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur sent umsókn um fullgilda aðild Sovétmanna að Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Alþjóðabankanum, lánastofnunum sem Sovétmenn höfðu lengi litið á sem tæki auð- valdsins í vestri. Heimildarmenn hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sögðu að umsóknin hefði komið bandarískum stjórnvöldum á óvart. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á fundi sfnum í Lundúnum í síðustu viku að Sovétmenn fengju sérstaka aukaaðild að stofnunum. Honda 91 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl Verdkr. 1.337 þús. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. 0: VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Stjórnvöld á Kýpur ganga ekki að tillögum Tyrkja Nikósíu, lstanbul. Reuter. STJÓRNVÖLD á Kýpur vilja ekki ganga að tillögum tyrkneskra stjórn- valda um hvernig standa skuli að viðræðum um lausn Kýpurdeilunn- ar. Opinberri heimsókn George Bush Bandaríkjaforseta til Grikklands og Tyrklands lauk um helgina og hvatti hann bæði löndin til að leysa ágreining sinn um Kýpur og sagði að tillögur Tyrkja fælu í sér „bestu vonina um frið og lausn á deilunni". Tillögur Tyrkja gera ráð fyrir að viðræðurnar fari fram á milli Tyrkja, Grikkja, og fulltrúa bæði tyrknesku og grísku þjóðarbrotanna á Kýpur. Grísk stjórnvöld og Kýpur-Grikkir neita hins vegar að samþykkja þetta þar sem þeir telja að með því sé verið að viðurkenna ríki Tyrkja á Kýpur. Stjórnvöld á Kýpur hafa hins veg- ar lagt til að viðræðurnar fari fram á milli stjórnvalda Grikklands, Tyrk- lands og Kýpur, auk fulltrúa grísku og tyrknesku þjóðarbrotanna á Kýp- ur ásamt fastafulltrúunum fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir stuðningi við tillögur Tyrkja, en Akis Fantis, talsmaður Kýpurstjórn- ar, sagði þær óaðgengilegar. Hann tók þó fram að megináherslu ætti að leggja á kjarna deilunnar, en ekki formsatriði. Gaddavír og jarðsprengjur hafa skipt Kýpur í tvennt síðan tyrkneski herinn gerði innrás árið 1974. Tyrk- ir hafa norðurhluta eyjunnar á valdi sínu og lýstu þar yfir sjálfstæðu ríki árið 1983 sem ekkert ríki hefur enn viðurkennt fyrir utan Tyrkland.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.