Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 NÝVERIÐ lauk verulegri stækk- un og breytingum á verslunar- húsnæði Hagkaups á Akureyri. Um þetta leyti eru liðin 30 ár síðan Hagkaup opnaði fyrstu verslun sína í bænum og 10 ár síðan fyrirtækið flutti í eigið húsnæði. Með breytingunum hef- ur verslunarhúsnæðið stækkað að mun og er deildaskiptara en áður. Þórhalla Þórhallsdóttir verslun- arstjóri sagði að verslunarrýmið hefði við viðbygginguna stækkað um 600 fermertra og væri nú 1.200 fermetrar en heildarflatarmálið væri um 1.800 fermetrar. Við þessa stækkun hefðu verið settar upp nýjar deildir. Þannig væri nú komið langþráð kjötborð, brauðbúð, snyrtivörubúð, garnsala og græn- metistorgið hefði verið stækkað að mun. Þá væri einnig komið leikher- bergi fyrir börn. Sett hefði verið terraso á öll gólf og það yrði einnig sett upp á veggi síðar. Skipt hefði verið um allar innréttingar í versl- Félagslegar íbúðir nær helmingur nýs húsnæðis uninni, settar breskar Clairs inn- réttingar í matvörudeild en sér- hæfðar austurrískar Umdash-inn- réttingar í sérvörudeildir. Þórhalla sagði að Hagkaup væri stór vinnustaður, þar væru starf- andi hartnær 100 manna, ýmist í heils eða hálfs dags starfi. Að stækkun verslunarinnar, breyting- um og frágangi öllum hefðu unnið akureyrskir iðnaðarmenn og verk- fræðingar svo fyrirtækið skapaði talsverða atvinnu auk verslunarinn- ar sjálfrar. Hún sagði að viðskipta- vinir hefðu lokið lofsorði á breyting- arnar á versluninni og væri tíðrætt um það hversu búðin væri orðin snyrtileg og falleg. Það hefði auk heldur sýnt sig í því að vörusala hefði aukist um 30% eftir breyting- arnar miðað við sama tíma í fyrra. Að sögn Þórhöllu er áberandi að fólk úr nærliggjandi byggðarlögum komi og versli í Hagkaup á Akur- eyri og jafnvel komi fólk langan veg. Verð á vörum sé hið sama á Akureyri og í Reykjavík, það sé stefna fyrirtækisins að hafa sama vöruverð í öllum sínum búðum. Að undanförnu hefði staðið yfir átak til að lækka verð á ýmsum vörum og stæði það enn. Ný vörumerkingavél í vikunni tók Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. á Akureyri í notkun nýja, sjálfvirka vél sem límir vörumerkimiða á innpakkaðar vörur. Þetta er DIGI-vél frá Skrifstofuvélum í Reykjavík, sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún er fljótvirk og afar fullkomin og með notkun hennar unnt að gefa viðskiptavinum mjög góðar upplýsingar um þá vöru sem þeir eru að kaupa. Á myndinni eru við nýju DIGI- vélina Hörður Hákonarson frá Skrifstofuvélum og Kjartan Snorrason hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Brauðbúðin í Hagkaup á Akureyri. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn * #*> t. 0 m #*I000M Hagkaup í breyttum búningi SAMIÐ hefur verið við verktaka um að byggja 19 félagslegar ibúðir og verið er að ganga frá samningum um að byggja 30 íbúðir til viðbótar á þessu ári á Akureyri. Nærri lætur að helm- ingnr þess húsnæðis sem byggt hefur verið á Akureyri á árunum 1985 til 1990 sé félagslegar íbúð- ir. Húsnæðisskrifstofan á Akur- eyri hefur með höndum bygg- ingu og kaup á þessu húsnæði og annast auk þess ráðgjöf og hluta af afgreiðslu gagna í hús- bréfakerfinu. Húsnæðisskrifstofan á Akureyri er rekin á vegum Akureyrarbæjar og Húsnæðisstofnunar ríkisins og hefur starfað í um það bil ár síðan bærinn og Húsnæðisstofnun gerðu samning um rekstur hennar á rót- um þess starfs sem áður hafði heyrt undir Stjórn verkamannabústaða. Að sögn Guðríðar Friðriksdóttur, forstöðumanns Húsnæðisskrifstof- unnar, gegnir skrifstofan ýmsum hlutverkum á vegum Húsnæðis- stofnunar, meðal annars ráðgjöf í húsnæðismálum og vegna greiðslu- erfiðleika, gefnar eru' upplýsingar um möguleika á að fjármagna hús- næðiskaup, kauptilboð eru metin og upplýsingar veittar um skyldu- sparnað. Á vegum Akureyrarbæjar annast skrifstofan umsjón og eftir- lit með byggingu og kaupum á fé- lagslegum íbúðum og annað er lýt- ur að þeirri gerð húsnæðis. Friðfínnur Hermannsson á Hús- næðisskrifstofunni sagði að auk .þessa annaðist skrifstofan af- greiðslu á fasteignaveðbréfum vegna kaupa á eldra húsnæði en ekki væri enn hafin afgreiðsla vegna nýbygginga eða viðauka- bréfa. Oðum styttist í að svo yrði. Hins vegar væri veitt sú þjónusta að fara með fasteignasölum yfir öll gögn áður en þau væru send til Húsnæðisstofnunar og það flýtti fyrir afgreiðslu þeirra. Fram kom hjá Guðríði og Frið- finni að samið hefði verið við Aðal- geir Finnsson hf. um að byggja 19 íbúða fjölbýlishús með félagslegum 'íbúðum við Vestursíðu 10-14. Þar er um að ræða verk sem var hann- að fyrir Húsnæðisskrifstofuna og boðið út. Aðalgeir Finnsson reynd- ist eiga lægsta tilboðið. Auk þess yrði á næstunni samið við 3-4 verk- taka um að byggja 30 íbúðir til viðbótar, en þar er um að ræða 10 íbúðir í raðhúsum og 20 í fjölbýlis- húsum. Það eru verk hönnuð á veg- 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Alls Fjöldi íbúða sem hafin var bygging á á Akureyri 17 28 110 156 66 110 487 Þar af félagslegar íbúðir 15 28 22 62 54 56 237 um verktakanna sjálfra, boðin Hús- næðisskrifstofunni til kaups. Áætl- að er að verð á tveggja herbergja íbúð verði 6-6,6 milljónir, á þriggja herbergja íbúð 7-7,7 milljónir og á fjögurra herbergja íbúð 8,4-9,5 milljónir. Guðríður sagði að nærri léti að helmingur þess húsnæðis sem byggt væri á Akureyri væri félags- iegar íbúðir og hefði svo verið að meðaltali á árabilinu 1985-1990, eins og nánar sést á meðfylgjandi töflu. Athygli vekur að árin 1985 og 1986 voru nær eingöngu byggð- ar félagslegar íbúðir í bænum, mik- ill vöxtur er í einkabyggingum árin 1987 og 1988 en bakslag á ný 1989. Á síðasta ári voru byggingar nærri áðurnefndu meðaltali. Hlutavelta Þessar ungu dömur, Gunn- hildur Helga Guðbjöms- dóttir til vinstri og Aðal- björg Bragadóttir til hægri, héldu nýverið hlutaveltu í Vanabyggð á Akureyri. Þar söfnuðu þær 6.553 krónum og færðu Akur- eyrardeild Rauða krossins. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Ætla að hjóla á hæstu tinda landsins Ungir Akureyringar reyna nýjar aðferðir í ferðamennsku innanlands TVEIR ungir Akureyringar ætla að fara í óvenjulega hjól- reiðaferð um næstu helgi og fara á reiðhjólum sínum á fjóra hæstu tinda íslands. Þeir hafa þegar farið nokkrar reynslu- ferðir um fjöll við Eyjafjörð. Tveir ungir Akureyringar, Jó- hann Kjartansson stálsmiður og Tómas Júlíusson garðyrkjumaður, hafa að undanförnu reynt fyrir sér í íjallaferðum á reiðhjólum og um næstu helgi hyggja þeir á hálendisferð og ætla að leggja að baki fjóra hæstu fjallatinda lands- ins í rúmlega vikulangri ferð. Jóhann sagði að þeir félagar væru báðir starfandi í Hjálpar- sveit skáta og Skátafélaginu á Akureyri. Þessi ferðamennska þeirra væri á vissan hátt liður í þjálfun þeirra, en þessar ferðir veittu þeim margvíslega reynslu auk þess að ferðast um á hjólun- um. Á föstudaginn myndu þeir leggja af stað á jeppa upp á há- lendið, en ætlunin væri að fara á hjólunum upp á tinda Hvanna- dalshnjúks, Bárðarbungu, Kverk- fjalla og Snæfells, í þeirri röð sem veður og aðstæður hentuðu best. Þeir hyggðu á dagsferðir á hvert fjall en færu á milli á jeppanum. Á leiðinni upp er ætlun þeirra Jóhanns og Tómasar að hjóla hvar sem þess er nokkur kostur en bera hjólin á bakinu þar sem al- gerlega er ófært. Þeir hyggjast hins vegar hjóla alla leið niður, en að sögn Jóhanns er það all- þokkalega gerlegt, víðast sé hægt að finna færar slóðir innan um grjót og klungur og sums staðar verði farið á snjó. Jóhann sagði að þetta yrði auk þess að sumu leyti skíða- og jöklaklifursferð því upp á Bárðarbungu færu þeir á skíðum. Þá myndu þeir festa hjól- in saman og draga á eftir sér eins og fjórhjóla vagn. Auk þess hefðu þeir í för fullkominn klifurbúnað til að nota ef á þyrfti að halda. Jóhann sagði að um síðustu helgi hefðu þeir félagar farið í hjólaferð á Kaldbak. Þeir hefðu lagt upp frá Grenivík klukkan 13.30 og verið þijár klukkustund- ir á leiðinni upp. Þeir hefðu þurft að bera hjólin mestalla leiðina upp því þetta væri svo snarbratt, en þeir hefðu hins vegar hjólað alla leið niður, mest á snjó, og verið klukkutíma að því. Eins hefðu þeir prófað ágæta leið, farið á bíl upp á Vaðlaheiði, hjólað suður „Skólavörðustíg" og áfram suður frá skólavörðunni og síðast niður gömlu þingmannaleiðina að Leifs- stöðum. „Á sunnudaginn var fór- um við svo upp á brún Hlíðar- ijalls og hjóluðum norður Frosta- staðagil niður á Þelamörk. En nú bíðum við í ofvæni eftir því að komast upp á háu tindana,“ sagði Jóhann að lokum. Morgunblaðið/Jóhann Kjartansson Hærra er ekki unnt að komast á Kaldbak en upp á vörðuna á tindinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.