Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 27 Þorbjörg Ottós- dóttir - Minning Fædd 23. júlí 1924 Dáin 10. júlí 1991 Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi Þóru, Þorbjörgu Ottósdótt- ur, að kvöldi hins 8. júlí að það væru okkar siðustu samverustundir hér á þessari jörð. Eg vil þakka henni fyrir allar góðu stundinrnar er við áttum sam- an og einnig þann trúnað, góðvild og traust er hún sýndi mér jafnt á gleði- sem á sorgarstundum. Hún var þeim eiginleikum gædd að geta hlustað og gefið góð ráð þegar til hennar var leitað og vil ég þakka henni það af alhug. Þóra talaði um það við mig hvað sér hefði þótt vænt um þegar sonur hennar, Guð- mundur, tók sér sumarfrí til að geta hugsað um hana síðasta hálfan mánuðinn sem hún var heima og sagði að hann annaðist sig af mik- illi hlýju. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á sambýlismann henn- ar, Einar Guðmundsson, og eitt sinn þegar við sátum á tali saman sagði hún mér að án hans hjálpar og umhyggju hefðþ hún ekki getað haldið heimili. Á milli þeirra var mikil vinátta og gagnkvæmur skiln- ingur og fannst mér eftirminnilegt að verða vitni að því hvernig Einar reyndist Þóru til þess síðasta. Þóra og Einar reyndust eftirlifandi föður Þóru sem nú er orðinn háaldraður og enn á lífi mjög vel og hlakkaði gamli maðurinn ávallt til þeirra stunda sem hann naut samveru þeirra en þau buðu gamla mannin- um ávallt heim til sín á sunnudögum og á hátíðisdögum. Þóra var víðles- in og vel heima í hinum ýmsu máia- flokkum og hafði hún mikið dálæti á ljóðum. Þóra var mjög orðheppin í tilsvörum og var hrókur alls fagn- aðar meðan heilsan leyfði og ófáar voru bingóferðimar okkar Þóru og sátum við þá oft saman við sama borð og oft var slegið á létta strengi. Það verður tómlegt að faraí bingó og einnig á heimili hennar í Hæðar- garði þegar hennar nýtur ekki leng- ur við. Ég votta öldnum föður henn- ar svo og sambýlismanni hennar, Einari Guðmundssyni, og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Hulda Sassoon Finnbogi Þ. Þor- bergsson — Minning Fæddur 24. júlí 1912 Dáinn 9. júní 1991 Finnbogi Þórarinn Þorbergsson var fæddur í Efri Miðvík í Aðalvík í Sléttuhreppi 24. júlí 1912 og hefði því orðið 79 ára gamall í dag. Hann var sonur hjónanna Þor- bergs Jónssonar útvegsbónda í Efri Miðvík fæddur 1858, dáinn 1934, og seinni konu hans Oddnýjar Finn- bogadóttur, fædd 1874, dáin 1938. Þorbergur var sonur Jóns Björns- sonar bónda í Rekavík Bak Látur, fæddur 1822, dáinn 1878. Hann var sonur Björns Guðmundssonar í Rekavík, fæddur 1792, dáinn 1870. Faðir hans var aðfluttur, Guðmund- ur Guðmundsson fæddur 1761 á Útibliksstöðum í Miðfirði í Húna- þingi. Hann gekk að eiga ekkju, Hildi Ólafsdóttur í Görðum, þau bjuggu svo íÞverdal. Hann dó 1847. Oddný var dóttir Finnboga Árna- sonar, fæddur 1849, dáinn 1897, bóndi í Efri Miðvík. Hann var sonur Árna Jónssonar, fæddur 1824, dá- inn 1862, húsmaður í Neðri Miðvík. Hann var sonur Jóns Jónssonar, fæddur 1790, dáinn 1865, bónda í Neðri Miðvík. Hans faðir var Jón Guðlaugsson, fæddur 1748, dáinn 1819, bóndi í Neðri Miðvík, sonur Guðlaugs ísleikssonar í Neðri Mið- vík, fæddur 1710, dáinn ?. Eins og sjá má, eru þessar ættir alfarið í Sléttuhreppi í meir en tvær aldir. Þetta virðist hafa verið dug- legt fólk, sem lifði jöfnum höndum á búskap og sjósókn. Þorbergur í Miðvík missti fyrri konu sína, Margréti Þorvaldsdóttur, þau áttu tvö börn sem komust á legg, Óla (eldri), hann dr. 1913, og Þórunni, en hún lést 1975 háöldruð. 16. júlí 1912 fórust synir prests- hjónanna á Stað í Aðalvík, og í skírninni hlaut sveinninn ungi nöfn þeirra beggja, Finnbogi Þórarinn. Finnbogi ólst upp í stórum systk- inahópi í Efri Miðvík, næst yngstur 10 barna. Af þeim eru nú látin Finn- björn, Sölvi, Margrét, Sigríður og Þorbergur. Ájífi eru Valdimar og Guðmunda á ísafirði og Oddný og Óli (yngri) í Reykjavík. Finnbogi sem og aðrir á þessum tímum naut ekki langrar skóla- göngu. En þeim mun diýgri varð ganga í skóla lífsins honum. Hann hlaut hvarvetna lof fyrir störf sín og samviskusemi hvar sem hann starfaði. Sem ungur maður vann hann á Korpúlfsstöðm. Hann var mörg ár í Súgandafirði, sem landmaður á bátum, og þótti meðal annars af- burðamaður við lóðabeitingu. Hann var á Kleppsspítala og á Úlfarsá, Jón Jónsson, Skaga- strönd - Minning - Fæddur 21. maí 1921 Dáinn 9. júlí 1991 Nú þegar Jón Jónsson, nágranni okkar og vinur, er látinn langar okkur til að minnast hans með nokkrum orðum. Vinátta okkar hófst fyrir um tuttugu árum þegar við stofnuðum heimili á Skaga- strönd. Alla tíð síðan reyndist Jón okkur traustur vinur og hjálparhella sem gott var að leita með vanda- mál sín því hann átti alltaf góð ráð í pokahorninu sem hann var ósínkur á. Jón lagði gjörva hönd á margt um ævina og gekk til allra starfa með bros á vör og brjartsýni í huga. Var þá sama hvort starfið var að fara á sjó á trillunni sinni eða stjórna stóru fyrirtæki eins og Rækjuvinnslunni, alltaf var Jón jafn glaður í sinni. Jákvæðni Jóns og hæfileiki hans til að sjá björtu hlið- arnar á lífinu gerðu það að verkum að hann hafði bætandi áhrif á þá sem umgengust hann. Eftir að Jón hætti á vinnumarkaðnum dró hann sem forstöðumaður, en það var þá deild frá Kleppi. Hann vann og all- mörg ár á Keflavíkurflugvelli. Síð- ustu starfsárin var hann húsvörður í Hátúni 10 í Reykjavík og að síð- ustu vistmaður þar. Hann kvæntist Emilíu Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi og þau eignuðust dótturina Oddnýju. Hún er bókasafnsfræðingur, gift Birni Björnssyni kennara. Þau eiga 3 dætur. Þau eru búsett á Sauðár- króki. Finnbogi og Emilía slitu hjúskap. Síðar hóf Finnbogi sambúð með Ingibjörgu Jónsdóttur frá Þingeyri, og lifir hún hann. Finnbogi var alla tíð mjög heilsu- veill. Hann þjáðist að liðagigt. Mér er það minnisstætt, þegar ég var ungur drengur, hvað mér fannst hann þjást mikið. Hann virt- ist svo undirlagður, að mér finnst nú, uppkominn, að það sé með ein- dæmum, hvað hægt er að leggja á sumt fólk, ég held að við skiljum það ekki. En nú er þjáningum Finnboga lokið í þessari jarðvist, við hittumst hinumegin. Eftir lifir minningin um góðan dreng og kæran frænda. Ég votta Oddnýju dóttur hans og hennar fjölskyldu, svo og Ingi- björgu Jónsdóttur, samúð og virð- ingu. Kjartan T. Olafsson sig ekki aldeilis í hlé heldur kom sér upp aðstöðu í bílskúrnum til smíða og smíðaði þar hvern gripinn öðrum fínni. Einnig varð hann for- maður Skógræktarfélagsins og dreif það upp með atorku sinni og vinnusemi. Þegar honum var ljóst hvaða veikindi hann ætti við að stríða lagði hann í baráttuna^ið þau með sömu atorkunni og bjart- sýninni og hafði dugað honum svo vel fram að því. Einbeittur vilji Jóns dugði ekki í þetta sinn því hér var við æðri mátt að etja og stríðinu við þann mátt hljóta allir að tapa einhvern tíma. Jón varð að viður- kenna ósigur sinn aðfaranótt 9. júlí er hann lést á Landakotsspítal- anum í Reykjavík. Elsku Maju og öðrum aðstand- endum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur en minn- ingin um góðan mann mun lifa með okkur öllum. Gunna og Óli Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. FÉLAGSLÍF ÉSAMBAND (SŒNZKRA i KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboössamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn: Valdís og Kjartan. Allir velkomnir. Samvera fyrir fólk á öllum aldri í kvöld i Suðurhólum 35: Bænastund kl. 20.10. Samveran hefst kl. 20.30. „Ég er frjáls". Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Ungt fólk á öllum aldri velkomið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bilblíulestur í kvöld kl. 20.30. „Trúboð í dag“. Gestir frá Kanada tala. Tjaldsamkomur byrja við Laugar- nesskóla annað kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. 'Ufawdi H ÚTIVIST GRÓFIHHI l • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARII4606 Létt kvöldganga miðvikudag 24. júlí. Bláfjallaleiðin. Skoðaður hluti hinnar skemmtilegu Bláfjalla- leiðar. Gengið verður frá Rauðu- hnúkum, um Sandfell og útsýnis notið af Selfjalli. Göngunni lýkur í Lækjarbotnum. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni að vestan kl. 20.00, komið við hjá Árbæjar- safni. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur 24. júlí Kl. 20 Skógarstígar í Heið- mörk. Létt og skemmtileg ganga í-Vífilsstaðahlíð. Trjásýnireitur- inn skoðaður. Afsláttarverð kr. 500. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl austanmegin. Fjölbreýttar helgarferð- ir. 26.-28. júlí 1. Miðsumarsferð í Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Skagfjörðs- skála Langadal. Gönguferðir. 2. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsinu í Laugum. Ekið í Eldgjá. Gönguferðir. 3. Hvftárnes - Kerlingarfjöll - Hveravellir. Ekið og gengið. Gist í skálum F.i. 4. Þverbrekknamúli - Hrútfell. Gengið í skálann i Þverbrekkna- múla og gist þar. Dagsganga á Hrútfell (1410 m.y.s.). Helgarferð 27.-28. júlí: Emstrur-þórsmörk. Gengið af Emstrum til Þórsmerkur á laug- ardeginum (um 67 klst. ganga). Gist í Þórsmörk. Munið ferðir um verslunar- mannahelgina: 1. Landmanna- laugar - Eldgjá. 2. Dalir - Breiða- fjarðareyjar - Dagverðarnes. 3. Lakagfgar (Eldborgarraðir) - Blágil - Leiðólfsfeli. 4. Höfða- brekkufjöll (sannkallað Þórs- merkurlandslag). 5. Nýidalur - Vonarskarð - Laugafell. 6. Þórsmörk. Miðar óskast sóttir fyrir þriðjudag í Þórsmerkur- ferðina. Ferðafélag Islands. Ðútivist CIHHII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARt 14606 Miðvikudag 24. júií Bláfjallaleiðin Létt kvöldganga Skoðaður hluti hinnar skemmti- legu Bláfjallaleiðar. Gengið verð- ur frá Rauðuhnúkum um Sand- feli og útsýnis notið af Selfjalli. Göngunni lýkur í Lækjarbotnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni að vestan kl. 20.00, komið við hjá Árbæjarsafni. Um næstu helgi Hólmsárlón - Strúts- laug - Brytalækir Gist í húsi. Gengið af Mælifells- sandi um Hólmsárbotna í Strúts- laug. Þaðan austur með Hólms- árlóni i Rauðabotn, sem er hluti af Eldgjá. Komið við í Eldgjá og Landmannalaugum á heimleið. Fararstjóri Anna Soffia Óskars- dóttir. Básará Goðalandi Tilvalinn staður til að slaka á eftir annir vikunnar. Fararstjóri Sigurður Einarsson. Fimmvörðuháls - Básar Hin vinsæla gönguleið milli Bása og Skóga. Gangan tekur 8-9 klst. Gist í Básum. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU 3 & 11798 19533 Ferðist innanlands með Ferðafélaginu í sumar 26/7-1/8 (7 dagar): Borgar- fjörður eystri - Loðmundar- fjörður. Gist í húsum. Skoðunar- og gönguferðir um þetta fjöl- skrúðuga landsvæði. 26/7-1/8 (7 dagar): Seyðis- fjörður - Borgarfjörður eystri. Bakpokaferð um Loðmundar- fjörð og Vikurnar. 2.-5. ágúst (4 dagar): Þórisdal- ur - Hlöðuvellir. Bakpokaferð um verslunarmannahelgina. Gengið frá Kaldadal og í skálan Slunkaríki. 2.-11. ágúst (10 dagar): Vonar- skarð - Kverkfjöll. Spennandi bakpokaferð um og með norð- urjaðri Vatnajökuls. Fararstjóri: Jóhannes L. Jónsson. í lokin eru hveradalir Kverkfjalla skoðaðir. Ferðin er hluti af göngusyrpu í kringum Vatnajökul. Göngutjöld. 2.-8, ágúst (7 dagar): Lóns- öræfi. Mögulegt að gista í nýja skálanum meðan pláss leyfir (30). Gönguferðir um stórbrotið og litríkt svæði. Árbókarferðir 8.-13. ágúst (6 dagar): Einstakt tækifæri til að kynnast hluta af þeim svæðum sem árbækur 1990 og 1991 fjalla um þ.e. „Tröllaskag- anum" ásamt fleiri áhugaverð- um stöðum. a. Árbókarferð-ökuferð. Kjölur, Öxnadalsheiði, Hraunsvatn, Hörgárdalur, Eyjafjarðardalir, Náttfaravík, Sprengisandur. b. Árbókarferð-Tungnahryggs- leið. Bakpokaferð á milli Eyjar- fjarðar og Skagafjarðar. Gist tvær nætur í Tungnahryggs- skála. 14.-18. ágúst Kjalvegur hinn forni: Hvítárnes-Þverbrekkna- múli-Hveravellir. Áhugaverð gönguleið, ekki síðri en „Lauga- vegurinn". Gönguferðir um „Laugaveg- inn“ í allt sumar. Gönguferð um Jötunheima í Noregi 17.-26. ágúst. Þekkt- asta fjallasvæði Noregs. Ferð í samvinnu við norska Ferðafélag- ið. Nánari uppl. á skrifstofunni, Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.