Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 -*~v38 ÍÞR&mR - FOLK ■ BIRKIR Kristinsson mark- vörður Fram hélt marki sínu hreinu í 299 mínútur samfleytt eða í rétt tæpar fimm klukkustundir. Birkir fékk á sig mark strax á 3. mínútu í leiknum við UBK í síðustu umferð en þá hafði ekki verið skorað hjá Fram í deiidarkeppninni síðan í 6. umferð er liðið lék gegn FH. Bjarni Sigurðsson markvörður Vals hefur því enn haldið hreinu lengst allra markvarða í sumar því Valsmenn fengu ekki á sig mark fyrr en 318 mínútur voru liðnar af mótinu. ■ 24 MÖRK voru skoruð í 1. umferð Samskipadeildarinnar og er það mesti markafjöldi í einni umferð. Fæst mörk voru skoruð í 2. umferð, aðeins sex og skoruðu heimaliðin þau öll. ■ FLESTIR áhorfendur komu að sjá leik Fram og KR í 8. umferð. 2.965 greiddu aðgangseyri, rúm- lega sautján sinnum fleiri en bor- guðu sig inn á leik FH og KA í umferðinni á undan. 170 borguðu sig inn á Kaplakrikann og er það minnsti áborfendafjöldinn á þeim 50 leikjum sem leiknir hafa verið. . m VÍKINGUR sem gerði flest jafnteflin í fyrra, sjö talsins, er nú eina liðið sem ekki hefur gert jafn- tefli í deildinni. ■ KR er með prúðasta liðið að mati dómara sem aðeins hafa sýnt leikmönnum liðsins gula spjaldið átta sinnum í sumar. Víkingar sem hafa aðeins fengið eitt gult spjald í síðustu þremur leikjum, hafa feng- ið flest spjöldi, 25, þar af tvö rauð. ■ BREIÐABLIK hefur teflt fram flestum leikmönnum í sumar eða ^uttugu. Víðir hefur notað fæsta, aðeins fimmtán. ■ STEINAR Ingimundarson hefur skorað helming marka Víðis í sumar. Víðismenn hafa aðeins skorað átta mörk og hefur Steinar gert fjögur þeirra. Víðir er einnig eina lið deildarinnar sem ekki hefur unnið leik og eina liðið sem fengið hefur á sig mark í öllum leikjunum. ■ BRAGI Bergmann og Egill Már Markússon hafa gefið flestu spjöldin í einstökum leikjum. Báðir gáfu þeir átta gul spjöld og eitt rautt í leikjum Víkings við Stjörn- una og Fram. ■ KR hefur gert 22 mörk í deild- inni í sumar, þar af helminginn gegn Víði - 11. Sjö í fyrrakvöld og ijögur í fyrstu umferð mótsins. KNATTSPYRNA Guðmundur yngsti atvinnumaðurinn ogsá 14.íBelgíu Guðmundur Benediktsson verður 14. íslendingurinn sem gerist at- vinnumaður í knattspyrnu í Belgíu, og jafnframt yngsti íslenski at- vinnumaðurinn til þessa. Hann verður 17 ára 3. september næst- komandi, en skrifar undar samning -.-yið Ekeren einhvern næstu daga. Arnór Guðjohsen, yngsti atvinnu- maður íslands til þessa, undirritaði samning við Lokeren á sínum tíma daginn frir 17 ára afmæiið. Asgeir Sigurvinsson var sá fyrsti sem fór til Belgíu; samdi við Stand- ard Liege haustið 1973, og fyrsti deildarleikur hans með félaginu — útileikur gegn Beerschot — fór fram 8. september 1973, rétt tæpu ári áður en Guðmundur Benediktsson fæddist! Þess má geta að Guðmundur er aðeins þriðji Akureyringurinn sem gerist leikmaður með erlendu fé- lagi. Árni Stefánsson, fyrrum lands- liðsmarkvörður, var hjá Jönköping og Landskrona í Svíþjóð á sínum tíma og Þorvaldur Örlygsson gekk til liðs við Nottingham Forest í Englandi í désember 1989. Þeir eru báðir úr KA, en Guðmundur er fyrsti Þórsarinn sem spreytir sig sem atvinnumaður erlendis. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Sævar Jónsson úr Val, Stefán Arnarson úr FH og Ólafur Gottskálksson úr KR eru efstir og jafnir í einkunnagjöf Morgunblaðsins og hafa allir fengið 11 M. Þríreru efstirog jafnirmed 11 M MARKVERÐIRNIR ÓLAFUR Gottskálksson KR og Stefán Arnarson FH eru ásamt Sævari Jónssyni Val efstir í einkunna- gjöf Morgunblaðsins. Þre- menningarnir hafa allir hlotið 11 M eftirtíu umferðir f Sam- skipadeildinni. ÆT Atta leikmenn hafa hlotið tíu M en það eru Arnar Grétarsson UBK, Haukur Bragason KA, Hlyn- ur Stefánsson ÍBV, Guðmundur I. Magnússon og Helgi Björgvinsson Víkingi og KR-ingarnir Þormóður Egilsson, Atli Eðvaldsson og Sig- urður Björgvinsson. Þrír eru með níu M en það eru þeir Pétur Ormslev Fram og Vals- mennimir Einar Páll Tómasson og Bjarni Sigurðsson. Þá hafa sjö leik- menn fengið átta M. Hæsta einkunn sem gefín er fyr- ir frammistöðu er þijú M, sú ein- kunn var gefin þeim Guðmundi Steinssyni Fram og Andre Jerina ÍBV, í fyrra en ekki hefur verið gefið svo hátt í sumar. Einn leik- maður hefur fjórum sinnum fengið tvö M en það er Stefán Arnarson FH en sjö leikmenn hafa þrívegis fengið þá einkunn. Þormóður Egilsson KR hefur verið í liði umferðarinnar í sex skipti, Níu leikmenn hafa þrisvar verið valdir. Það stefnir í að fleiri M verði gefin í ár en í íýrra en þá urðu M-in 682 en nú þegar hafa verið gefin 532 M. Aðalsteinn Aðalsteins- son Víkingi fékk flest M í fyrra, fjórtán að tölu. VALLARMAL / KOPAVOGUR Aðalvöllurinn ekki tilbúinn MIKIÐ hefur verið rætt um hvers vegna aðalleikvangur- inn í Kópavogi er ekki notaður fyrir knattspyrnu í sumar. Astæðan er að hann var tek- inn upp síðsliðið haust og er ekki orðinn nógu góðurtil að hægt sé að leika knattspyrnu þar. Jón Julíusson, íþróttafulltrúi Kópavogs segir að sérfræðing- ar hafi gert úttekt á vellinum og komist að þeirri niðuretöðu að ekki sé verjandi að hleypa knatt- spymumönnum á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Það voru þeir Dr. Bjami Helga- son og Dr. Árni Bragason sem gerðu úttekt á vellinum 10. júlí. I greinargerð frá þeim segir að greiniiega sé um nokkra mis- sprettu að ræða og víða séu þök- urnar ekki nógu gróskumiklar og því sé grassvörðurinn langt frá því að vera nægjanlega öflugur til að ráðlegt sé að nota völlinn alveg á næstunni. Þeir segja samt að í heild líti völlurinn mjög vel út en þeirri mynd sé fljótlegt að spilla með ótímabærri notkun. Segja þeir að ekki eigi undir neinum kringu- stæðum að nota völlinn fyrr en eftir miðjan ágúst og þá rpjög hóflega. Jón segir vallaryfirvöld í Kópa- vogi muni fylgja þessum ráðlegg- ingum og ákveðið hafí verið að opna leikvanginn fyrir knatt- spymu í fyrsta lagi 15. ágúst. BRUSSEL Tongeren La Louviere Charleroi Magnús Bergs: Tongeren Guögeir Leifsson: Charleroi Islenskir avinnumenn í Belgíu Sævar Jónsson: Cercle Brugge Brugge Arnór Guðjohnsen: Lokaren og Anderlecht Guömundur Benediktsson: Ekeren Pétur Pétursson: Antwerpen og Anderlecht Ragnar Margeirsson: Gent og Waterschei Ekeren m' Antwerpen Lokeren • Gent Genk waterschei Karl Þóröarson og Þorsteinn Bjarnason: La Louviere 50 km Marteinn Geirsson og Stefán Halldórsson: Royal Union Guömundur Torfason: Racing Club Genk Lárus Guömundsson: Waterschei Ásgeir Sigurvinsson: Standard Liege FRJALSIÞROTTIR Brons hjá Unni á HM UNNUR Stefánsdóttir náði bronsverðlaunum í 800 metra hlaupi á HM öldunga ífrjálsum íþróttum sem nú stendur yf ir í Turku i Finnlandi. Unnursem að keppti í flokki 40-44 ára var lengst af hlaupsins í 5. sæti en náði að tryggja sér 3. sætið með góðum endaspretti á tímanum 2.29:04. Sigurborg Guðmundsdóttir keppti í 100 m. hlaupi í flokki 35-39 ára og náði fimmta sæti. Sigurborg setti íslandsmet í und- anrásunum er hún hljóp á 12.99 sekúndum en hún fékk tímann 13:09 sek. í úrslitahlaupinu sem fram fór í mikilli rigninguí úrslita- hlaupinu í mikilli rigningu. Jón Magnússon kastaði 46.08 metra í sleggjukasti í aldursflokki 55-59 ára og varð í 8. sæti. Jóhann Jónsson, sem ætlar sér að veija heimsmeistaratitil sinn í þrístökki á laugardaginn keppti í tugþraut og lenti í 12. sæti. Jóhann keppir í aldursflokki 70-74 ára. Staðan hjá okkur í D-riðli 4. deildar var ekki alveg rétt í gær. Hér birtist hún rétt. Einn tölustafur féll út þegar við sögðum frá úrslit- úm í leik Stjörnunnar og Reynis frá Sandgerði í 2. deild kvenna. í blað- inu stóð 4:0 en það vantaði 1, því leikurinn endaði 14:0. 4. DEILD C-RIÐILL Fj.leikja U J T Mörk Stig GRÓTTA 7 7 0 0 48: 7 21 SNÆFELL 8 2 4 2 00 ö CM 10 FJÖLNIR 7 3 1 3 16: 14 10 HAFNIR 7 3 1 3 19: 21 10 ÁRVAKUR 8 2 3 3 18: 20 9 LÉTTIR 7 0 1 6 7: 53 1 SKOTFIMI Athugasemd formanns STÍ Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þorsteini Ásgeirssyni formanni Skotsambands íslands. 1. Árangur Tryggva Sigmann- sonar í loftskammbyssu 575 stig á móti í Finnlandi 6. 7. 1991. Sem er íslandsmet í þeirri grein. í loft- skammbyssu er keppt samkvæmt reglum alþjóða skotsambandsins (UIT) og er þessi grein jafnframt Olympíugrein. Þessi ámgur Tryggva er besti árangur íslendings í loftskamm- byssu til þessa. 2. Einar Páll Garðarsson náði 189 stigum á íslandsmóti í hagla- byssuskotfimi (skeet) í Leirdal 6. 7. 1991. Og er íslandsmet í þeirri grein. í haglabyssuskotfimi (skeet) er keppt samkvæmt reglum alþjóða skotsambandsins (UIT) og er þessi grein jafnframt Ólympíugrein. Þessi árangur Einars er besti árangur íslendings í Haglabyssu- skotfimi til þessa. 3. Skráð íslandsmet Carls J. Eiríkssonar í enskri keppni (utan- húss) í riffli er 588 stig. Náð í Zurich 4. júní 1990. I enskri keppni er keppt samkvæmt reglum alþjóða skotsambandsins (UIT) og er þessi grein jafnframt Ólympíugrein. 4. Besti árangur Carls J. Eiríks- sonar í riffilskotfimi innanhús 60 skot liggjandi er 596 stig. Alþjóða skotsambandið skráir ekki innanhú- skeppnir sérstaklega sem alþjóðleg- an árangur. Heldur er ekki vitað um neitt land sejn skráir slíkar keppnir fyrir utan ísland. Skotsam- bandið veitir undanþágu til skrán- ingar á íslandsmeti í riffli innan- húss. Greinin er byggð á misskilningi og er því eki ástæða til að elta ólar við það Höfundur er formaður Skotsam- bands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.