Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 39
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 39 Bo hættir - Ásgeir Elíasson tekur við SVÍINN BO Johansson hættir sem landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu eftir vináttuleikinn við Dani 4. september næst- komandi og Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, verður eftirmað- ur hans. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins undir stjórn Ás- geirs verður á Laugardalsveili 25. september — gegn Spán- verjum í Evrópukeppninni. Ás- geir verður ráðinn til tveggja ára. Knattspymusambandið gefur tvær ástæður fyrir því að Bo Johansson hætti störfum. Í fyrsta lagi að hann telji veru sína á ís- landi erfiða fyrir fjölskyldu sína, en Bo býr hér á landi í 8 mánuði á ári. Og í öðm lagi hafí KSÍ haft áhuga á að ráða íslenskan þjálfara. Svíinn var með samning við KSÍ út þetta ár, en síðasti leikur ársins er í Evrópukeppninni gegn Frökk- um í Paris 20. nóvember. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Jo- hansson hittust á fundi í gærmorg- un þar sem ákveðið var, skv. upplýs- ingum frá KSÍ, að samningur Svíans yrði ekki framlengdur. Morgunblaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að landsliðsnefnd hafi ákveðið það á fundi fyrir nokkru að framlengja ekki samning Johanssons, og stjórn KSÍ hafi þeg- ar verið búin að samþykkja þá nið- urstöðu fyrir fundinn í gærmorgun. Vildi hætta strax Landsliðsþjálfarinn óskaði eftir því í gær að hætta þegar störfum, en féllst á að stjóma liðinu í vináttu- leiknum gegn Dönum, þar sem Ásgeir eftirmaður hans er upptek- inn við þjálfun og stjórnun Fram- liðsins og baráttan um íslands- meistaratitilinn verður komin á lokastig þegar Danaleikurinn fer fram. Ásgeir hefur því um nóg annað að hugsa á þeim tíma, eins og hann og hann orðar það sjálfur í viðtali hér að neðan. Fráfarandi landsliðsþjálfari full- yrti, í samtali við Morgunblaðið í Ásgeir Elíasson þjálfarí Fram sem stjórnar landsliðinu a.m.k. næstu tvö árin. gærkvöldi, að hann hefði viljað kiára tveggja ára samning sinn við KSÍ en hverfa síðan á braut. Hefði ekki viljað starfa lengur hér á landi, aðallega vegna þess — eins og fram kom í fréttatilkynningu frá honum og Eggert Magnússyni sem send var út í gærkvöldi — hversu lengi hann er í burtu frá fjölskyldu sinni á ári hveiju. Hann hefði því talið rétt að hætta strax og gefa nýjum manni tækifæri á að taka við liðinu sem fyrst. Stýra því gegn Dönum og síðan í Evrópuleikjunum tveim- ur. „Það er alltaf best fyrir þjálfara að hafa sem bestan tíma,“ sagði Johansson í gærkvöldi. En þegar hann hefði vitað að eftirmaðurinn Morgunblaðið/Bjarni Bo Johansson, fráfarandi landsliðsþjálfari, á varamannabekknum í einum af fjórum leikjum undir hans stjóm á heimavelli. Þeir verða alls fimm - sá síðastLgegn Dönum 4. september. væri Ásgeir Elíasson, sem vaeri upptekinn í öðru verkefni, hefði hann fallist á að stýra liðinu gegn Dönum. „Góðurtími" Johansson sagðist hafa haft mjög gaman af dvölinni hér á landi. „Ég hef hitt mikið af góðu fólki hér, bæði leikmenn og aðra. Þetta hefur verið góður tími.“ Hann heldur til Svíþjóðar á morgun, kemur síðan aftur fyrir úrslitaleikinn í Mjólkur- bikarkeppninni, fylgist með næstu umferð í deildinni þar á eftir og þá verður komið að Danaleiknum. Hann sagði allt óráðið um fram- haldið hjá sér — þar sem hann hefðL. verið í þessu starfi hefði hann neit- að að ræða önnur hugsanleg verk- efni fram að þessu. Landsleikir íslands undir sljóm Bo Johanssons 1990 28. mars Lúxemborg VLÍsland - Lúxemborg ..2:1 4. apríl Bermúda VLÍsland - Bermúda....4:0 8. apr íl St. Luis VL ísland - Bandríkin.1:4 30. maí Reykjavík EM ísland - Albanía....2:1 8. ágúst Þórshöfn VL ísland - Færeyjar.3:2 5. septemberReykjav. EM ísland - Frakkland.l:2 26. sept. Kosice EM ísland - Tékkóslóvakía ....0:1 10. október Sevilla EM ísland - Spánn.1:2 1991 27. apríl Watford yL ísland - England b.0:1 1. maí Cardiff VL ísland - Wales......0:1 7. maí Valetta VL ísland - Malta.........4:1 26. maí Tirana EM ísland - Albanía......0:1 5. júní Reykjavík EM ísland - Tékkóslóvakía...0:l 17. júlí Reykjavík VL ísland - Tyrkland.5:1 Veit ekki hvort ég geri meiriháttar breytingar r __ * segirAsgeir Elíasson nýráðinn landsliðsþjálfari Islands í knattspyrnu að var verið að ganga frá þessu og ég hef ekki haft mikinn tíma til að hugsa um þetta, en verð ég ekki að segja að þetta leggist vel í mig? Annars hefði ég varla tekið starfið að mér,“ sagði Ásgeir Elíasson ný- ráðinn landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Ásgeir hefur verið þjálfari meistaraflokks Fram undanfarin ár og er þetta sjöunda árið sem hann sér um þjálfun á þeim bæ. Hann lék fyrsta landsleik sinn árið 1970 og þann síðasta árið ; 1983. „Ég er skráður með 39 landsleiki en ég held ég hafi bara leikið 32 eða 33,“ sagði Ásgeir í gærkvöldi. Ásgeir er íþróttakennari að mennt og hefur auk þess sótt ýmis þjálfaranámskeið á liðnum árum auk þess sem hann hefur farið erlendis og athugað hvernig þjálfarar þar bera sig að. Hann hefur verið þjálfari í 12 ár sam- fleytt þrátt fyrir að hann sé ekki nema 41 árs. Hann lék með Fram fram til ársins 1975 er hann gerð- ist leikmaður og þjálfari á Ól- afsvík. Leiðin lá aftur til Fram og þar lék hann þar til hann tók að sér að þjálfa og leika með FH árið 1980. Næstu fjögur ár þjálf- aði hann Þrótt í Reykjavík og nú er hann að ljúka sjöunda árinu sem þjálfari hjá Fram. „Það er talað um að gera samn- ing til tveggja ára en það er ekki búið að ganga frá neinum samn- ingum ennþá,“ sagði Ásgeir í gærkvöldi. „Ég veit ekki hvort það verða meiriháttar breytingar á lið- inu en sjálfsagt gerir maður ein- hveijar breytingar, en eins og er hef ég nóg annað að hugsa um enda deildarkeppnin aðeins hálfn- uð,“ sagði Ásgeir, en hann mun stjórna landsliðinu í leik gegn Spánveijum á Laugardalsvelli 25. september. „Mér hefur stundum fundist að velja hefði mátt aðra menn í landsliðið þegar hópurinn hefur verið tilkynntur og þá hugsanlega fljótari menn því ég tel, og byggi það á eigin reynslu, að móther- jarnir séu oftast fljótari á boltann en við. Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum og ég mun reyna að byggja liðið upp á fljót- um og „teknískum" leikmönnum, en við vitum að það er alltaf á brattann að sækja hjá okkur því við leikum mest við atvinnu- menn,“ sagði nýi landsliðsþjálfar- inn í gærkvöldi. Aðspurður um hvar uppáhalds knattspyrnan hans væri leikinn sagði hann: „Ég hef alltaf verið hrifinn af Brasilíumönnum og Hollendingum. Það er svo mikil mýkt i leik Brasiliumanna og Hollendingar voru með geysilega sterkt lið á árunum 1970-74 og svo auðvitað á síðustu árum,“ sagði Ásgeir. Framarar hafa verið mjög sig- ursælir undir stjórn Ásgeirs. Þau sex ár sem hann hefur þjálfað lið- ið hafa þeir unnið sex stóra titla. Þeir urðu íslandsmeistarar árin 1986, 1988 og 1990 og bikar- meistarar árin 1985, 1987 og 1989.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.