Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 40
svo vel sétryggt ALMENNAR UNIX FRAMTÍÐARINNAR HEITIR: IBM AIX MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Mulroney hittir Davíð í Leifsstöð — Forsætisráðherrar Islands og Kanada, Davíð Oddsson og Brian Mulroney, munu eiga fund í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar síðdegis í dag, en Mulroney kemur við hér á landi á leið sinni frá Evrópu vestur um haf. Að sögn Hreins Loftssonar, að- stoðarmanns forsætisráðherra, ósk- aði Mulroney eftir fundi með Davíð þegar ljóst varð að hann kæmi við hér á landi. Gera megi ráð fyrir að þar muni þeir meðal annars fjalla um fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja Vesturlanda í London á dögunum, auk hugmynda Mulroneys um að efla samstarf ríkja á norðurhveli jarðar, einkum í tengslum við um- 'Tfverfismál og nýtingu auðlinda. Knattspyrna: Asgeir ráð- inn lands- liðsþjálfari SVÍINN Bo Johansson hættir sem landsliðsþjálfari í knattspyrnu eftir vináttuleik gegn Dönum á Laugardalsvelli 4. september og hefur Asgeir Elíasson, þjálfari íslandsmeistara Fram, verið ráð- inn eftirmaður hans. Morgunblaðiö/Arni Sæberg Sprengtfyrir Vestfjarðagöngum Framkvæmdir eru nýhafnar við gerð jarðganga undir Breiðadals- að lengd. Myndin sýnir framkvæmdir í Tungudal við ísafjarðarkaup- og Botnsheiði. Göngin, sem eiga að tengja Suðureyri í Súgandafírði stað, þar sem verið er að undirbúa sprengingar fyrir göngunum. og Flateyri í Önundarfirði við ísafjarðarsvæðið, verða alls 8,7 km Samningur Johanssons rennur út um áramót, og samþykktu landsliðs- nefnd KSÍ og síðar stjórn sambands- ins, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, að endurráða hann ekki. Johansson vildi fá að hætta strax, en féllst á að stjórna liðinu gegn Dönum. Fyrsti leikur landsliðsins undir stjóm Ásgeirs verður í Evrópu- -keppninni 25. september gegn Spán- veijum á Laugardalsvellinum. Sjá nánar bls. 39. Ásgeir Elíasson Bo Johansson Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands: Nú er lag að leggja láns- kjaravísitöluna niður Veit að umræðan um afnám lánskjaravísitölunnar skelfir víxlarana EINAR Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands íslands, segir að tímabært sé að afnema lánskjaravísitölu og það sé raunhæft að stefna að því að gera það í kjölfarið á skynsam- legum kjarasamningum í haust, sem tryggi áframhaldandi stöð- ugleika í þjóðfélaginu. Hann seg- ist vera í meginatriðum sammála Erni Friðrikssyni, formanni Málm- og skipasmiðasambands íslands og 2. varaforseta Alþýðu- sambands íslands, í þessuin efn- um, en hann sagði í Morgunblað- inu í gær að nauðsynlegt væri að afnema sjálfvirkni milli launa og lánskjaravísitölu. Jón Sigurðs- Sjávarútvegur: TCostnaður við þjónustu og eftirlit um 2,9 milljarðar AÆTLAÐUR kostnaður ríkisins við þjónustu, stjórnun og eftirlit með sjávarútveginum er um 2,9 milljarðar króna í ár. Greiða þyrfti um 3,50 króna veiðigjald af hverju kílói í þorskigildum til að greiða þennan kostnað, miðað við 800 þúsund tonna afla í þorskígildum, en aflinn árið 1987 var 843 þúsund tonn í þorskigildum. Akveðið hefur verið að hækka taxta Ríkismats sjávarafurða um þriðjung í .^-wimræmi við þá stefnu að fyrirtækin greiði kostnað við þá þjón- ustu, sem þeim er veitt. Grandi hf. er með 2,73% af heild- araflakvótanum í þorskígildum á yfírstandandi kvótatímabili og ætti því að greiða um 79 milljónir króna í veiðigjald á þessu ári, eða 42% af hagnaði fyrirtækisins í fyrra, ef fyrirtækið ætti að greiða 2,73% af áætluðum kostnaði við þjónustu, stjórnun og eftirlit með sjávarút- veginum í ár. Vegna ójafnaðs skattalegs taps frá fyrri árum greið- ir Grandi engan tekjuskatt í ár en hagnaður fyrirtækisins var 190 milljónir króna í fyrra. Framlag ríkisins til Vita- og hafnamálastofnunar er 1.266 millj- ónir króna í ár, Landhelgisgæslunn- ar 677 milljónir, Hafrannsókna- stofnunar 518 milljónir, Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins 89,4 milljónir, aðalskrifstofu sjávarút- vegsráðuneytisins 77 milljónir, Ríkismats sjávarafurða 62-63 millj- ónir, skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna 58,3 milljónir, Sigl- ingamálastofnunar ríkisins um 50 milljónir, Fiskifélags íslands 44,7 milljónir, veiðieftirlits sjávarútvegs- ráðuneytisins 34,6 milljónir, bygg- ingar rannsóknastofnana sjávarút- vegsins 20 milljónir og Verðlags- ráðs sjávarútvegsins 6,2 milljónir. Sjá nánar í Ur verinu bls. B3. son, viðskiptaráðherra, sagðist aðspurður ekki hafa séð þessa frétt og ekki geta tjáð sig fyrr en hann hefði lesið hana. „Ég er heilmikið sammála Erni Friðrikssyni í þessum efnum. Við skulum vona að okkur takist nú í haust að gera raunhæfa og skyn- samlega kjarasamninga sem tryggja áframhaldandi stöðugleika í þessu þjóðfélagi. Ef okkur tekst það ætti það ekki að vera nein goðgá að hafa það sem markmið að þessi lánskjaravísitala hreinlega hyrfi. Ég held hún verði að hverfa, hún var aldrei annað en veruleika- flótti,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að lánskjaravísi- tölunni hefði verið komið á fót með lögunum 1979 til þess að bjarga því sem bjargað varð en hún ætti ekki rétt á sér í þjóðfélagi stöðug- leika og skynsamlegra kjarasamn- inga. Ef það tækist að gera skyn- samlega kjarasamninga ætti hún að hverfa fyrr en seinna. „Menn hafa haldið dauðahaldi í lánskjara- vísitöluna vegna þess að þeir hafa ekki haft trú á því að hér væri hægt að skapa heilbrigt þjóðfélag, þjóðfélag sem býr við lágt verð- bólgustig og byggir á heilbrigðri og raunhæfri hagstjórn. Þess vegna hafa menn haldið dauðahaldi í þessa vísitölu, en það er lag nú til að leggja hana niður og það verður að nýta,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að vísitölur væru reiknilíkön þar sem reynt væri að líkja eftir veruleikanum og það mætti ekki taka þær fram yfir veru- leikann sjálfan. „Mér er engin laun- ung á því að takist okkur að end- urnýja samninga ogtryggja stöðug- leika í þjóðfélaginu, þá er það rétt að lánskjaravísitalan fari. Við verð- um að vinna okkur frá þessum vísi- tölum. Það verða allir að taka ábyrgð á sér í þessum heimi og taka þá áhættu sem því fylgir. Það er ekki hægt til lengdar að búa við þessa misvísan. Einhveijir gætu ímyndað sér að til séu áhættulaus viðskipti vegna þeirrar sjálfvirkni sem vísitölurnar bera með sér, en svo er ekki. Allir verða að taka áhættu og þeir sem ekki taka áhættu og vilja samt hafa allt sitt á þurru verða dragbítar á þjóðfélag- ið. Ég veit að þessi umræða um að afnema lánskjaravísitöluna skelfir víxlarana. En það mun aldrei skap- ast fullkomið traust milli aðila vinnumarkaðarins og launþegar verða aldrei fullkomlega öruggir meðan það misgengi sem varð 1983-84 milli launa og lánskjara getur endurtekið sig. Það misgengi var óhæfa og má ekki endurtaka sig.“ Sjá ennfremur innlendan vett- vang á bls. 16-17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.