Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 2
I ieei Tesuo/..? 'A jOAarar/GiMjiraAJiiPiuoflöM _ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 Fjölg’un á ref og mink: Veiði minka- bana tvöfaldast ÓVENJU mikið er af mink og ref þetta árið. Minkaveiðimenn hafa margir hverjir þegar drepið helmingi fleiri dýr en þeir gera venjulega allt árið. Hugsanlegt er talið að mildur vetur sé orsök- in fyrir þessum aukna fjölda. Tófan finnst og óvenju mikið í byggð. Morgunblaðið/Kristjana Þungur peningaskápurinn hafði verið dreginn fram á mitt gólf og brotinn upp með áhöldum þegar afgreiðslustjóri bankans kom á stað- inn síðdegis á sunnudag. Afgreiðsla Landsbankans á Borgarfirði er til húsa í fiskvinnsluhúsi og fór þjófurinn eða þjófamir inn í gegnum vinnsluhúsið og brutu upp hurð sem er þar á milli. Borgarfjörður eystra: Brotist inn í afgreiðslu Lands- bankans og einni milljón stolið BROTIST var inn í afgreiðslu Landsbankans á Borgarfirði eystra um helgina og stolið tæplega einni milljón króna í peningaseðlum. Af- greiðslan er til húsa í fiskvinnsluhúsi og fóru þjófurinn eða þjófarair þar í gegn og brutu upp rammgerðan peningaskáp. Verknaðurinn var framinn á tímabilinu frá föstudagskvöldi til kl. 18.40 á sunnudag, þegar afgreiðslustjóri bankans, Bjöm Aðalsteinsson, uppgötvaði inn- brotið. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn málsins. „Afgreiðslustjórinn á Borgarfirði gerði það af greiðasemi við kunn- ingja sinn, að fara með hann í af- greiðsluna á sunnudagskvöldið og ætlaði að láta hann hafa bankakort. Hann sá strax að búið var að bijóta upp hurð inn í afgreiðsluna og níð- þungur peningaskápur var kominn fram á mitt gólf og búið að bijóta hann upp,“ segir Magnús Einarsson, útibússtjóri Landsbankans á Egils- stöðum. „Bjöm hreyfði ekki við neinu held- ur fór og tilkynnti mér innbrotið," segir Magnús, sem hafði strax sam- band við lögreglu og óskaði eftir við hreppstjóra á staðnum að hann setti vakt við húsið. Starfsmenn Rann- sóknarlögreglu ríkisins fóru austur á mánudag og framkvæmdu rann- sókn á staðnum. Að sögn Helga Daníelssonar yfirlögregluþjóns hjá rannsóknarlögreglunni hefur ekkert enn komið fram sem gæti upplýst málið. Ekkert er vitað um hversu margir voru þama að verki. Þjófarnir skemmdu tvö skjöl sem voru geymd í skápnum en hreyfðu ekki við ávísunum eða neinu öðru. Magnús segir að ýmsir ókostir fylgi því að hafa bankaafgreiðsluna í fiskvinnsluhúsinu en hún er aðeins opin þrisvar í viku, tvo tíma í senn, og því hefði bankastarfsmaðurinn lítil tök á að fylgjast með hvemig gengið væri um hurðir í fiskvinnslu- húsinu. Segir hann að þjófamir hafi farið inn í fiskvinnsluna og þaðan inn í gang þar sem eru sameiginleg- ar snyrtingar fyrir fiskvinnslufólkið og bankastarfsmanninn og brotið upp hurð inn í afgreiðsluna. „Skápurinn er rammbyggður og hann eða þeir hafa þurft áhöld og talsverðan tíma til að komast inn í skápinn. Það hefur líka þurft tals- verða krafta til að draga skápinn fram á gólfið," sagði Magnús. Staða geðlæknis að Sogni: Engin umsókn hafði bor- ist þegar frestur rann út ENGIN umsókn um stöðu geðlæknis á fyrirhugaðri réttargeðdeild að Sogni í Olfusi hafði borist þegar umsóknarfrestur rann út í gær. Guðjón Magnússon, skrifstofusljóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að ef enginn sæki um stöðuna verði leitað annarra leiða til að sjá deild- inni fyrir nauðsynlegri læknisþjónustu og enn sé stefnt að því að hún taki til starfa 1. nóvember. Guðjón Magnússon sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að beð- ið yrði með ákvarðanir í málinu í tvo til þijá daga þar til fullreynt væri að engin umsókn bærist, enda teld- ust umsóknir gildar, hefðu þær ver- ið póstlagðar í gær. Hins vegar væri alveg ljóst að þótt engar um- sóknir bæmst um geðlæknisstöðuna yrði áfram stefnt að því að opna deildina að Sogni 1. nóvember. Við þær aðstæður yrði leitað annarra leiða til að tryggja nauðsynlega geð- læknisþjónustu þar, til dæmis með aðstoð frá öðrum sjúkrastofnunum. Borgarnes: Réðst inn á heimili og varð manni að bana 19 ÁRA piltur réð 22 ára gömlum manni bana í einbýlishúsi í Borg- arnesi um klukkan sex að morgni laugardags og stytti sér síðan aldur. 22 ára gömul kona varð vitni að atburðinum en hana sak- aði ekki. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafði fólkið hist fyrr um kvöldið á skemmtun í Hreðavatns- skála og kom til orðaskipta milli mannanna. Um klukkan sex um morguninn réðst nítján ára pilturinn vopnaður og undir áhrifum áfengis inn á heimili stúlkunnar í Borgar- nesi og réð manninum bana, en gekk síðan út fyrir og stytti sér aldur. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur annast rannsókn málsins en vill ekki gefa upplýsingar um atvik þess eða aðdraganda. Maðurinn sem myrtur var hét Svanur Hlífar Árnason til heimilis Svanur Hlífar Árnason. í Keflavík, en sá sem verknaðinn framdi hét Kristján Fjeldsted, til heimilis í Borgarhreppi. Morgunblaðið/Ámi Björgunarsveitarmenn lýsa upp svæði fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar á Öræfajökli. Þjóðverji féll 20 metra á Öræfajökli: „Ánægður með hvað björgunin gekk vel“ ÞÝSKUR maður féll um 20 m í fjallgöngu á Öræfajökli á mánu- dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, náði í manninn við erfið- ar aðstæður upj? á jökul í fyrrakvöld með aðstoð björgunarsveitar- innar Kára í Öræfum og Björgunarfélags Hornafjarðar. Komið var með manninn á Borgarspítalann um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags en hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Marcel Bunge, námsmaður frá Þýskalandi, féll um 20 m þegar hann var í fjallgöngu á Öræfajökli ásamt félaga sínum, Yerd Locke, í fyrradag. Slysið átti sér stað um klukkan eitt um daginn. Marcel Bunge sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði verið að klífa niður klettabelti þegar slysið átti sér stað. Locke var þegar kominn niður og beið eftir honum. Mjög laust gijót var í þessum kletti og sagði Bunge að honum hefði ekki tekist að ná góðu taki á einum stað með þeim afleiðingum að hann féll. Locke bjó þá um hann og gekk því næst niður í Skaftafell til þess að tilkynna slysið. Bunge sagði að þeir félagar hefðu báðir reynslu af fjallgöngu og hefðu klif- ið í Ölpunum. Að sögn Bunge hef- ur Locke, sem starfar við ferða- þjónustu í Þýskalandi, einnig kom- ið oft áður til íslands og farið 5 sinnum upp á Öræfajökul. Bunge fannst björgunaraðgerðin ganga mjög vel. Hann kvaðst hafa verið mjög heppinn en hann mátti yfir- gefa spítalann í gær. Jón Baldursson læknir fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar upp á Oræfajökul í fyrrakvöld. Jón sagði að björgunin hefði verið töluvert vandasöm en gengið mjög vel mið- að við aðstæður. Jón sagði að að- stæður hefðu verið það tvísýnar að óskað hefði verið eftir því að sérútbúnar og þjálfaðar sveitir væru til taks í Reykjavík ef eitt- hvað bæri út af en ekki hefði reynst nauðsynlegt að kalla þær út vegna dugnaðar björgunarsveitamanna á staðnum. Ekki var hægt að hífa Þjóðveijann beint upp í þyrluna af slysstað vegna sviptivinda og niðurstreymis. Að sögn Jóns varð að flytja hluta af björgunarsveitar- mönnum upp á jökul í þyrlunni. Þeir urðu síðan' að ganga í yfir klukkutíma áður en þeir komu á Morgunblaðið/Sverrir Marcel Bunge á Borgarspítal- anum í gær. slysstað en Þjóðvetjarnir voru á leið upp með Virkisáijökli. Þar hífðu þeir Bunge upp og báru hann á börum þangað sem þyrlan gat tekið við honum. Jón sagði að Locke hefði búið vel um félaga sinn eftir fallið og báðir Þjóðveij- amir hefðu verið ágætlega útbúnir fyrir fjallgöngu. Leiðin sem þeir félagar völdu er ekki sú algeng- asta en þó nokkuð vinsæl af fjall- göngumönnum að sögn Jóns. Þráinn Svansson minkaveiðimað- ur og Þorvaldur Björnsson aðstoð- armaður veiðistjóra hafa meðal annars farið í Breiðafjörðinn í sum- ar og þar drápu þeir 274 minka á fjórtán dögum sem er svipuð tala og þeir hafa venjulega drepið allt árið. Þráinn hefur þegar veitt yfir fimm hundruð dýr en hann fer einn- ig um Suðurlandið. Við veiðarnar notar hann minkahunda. Hann seg- ir ástandið vera svona um allt land. Óvenju mildur vetur er talinn vera orsök þessarar Qölgunar á mink. Þráinn segir að einnig sé mikið af tófu, einkum á Mýram og í Kjós- inni. Hann segir tófuna hafa hagað sér einkennilega þetta árið og hún sé lítið á hefðbundnum grenjum heldur sé hún talsvert í byggð. Greni hafa verið unnin innan heima- landa og jafnvel nálægt bæjum. Þráinn hefur þá tilgátu að færra fé inn á afréttum valdi þessari breyttu hegðan tófunnar. Fé hefur fækkað vegna niðurskurðar og það er jafnvel í heimahögum allt árið, auk þess segir Þráinn að tófan sæki í múkkann niðri við sjó. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 175. tölublað (07.08.1991)
https://timarit.is/issue/124151

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

175. tölublað (07.08.1991)

Aðgerðir: