Morgunblaðið - 07.08.1991, Side 49
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST i’991
Góðar móttökur á Sólheimum
Sólheimar í Grímsnesi
Ég vil senda bestu kveðjur að
Sólheimum í Grímsnesi með bestu
þökkum fyrir góðar móttökur þegar
kikjunefnd kvenna Dómkirkjunnar
var þar á ferð 10. júlí s.l.
Forstöðukona heimilisins tók á
móti ferðafólkinu, bauð að ganga inn
í íþróttahúsið sem er nýreist þar á
staðnum, reisulegt hús og til fyrir-
myndar þeim sem að stóðu. Síðan
ávarpaði Ragnheiður forstöðukona
gestina og fræddi okkur um starfs-
hætti og uppbyggingu á staðnum
allt frá því Sesselja Sigmundsdóttir
settist þar að fyrir 60 árum með
skjólstæðinga sína.
Ekkert húsaskjól var á staðnum
svo hún sló upp tjaldi uns úr rættist
og fyrsta húsið var reist. Styrki var
ekki hægt að fá en Sesselja var vilja-
sterk og hafði að leiðarljósi trú sem
fylgdi henni í starfí. Og hjálpin barst
fyrr en hana grunaði. Hópur hug-
sjónamanna myndaði samtök sín á
milli og kom til liðs við þessa stór-
huga hugsjónakonu sem átti sér
háleitt takmark.
í dag er húsakostur góður, nota-
leg vin á fögrum stað; lýsandi dæmi
þess að vel hefur verið á haldið.
Starfið fer að mestu leyti fram í
þeim anda sem ríkti í upphafi.
Iþróttahúsið gefur mikla möguleika,
aðra en að vera vettvangur íþrótta.
Félagslíf er afar fjölbreytt. Leiklist
og tónlist er í hávegum höfð. Haldið
er upp á alla hátíðardaga á alman-
aksárinu. Á svipstundu má breyta
íþróttahúsinu í guðshús og hafa
helgistund.
Á hverjum morgni safnast heimil-
isfólkið saman í íþróttasalnum fyrir
morgunmat og myndar hring á miðju
gólfi. Tekist er í hendur, bæn lesin,
sungið saman, málin rædd og dagur-
inn skipulagður. Vistmenn vinna að
mörgum athyglisverðum verkefnum
sem veita mikla sölumöguleiká. Á
haustin er svo haldinn markaður í
Reykjavík.
Góð stjómun blasir hvarvetna við
jafnt innan dyra sem utan. Heim-
sóknir sem þessar eru mjög gefandi
og eftirminnilegar. Heill og bless-
unaróskir til heimilisfólksins í Sól-
heimum.
Bergþóra
Af hverju hátt veitingaverð?
í blaðinu sl. fimmtudaginn (25.
júlí) hvetur blaðamaðurinn M. Þorv.
veitingamenn til að bjóða fólki sem
er á ferð um landið einfaldari mat
á lægra verði en nú tíðkast („Á ferð
um landið í sumri og sól“).
Ég veit um ýmsa staði, þar sem
það er nú þegar gert, en þá er því
ekki mikið hampað, og þarf helzt
kunnuga menn til að fínna slíka
veitingastaði. Þá er þess að gæta,
að menn bjóða veitingar til þess að
hafa ofan af fyrir sér. Veitingamað-
urinn getur ekki lagt mikið á það,
sem er einfalt í matreiðslu og fram-
leiðslu. Svo held ég, að margir ís-
lenzkir ferðamenn vilji berast á á
mannamóti, þegar þeir eru á ferð
með maka og börnum. Neyzla matar
á veitingastöðum er nefnilega ekki
aðéins spuming um næringu og
gott bragð, heldur líka tjáning um
lífsstíl. Það takmarkar eftirspurn
eftir einföldum mat. Staðlaðir sum-
arréttir sambands veitinga- og gisti-
húsa eru mikilvægt framlag í þágu
hófsamari gesta.
Nú veit það hver maður, að hrá-
efniskostnaður er lítill hluti af því
verði, sem gesturinn greiðir veit-
ingamanninum fyrir góðan máls-
verð, enda kemur það fram í ann-
arri grein í sama blaði_(Ema Hauks-
dóttir, „Er matur á íslandi dýr?“),
sem hverskonar ríkiasamanburður
staðfestir, að fólk á Islandi er yfír-
leitt dýrt og lítið um ódýrt fólk, sem
flutt er inn til þjónustustarfa í lönd-
um, sem líkjast íslandi mest um al-
menna velferð. Þó verður því ekki á
móti borið, að sumt hráefni er hér
dýrara en í heimalöndum gestanna.
En fólk er ekki aðeins dýrt hér, það
er líka dýrmætt. Þeir sem svo líta
á, telja ekki eftir það sem kostar
að tryggja lífsöryggi þjóðarinnar
með fjölbreyttum landbúnaði.
Við sem ferðumst um landið með
erlenda hópa verðum fljótt vör við,
að það heillar þá mest hvernig skipt-
ast á auðnir og blómlegar byggðir.
Annað heillar þá, en það er að kynn-
ast innfæddum, þessu dýra og dýr-
mæta fólki, í daglegu amstri og venj-
ulegu umhverfí. Slíkir gestir skilja
auðveldlega að þjóð, svo langt frá
öðrum, vilji kosta nokkru til að
tryggja lífsöryggi sitt með sem fjöl-
breyttustum eigjn matvælum. Ég
vænti þess, að veitingamenn og gest-
gjafar geri sér ljóst, að þar þarf
ekkert að afsaka, og ekki heldur
þótt starfsfólk þeirra ætli sér hlut á
borð við aðra landsmenn.
Björn S. Stefánsson
EIN GÓÐ í TVEIMUR
HLUTVERKUM
ídýfa meö fersku grænmeti og nasli.
Sósa með fiski og kjöti.
___________Brids______________
Arnór Ragnarsson
Sumarbrids sl. fimmtudag
Frekar rólegt var í Sumarbrids
sl. fímmtudag. 50 manns mættu til
leiks og var spilað í tveimur riðlum.
Úrslit urðu (efstu pör);
A-riðill:
Guðmundur Kr. Sigurðsson
— Þórir Leifsson 253
Gylfi Baldursson
— Sigurður B. Þorsteinsson 238
Lárus Hermannsson
— Guðlaugur Sveinsson 225
Gróa Guðnadóttir
— Friðrik Jónsson 224
Albert Þorsteinsson
— Kristófer Magnússon 213
B-riðill:
Björn Amarson
— Óskar Karlsson 121
Hrólfur Hjaltason
— Sverrir Ármannsson 119
Hrannar Erlingsson
— Sveinn R. Eiríksson 116
Erla Siguijónsdóttir
— Sigurður Siguijónsson 114
Þýsk
borðstofuhúsgögn
Verona-2 borðstofuborð + stótar kr. 115.500,-
Viður: Eik.
Wien borðstofuborð + stólar kr. 116.190,-
Viður: Svartur askur.
Meran borðstofuborö + stólarkr. 140.910,-
Viður: Hnota, old german.
Komdu og skoðaðu þessi glæsilegu
borðstofusett og hinar 35 gerðimar,
sem við eigum.
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
UliDSHÖFUA 20- 112 REYKIAYÍK-SÍMl 6B1199 • lAXtí 1-673511