Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 48
'48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGLIST 1991 „Lctttu mig -fá, gang réu5Lnn. -// TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1991 Los Angeles Times Syndicate Ekki amalegt ef við værum á sama aldri og þessi, með okkar lífsreynslu? Innanhússarkitektinn sagði mér að ég ætti að fá að skila þér ... HÖGNI IIREKKVÍSI „ f>Ú HEFUR HEV(?T OM HAPÓLSOU VI© U44TERLOÓ...?" t-5 Þessir hringdu ... Sparað á röngum stöðum Nemandi hringdi: Eg er afar óánægð með sparn- aðartillögur ríkisstjómarinnar. Það eru enn sem fyrr félags, mennta- og heilbrigðisráðuneytið sem eiga að skera niður hjá sér á meðan t.d íjármálaráðuneytið og utanríkis- ráðuneytið þurfa að spara miklu minna. Það þykir sjálfsagt að taka af fátækum, börnum, sjúklingum og öldruðum. Hvað með alla efna- hagsráðgjafanna sem ekkert gagn hafa gert? Hvað með allar sam- komurnar hjá utanríkisráðuneyt- inu og eilíf ferðalög þeirra til út- landa sem mörg eru alveg óþörf á dögum símans? Má ekki skera nið- ur eitthvað af misvitrum hagfræð- ingum og ferðalögum einhverra pótintáta sem ekkert gagn gera? Gosbrunnur bilaður Garðyrkjudeild Reykjavíkur hafði samband við Morgunblaðið út af fyrirspurn Guðrúnar í Vel- vakanda þriðjudaginn 30.'júlí. Hún vildi vita hvernig á því stæði að gosbrunnurinn í Reykjavíkurtjörn hefði ekki verið í notkun undanfar- ið. Því miður er gosbrunnurinn bilaður en unnið er að viðgerð sem er bæði erfið og kostnaðarsöm. Gosbrunnurinn ætti hins vegar að komast í gagnið bráðlega á ný. Thor í heiðurslaunaflokk Bókmenntaunnandi hringdi: Mér fínnst hneykslanlegt að Thor Vilhjálmsson skuli ekki enn verið kominn í heiðurslaunaflokk íslenskra listamanna. Enginn efi er á því að hann er einn allra besti skáldsagnahöfundur þjóðarinnar enda hefur engu öðru lifandi skáldi hlotnast sá heiður að fá bók- menntaverðlaun Norðuriandaráðs. Því hlýtur að vera tími til kominn að honum hlotnist heiðurslaun eins og fjölmörgum minni spámönnum. Thor á vissulega skilið að honum sé sýndur sá sómi. Fjallahjól tapaðist Kona í Kópavogi hringdi: Nýlega hvarf frá KR-heimilinu í Frostaskjóli nýtt fjallahjól sem ungur drengur átti. Auglýst var eftir því en enginn gaf sig fram. Hvemig má það vera? Nú hljóta foreldrar eða heimiþsfólk að verða vart við er slíkur gripur kemur á heimilið. Eru þau öll samsek? Hið eina sem sá er tók hjólið getur gert er að skila því aftur til KR-heimilisins til að friða samvisk- una, ef einhver er. Hugmyndir frá almenningi Hólmfríður Árnadóttir hringdi: Eg er hjartanlega sammála hon- um Reyni sem hringdi í Velvak- anda um daginn. Ég tel alveg tilva- lið að almenningur fái tækifæri til að koma með ábendingar um hvar megi spara. Þeir sem starfa í þessu kerfi vita auðvitað manna best hvar skórinn kreppir að og þannig má e.t.v. spara meira og á skyn- samlegri hátt en ella. Góð framkoma vagnsljóra Farþegi hringdi: Ég vil lýsa sérstakri ánægju minni með einn af vagnstjórunum á leið 11. Um daginn lenti ég í því að skiptimiðinn minn var ný- runninn út þegar vagninn kom. En það var ekkert mál hjá þessum bílstjóra. Hann brosti bara og bauð góðan daginn. Síðan hef ég tekið eftir því hve alúðlegur þessi vagn- stjóri er við farþega sína og býður öllum góðan dag, líka börnum og unglingum. Mér fínnst hann alveg til fýrirmyndar. Hjól tapaðist Nýtt Murray Triumph hjól, krómað, svart og fjólublátt, var tekið fimmtudagskvöldið 1. ágúst, að því er virðist í misgripum. Hjól- ið hafði verið skilið eftir stutta stund hjá ruslagám í Efra-Breið- holti og hugsanlegt er að einhver hafi talið að því ætti að henda en svo er alls ekki. Ef einhver er með hjólið undir höndum vinsamlegast hringið í síma 73603. Gagnlegnr þáttur Súsanna hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til Sjónvarpsins fyrir fræðslumyndina „Stattu vörð um hreina jörð“ sem sýnd var í Sjón- varpinu fimmtudaginn 1. ágúst. Þetta var mjög fræðandi og gagn- leg mynd sem öllum kemur við og allir ættu að sjá. Ég vil þakka Sjón- varpinu fyrir þessa mynd og skora á forráðamenn þess að endursýna hana. Skerið á réttum stöðum Nýlega hafa verið viðraðar í fjölm- iðlum hugmyndir um að láta alla framhaldsskólanema (og væntan- lega háskólanema líka) borga skóla- gjöld fyrir að fá að mennta sig í framhaldsskólum þjóðarinnar. Þessi skólagjöld leggðust þá væntanlega ofan á innritunargjöld sem nemend- ur í þessum skólum greiða nú þegar og eru tiltölulega lag. Þetta gerist á sama tíma og heilbrigðisráðherra hefur sagt það koma til greina að taka gjald af sjúklingum sem þurfa að láta leggja sig inn á spítala. Nú vil ég spyija: hvað varð af jafnrétti til náms? Hvað varð af vel- ferðarkerfinu? Stendur virkilega til að kollvarpa því kerfi sem við Islend- ingar höfum búið við í áraraðir? Eru það Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn sem standa fyrir þessu, sem hafa staðið vörð um þetta kerfi um áratuga skeið ásamt hinum flokkunum? Ég verð að segja það eins og er að ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar ég las þetta í Dagblaðinu. Þetta var ekki tilgangurinn með þessari ríkisstjóm. Hún átti að taka til í atvinnulífinu og það sem mikil- vægara er, stöðva þessar endalausu greiðslur til landbúnaðarins. Það minntist enginn á skólagjöld eða gjöld á sjúklinga fyrir kosningarnar í vor. Við erum að borga skatta ein- mitt til þess að geta orðið veik án þess að missa aleiguna og geta sent börnin okkar í skóla endurgjalds- laust. Ef það á að draga úr þessari þjónustu verður að lækka skatta verulega, og þá meina ég verulega. Ég trúi ekki á þá menn sem standa að þessari ríkisstjórn að þeir leggi út í slíkt glapræði. Það vita allir að það er vel hægt að skera niður ann- ars staðar, og að sjálfsögðu á að byija á landbúnaðinum. Mér finnst líka fáránlegt að selja arðbær ríkis- fyrirtæki eins og Búnaðarbankann. Seljum frekar þau sem illa standa. Ríkið á að hætta öllum ölmusugjöf- um til einkaaðila eins og mér virðist Davíð Oddsson fyrstur manna ætla að reyna. í stuttu máli á ekki að heimta gjöld af almenningi því að það er það sama og að hækka skatta. Hins vegar er hægt að spara með því að hætta að styrkja einkaaðila sem eru á hausnum. Og það á að skera niður landbúnaðinn. Og ég skora á Davíð og félaga að byija strax. Gústaf Víkverji skrifar Hitinn í deilunum vegna heilsu- hælis Náttúrulækningafélags- ins í Hveragerði hefur verið svo mikill að Víkveiji ætlar ekki að hætta sér nærri þeim. Vonandi gleymist ekki í öllum látunum að með heilsuhælinu var stigið merki- legt skref í lækningum hér á landi en þó ekki síður til að kynna þjóð- inni nýja lifnaðarhætti og matar- venjur. Minnist Víkveiji þess, þegar hann heimsótti heilsuhælið, eftir að það hafði nýlega tekið til starfa, hve gestir voru undrandi yfir því, sem þar bar fyrir augu og eyru. Var þetta þjóðinni mikið nýmæli. Nú er ekki lengur deilt um þegn- rétt náttúrulækninga í landinu og víðar en í Hveragerði geta menn kynnst nýju mataræði og annars konar lifnaðarháttum og umgengni við sjálfan sig, en hér hefur tíðkast um langan aldur. Alls kyns nám- skeið í heilsurækt, andlegri og lík- amlegri, eru i boði og almennt þurfa þeir, sem standa fyrir slíku, ekki að kvarta undan áhugaleysi almenn- ings. xxx Iþýsku blaði (Stuttgarter Zeitung) var fyrir skömmu sagt frá rann- sókn Þýsku krabbameinsrannsókna- stöðvarinnar í Heidelberg, sem sýndi, að jurtaætur gætu vænst þess að lifa töluvert lengur en aðrir. Þá sýnir rannsóknin einnig, að jurtaæt- ur verða mun síður veikir en aðrir. Rannsóknin stóð í nálægt 11 ár. Þar komu 858 karlar sem neyttu jurtafæðis og 1.046 konur við sög- ur, 111 karlanna og 114 kvennanna létust á rannsóknartímanum. Ef tek- ið er mið af tölfræðilegum forsend- um hefðu tvöfalt fleiri dauðsföll orð- ið almennt meðal Þjóðveija á sama aldri á sama tímabili. Dauðsföll vegna hjartasjúkdóma voru helmingi færri hjá jurtaætum en almennt gerist. Hið sama var að segja vegna krabbameins í körlum en 25% færri konur á jurtafæði lét- ust vegna krabbameins. átttakendurnir 1.904 voru ekki allir á ströngu jurtafæði. Sum- ir borðuðu stundum kjöt og fisk. Flestir stunduðu líkamsrækt og eng- inn reykti. Höfundar skýrslunnar frá Heidelberg viðurkenna, að niður- stöður þeirra sanni ekki bein tengsl á milli mataræðis og langlífis. Jurta- ætur neyti hins vegar minni fitu en aðrir og meiri trefja, blóðþrýstingur þeirra sé lægri og minna kólesterol í blóðinu auk þess sem þeir séu létt- ari en jafnaldrar þeirra. Þeir hagi lífi sínu því þannig að minni líkur en ella séu á hjartasjúkdómum og æðaþrengslum. Við þessa frásögn þýska blaðsins er í raun engu að bæta. Lesendur ráða því svo, hvort þeir vilja taka eitthvert mark á því, sem þar stóð og líta í eigin barm með vitneskjuna í huga. Menn þurfa ekki að fara á heilsuhæli til að ákveða að taka upp hollari lifnaðarhætti, þeir þurfa ekki einu sinni að leita til læknis vegna þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.