Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBllAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. AGÚST 1991
33
ATVIN N M3AUGL YSINGAR
Styrktarfélag
vangefinna
Óskum eftir að ráða starfsfólk, bæði faglært
og ófaglært, á eftirtaldar stofnanir félagsins:
Lyngás,
dagheimili, Safamýri 5
Meðferðarfulltrúa nú þegar eða eftir nánara
samkomulagi.
Skammtímavist,
Blesugróf 31
Þroskaþjálfa eða meðferðarfulltrúa í vakta-
vinnu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um ofangreind störf gefur
Hrefna Haraldsdóttir, forstöðukona,
í síma 38228.
Gjaldkerar
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis óskar
eftir að ráða gjaldkera til framtíðarstarfa.
Leitað er að einstaklingum með reynslu af
gjaldkerastörfum og sem vilja veita góða
þjónustu í góðu starfsumhverfi.
Umsóknum skal skila til Ráðgarðs fyrir 13.
ágúst nk. Umsóknareyðublöð á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í
síma 679595.
RÁÐGARÐUKHE
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
Tónlistarkennsla á
forskólastigi
Tónmenntaskólinn óskar eftir að ráða 2-3
tónlistarkennarar til kennslu á forskólastigi
nk. skólaár (6-8 ára börn).
Um er að ræða ca. 1 1A? stöðugildi. Kennt
er samkvæmt námsskrá Tónmenntaskólans.
Einnig vantar blokkflautukennara í hlutastarf.
Óskað er eftir skriflegum umsóknum þar sem
greint er frá menntun og fyrri störfum.
Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. ekki
síðar en föstudaginn 16. ágúst merktar:
„Tónmenntaskólinn - 7291".
Skólastjóri.
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra
Hátúni 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavík - lsland
Sjúkraliðar og
aðstoðarfólk
óskast til aðhlynningarstarfa á vinnu- og
dvalarheimili Sjálfsbjargar frá og með 1.
september nk. Um fullt starf og/eða hluta-
starf getur verið að ræða.
Upplýsingar veitir Guðrún Erla Gunnarsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í síma 29133.
ÆL
VINNU- OG DVALARHEIMILI
SJÁLFSBJARGAR
HÁIÚNI 12 - SÍMI MISJ • PÓSTHÓU 5016
125 RIYKJAVÍK - ÍSIANO
VERKSMIÐJAN VÍFILFELL
Verksmiðjustörf
Óskum eftir að ráða nú þegar fólk til verk-
smiðjustarfa.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri
í síma 607500.
Verksmiðjan Vífilfell hf.
Alhliða
skrifstofustörf
Við leitum að starfsmanni til alhliða skrifstofu-
starfa hjá litlu þjónustufyrirtæki. Starfið felur í
sér m.a. símavörslu, póstáritun og bréfadreif-
ingu (innandyra) fyrir stórt vinnuumhverfi.
Viðkomandi þarf að vera samviskusamur,
nákvæmur og geta unnið undir breytilegum
álagstoppum. Gott vald á enskri tungu og
almenn tölvunotkun eru nauðsynlegur kostir.
Vinnutími 9.00-17.00. Starfið er laust nú þegar.
Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk., en allar
nánari upplýsingar veitir Sigurður Jónasson
á almennum skrifstofutíma.
Starfsmannastjómun
Ráftningaþjónusta
FRUm
Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Myndbandavinnsla
Áhugasamur maður með þekkingu á mynd-
bandavinnslu, töku á myndefni, hljóðsetn-
ingu og skyldum störfum óskast. Aðeins
reglusamur maður kemur til greina.
Tlboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 9.
ágúst merkt: „Stundvís - 1010“.
LANDSPITALINN
Kvennadeild
Aðstoðardeildar-
stjórar
Lausar eru stöður á sængurkvennadeild 1
22-A og sængurkvennadeild 2 22-B.
Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að tak-
ast á við fjölbreytt og skapandi starf.
Upplýsingar gefa deildarstjórarnir Edda Jóna
Jónasdóttir í síma 601151 og Halla Halldórs-
dóttir í síma 601161 og María Björnsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum
601195 og 601300.
Dagvistbarna
Leikskólar - skóladagheimili
Dagvist barna í Reykjavík rekur 52 leikskóla
og 12 skóladagheimili víðs vegar um borgina
fyrir um 4400 börn á aldrinum 6 mán. -10 ára.
Megin markmið leikskóla og skóladagheimila
er að búa ungum Reykvíkingum þroskavæn-
leg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku um-
hverfi í leik og starfi með jafnokum.
Til þess að ná settu marki þurfum við liðs-
styrk áhugasams fólks og minnum á að störf
með börnum eru áhugaverð og gefandi.
Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum og
fólki með sambærilega uppeldismenntun.
Einnig viljum við ráða fólk til aðstoðarstarfa.
Um er að ræða bæði heilsdags- og hlutastörf.
Möguleikar á leikskóla fyrir börn umsækjenda.
Upplýsingar gefur Þorsteinn Kristiansen á
skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17, 3. hæð, sími 27277.
HÚSNÆÐIÓSKAST
KENNSLA
4ra - 5 herb. íbúð
óskast strax
á Reykjavíkursvæðinu.
Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið.
Upplýsingar í síma 74009.
Sumarnámskeið ívélritun
Notið tækifærið og undirbúið veturinn, hvort
sem er í námi eða starfi. Lærið rétta fingra-
setningu og aukið hraðann í vélritun.
Ný námskeið byrja 12. ágúst. Morgun- og
kvöldnámskeið.
Innritun og upplýsingar í s. 28040 og 36112.
Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15.
Fiskeldisnám
Nú eru að verða síðustu forvöð að láta inn-
rita sig í FSu, fiskeldisbraut á Kirkjubæjar-
klaustri.
Inntökuskilyrði eru tvennskonar: Annars veg-
ar einingar, sem jafngilda 2ja ára námi í fjöl-
brautaskóla eða sambærilegu námi. Hins
vegar færri einingar, ef viðkomandi er 25 ára
og hefur starfsreynslu í landbúnaði, sjó-
mennsku eða matvælafræðum.
Spennandi nám í beinum tengslum við at-
vinnulífið og um leið braut til stúdentsprófs.
Umsóknum skal skila til og upplýsingar veit-
ir Hanna Hjartardóttir í síma 98-74635 eða
98-74633.
FSu fiskeldisbraut,
880 Kirkjubæjarklaustri.