Morgunblaðið - 07.08.1991, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991
Master floor
Níðsterkt parket
kr. 2fm.
Þolir Þolir vatn og fitu vindlingaglóð
Létt að þrífa Rispast ekki
æA
Umhverfis- Eldtefjandi
verndandi
Rakahelt
spðnaparket
kr. f. 726,—f m.
WC með harðri setu
kr 13.900,-
Handlaug á fæti
kr. 2.300,-
Baðkör 170x70
kr rt.óoo,-
iái3imTAFcLL
Bíldshöfða 14,112 Reykjavík,
símar 91-672545/676840.
-
Laxveiðar:
Það er víða fallegt við Kiðafellsána.
Nýjasta áin er við túnfót Reykjavíkur
NÚ ER farið að selja veiðileyfi í nýjustu laxveiðiána hér á landi
og hún er að heita má við túnfót Iteykjavíkur. Hér er um Kiða-
fellsá í Kjós að ræða og þar hafa veiðst á þriðja tug laxa og
menn hafa verið að fá upp í 3 og 4 laxa á dag. Veitt er á eina
stöng, en áin er laxgeng eina 3 kílómetra. Þröstur Elliðason fisk-
eldisfræðingur hefur haft ána á leigu hin síðari ár, einkum sem
eigið tómstundagaman. Hann hefur sleppt gönguseiðum í ána ár
hvert, en í fyrra setti Þröstur 10.000 gönguseiði í ána og það er
nú farið að skila sér.
Að sögn Þrastar, þorir hann til 130 löxum í sumar. Mun minni
ekki að gera sér of miklar vonir sleppingar í gegnum árin hafa skil-
með árangur, en trúir þó ekki að allt að 60 laxa heildarveiði á
öðru en að heildarveiðin nái 100 sumri og því segist hann vera hóf-
lega bjartsýnn. „Kiðafellsáin er
vatnslítil og verður æði lítil í löng-
um þurrkum eins og voru á dög-
unum. En í venjulegri tíð er þetta
hinn álitlegasti stórlækur og í
rigningartíð falleg smáá. Það eru
margir og fallegir veiðistaðir víða
á svæðinu, allt frá fossum ofan
þjóðvegar og niður undir sjó. Það
hafa veiðst þama upp í 17 til 18
punda laxar, en algengast er þó
3 til 6 punda lax og svo einhver
reytingur af silungi í bland.“
Þröstur hefur fengið verslunina
Veiðivon í lið með sér til að ann-
ast sölu veiðileyfa, en verð þeirra
er 5.000 krónur fyrir hálfan dag
og kvóti er upp á fimm laxa.
Hvað framhaldið varðar, segir
Þröstur að hann hafi aukið um-
svifin enn, þannig hafí hann
sleppt í vor og sumar 16.000
gönguseiðum sem ættu að tryggja
góðar göngur í Kiðafellsá á næsta
sumri.
Gloppótt auglýsing
Ónýtt íbúðarhús á eyðibýlinu Gloppu blasir við vegfarendum um Öxnadal. Síðast þegar spænski sirkusinn var
á ferðinni hafa framtakssamir umboðsmenn hans límt auglýsingu á húsið og vekur hún athygli á eyðibýlinu. Er
það mörgum til ama sem fínnst að eyðibýlið sjálft sé til nægrar óprýði þótt auglýsingin sé ekki til að draga
athyglina að.
Suður-Þingeyjarsýsla:
„Þetta hefur verið mjög frið-
sæl verzlunarmannahelgi. Hér
gekk allt vel svo lítið er um hana
að segja,“ sagði Þröstur Brynj-
ólfsson yfirlögregluþjónn á
Húsavík.
I Ásbyrgi og Vesturdal varð
meiri aðsókn ungmenna en búist
hafði verið við, svo að tjaldstæðin
meira en fylltust, en allt gekk þar
vel, og engin sérstök afskipti þurfti
lögreglan þar við að hafa. I Vagla-
skógi efndu skátar til móts og fleiri
en þeir voru þar í tjöldum og þar
fór allt prýðilega fram. Fjórir dans-
leikir voru í héraðinu, og þó lögregl-
an hafí þar verið til staðar, þurfti
hún lítil eða engin afskipti að hafa
af dansfólkinu.
Tveir árekstrar urðu og skemmd-
ir á viðkomandi bflum en engin slýs
á fólki. Nokkrir voru teknir fýrir
ofan hraðatakmörk ökutækja og
þrír teknir grunaðir um ölvun við
akstur.
Veður var gott, hægviðri og hlýtt
þó þokuslæðingur stundum við
ströndina og sólfar hefði víða mátt
vera meira.
- Fréttaritari
Verslunar-
mannahelgin:
Fámenni í
Atlavík
í ákjósan-
legu veðri
EINUNGIS 800 manns
voru á útihátíð sem Ung-
menna- og íþróttasam-
band Austurlands hélt í
Atlavík um verslunar-
mannahelgina. Þrátt fyr-
ir fámennið var góð
stemmning á hátíðinni,
enda veður ákjósanlegt.
Ölvun var talsverð en eng-
in óhöpp urðu af völdum
áfengisneyslu unglinga. Ein-
göngu austfírskar hljómsveit-
ir og skemmtikraftar sáu um
skemmtiatriði á hátíðinni og
kostnaði öllum var stillt í
hóf. Fjárhagslegt tjón sam-
komuhaldara er því ekki um
að ræða hins vegar eru tekjur
þeirra sem ráðnir voru upp á
hlutdeild af veltu óverulegar.
En nánast allir sem að sam-
komuhaldinu komu voru
ráðnir þannig. Umgengni um
skóginn var góð og allt rusl
hreinsað jafnóðum.
- Björn