Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 7
7 Hjartalyf og astma- og ofnæmislyf fást greidd af ríkinu Danskt rannsóknar- skip í olíuleit við strendur Grænlands NÝTT, danskt eftirlits- og rannsóknarskip, Thetis, hafði viðdvöl í Sundahöfn í Reykjavík núna í vikunni en skipið er á leið til norðaustur- strandar Grænlands þar sem það mun m.a. rannsaka hvort olia finnist undir hafsbotninum. Paul Bjorn Sorensen, skipstjóri á Thetis, sagði að skipið væri það fyrsta í nýjum flokki rannsóknar- skipa er verið væri að byggja til að leysa af eldri skip sem byggð höfðu verið í upphafi sjöunda áratugarins. Nýju rannsóknarskipin eru mun stærri og tæknilega fullkomnari en eldri skipin. Gerðar voru sérstakar breytingar á Thetis til þess að kom þar fyrir jarðfræðirannsóknartækj- um og verður það eina skipið með slíkan búnað. Lars Beksgaard hjá Nunaoil A/S sagði að skipið væri á leið að norð- austurströnd Grænlands til að leita að olíu. Hann sagði að Nunaoil sæi um framkvæmd þessarar rannsókn- ar en Shell-olíufélagið, BP, Statoil, Exxon, Texaco og JNOC væru öll þátttakendur í henni. Beksgaard sagði að jarðfræðilegar aðstæður þarna væru svipaðar og þar sem olía hefur fundist undan ströndum Noregs. Aðstæður til rannsókna eru mjög erfiðar við strönd Grænlands vegna hafíss en bestu aðstæður til rannsókna eru í ágúst og septem- ber. Beksgaard sagði að þessi rann- sókn mundi að öllum líkindum taka langan tíma vegna hinnu erfíðu aðstæðna. Að sögn Sorensens skipstjóra voru nýju skipin sérstaklega hönnuð til þess að geta siglt um svæði með hafís. Sérstakur hitabúnaður er um borð í Thetis er kemur í veg fyrir ísingu. Einnig hefur skipið fullkomin tölvu- og radarbúnað til að fylgjast með ferðum í lofti, á sjó og neðan- sjávar. Thetis er vopnað sjálfvirkri fallbyssu. Sorensen sagði að við hönnun skipsins hefði mikið verið gert til þess að jafnvægi þess væri sem best vegna þess að þyrlupallur væri á skipinu og þyrlan þyrfti að geta tekið sig á loft við sem flestar aðstæður. En skipið á m.a. að starfa við hafísrannsóknir, björgunarstörf og mengunareftirlit í kringum Grænland og Færeyjar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Rannsóknarskipið Thetis er 3590 tonn, um 112 m á lengd og um 14 m á breidd. Á innfelldu myndinni er skipstjórinn, Paul Bjorn Sorensen. HEILBRIGÐIS- og tryggingamál- aráðuneytið hefur gefið út reglu- gerð um breytingu á reglugerð um greiðslu almannatrygginga á tryggingakostnaði og tók hún gildi í gær. Helstu breytingarnar eru að ákveðin tegund ofnæmis- lyfja, neflyf fyrir astma- og ofnæ- missjúklinga, fást nú greidd að fullu gegn lyfjakorti. Hið sama gildir um tvo flokka af hjartalyfj- um. í reglugerð nr. 300 frá 1. júlí voru öll neflyf sett í „0“-fiokk, þ.e. í flokk með þeim lyfjum sem Trygg- ingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í að greiða. Núna hafa neflyf fyrir astma- og ofnæmislyf verið færð úr þeim flokki í „B“-flokk og hægt er að fá þau greidd að fullu gegn fram- vísun lyfjakorts. Einnig fjölgar þeim hjartalyfjum sem fást greidd gegn lyfjakorti. I reglugerðinni frá 1. júlí eru lyf í ATC-flokkum C 01 og C 07 sett í „B“-flokk en nú bætast lyf í ATC- flokkum C 02 D E og C 02 E í þann hóp. Hér er um svokallaða „Kalsíum- blokkara" að ræða en það eru lyf sem eru notuð við meðferð á háum blóðþrýstingi. Jafnframtþessu eru smávægileg- ar lagfæringar gerðar á reglugerð- inni frá 1. júlí. Einstök lyf færast frá einum flokki til annars, þangað sem þau eiga frekar heima. Sam- kvæmt Eggerti Sigfússyni hjá heil- brigðisráðuneytinu er hér ekki um stefnubreytingu að ræða heldur fyrst og fremst um lagfæringar sem stafa af því að ATC-flokkun lyfja hefur ekki verið notuð áður hér á landi og nokkur lyf lentu því í vit- lausum flokkum í reglugerðinni frá 1. júlí. Þannig færist lyfíð Glúkagon nú í flokk þeirra lyfja sem eru greidd að fullu. Það telst hormónalyf sam- kvæmt ATC-stöðlum en er eingöngu notað við sykursýki. 5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR Búnaður: ■ Dieselhreyfill ■ Tengjanlegt aldrif ■ Tregðulæsing á afturdrifi ■ Framdrifslokur Verð kr. 1.394.880.- m.vsk. 0 A HEKLA MITSUBISHI LAUGAVEGI 174 MOTORS SÍMI695500 Kjörinn bíll fyrir: ■ Vinnuflokka ■ Bændur ■ Iðnaðarménn ■ Útgerðarmenn ■ Verktaka ■ Fjallamenn ÞRIGGJA. ÁRA ÁBYRGÐ Fæst einnig med lengdum palii Kr. 1.534.880 vsk. 302.044 Verd kr. 1.232.836

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.