Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991
i
Útgefandi
. Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið.
Vaxtahækkun
bankanna
Viðskiptabankar og spari-
sjóðir hækkuðu nafnvexti
um síðustu mánaðamót og er
það önnur vaxtahækkun á
tveimur mánuðum. Sem dæmi
má nefna, að fyrir nafnvaxta-
hækkun í byijun júni voru for-
vextir af víxlum í Landsbanka
íslands 15,25% en eru nú 21%.
Þetta er mikil hækkun á tveim-
ur mánuðum.
Þegar bankarnir hækkuðu
vexti í byijun júní gagnrýndi
Friðrik Sophusson, fjármála-
ráðherra, þá harðlega fyrir að
auka jafnframt vaxtamun.
Þegar vextir voru hækkaðir
nú fyrir helgina sagði Davíð
Oddsson, forsætisráðherra
m.a.: „Mér finnst þessi vaxta-
hækkun úr takt við raunveru-
leikann, því staðreyndin er sú,
að verðbólga er á hraðri niður-
leið og ef miðað er nákvæm-
lega við þennan tíma stefnir í
að raunvextir á nafnvaxtalán-
um bankanna verði milli 12%
og 15%. Það er auðvitað miklu
hærra en eðlilegt er.“
Þessi þungu orð forsætis-
ráðherra eru alvarlegt íhugun-
arefni fyrir bankana. Forsæt-
isráðherra og fjármálaráð-
herra eru forystumenn þess
flokks, sem hefur gengið harð-
ast fram í því að tryggja bönk-
um og sparisjóðum fullt frelsi
til vaxtaákvarðana og þess
vegna hlýtur gagnrýni þeirra
að vekja meiri eftirtekt en ella.
Forsætisráðherra sagði einnig
í samtali við Morgunblaðið sl.
föstudag: „Mér finnst bank-
arnir hafa gengið þarna lengra
en eðlilegt er og þeir séu í
raun að bæta sér upp með
þessum vaxtahækkunum hluti
eins og töp, sem menn hafa
orðið fyrir, kannski vegna
óvarkárni í bankastarfsemi.“
Þetta er áþekk gagnrýni þeirri,
sem Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, setti fram í júní.
Þegar vaxtahækkun varð í
byijun júní töluðu talsmenn
bankanna á þann veg, að ólík-
legt væri, að frekari vaxta-
hækkanir yrðu á þessu sumri.
Nú telja þeir hins vegar, að
sú vaxtaákvörðun hafi verið
miðuð við lægra verðbólgustig
en raun hafi orðið á. Forsætis-
ráðherra segir hins vegar, að
vaxtahækkun nú sé ekki í
tengslum við veruleikann. Al-
menningur á áreiðanlega erfitt
með að skilja þetta mismun-
andi mat ríkisstjórnar og
bankanna á verðbólguútreikn-
ingum.
Hins vegar er ljóst, að það
kerfi, sem bankarnir búa við í
inn- og útlánum dugar ekki.
Þar er um að ræða misgengi
í rekstri bankanna vegna verð-
tryggðra innlána og óverð-
tryggðra útlána. Þetta tvö-
falda kerfi, sem getur leitt til
og hefur leitt til gífurlegs taps
í rekstri bankanna veldur því
að vaxtamálin eru í sjálfheldu,
eins og Valur Yalsson, formað-
ur Sambands íslenzkra við-
skiptabanka, komst að orði í
samtali við Morgunblaðið fyrir
nokkrum dögum. Valur Vals-
son sagði ennfremur: „Hallinn
stafar af endurteknum afskipt-
um stjórnvalda undanfarin ár
af rekstri innlánsstofnana.
Þessi afskipti hafa leitt til mun
meira óöryggis í rekstri þeirra
en hluthafar og sparifjáreig-
endur geta sætt sig við. Við
þurfum að taka á sjálfri upp-
sprettu vandans, sem eru regl-
ur um verðtryggingu útlána.“
Þessar reglur eru á þann
veg, að ekki er heimilt að verð-
tryggja útlán til skemmri tíma
en þriggja ára. Hins vegar er
heimilt að verðtryggja inni-
stæður í sex mánuði eða leng-
ur. Verðtryggð innlán eru um
helmingur af innlánum banka
og stærstu sparisjóða en verð-
tryggð útlán eru hins vegar
aðeins um þriðjungur af útlán-
um þeirra.
Það er engum í hag, að
bankarnir breyti vöxtum ann-
an hvern mánuð. Það skapar
óróa í efnahagslífi, þar sem
reynt hefur verið misserum
saman að koma á stöðugleika.
Það er öllum í hag, að bank-
amir hafi frelsi til þess að
haga inn- og útlánum eins og
markaðsaðstæður leyfa hveiju
sinni. Þá eru líka forsendur
fyrir hendi til þess að gera
margfalt harðari kröfur til
þeirra um aðhald og hagræð-
ingu í eigin rekstri. Slíkar kröf-
ur er erfitt að gera nú, þegar
þeir geta borið fyrir sig tap-
rekstur vegna afskipta stjórn-
valda. Jafnframt er nauðsyn-
legt að opna landið í enn ríkara
mæli fyrir erlendri bankastarf-
semi, svo að hér skapist raun-
veruleg samkeppni. Eins og
staðan er nú á fjármálamark-
aðnum með fækkun banka og
yfirtöku þeirra á verðbréfafyr-
irtækjum er hægt að færa
sterk rök fyrir því, að sam-
keppnin á þessu sviði sé á
hröðu undanhaldi.
Séð yfir mótssvæðið í Galtalæk.
Hátt í 10 þúsund gestir 1G
Laugarvatni. ^
MILLI níu og tíuþúsund manns
voru saman komin í Galtalækjar-
skógi um helgina. Svipað eða held-
ur fleira en í fyrra. Samkoman
tókst í alla staði mjög vel. Engin
slys á fólki og veður hlýtt þó nokk-
uð rigndi föstudag og laugardag.
Samkoman er ætluð fyrir alla fjöl-
skylduna og virðist uppfylla þarfir
hennar mjög vel því fólk var allt
mjög afslappað og ánægt, jafn
eldri sem yngri.
Að sögn mótsstjórans Ingibergs
Jóhannssonar voru milli níu og tíu-
þúsund manns á Bindindismótinu í
Galtalækjarskógi um þessa helgi.
Flest af því fólki sem kemur í Galta-
lækjarskóg kemur þar árvisst með
fjölskyldur sínar. Þetta fólk á sér
jafnvel ákveðin tjaldstæði þar sem
það tjaldar ár frá ári, það kemur í
vikunni fyrir helgina og fer í lengri
útilegu til að ná stæðunum sínum.
Fyrir helgina voru til dæmis komin
um tvö til þijú þúsund manns inná
svæðið strax á fimmtudagskvöld.
Gæsla á svæðinu var í höndum
sjálfboðaliða og var áfengi leitað
uppi og því hellt niður enda var und-
antekning að vín sæist á nokkrum
manni innan svæðisins.
Skemmtiatriði voru fjölbreytt,
dansleikir, danssýning, barna-
skemmtanir með Bjössa bollu og
Spaugsstofunni og fleirum, kvöld-
vökur, hæfnisakstur, hjólreiðakeppni
ofl. Aðalhljómsveitir helgarinnar
voru hljómsveit Ingimars Eydal sem
lék á aðlballi en í kúlunni voru Bus-
arnir aðalsveitin, fleiri sveitir tróðu
upp eins og Timburmenn, Sororicide,
Sánkti blár og Sjáumst í sundi. Á
miðnætti laugardagskvöld var hafin
flugeldasýning og varðeldur þar sem
flestir samkomugesta söfnuðust
saman.
Hjálparsveit skáta í Hveragerði sá
um bráðaþjónustu og slysavakt á
svæðinu. Ossur Friðgeirsson hjá
HSS-Hveragerði sagði að slys hefðu
ekki orðið alvarleg á fólki og mun
minni en í fyrra væri það einkum
því að þakka að betur væri nú geng-
ið frá leiktækjum en áður. Aðeins
einn þurfti að flytja af svæðinu en
það var vegna blóðeitrunar sem hann
fékk áður en hann kom á svæðið.
Mótsgestir sem rætt var við voru
allir sammála um að aðbúnaður hefði
stórbatnað með tilkomu nýrra sal-
erna sem bætt var við á svæðinu.
Eins sagði fólk að skipulag mótsins
færi batnandi, tímasetningar á
skemmtiatriðum hefðu allar staðist.
- Kári
Mannfjöldinn fylgist með Spaugstofunni.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Hlýtt á tónleika.