Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 39

Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 39 Heræfingar á íslandi ' AÐEIIVS ÞAÐ BESTA! ' Hvort sem um nýsmíði eða endurnýjun er að ræða. eftir Erling Erlingsson Bandaríkjamenn hyggja á her- æfingar á íslandi. Þetta er í sjálfu sér engin frétt en herstöðvaand- stæðingar hafa gert hróp að þess- um æfingum undanfarin misseri og þeir munu öruggleg leika þann leik aftur í ár. Ingibjörg Haralds- dóttir ritar grein í DV 10. júlí þar sem hún lýsir hneykslan sinni á þessu vopnaskaki hér á klakanum, og það á tímum afvopnunar og friðar. Einnig hefur þingmaður Reyknesinga, Ólafur Ragnar Grímsson, sungið eftir lagi her- stöðvaandstæðina í fjölmiðlum undanfarið. Það er rétt að nú skera risaveld- in kjarnorkuvopnabirgðir sínar miskunnarlaust niður og það er góðs viti en kjarnorkuvopn hafa hingað til aðeins verið fælingar- vopn (sem betur fer) og þegar þessi fæling er ekki lengur til stað- ar hvað gerist þá? Af þeim fjöl- mörgu afvopnunarsamningum sem unnið er að í Genf þá bindur undir- ritaður mestar vonir við CFE- samninginn (um takmörkun hefð- bundinna vopna í Evrópu) sem stefnt er að að undirrita fyrir alda- mót. En risaveldin virðast ákveðin í að halda þessum vopnum sínum hvað sem það kostar. Sovétmenn hafa flutt lið í stórum stíl austur fyrir Úralfjöll eða til flotastöðv- anna á Kólaskaga en báðir þessir staðir eru utan samningssvæðisins. Bandaríkjamenn flytja hins vegar einfaldlega lið sitt heim og þannig út fyrir samningssvæðið. Hér kom- um við aftur að málefnum íslands. í framtíðinni verður bróðurpartur- inn af bandaríska herliðinu í Bandaríkjunum og því er mikil- vægara en nokkru sinni að halda herstöðinni á Miðnesheiði því að ísland er „lykillinn" að Atlantshafinu og þar með lykillinn að liðsflutningum til Evrópu. Þess vegna er ekki óeðlilegt að varnar- liðið haldi sínum reglubundnu her- æfingum áfram til að vera við öllu búnir. Nú hugsa eflaust margir að greinarhöfundur sé ruglaður því „Sovéski herinn og sér- staklega flotinn er sterkari en nokkru sinni fyrr.“ eins og allir vita er engin ógn af Sovétríkjunum lengur og efnahag- ur þeirra í molum. Staðreyndin er að sovéski herinn og sérstaklega flotinn er sterkari en nokkru sinni fyrr og óstöðugleikinn í valdakerfi Sovétríkjanna er það mikill að eng- in leið er að vita hvað gerist næst. Undirritaður bindur miklar vonir við umbótastefnu Gorbatsjovs en eftir að leiðtogar Sjöveldanna sendu hann heim tómhentan þá óttast ég valdatöku harðlínumanna meira en nokkru sinni. Enn eru eflaust einhveijir efa- semdarmenn sem segja að umferð sovéskra könnunarflugvéla og skipa við landið hafí stórminnkað. Þetta er laukrétt en það eru hins vegar fáir sem vita að Norðurfloti Sovétríkjanna hefur tekið gífurleg- an vaxtarkipp síðastliðin ár. Flot- inn hefur eignast þijú ný risaflug- móðurskip af svipaðri stærð og bandaríksku Nimitz-flugmóður- skipin og íjóminn af því liði sem flutt var frá Þýskalandi hefur ver- ið settur undir Norðurflotann sem landgöngulið ásamt nýjustu flug- vélum og skriðdrekum Rauða hers- ins. Verkefni Norðurflotans á ófriðartímum er að leggja undir sig Noreg og loka Atlantshafinu með því að taka ísland. Þannig að ljóst er að heræfíngar Bandaríkja- manna á Islandi eru mjög nauðsyn- legar og til þess fallnar að auka öryggi okkar á ófriðartímum. Það gæti verið styttra í þennan ófrið en margan grunar, því eins og margir vita er borgarastyijöld yfirvofandi í Júgóslavíu og geta tuttugu friðargæsluliðar Evrópu- bandalagsins þar engu breytt. Ef svo fer að út brýst blóðug borgara- styrjöld sem ekki verður séð fyrir endann á þá er ekki ólíklegt að NATO skerist í leikinn. Ef svo fer getur enginn spáð um framhaldið. Að lokum vil ég leggja orð í Tölvusumarskólinn © <%> fyrir börn og unglinga 10-16 ára Tvær spennandi vikur í fíeykjavík I ágúst: 6.-16. ágúst kl. 9-12 og 19.-30. águst kl. 9-12 Tölvu- oa verkfræðibiónustan Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu Stækkanleg hitaplata og hitavið- vörun * Sjálfhreinsandi blásturs- ofn með grilli, yfir- og undirhita * Tvöföld ofnhurð með öryggislæs- ingu * Loftkælt rofaborð * potta- geymsla og margt fleira. Fullt verö áður kr. 00,906 Tilboðsverð nú kr. 76.165stg, Visa og Euro kjör/engin útborgun. Einar Farestveít&Co.hf. Borgartúni 28 ® 622901 og 622900 belg í umræðurnar um komur bandarískra herskipa til landsins sem búin eru kjarnavopnum. Ef þessar fréttir reynast réttar þá er það vissulega gróft brot á utan- ríkisstefnu íslands. En ég leyfi mér að draga í efa sannleiksgildi þessara frétta þar sem fréttamaður Stöðvar 2 gat þess að tundurspillir- inn Dewey hefði borið kjarnaflaug- ar af ASROC-gerð. ASROC stend- ur fyrir anti-submarine rockets (gagnkafbátaflaugar) og undirrit- aður hefur aldrei heyrt að þessar skammdrægu flaugar geti né hafi borið kjamaodda. Þess vegna mælist ég til þess að Fréttastofa Stöðvar 2 geri grein fyrir hvaða vopnakerfi þeir eiga við. Höfundur er nemi í Verslunarskólanum. ELDHÚSINNRÉTTINGAR BAÐINNRÉTTINGAR SKÁPAINNRÉTTINGAR HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. Sími 671010 ELDHÚS r VETRARIISTINN FRA 3 SUISSES er kominn, fallegri en nokkru sinni fyrr. í listanum er landsins mesta úrval af glæsilegum vörum frá Frakklandi. Hringdu strax í síma 91- 642100 og pantaðu eintak. Verð kr. 500.-* + burðargjald. Listinn fæst einnig í Bókaversluninni Kilju, Miðbæ, Háaleitisbraut. ‘Listinn fæst endurgreiddur við pöntun yfirkr. 5.000,- BQBOBB Kriunesi 7. Pósthólf 213. 212 Garöabær. . fisú 'w/úflit. Ovirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ^MONROEW naust BORGARTUNI 26. SIMI 62 22 62

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.