Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. AGUST 1991
31
Dýrafjörður:
Stærsta hestamót sem hald-
ið hefur verið á Vestfjörðum
Þingeyri.^
Þingeyri.
STÓRMÓT hestamanna var að
Söndum í Dýrafirði um verslun-
armannahelgina. Hestamannafé-
Iagið Stormur á Vestfjörðum
bauð til þessa móts í tilefni 20
ára afmælis sins og mættu helstu
gæðingar af Vesturlandi til leiks.
Er þetta, að sögn kunnugra,
langstærsta hestamannamót sem
haldið hefur verið á Vestfjörð-
um.
Að sögn Braga Björgmundsson-
ar, formanns Storms, keyptu um
sexhundruð manns sig inn á svæðið
en með starfsmönnum og börnum
innan tólf ára aldurs, sem fengu
frían aðgang, voru um þúsund
manns á svæðinu. Aðstaða var til
að taka á móti 1.500-2.000 manns.
Olli dræm aðsókn mótshöldurum
vonbrigðum, einkum þótti þeim sárt
til þess að vita að umferðin virtist
beinast út af Vestfjarðakjálkanum.
Á kvöldin voru kvöldvökur og var
dansað fram á nóttu við undirleik
Rokkbænda. Var margt gert til
skemmtunar á kvöldvökunum, m.a.
hestaleikir, söngvarakeppni og auk
þess skemmti Ómar Ragnarsson
eitt kvöldið. í söngvarakeppninni
sigruðu tveir ungir Flateyringar,
Valtýr Gíslason og Ivar Kristjáns-
son. Á sunnudagskvöldinu var farið
í útreiðartúr fram í Meðaldal á 110
hrossum. Þar var áð og lagið var
tekið, og sagði Tómas Jónsson gam-
ansögur eins og honum er einum
lagið. Er komið var aftur að Sönd-
um var haldið áfram að syngja og
dansað var við varðeld.
Bestu hestar af Vesturlandi
komu til keppni að Söndum. Voru
þeir gæðingar sem stóðu sig best
á félagsmótum boðnir til þátttöku.
Hópreið er mótið var sett.
Stormur borgaði flutning gæðing-
anna á svæðið en að sögn Braga
var það forsenda fyrir því að hægt
væri að halda mótið því að flutn-
ingskostnaður er mikill. Undan-
keppni fór fram á föstudag og Iaug-
ardag en á sunnudeginum hófust
úrslitin.
Úrslit voru sem hér segir:
Gæðingakeppni. A-flokkur:
1. Gjafar (Snæfellingur) - eink. 8,35.
Knapi: Halldór Sigurðsson.
2. Amadeus (Faxi) - eink. 8,33.
Knapi: Jóhannes Kristleifsson.
3. Myrkvi (Snæfellingur) - eink. 8,21
Knapi: Halldór Sigurðsson.
4. Randver (Faxi) - eink. 8,22
Knapi: Jóhannes Kristleifsson.
5. Freyja (Stormur) - eink. 8,19
Knapi: Sigmundur Þorkelsson.
6. Glaðnir (Dreyri) - eink. 8,08
Knapi: Hermann Ingason.
Gæðingakeppni. B-flokkur
Klárhestar með tölt
1. Stjarni (Snæfellingur) - eink. 8,39
Knapi: Jóhann Hinriksson.
2. Lýsingur (faxi) - eink. 8,47
Knapi: Jóhannes Kristleifsson.
3. Reykur (Stormur) - eink. 8,21
Knapi: Ragnar Guðmundsson.
4. Gýgjar (dreyri) - eink. 8,13
Knapi: Hermann Ingason.
5. Sómi (Kinnskær) - eink. 8,14
Knapi: Bjarni Jónasson.
6. Hamar (Snæfellingur) - eink. 8,14
Knapi: Sigurður Stefánsson.
Töltsýning
1. Tígull (Hrafnhildur Jónsd.) - 86,13 pkt.
2. Gustur (Ámundi Sigurðss.) - 82,67 pkt.
3. Glæsir ( Halldór Sigurðss.) - 76,00 pkt.
4. Ðrífandi (Grettir Guðmundss.) - 80,00 pkt.
5. Stjarni (Jóhann Hinrikss.) - 76,80 pkt.
6. Gýgjar (Hermann Ingas.) - 81,33 pkt.
Unglingakeppni - Eldri flokkur
1. Una G. Einarsd. (Stormur) — eink. 8,36
2. Lind Jónsd. (Stormur) - eink. 8,35
3. Sigurður Stefánss. (Snæf.) - eink. 8,33
4. Svandís Sigurðard. (Dreyri) - eink. 8,22
5. Oddur B. Jóhannss. (Faxi) - eink. 8,16
6. Hiidur Jónsd. (Skuggi) - eink. 8,15
Unglingakeppni - yngri flokkur
1. Sigurbjörg Jónsd. (Blakkur) — eink. 8,47
2. Heiða Dís Fjeldsted (Faxi) - eink. 8,57
3. Lísbet Hjörleifsd. (Dreyri) - eink. 8,34
4. íris H. Grettisd. (Glaður) - eink. 8,44
5. Kristín Eva Jónsd. (Glaður) - eink. 8,40
6. Sigurður I. Ámundas. (Skuggi) - eink. 8,23
Kappreiðar fóru einnig fram, en
engin met voru slegin.
Veðrið var þokkalega hlýtt allan
tímann, þó að rignt hafi á köflum.
Að sögn lögreglunnar á Isafirði
gekk allt vel fyrir sig á mótssvæð-
inu og án mikilla afskipta lögregl-
unnar, þó að ölvun hafi verið tals-
verð. Einn maður var þó færður í
fangageymslur lögreglunnar á
Isafirði fyrir slagsmái. Þrír voru
teknir fyrir ölvunarakstur, einn
ökumaður var tekinn réttindalaus
og einn réttindalaus á bifhjóli.
Bragi Björgmundsson sagðist
ánægður með mótshaldið, sérstak-
lega hversu áhugasamir allir voru
um að þetta mætti allt takast sem
best. Og það er hugur í mönnum,
því að sögn Braga hefur komið til
tals að fá að halda íslandsmót í
hestaíþróttum að Söndum árið 1993
enda öll aðstaða, og ekki síst
reynsla, fyrir hendi.
- Gunnar Eiríkur
Tjaldsvæðið á Söndum.
t
Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og jarðarför
ÓSKARS GUÐMUIMDSSONAR,
Melgerði 30,
Kópavogi.
Jófríður Magnúsdóttir,
Kristfn Óskarsdóttir,
Eygló Óskarsdóttir,
Sigríður Óskarsdóttir,
Friðbjörg Óskarsdóttir,
Guðmundur Óskarsson,
Bjarni Guðbjörnsson,
Haukur Ingólfsson,
Erlingur Björnsson,
Þorsteinn Andrésson,
Alice Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
ÞU KEMUR TIL OKKAR
í iMÁNAÐARPRÓGRAM
1. Við fitumælum þig og þú færð ítarlega
tölvuútskrift sem segir þér í hversu
góðu eða slæmu formi þú ert.
2. Þú mætir eins oft og þú vilt í leikfimi
og/eða tækjaþjálfun.
3. Komdu svo aftur í fitumælingu að
mánuði liðnum og skoðaðu árangurinn.
Misstu ekki af þessu frábæra tilboði á síðsumartilboði.
Aðeins kr.
áBBSBOS
fe
Býðst aðeins hjá:
STÚDiÓ JÓNÍNU & ÁGÚSTU
Skeifan 7. 108 Reyk|awk. S. 689868
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og htýhug við andlát og útför
PÁLS JÚNÍUSAR PÁLSSONAR
húsvarðar,
Hátúni 12.
Þórdís Eyjólfsdóttir,
Júníus Pálsson, Ingibjörg Eiríksdóttir,
Grétar Pálsson, Ásta Sigurðardóttir,
Þórdís Pálsdóttir, Erlendur Ragnarsson,
Stefanía Pálsdóttir, Valur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.