Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 51 Morgunblaðið/Ingveldur Árnadóttir Gestir skoða muni safnsins. Æ í* ij.ý t' I 1 .li 'í i tól -Js ■ i P-f- • flpft I .*v }j r - m I ffl ' n| ; . H ■ ■ IPní H i Norður-Þingeyingar opna byggðasafn við Kópasker Hraunbrún, Kelduhverfi. þjóðminjavörður flutti ávarp ásamt fleirum. Kristveig Björns- •dóttir safnvörður rakti sögu safnsins og síðan skoðuðu gest- irnir safnið. Að lokum var öllum gestunum boðið að þiggja kaffí- veitingar, pönnukökur og kleinur að þjóðlegum sið. Alls heimsóttu rúmlega 80 manns safnið í tilefni dagsins. Inga Það er ekki alveg út í loftið að tala um gamlan draum, því það er fyrst upp úr 1950 sem nokkrir einstaklingar fóru að halda til haga gömlum munum með stofnun byggðasafns í huga. Þetta mál er svo að velkjast fyr- ir sýslunefnd og síðan héraðs- nefnd, þartil árið 1989, að sýslu- nefndin leggur fram fé til hreins- unar gamalla muna og nú í vor var safnið komið í þáð horf að fært þótti að opna það fyrir al- menningi. Nokkrir munir úr byggðasafninu. GAMALL draumur áhugamanna um varðveislu gamalla muna í Norður-Þingeyjarsýslu rættist sunnudaginn 28. júlí sl. er byggð- asafn var formlega opnað. Það er til húsa í gamla skólahúsinu við Kópasker, sem nú mætti kalla safnhús. Þarna er líka bóka- safnið, sem opnað var fyrir nokkrum árum. Bókasafnið er tví- þætt, annars vegar útlánssafn og hins vegar einkasafn, sem Helgi Jónsson í Leirhöfn á Sléttu gaf. Safn Helga er nyög sérs- takt því það hefur að geyma ýmis tímarit og blöð sem hann batt saman og gyllti sjálfur. Byggðasafnið er að mestu á efri hæð hússins, og þar eru til sýnis margir gamlir munir úr hinu daglega lífí fólks hér áður fyrr. Þama er mikið af handunn- um hlutum, bæði útsaumuðum, pijónuðum og útskomum. Einnig er þama svolítið af húsgögnum og stærri hlutum, en plássið leyf- ir þó ekki mikið af slíkum. Að opnuninni kom margt góðra gesta. Þór Magnússon ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: V erslunarmannahelgin, 2. - 5. ágúst 1991 Nokkur ölvun var í Reykjavík um verslunarmannahelgina og fangageymslur lögreglunnar þétt- setnar aðfaranótt laugardags og sunnudagsins. Á föstudag kl.13.20 var bifreið ekið á ljósastaur í Skeiðarvogi. Gmnur lék á að ökumaður hafl verið ölvaður við stjórnun bifreið- ar. Kl. 13.40 var þriggja bfla árekstur á Laugavegi móts við Heklu-húsið. Einn ökumannanna var réttind- alaus auk þess sem hann var grunaður að vera ölvaður við stjómun bifreiðarinnar. Kl. 16.45 varð umferðarslys á Vesturlandsvegi við Fossá í Kjós. Fjórir bílar lentu þar saman og þurfti að flytja á brott af staðnum þijá mikið skemmda bílana með kranabíl. Ökumaður eins var flutt- ur á slysadeild, en hann hafði hlot- ið meiðsl. Aðfaranótt laugardagsins var ráðist á leigubifreiðastjóra utan við hús í Ásgarði. Hafði farþegi hans, sem var ölvaður, neitað að greiða áfallið ökugjald og slegið bílstjórann I andlitið með þeim afleiðingum að framtönn brotnaði og hann hlaut aðra andlitsáverka. Árásarmaðurinn hljóp á brott út í myrkrið, en góð lýsing er til af honum. Frá kl. 6.00 til 14.20 á laugar- dagsmorgun sinnti lögreglan 20 ölvunarútköllum á höfuðborgar- svæðinu. í hádeginu, sama dag, hafði þriggja ára gömul stúlka villst að heiman og var komin einhvern spöl frá heimili sínu. Var hún hjá gatnamótum Stekkjarbakka og Breiðholtsbr. Með aðstoð útvarps- stöðva var lýst eftir foreldrum barnsins, sem bar árangur. Laust eftir miðnætti þ. 4.8. hafði lögreglan afskipti af manni nokkrum sem hafði verið að af- ferma bíl við hús á Grettisgötu. Var þar um að ræða sjónvarp og hljómflutningstæki, en nokkru áður hafði verið kært tii lögreglu um þjófnað á slíkum tækjum úr mannlausri íbúð í austurborginni. Var maðurinn handtekinn og ger- ir væntanlega frekari grein fyrir máli sínu hjá rannsóknarlögreglu. Alinokkur viðbúnaður var af hálfu lögreglu fyrir helgina vegna umferðar úti á vegunum. Úti á landsbyggðinni var lögreglan með fjórar bifreiðir í vegaeftirliti og auk þess var verulega aukið eftir- lit á vegum innan lögsagnarum- dæmisins, bæði með bifreiðum og bifhjólum. Samvinna var á milli lögreglu og landhelgisgæslu um notkun þyrlu og var farið í eftir- litsflug. Allir sem nálægt þessum málum komu eru sammála um að þessi helgi hafí gengið óvanalega áfallalítið og má þakka það góðri löggæslu, miklum áróðri og já- kvæðu hugarfari vegfarenda til þess áróðurs. MEGA sktfulaga álplötumar ryðga ekki og upplitasl ekki. Þær eru langtímalausnin sem þú lertar að. ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ! MEGA SKÍFULAGA ÞAKPLÖTUR LANGTÍMALAUSN SEM ÞÚ LEITAR AÐ SPARAÐU VIÐHALD NOTAÐU ÁL Fást í mörgum stærðum. Yfir þrjátíu ára reynsla á íslandi. MMBEEáKBÆ* Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavfk Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sími 91-680606. Fax 91-680208. - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða "r’* notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Fæst í flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. MANEXsjampó MANEXnæring Dreifing: s. 680630. amDrosia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.