Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 23

Morgunblaðið - 07.08.1991, Page 23
Vaxtahækkun bankanna MORGyNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 23 --- Verðbólga, samdráttur og stöðnun í kjölfarið -segir Guðmundur J. Guðmundsson FORMAÐUR Dagsbrúnar segist óttast verðbólguskriðu, samdrátt og stöðnun í kjölfar vaxtahækk- unar bankanna. Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar sagði við Morg- unblaðið, að sú kenning, að vextir verði alltaf að elta verðbólgu hafi verið viðtekin á íslandi með tilheyr- andi afleiðingum, svo sem aukinni verðbólgu og gengislækkunum. „Lánsfé er tiltölulega hátt hlut- fall í fyrirtækjum. Ég held að vaxta- þátturinn eigi gífurlega sterkan þátt í verðbóigu og verðlagi, og þessi kenning, að háir vextir leiði til sparn- aðar, er röng. Þeir leiða til verðbólgu og í verðbólgu hefur hingað til ekki myndast sparnaður heldur hið gagn- stæða,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að bankarnir hefðu staðið sig verst allra þeirra aðila sem áttu þátt í kjarasamningnunum á síðasta ári. Almennt verkafólk hefði staðið fyllilega við þjóðarsáttar- samningana, ýmis verkalýðsfélög hefðu sett mikið fé í verðgæslu, og með hjálp margra aðila hefði tekist að koma verðbólgunni niður. „Þegar nú virðist blasa við betri tíð, þá kemur á 18. mánuði [kjara- samninganna] vaxtahækkun, og mér sýnist margt eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Ég spái því að ágúst verði svona, nema alvarlega verði tekið í taumana. Nú segir forstjóri Vinnu- veitendasambandsins að hver sæmi- lega kýrskýr maður hljóti að sjá að það séu ekki möguleikar á hækkun kaups. Ég verð ekkert var við ríkis- stjórnina, að hún þrýsti á banka að halda niður kostnaði og svo fram- vegis. Allir stjórnmálaflokkar lofuðu fólki að skattleysismörk myndu lækka. Fólkið man þessar ræður. Vilja þeir ekki spila þessar ræður aftur,“ sagði Guðmundur. „Ég horfi ekkert brosandi fram á veginn: Ég er hræddur að það verði erfitt að mæta dagsbrúnarmönnum og segja þeim að nú þýði ekkert að hrópa á kjarabætur. Nú hljóti hver kýrgreindur maður að sjá að það verði að lifa af sömu laununum áfram, jafnvel þótt vinna eigi eftir að dragast saman,“ sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson. Þórólfur Þórlindsson Ólafur Arnarson Menntamálaráðherra: Olafur Arnarson ráð inn aðstoðarmaður A Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSI: Þórólfur Þórlindsson ráðinn til sér- stakra verkefna ÓLAFUR Arnarson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn að- stoðarmaður Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra. Mennta- málaráðherra hefur jafnframt ráðið Þórólf Þórlindsson prófessor til sérstakra verkefna í ráðuneytinu. Olafur Arnarson er 28 ára að aldri, sonur Arnar Clausen hrl. og Guðrúnar Erlendsdóttur forseta Hæstaréttar. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983 og BBA-prófi í rekstrarhagfræði frá Baruch Col- lege, City University of New York árið 1989. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Dagblaðinu Vísi og sem fréttamaður hjá ríkissjónvarp- inu. Ólafur hefur undanfarið eitt og hálft ár starfað sem fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Sambýliskona Ólafs er Sólveig Sif Hreiðarsdóttir og eiga þau eitt barn. Þá hefur menntamálaráðherra ráðið Þórólf Þórlindsson prófessor til sérstakra verkefna í ráðuneyt- inu, einkum á sviði rannsókna og þróunarstarfs í skóla- og uppeldis- málum. Um er að ræða hlutastarf, þar sem Þórólfur mun halda stöðu sinni sem forstöðumaður Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Hann mun hins vegar fá lausn frá stöðu prófessors við félagsvísindadeild Háskóla íslands, meðan hann sinnirþessum verkefn- um. Þórólfur er sonur Þórlinds Magn- ússonar fyrrum skipstjóra frá Eski- firði og Guðrúnar Þórólfsdóttur. Kona Þórólfs er Jóna Siggeirsdóttir og eiga þau tvö börn. Heimilistæki hf Tæknideild. Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 i SOMJUttíJtíM, RUMGOÐUR Á GÓÐU VERÐI Lada Station er kjörinn bíll fyrirþá sem þurfa burdarþolinn, rúmgóöan og sparneytinn bíl á vægu verði. Afturhurðin erstór og auðveldar það aðgang að rúmgóðu farangursrými sem stækka má um helming efaftursæti er velt fram. Lada Station er 5 manna og er framleiddur með 1500 cnf vél. Hann er fáanlegur með fjögurra og fimm gíra skiptingu. 2 LABA STATION BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavik Símar 68 12 00 & 312 36 Borga lánþegar mistök við stjórnun bankakerfisins? ÞÓRARINN V. Þórarinsson fram- kvæmdasljóri Vinnuveitendasam- bands Islands, segir að vaxta- hækkun bankanna komi aðallega á rekstrarlán fyrirtækjanna og yrði til að innsigla þá þróun að dregið hafi verulega úr fjárfest- ingum I atvinnulífinu. Þórarinn, segir að spyija megi hvort verið sé að senda reikning fyrir mistök í stjórnun bankakerfisins til lán- takenda. „Það verður að líta á, að þessir óverðtryggðu vextir, sem þarna er verið að hækka, eru fyrst á fremst á rekstrarlánum fyrirtækja, þannig að þetta snýr frekar að fyrirtækjum en launþegunum. Hins vegar hafa innlánseigendur, sem eru aðallega launafólkið í landinu, notið mjög góðra kjara á þessu ári. Vandinn í þessu er hins vegar gríðarleg eftir- spurn ríkissjóðs og ríkistryggðra aðila eftir lánsfé, sem hefur haldið uppi afar óheppilegri vaxtapennu,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson við Morgunblaðið. Þegar Þórarinn var spurður, hvort hann væri með þessu að segja, að vaxtahækkunin drægi úr möguleik- um fyrirtækja til að hækka laun, svaraði hann að megináhyggjuefnið núna væri, að engar fjárfestingar sem heitið gæti, væru á ferðinni í atvinnulífinu og það yrði því ekki vísað á arð af þeim á næstu árum. „Hækkun vaxta verður til að inn- sigla þetta og það er mjög hættuleg þróun. Því er mikilvægt að skilyrði skapist á lánsíjármarkaðnum al- mennt til að raunvextir geti lækk- að,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði einnig að menn hlytu að spyija sig, hvort ekki væri um að ræða mistök í stýringu banka- kerfisins, að bankarnir hefðu kosið að verðtryggja innlán með allt niður í 3 mánaða binditíma, á meðan þeir mættu ekki verðtryggja útlán. „Eru það ásættanleg rök, að gerv- allt bankakerfíð fái þá hugdettu, einn tiltekinn góðan veðurdag, að núna sé brýn nauðsyn á að leiðrétta fyrir mistökum í stjórnun á samsetn- ingu eða hlutföllum milli verð- tryggðra inn- og útlána á liðnum tíma? Þetta hlýtur að koma upp í hugann, því ef litið er fram á við þá sé ég ekki að það séu efni til að miða við þetta vaxtastig sem bank- arnir hafa lagt þarna til grundvall- ar,“ sagði Þórarinn Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.