Morgunblaðið - 15.08.1991, Side 4

Morgunblaðið - 15.08.1991, Side 4
r«si Tí’JyÁ 7 ■: r p».«n* <r«i * /r»rts MORGUNBLAÐIÐ 'FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 Borgarspítalinn - Landakotsspítali: Fag- og fjárhagslegur árangur með samstarfi - segir Jóhannes Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans „Ég er ekki í vafa um að ná má bæði faglegum og fjárhagslegum árangri með auknu samstarfi og jafnvel sameiningu þessara tveggja sjúkrahúsa“, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður læknaráðs Borg- arspítalans, í tilefni af tilmælum heilbrigðisráðherra um hagræðingu í rekstri sjúkrahúsanna og hugsanlegri sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala. Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir Landakotsspit- ala segir báða aðila jákvæða gagnvart samstarfi og sameiningarhug- myndinni, en rekstrarformið sé ófundið, til dæmis hvort um verði að ræða sjálfseignarstofnun eða annað. Jóhannes Gunnarsson segir að verði einhveijar deildir sjúkrahús- anna sameinaðar þurfí að koma til umtalsverðar fjárfestingar. Sem dæmi tekur Jóhannes að til þess að sameina skurðdeildir sjúkrahús- anna á einum stað svo vel fari þurfi nýbyggingu. Að sögn Jóhannesar er líka ákaflega kostnaðarsamt að flytja dýr tæki milli húsa og koma þeim fyrir á nýjum stað. Spamaður- inn sem yrði í kjölfar sameiningar myndi því kosta fjárfestingar í upp- hafi en skila sér í ódýrari rekstri. Ólafur Örn Amarson yfírlæknir Landakots segist telja báða aðila hlynnta samstarfshugmyndum, sem fínna þurfi form á. Jóhannes' segir að enn sé of snemmt að gefa yfírlýsingar um hvaða deildir verði sameinaðar ef samkomulag náist. Þó sé það ljóst að umtalsverðum sparnaði mætti ná með því að sameina rannsóknar- stofurnar. „Allt þetta sameiningar- mál þarf að vinna af mikilli lipurð og verði það gert þá eru starfsmenn Borgarspítalans almennt með opinn huga gagnvart aukinni samvinnu við Landakot," segir Jóhannes. „Sameiningin þarf að ræðast mjög ítarlega á báðum stöðum, enda er málið afskaplega flókið og margþætt. Verði tekin ákvörðun um sameiningu þarf að liggja fyrir tímasett áætlun um hvernig sú sam- eining á að fara fram stig af stigi. Það er einnig ljóst að sú áætlun verður að njóta velvildar fjárveit- ingavaldsins. Sjálfum fínnst mér VEÐURHORFUR í DAG, 15. ÁGÚST YFIRLIT: Um 500 km suðvestur af Vestmannaeyjum er 985 mb. lægð sem þokast austur, og mun hún skilja eftir sig lægðardrag á Grænlandshafi. SPÁ Norðaustan gola eða kaldi. Rigning eða súld á Suðaustur og Austurlandi og sumsstaðar á annesjum norðanlands en víða bjart verður vestantil á landinu. Hiti á bilinu 8-15 stig, hlýjast suðvestan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt. Skúrir eða súld víða um land. Hiti 8-15 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg norðvestan átt. Súld við norður- ströndina en annars þurrt að mestu. Hiti 7-17 stig, hlýjast á Suð- austurlandi. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 12 skýjað Reykjavík 13 úrkoma Bergen 15 skýjað Helsinki 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssarssuaq vantar Nuuk 4 rigning Ósló 21 hálfskýjað Stokkhólmur 21 hálfskýjað Þórshöfn 13 skúr Algarve 25 þokumóða Amsterdam 21 skýjað Barcelona 28 heiðskírt Berlín 21 skýjað Chicago 16 skýjað Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 23 skýjeð Glasgow 17 skýjað Hamborg 20 skýjað London 23 léttskýjað LosAngeles 20 súld Lúxemborg 23 léttskýjað Madríd 33 léttskýjað Malaga 29 skýjað Mallorca 29 léttskýjað Montreal 21 skýjað NewYork 26 skýjað Orlando 26 léttskýjað París 26 hálfskýjað Madeira 25 rykmistur Róm 29 heiðskírt Vfn 24 léttskýjað Washington 24 mlstur Winnipeg 17 léttskýjað óraunhæft að gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin tvö hafí verið sameinuð um áramótin 1992-93.“ Ólafur Örn Amarson, yfirlæknir Landakotsspítala, segir að hug- myndir um sameiningu Borgarspít- ala og Landakots hafí fyrst komið fram fýrir tveimur ámm hjá starfs- mönnum beggja stofnana. Guð- mundur Bjamason fyrrverandi heil- brigðisráðherra hafí verið andvígur hugmyndinni og því hafí ekki verið gmndvöllur til þess að vinna að henni. Núverandi heilbrigðisráð- herra hafí hins vegar tekið aðra afstöðu og nú sé stefnt að því að tillögur um sameiningu sjúkrahús- anna liggi fyrir með haustinu. „Formið er ófundið," segir Ólafur Örn, „en báðir aðilar em jákvæðir gagnvart sameiningarhugmynd- inni. Kanna þarf hvernig tilfærslu á verkefnum milli sjúkrahúsanna verður best hagað og einnig þarf að taka ákvarðanir varðandi rekstr- arform. Það hefur til dæmis ekki verið ákveðið hvort um verður að ræða sjálfseignarstofnun eða eitt- hvað annað.“ Ólafur Öm segir að verði af sam- einingu Borgarspítala og Landa- kotsspítala muni það að öllum líkindum leiða af sér samninga um verkaskiptingu við Landspítalann. Jóhannes Gunnarsson tekur í sama streng og segir að engum komi til hugar að reka dýmstu sjúkrahús- deildir eins og til dæmis geislalækn- inga- og hjartaskurðlækningadeild á fleiri en einum stað á landinu. Um hugsanlega sameiningu allra þriggja sjúkrahúsanna í Reykjavík, segir Jóhannes að mönnum ógni stærð þeirrar stofnunar sem þá yrði til. Eins segir Jóhannes að rannsóknir erlendis hafí sýnt að rekstur mjög stórra sjúkrahúsa hafí ekki reynst hagkvasmur. Að sögn Davíðs Á. Gunnarsson- ar, forstjóra Ríkisspítalanna, hefur hollenska ráðgjafafyrirtækið Eamst & Young undanfarið unnið að gerð stefnumótunar fyrir Ríkisspítalana, og sé skýrslu um það starf að vænta á næstunni. Davíð segir að ekki séu neinar fyrir- ætlanir um að Landspítalinn sam- einist hinum tveimur sjúkrahúsun- um. Hins vegar séu skiptar skoðan- ir um þá sameiningu sem nú sé fyrirhuguð og sumir telji að eðli- legra væri að sameina Land- og Borgarspítala en Borgar- og Landa- kotsspítala. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður læknaráðs Landspítalans, segir að hugmyndir um sameiningu og samstarf sjúkrahúsa í Reykjavík hafí vissulega verið ræddar manna á meðal innan Landspítalans, en málið hafí ekki verið tekið fyrir á fundum læknaráðs. Bílslysið í Englandi: Réttarrannsókn lokið RÉTTARRANSÓKN lauk í Englandi í gær vegna áreksturs tveggja bifreiða sem þar varð í byrjun maí síðastliðins, en í árekstrinum létust tveir íslendingar og einn Englendingur, auk þess sem tveir aðrir íslendingar slösuðust alvarlega. Niðurstaða réttarrannsóknar- innar er sú að um dauðsföll af völdum slyss hafi verið að ræða, og ekki liggi ljóst fyrir hvers vegna bifreiðinni sem íslendingamir voru í hafi verið ekið á röngum vegar- helmingi. Þá kemur fram að báðar bifreiðamar hafí verið í góðu ásig- komulagi fyrir áreksturinn, og góðar aðstæður hafí verið á akveg- inum. Einnig kemur fram að hvor- ugur ökumannanna hafi neytt áfengis áður en slysið varð. Smíði nýs Herjólfs samkvæmt áætlun SMÍÐI nýju Vestmannaeyjafeijunnar gengur samkvæmt áætlun að sögn Sveinbjöms Óskarssonar, fulltrúa fjármálaráðuneytisins í smíðanefnd feijunnar. Um næstu mánaðamót á að byija að sjóða saman skrokkinn í norsku skipasmíðastöðinni Simek as. Sveinbjöm Óskarsson sagði að verkefnið væri langt komið og smíðin gengi samkvæmt áætlun. í lok ágúst eiga undirverktakar að skila inn sínum einingum til Simek skipasmíðastöðvarinnar í Flekkeijord í Noregi en þar fer samsetning og smíði feijunnar fram. Sveinbjöm sagði að sjósetn- ing feijunnar væri áætluð í febrú- ar á næsta ári en það á að af- hentáhana Herjólfi hf.í maí 1992.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.