Morgunblaðið - 15.08.1991, Page 10

Morgunblaðið - 15.08.1991, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1991 Baráttumaður alþýðunnar Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Poul Engberg: Jörgen Bukdahl. Poul Kristensens forlag 1991. Handritamálið er alla jafna ekki ofarlega í hugum manna. Að baki þeirri stund þegar Danir afhentu Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir liðlega 20 árum lá þrotlaus vinna góðgjarnra Dana. Einn þeirra var Jörgen Bukdahl. Höfundur þessarar bókar, Poul Engberg, var persónulegur vinur Bukdahls og bandamaður í þjóð- frelsismálum norrænna þjóða. Bók- in fjallar ekki eingöngu um ein- staklinginn Bukdahl heldur spegl- ast á bak við lýðháskólahugsjónin og saga norrænnar menningarbar- áttu. Sem var einmitt kjarninn í lífs- baráttu Jörgens Bukdahls. Hann fæddist árið 1896 á Falstri, var af millistéttarijölskyldu, einka- barn foreldra sinna sem voru bæði vel menntuð. Snemma fluttist fjölskyldan til Askov á Jótlandi. Þar starfaði Buk- dahl alla sína tíð utan háskólaárin í Kaupmannahöfn og Osló. Bukdahl las bókmenntir á há- skólaárum sínum og gældi við skáldadrauma. Ljóð hans þykja ekki ýkja merkileg, eru endurhljómur frá Drachmann og Valéry. Fljótlega sneri Bukdahi sér frá skáldskapar- skrifum og að því sem átti hug hans alla tíð. Meðal helstu bóka hans má nefna „Folkelighed og Eksistens", „Det skjulte Norge“ og „Norden og Europa". Með ákafa sínum tókst honum að eignast marga skoðanabræður ogjafnframt andstæðinga. Bukdahl var stór maður, bæði í andlegum og líkamlegum skilningi. í ræðustól notfærði hann sér til hins ýtrasta þessa eiginleika sína. Þrátt fyrir sannfæringarmátt og góðan mál- stað telur bókarhöfundur að sam- tíminn hafi torveldað Bukdahl að koma boðskap sínum rétt til skila. Eitt af miðiægum orðum í boðskap Bukdahls var að norrænu þjóðirnar, hver fyrir sig, ættu að sækjast eft- ir að skiigreina hið þjóðlega („det nationale") hjá sér. Og þetta segir Bukdahl á sama tíma og nasistar eru að hamast við að eyðileggja þetta orð. Undir áhrifum Grundtvigs og Kierkegaards Tveir stórir andans menn Dan- merkur voru Bukdahl fyrirmynd að leit hans að sémorrænum verðmæt- um, Grundtvig og Kierkegaard. Sá fyrrnefndi beindi sjónum hans að þjóðlegum verðmætum („det folke- lige“) en sá seinni sýndi honum fram á mikilvægi existentíalismans. Bukdahl ræðst harkalega gegn túlkendum Grundtvigs og Kierke- gaards á þessari öld. Hann telur guðfræðinga og fræðimenn yfirleitt mistúlka kenningu Grundtvigs og þvæla hana þannig að hún nái engri skírskotun til almennings. Þetta telur Bukdahl að vísu skiljaniegt þar eð Gmndtvig sjálfur hafi lengi verið fastur í fari guðfræðinnar. Seint og um síðir hafi honum þó skilist að „skólinn yrði að ganga í takt við lífíð“. Bukdahl leggur áherslu á þessa uppgötvun Grundt- vigs, að menntun verði með ein- hveijum hætti að byggjast á lífs- reynslu þess sem lærir. Sömuleiðis leggur Bukdahl áherslu á heimspeki Kierkegaards. Hann tekur undir með öðrum fræði- mönnum sem telja kjarnann í boð- skap Kierkegaards vera þánn að ákvörðun einstaklingsins skipti höf- uðmáli í lífinu, að heill og hamingja manna mótist af því hvaða einstak- ar ákvarðanir hver og einn tekur. En um leið sneiðir Bukdahl að sósí- al <marxískri túlkun á kenningum Kierkegaards. Framar öllu sér Bukdahl hjá Kierkegaard og Grundtvig sameig- inlega baráttu gegn því að forrétt- indastéttin einoki menntun, þeir eru báðir á bandi alþýðunnar og hins alþýðlega. Og þetta er einmitt ástæðan fyrir því að þeir einangruð- ust frá menntastétt sinnar kynslóð- ar. Bukdahl og handritamálið Það var í anda Bukdahls að beij- ast fyrir því að íslendingar fengju aftur stærsta menningararf sinn, handntin fornu. Menningararfinn, sem íslendingar skópu, taldi hann vera best varðveittan í þeirra eigin höndum og það sem meira máli skipti: Hann gæti orðið íslendingum hvatning til að leita og hlúa að sérís- lenskri menningu. Bókarhöfundur rekur í einum kafla upphafið að handritamálinu til ársins 1935. Þá höfðu þeir Buk- dahl eytt kvöldstund með þriðja manni, íslenska rithöfundinum Bjama Gíslasyni, sem reyndist síð- an mesti og besti baráttumaður fyrir því að handritin kæmust heim. Dijúgur hluti kaflans er einmitt helgaður samskiptum Bukdahls og Bjarna. Bjarni tók að sér erfitt hlut- verk og þurfti einn að beijast við ýmiss konar mótlæti í handritamál- inu, bæði af hálfu Dana og íslend- inga. í einu bréfa sinna talar Buk- dahl um að bæði Sigurður Nordal og Jón Helgason hafi brugðið fyrir hann fæti. Samkvæmt orðum Buk- dahls var það Bjarni, sem einn og sér, tilfærði sterkustu rökin fyrir því að Islendingar fengju handritin heim. Sjálfur segist Bukdahl í heim- sókn til íslands hafa ritað grein um Bjarna í Morgunblaðið og kynnt baráttu hans í handritamálinu. Bukdahl leit á handritamálið sem einhvers konar prófstein á hugsjón sína um Evrópu framtíðarinnar. Hugsjónin fól í sér að sérhver menn- ingarkimi fengi að njóta eigin sé- reinkenna, sögu og hæfileika. Buk- dahl sá fyrir sér sameinaða Evrópu í þeim skilningi að þar byggju þjóð- ir sem skildu hver aðra svo vel að stríð og ofríki væru óhugsandi. Bókarhöfundi þykir að vonum mið- ur að hugsjón Bukdahls skyldi hafa beðið skipbrot. í staðinn hefði orðið til annars konar sameinuð Evrópa en sú sem byggir á heimsvaldasinn- uðu og miðstýrðu efnahagsbanda- lagi. Fleira forvitnilegt Ýmislegt fleira forvitnilegt er í þessari bók. Sérstaklega má nefna lýsingu á andrúmsloftinu við lýðhá- skólann í Askov. Þarna voru nem- endur sem síðar urðu frægir rithöf- undar. Meðal þeirra má nefna Jens Tvedt, Jakob Knudsen, Andersen — Nexö og Gunnar Gunnarsson. Sam- tímis Gunnari var Jeppe Akjær við skólann. Þeir þóttu báðir vera iðnir og jarðbundnir en jafnframt lausir við hugmyndaflug. Báðir völdu Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins hækkaði fram- færsluvísitalan um 9,3% á þessu 16 mánaða tímabili.A sama tíma hækkaði liðurinn ferðir og flutning- ar um 15,7%. Mest áhrif hefur hækkun verðs á nýjum bílum, aðal- lega á japönskum bílum sem mikið var flutt af til landsins og skýrist af hækkun japanska jensins um 12,5% á þessum tíma. Einnig hefur bensín hækkað á tímabilinu og auk þess gætir áhrifa af hækkun bíla- trygginga allt frá árinu 1989, að sögn Auðar Svavarsdóttur á vísi- töludeild Hagstofunnar. Veitingahúsa- og hótelþjónusta hækkaði um 18,6% frá mars 1990 til júlí 1991. Þar koma til áhrif af um 10% hækkun áfengisverðs á þessum tíma en einnig gætir þar hækkana á undirliðunum ferðalög til útlanda og hótelkostnaður og hópferðir innanlands. Þessir liðir eru kannaðir einu sinni á ári og því koma hækkanir allt frá sumri 1989 fram í vísitölubreytingum á árinu 1990. Jörgen Bukdahl heldur bækurnar en „dautt tal lif- andi manna“. Um þá sagði Bukdahl: Maður furðar sig á því að þessir tveir menn skyidu hafa sóað tíma sínum í lýðháskóla í stað þess að leigja sér herbergi á einhveiju aðal- bókasafni. Liðurinn vefnaðarmunir og fleira til heimilishalds hækkaði um 12,7% á tímabilinu. Að sögn Auðar koma þar til gengisbreytingar og hækk- anir erlendis frá en hún sagði að mikið væri um að vörusendingar kæmu til landsins einu sinni á ári og því væri um árshækkanir að ræða sem kæmu fram í þessum tölum sem m.a. stafi frá árinu 1989. Liðurinn borðbúnaður, glös eld- húsháhöld o.fl. hækkaði um 24,5% á tímabilinu. Sú hækkun skýrist af miklu leyti af hækkun á undirliðn- um verkfæri, garðáhöld o.fl. en verð þeirra hækkar alltaf á vorin, að sögn Auðar. Inn í þessari breyt- ingu felst því hækkun á þessum vörum vorið 1989. „Orsök margra hækkana á ein- stökum liðum vísitölunnar stafar í mörgum tilvikum af verðhækkun- um sem urðu á árinu 1989. Einnig koma gengisbreytingar til og hækk- anir erlendis frá auk einhverra breytinga á álagningu innanlands," sagði Auður. 011 RH 01 07fl L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I I vil'k I W / U KRISTINNSIGURJÓNSSON, HRL.löggilturfasteignasali Til sýnls og sölu meðal annarra eigna: í „Hreyfilsblokkinni" við Fellsmúla Suðuríb. á 3. hæð, 4ra herb. um 100 fm auk geymslu og sameignar. 3 svefnhertí., rúmg. stofa. Sólsvalir. Sérhiti. Mikil og góð sameign. Séríbúð við Hlíðarveg Kóp. í þríbýlishúsi 2ja-3ja herb. neðri hæð, töluv. endurbætt. Útsýni. Allt sér. Bílskúrsréttur. Ræktuð lóð. Verð aðeins kr. 5,6 millj. Útborgun aðeins kr. 1,3 millj. í lyftuhúsi við Ljósheima 4ra herb. ib. 107 fm á 8. hæð. Sérinng. Ágæt sameign. Sérþvottahús. Eftirstöðvar kr. 5,0 millj. má greiða með húsbréfum. Fjöldi eigna óskast á söluskrá Sérhæð - sérbýli óskast við Stóragerði, Heiðargerði og nágr. 3ja herb. íb. óskast í borginni fyrir útgerðarmann utan af landi. Um 100 fm nýl. íb. á 1. eða 2. hæð í miðb. eða nágr. Einbýlishús í Garðabæ, 250-300 fm. Verðhugm. ca 20 millj. Ennfremur 2ja-5 herb. góðar íb. fyrir trausta kaupendur. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Margskonar eignaskipti. 2ja-4ra herb. íb. óskast sem næst Háskólanum. Góðar greiðslur. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGHASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 STOPP! FASTEIGNA VIDSKIPTI ERU ALVARLEGT MÁL 77/ að firra kaupendur og seljendur hugsanlegum eftirmálum, ætti ástandsmat kunnáttumanna ávallt að liggja fyrir áður en viðskipti fara fram. Hafið samband við okkur TACTIDtL BYGGINGAÞJÓNUSTA f %&Br f fff F AUÐBREKKU 22 SÍMI 641702 Hækkun framfærsluvísitölu frá mars ’90 - júlí ’91: Hækkanir frá fyrra ári koma fram í vísitölunni HÆKKUN ýmissa þjónustuliða, ferðakostnaðar og vöruinnflutnings umfram meðalhækkun vísitölu framfærslukostnaðar á tímabilinu mars 1990 til júlí 1991 eða frá upphafi þjóðarsáttarsamninga, á í mörgum tilvikum rætur að rekja til áhrifa af hækkunum sem urðu á þessum vörum og þjónustu á árinu 1989. Astæður fyrir því að þessar hækkanir valda breytingum á vísitölunni á árinu 1990 eru m.a. að Hagstofan kannar breytingar nokkurra liða vísitölunnar aðeins einu sinni á ári. Hækkun þessara liða umfram meðalhækkun vísitölunnar sýnir því ekki nema að takmörkuðu leyti hækkanir á verði þessara vörutegunda og þjónustu á þjóðarsáttartímabilinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.