Morgunblaðið - 15.08.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.08.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 LOFTSTÝRIBÚNAÐUR CoJ** Höfum fyrirliggjandi: • Loftstrokka • Loftstýriloka • Tengibúnað Alltsamkvæmt ^^stöðlum Veitum tækniráðgjöf og þjónustu Allar nánari upplysingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. VERSLUN:SÖLVHÓLSGÖTU 13•101 REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199 Matur og mál- tíðir aldraðra eftirFriðrik Einarsson Víkveiji Morgunblaðsins skrifaði 27. f.m. mjög athyglisverða grein, m.a. um ofannefnd efni. Ég hefí orðið var við að greinin hefir farið fram hjá of mörgum. Þess vegna vil ég leyfa mér að endurtaka sumt af henni, og bæta svolitlu við, en þeir sem enn kunna að eiga Morg- unblaðið frá 27. júlí ætt'u að lesa hana alla. „Þjónustu- og félagsmiðstöðvar fyrir aldraða hafa skipt sköpum fyrir marga og ef til vill sérstaklega fyrir þá sem búa einir. Þarna kom- ast þeir í samband við annað fólk á sínu reki. Hafa tækifæri til að rifja upp liðna tíð ásamt því að eyða deginum í tómstundir og ýmsa skemmtan. Þjónustumiðstöðvarnar sinna að mörgu leyti því hlutverki, sem stór heimili gerðu fyrr á öld- inni... Heimsendingarþjónustan á mat, sem aldraðir borgarar geta fengið í hádeginu ýmist frá Rauða krossin- um eða þjónustumiðstöðvunum, er þægileg. Þó hafa margir kvartað yfir því sín á milli að megnið af matnum hæfi ekki eldra fólki. Eiga þeir þá við feitt kjöt, djúpsteiktan mat, feitar sósur, saltkjöt og yfir- leitt þann mat sem þessum aldurs- hópi er ráðlagt að forðast. Óánægja er með að ekki skuli a.m.k. vegna hægt að velja um létt fæði, þar sem mikið er af grænmeti, soðinn fisk eða bakaðan, kjúkling og oftar soð- ið kjöt. Er bent á þetta hér forsvars- mönnum þessara stofnana til at- hugunar. Aldraður ættingi Víkveija dvelur á einu af elliheimilum landsins. Hann segist oft standa upp frá borðum án þess að vera saddur. Ekki er hægt að kenna því um að honum bjóðist ekki nægur matur heldur hijá hann erfiðleikar við að tyggja, þannig að hann er lengi að borða. Þegar starfsfólkið í eldhús- inu byijar að ganga frá hugsar það e.t.v. ekki út í þetta og ýtir á hann að ljúka matnum. Hann kann þá ekki við að sitja mikið lengur og stendur upp frá borðum.“ Hér er ekki miklu við að bæta. Ég er viss um að sá matur sem gamla fólkið langar mest í og kem- ur því best þegar til lengdar lætur er óbreyttur, íslenskur matur: Soð- inn fískur, soðið kjöt, soðnar kart- öflur ásamt grænmeti eftir því sem efni leyfa, en grænmeti er því mið- CtfíRP^R . arahlutir nyíum Samskonar ábyrgö og fyrir nýjan búnað. Eins árs ábyrgð óháð vinnustundafjölda fylgir hverjum hlut. Ræsar/Rafalar Olíuverk..... Olíudælur.... Forþjöppur ... Vatnsdælur... Hreyfill (34D6). Strokkstykki .. Drifbúnaður ... Strokkslífar og stimplasétt Stimpilstangir............. Sveifarás (grunnstærð) .... Sveifarás (undirstærð) .... Strokkstykki (með stimplum og sveifarási).............. Eldsneytislokar............. HEKLA LAUGAVEGI174 SÍMAR: 695750 & 695751 ATH! Nýtt telefax nr. á varahlutalager: 695-788 8 fe fi [ i w j f I jl i 1 I /' 1 \i Friðrik Einarsson „Vil ég stinga upp á við stjórnendur þjónustu- miðstöðvanna (og skyldra stofnana), hvort ekki væri ráð að kjósa matarnefnd sam- eiginlega, sem gæfi ráð um fæði gamla fólks- ins.“ ur alltof dýrt hér. Feitur matur, feitar sósur, djúpsteiktur og reyktur matur ætti að heyra til undantekn- inga, en auðvitað nauðsynlegt að breyta til. Ánnað, sem Víkveiji bendir rétti- lega á, er að gefa öldruðum nægan tíma til að borða. Þegar maður er orðinn gamall gengur allt miklu hægar en áður var. Þegar gamla fólkið sér að byijað er að taka út tómu diskana, fínnst því það ábend- ing um að ljúka máltíðinni, og hættir þá oft án þess að hafa feng- ið nægju sína. Þetta er ekki skrifað neinum til hnjóðs, en ég vil biðja starfsfólk, þótt það sé önnum kafið, að gefa gamla fólkinu allan þann tíma sem það þarf til að matast. E.t.v. er máltíðin sú stund dagsins sem það í einsemd sinni hlakkar mest til. Að lokum vil ég stinga upp á við stjórnendur þjónustumiðstöðvanna (og skyldra stofnana), hvort ekki væri ráð að kjósa matamefnd sam- eiginlega, sem gæfí ráð um fæði gamla fólksins og annað það sem hér hefir verið fjallað um. Hðfundur er fyrrverandi yfirskurðlæknir Borgarspítalans. --------------------- ■ SÍÐASTI fyrirlestur í Opnu húsi í Norræna húsinu á þessu sumri verður á fímmtudagskvöldið 15. ágúst kl. 19.30, en þá talar Dagný Kristjánsdóttir bókmennt- afræðingur um íslenskar nútíma- bókmenntir og flytur mál sitt á norsku. Á eftir fyrirlestrinum verð- ur sýnd kvikmyndin Eldur í Heimaey. Kaffístofa og bókasafn hafa opið til kl. 22.00 á fimmtu- dagskvöld. ■ HLJÓMSVEITIN G.C.D. held- ur tónleika í kvöld, fímmtudag, 15. ágúst á veitingahúsinu Gauk á Stöng. Tónleikarnir hefjast upp úr 22.30 og standa til kl. 01.00. Sveit- ina skipa: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Gunnlaugur Briem og Bergþór Morthens. Föstudag og Iaugardag 16. og 17. ágúst er það síðan ný hljómsveit Hjartar How- sér er nefnist Óttablandin virðing. Sunnudaginn 18. og mánudaginn 19. mæta meðlimir Sniglabandsins til leiks. Þriðjudaginn 20. og mið- vikudaginn 21. er það síðan rokk- sveitin Loðin rotta sem gleðja mun gesti hússins. (Fréttatilkynning) werzalit- íglugga SÓLBEKKIR fyrirliggjandi. vatn. hK SENDUM I PÓSTKRÖFU co P. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla29 • Reykjavik • simi 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.