Morgunblaðið - 15.08.1991, Side 17

Morgunblaðið - 15.08.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 17 Matthías Bjarnason sjötugur; Heill þér höldur Matthías Bjarnason á sjötugsaf- mæli í dag. Það er alveg furðulegt að svo rígfullorðnir menn geti verið svo ungir og ferskir. Við, sem erum mun yngri að árum, fyllumst lotn- ingu yfir þeim eldmóði og krafti sem fylgir honum „Matta okkar Bjarna". Þegar framfaramál Vestfirðinga ber á góma og styrk vantar þá spytja menn um liðsinni frá Matthíasi og ef málefnið er réttmætt og horfír til framfara mega menn vera vissir um að hann iiggur ekki á liði sínu. Ég ætla ekki að telja upp öll þau margvíslegu störf sem Matthías hef- ur unnið landi og þjóð til heilla öll- um, en minna á 200 mílna lögsögu okkar og færa til ljóss þann kraft og einurð sem hann lagði í þær samn- ingaviðræður fyrir okkar hönd. Einn- ig vill gleymast mikilvægði „Bókunar 6“ fyrir allan útflutning okkar nú á tímum EES-trúarbragða. Oft þegar mig langar til að hlaða lífsrafhlöðurnar þá jafnast fátt á við að heyra í Matthíasi þó ekki sé nema í gegnum síma, blaðra um áhyggjur og illt hlutskipti okkar hér vestra, nöldra um verk eða verkleysi ríkis- Hjórna á hveijum tíma og vera í alla staði til leiðinda. Á allt þetta hlustar Matthías með stakri ró og háttvísi sálusorgara, síðan minnir hann mann föðurlega á að horfa á verk vel unnin og framþróun ýmissa mála, að því búnu segir hann sína skoðun á þeim málum sem að hans mati mættu fara á betri veg, þá er ekki nöldrað heldur töluð skiljanleg íslenska gagnyrt. Sumarparadísin er í Trostansfirði, þar dvelur Matthías í sumarbústað þeirra hjóna, öllum frístundum sem ævistarfið hefur skammtað all naum- lega. Það er sérstakt að heimsækja þau Kristínu og Matthías þangað, andrýmið er þar bæði óþvingað og maður finnur svo ríkulega fyrir sam- iyndi og kærleika; aldeilis furðulegt að nokkur manneskja þoli þennan sífellda yfirgang og átroðslu okkar úr kjördæminu og það með svona sérstakri vinsemd að maður fær það á tilfinninguna að maður hafi verið Myndhöfundasjóður íslands: Samningar um greiðslur fyrir höiundarrétt í haust MYNDSTEF, Myndhöfundasjóður Islands stefnir að því að hefja í haust samningaviðræður við út- gefendur og sjónvarpsstöðvar um greiðslur fyrir höfundarrétt. Sjóð- urinn gekkst fyrir ráðstefnu um höfundarrétt myndhöfunda í Borgartúni 6 á þriðjudag. Fram- kvæmdastjórar norrænna mynd- höfundasjóða héldu fyrirlestra og svöruðu fyrirspurnum. Á milli þijátíu og fjörutíu manns sátu ráðstefnuna. Dagskráin hófst með því að Knút- ur Bruun, stjórnarformaður Mynd- stefs,_flutti ávarp og setti ráðstefn- una. í ávarpi sínu gat Knútur þess að mikið grundvallarstarf væri fram- undan hjá sjóðnum. Hann kvaðst vænta þess að sjóðurinn gæti í haust hafið samningaviðræður við sjón- varpsstöðvar, blaða- og bókaútgef- endur um greiðslur til höfunda fyrir birtingu myndverka. Knútur lagði áhersiu á það í máli sínu að farið yrði með friði í samningaviðræðunum og fullt samkomulag næðist milli aðila. Knútur fjallaði nokkuð um skil- greiningar í máli sínu. Þannig sagði hann að þegar greitt væri fyrir höf- Treystum samstöðu Daglega fréttum við af slysum og hörmungum sem dynja yfir — alla aðra en okkur og okkar nánustu. Síðan heyrist lítið meira og fæstir vita um afdrif þeirra, sem í hlut áttu. Eina bjarta sumarnótt kom upp eldur í timburhúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Mesta miidi var að íbúar á efri hæð hússins skyldu sleppa lif- andi frá þeim hildarleik, þar eð þeir voru í fastasvefni er éldurinn kom upp. Umræddir íbúar eru listakonur, sem fjölmargir þekkja, þær Elísabet Þorgeirsdóttir skáldkona og Stella Hauksdóttir trúbador, sem jafnframt er þekkt fyrir baráttu sína fyrir verk- akonur og fiskvinnslufólk. Að auki voru í íbúðinni börn þeirra beggja. Ótrúleg he'ppni réði því að gestkom- andi kona í íbúðinni náði að aðvara fjölskylduna og vegna snarræðis hennar svo og annarra sem að komu, tókst að bjarga öllum úr eldhafinu á vinur þeirra um áratugaskeið. Þarna fara höfðingjar. Þarna í Trostansfirðinum hafa öll bil verið brúuð, kynslóðabil og öll önnur. Þar starfa allir að ræktun og umhirðu landsins, skógrækt, sáningu melfræs, áburðargjöf og öllu því er til góða getur orðið náttúrunni. Þarna ganga þeir nafnamir afinn og hnokkinn til þessara starfa af alúð og nærgætni, er til betri aðferð að rækta land og lýð? Þá kem ég að því í fari Matthías- ar sem oft vill gleymast þegar um hann er rætt, það er hin ríka réttlæt- iskennd og umhyggja fyrir náung- anum. Þetta kemur æ ofan í æ í ljós í hjálpsemi hans við menn, þá er ekki spurt eftir flokksskírteini eða beðið um atkvæði viðkomandi. Nú þegar ég skrifa þetta til þín vil ég þakka kærlega og með mikilli virðingu hið liðna og alla þá orku sem þú hefur geislað frá þér innan flokks okkar, einnig óska ég þess að hægt verði að endurgjalda þér hluta þess vinarþels sem þú hefur sýnt okkur hér á Tálknafirði. Við erum frekjuhundar hér vestra og ætlumst því til af þér að þú verð- ir enn um sinn „okkar Matti“. Vinarkveðjur, Bjarni Kjartansson, Tálknafirði. SIEMENS mn Nr. I I Rafmagnsofnar frá Siemens í miklu úrvali SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 undarrétt fyrir listaverk væri það hugverkið, sú huglæga vinna sem lægi að baki málningunni á strigan- um sem væri greitt fyrir, ekki mynd- in í rammanum. Einnig talaði Knútur um sæmdarrétt myndhöfunda, sem tæki til þess að nafn höfundar og verks væri getið við birtingu svo og að verk höfunda væru hvorki skrum- skæld né misnotuð. í lok ávarps síns fól Knútur Leifi Þorsteinssyni ráð- stefnustjóm. Gestir á ráðstefnunni voru auk myndhöfunda fulltrúar frá helstu væntanlegu viðsemjendum þeirra, alls nær fjörutíu manns. Gestirnir hlýddu á Mats Lindberg, fram- kvæmdastjóra sænska myndhöfund- asjóðsins segja frá samningum sjóðs- ins við sænska ríkissjónvarpið, Kirst- en Kirkegaard frá Danmörku fjalla um innheimtu og úthlutun fylgirétt- argjalda þar í landi, Ullu Shackleton, framkvæmdastjóra finnska sjóðsins um starfsemi hans og helstu vanda- mál við innheimtu höfundarréttar- gjaldsins í Finnlandi og Jennie Collet frá Noregi tala um dagleigugjöld vegna leigu á myndverkum til sýn- inga. Að loknum hverjum fyrirlestri svöruðu fyrirlesarar spurningum ráð- stefnugesta. síðasta augnabliki. Engu var bjarg- að; fjölskyldan stóð fáklædd og eignalaus á götunni. Þrátt fyrir lágmarkstryggingar mun aldrei verða hægt að bæta þann skaða sem varð þessa sumarnótt. Því hafa nokkrir vinir þeirra Elsu og Stellu stofnað sjóð þeim til styrktar, þar sem velunnarar þeirra geta sýnt stuðning í verki. Sparisjóðsbók nr. 176585 við Landsbanka íslands, að- alútibú, er á nafni þeirra beggja. Með sameinuðu átaki getum við létt þeim leiðina yfir erfiðasta hjallann. Birna Þórðardóttir, Guðrún Óladóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ingibjörg Hafstað, Kristján Jóhann Jónsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Umhyggja. Sólveig Eggerz istund ikm ómantísk stund eða glæsilegur viðskiptamálsverður? Gullni Haninn sérhæfir sig í áð uppfylla væntingar þínar um öndvegis veitingar og úrvals þjónustu í glæsilegum húsakynnum þar sem ekkert hefur verið til sparað. Gullni Haninn er sem nýr í hólf og gólf, en andrúmsloftið og veitingamar bera enn aðalsmerki fagmennsku og þjónustu í fremstu röð. Við sérstök tækifæri er sjálfsagt að gera kröfur - Gullni Haninn uppfyllir þínar óskir og gerir stundina ógleymanlega. SIMI 67 99 67 LAUGAVEG 178 -105 REYKJAVÍK iBHIi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.