Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1991 19 Morgunblaðið/KGA Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, og Arnþór Garðarsson, formað- ur Náttúruverndarráðs kynna útgáfu Náttúruverndarmerkis. Náttúruverndarráð: Gefið út náttúru- verndarmerki NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ íslands hefur gefið út fyrstu útgáfu auka- merkis í flokki náttúruverndarmerkja. Tekjur af sölu þessa merkis á að renna til Friðlýsingarsjóðs og á að efla starfsemi hans en sjóðurinn er ætlaður til sérstakra verkefna í náttúruvernd. Þetta kom fram á blaðamannafundi er lialdinn var til kynningar á þessari útgáfu síðast- liðinn þriðjudag. Tveir Islendingar heiðraðir Dr. Úlfar Þórðarson, dr. Gottfried Pagenstert, sendiherra Þýska- lands, og Sigfús Schopka skála að lokinni orðuveitingunni í þýska sendiráðinu. Þóroddur F. Þóroddsson, fram- kvæmdarstjóri Náttúruverndarráðs, sagði að gefa ætti út þetta merki í 200.000 eintökum. Þetta merki er ekki póstburðarmerki heldur auka- merki. Jafnframt útgáfu merkisins verða gefnar út 10.000 eftirprentan- ir af málverkinu er prýðir merkið. David Maass þekktur náttúrulista- maður málaði myndina en hún er af þremur húsöndum á flugi yfir Laxá í Mývatnssveit. Hverri eftirprentun fylgir merki. 250 eftirprentanir af myndinni eru áritaðar af forseta Is- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur en hún er verndari verkefnisins. Auk merkjanna og myndarinnar verður hægt að kaupa fyrsta dags umslög og safnaraútgáfu sem er spjald með áprentaðri mynd og merki. Að sögn Þórodds eru áætlaðar tekjur af sölu 40 milljónir. Stefnt er að því að gefa út Náttúruverndarmerki árlega og er þegar búið að gera samning við bandaríska útgáfufyrirtækið Grish- ams Art fyrir útgáfum 1992 og 1993 en þetta fyrirtæki sér um fyrstu út- gáfuna í ár. Arnþór Garðarsson, formaður Náttúruverndarráðs, sagði að nota ætti ágóðan af sölunni til þess að efla fræðslu á friðlýstum svæðum. Fyrsta verkefnið verður bygging fræðslustofu við Mývatn þar sem gestum verða kynntar umhverfi og náttúra vatnsins. Einnig verða tekj- urnar notaðar til landakaupa vegna friðlýsinga en Friðlýsingasjóður hef- ur til þessa fengið tekjur sínar af árlegu framlagi úr Þjóðhátíðarsjóði. í ár nam framlagið 1 milljón króna. Á sýningunni gefur að líta 63 verk eftir 10 norræna listamenn. Þeir eru frá Danmörku: Anette Hodensen myndhöggvari og John Olsen málari; frá Finnlandi: Jukka Makela málari og_ Kain Tapper myndhöggvari; frá íslandi: Jóhann Eyfells myndhöggvari og Gunnar Orn málari; frá Noregi: Kjell Nypen útskurður og Bárd Breivik mynd- höggvari; frá Svíþjóð: Hans Wigert málari og Laris Strunke málari. FORSETI Sambandslýðveldis- ins Þýskalands, Dr. Richard von Weizsacker, hefur veitt þeim dr. Úlfari Þórðarsyni og dr. Sigfúsi Schopka orðuna: De- utscher Dienstkreutz, Ister klasse, fyrir að stuðla að aukn- um samskiptum landanna á sviði menningar og vísinda. Dr. Gottfried Pagenstert, sendi- herra, afhenti þeim orðurnar í þýska sendiráðinu í gær, mið- vikudag. Dr. Ulfar Þórðarson og dr. Sigf- ús Schopka hafa um langt skeið stuðlað að góðum samskiptum Þýskalands og íslands og þá sér- staklega sem formenn Alexander- von-Humboldt félagsins á íslandi. Dr. Úlfar Þórðarson var styrk- þegi Alexander-von-Humboldt stofnunarinnar 1934-1935 við há- skólann í Königsberg, og 1936- 1938 starfaði hann sem læknir í Berlín. Eftir heimkomuna til ís- lands hefur hann verið starfandi augnlæknir, lengst af við Landa- kotsspítala. Úlfar Þórðarson var formaður Alexander-von-Hum- boldt félagsins á íslandi 1984- 1989. Dr. Sigfús Schopka stundaði nám við háskólana í Frankfurt am Main og Kiel 1963-1970. Hann starfaði við fiskirannsóknarstofn- anirnar í Hamborg og Bremerha- í tengslum við sýninguna verður gefin út sýningarskrá á 6 tungu- málum með litmyndum af verkum viðkomandi listamanna. Sýningin „Hvað gefur náttúran?“ mun verða sett upp víðsvegar um Norðurlönd. Fýrst í Vadstena í Sví- þjóð og síðan í Finnlandi, Noregi og Danmörku. Ráðgert er að sýn- ingin verði í Reykjavík í byijun árs- ins 1993. ven, sem styrkþegi Alexander- von-Humboldt stofnunarinnar árið 1977. Árið 1989 varð Sigfús for- maður Alexander-von-Humboldt í tilkynningunni segir auk þess: „Mengunarkenningar eiga ekki við rök að styðjast, þ.s. áhrif aukinna næringarefna í lindai’vatni er streymir í Mývatn eru vart mælan- leg ef tekið er tillit til heildarum- setningar næringarefna í vatninu og íblöndunarefni sem notuð eru við framleiðslu kísilgúrs geta ekki borist í skaðlegu formi til Mý- vatns.“ í tilkynningunni segir að þrátt fyrir að tæpur þriðjungur af flatar- máli Ytriflóa hafi verið dýpkaður, mælist ekki breyting á dreifingu fugla milli Ytriflóa og annarra hluta vatnsins. Eina undatekingin sé flórgoði, sem fækkaði milli taln- inga 1974 og 1980. „Sú fækkun hefur ekki verið rakin til starfsemi Kísiliðjunnar,“ segir í fréttatil- félagsins á íslandi en hann hefur setið í stjórn þess frá 1984. Árin 1972-1978 sat hann í stjóm þýsk- íslenska félagsins Germaniu. kynningunni. Þá segir að veiði á net og hold- arfar fisks í Ytriflóa sé síst lakara en í öðrum hlutum Mývatns. „Sil- ungurinn virðist því geta aðlagað sig að breyttu fæðuframboði. í skýrslunni er bent á að aðstæður til að nýta Ytriflóa til veiða hafi batnað við dýpkun flóans.“ Auk þess er bent á að i skýrslunni komi fram að enn sé spurningum ósvara, er varði áhrif breyttra set- flutninga og það sé talið tilefni til frekari rannsókna. „Niðurstöður rannsókna sér- fræðinganefndar um Mývatns- rannsóknir eru mjög ánægjulegar og gefa tilefni til mikillar bjartsýni um framtíð Kísiliðjunnar í Mývatn- sveit,“ segir að lokum í fréttatil- kynningunni. íslensk verk á listsýningu norrænna bændasamtaka í TENGSLUM við aðalfund Norrænu bændasamtakanna sem stend- ur í Vadstena í Svíþjóð er samnorræn nútímalistsýning sem norr- ænu bændasamtökin standa fyrir og hefur yfirskriftina „Hvað gefur náttúran?“ Hún er sett saman að frumk'væði Norrænu bænda- samtakanna og eru Jóhann Eyfells og Gunnar Örn fulltrúar íslands. Kísiliðjan hf: Anægja með niðurstöður sérfræðinganefndarinnar „MEGINNIÐURSTAÐA sérfræðinganefndarinnar er ánægjuleg, því ekki hefur tekist að tengja sveiflur I dýrastofnum vatnsins við starfsemi Kísiliðjunnar," segir í fréttatilkynningu frá Kísiliðj- unni hf. sem Morgunblaðinu hefur borist. '/•jr'JÍ KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD lÁLjívljrií : /MIKUG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.