Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANTHONY HAZLITT HEARD Sjóslysið við Suður-Afríku: Hvernig ber skipstjóra að haga sér á slysstað? SÖKK Oceanos eftir að hafa rekist á rif? Afdrif griska skemmti- ferðaskipsins Oceanos, sem sökk 4. ágúst við strendur Suður-Afriku hafa valdið miklum deilum um orsök óhappsins og viðbrögð skip- stjórnarmanna. Alþjóðlegir sérfræðingar í siglingamálum, sem ég hef ráðfært mig við hér í Höfðaborg, telja að Oceanos hafi, annað- hvort viljandi eða óviljandi, farið hættulega nærri ýmsum smáskerj- um á varasamri leiðinni frá East London til Durban á austurströnd landsins. Skipsskaðinn varð svo nærri ströndinni að ferðalangur sem tjaldað hafði við ströndina og heyrði sagt frá slysinu í breska útvarp- inu, BBC, opnaði tjalddyrnar og gat furðu lostinn fylgst með því sem var að gerast á skipinu þar til það sökk. Sjópróf verða haldin fljótlega í Suður-Afríku til að ganga úr skugga um orsakir slyssins sem ekki kostaði mannslíf þótt litlu munaði. Mikið veltur á því hvort það tekst að koma köfunarkúlu niður að skipinu þar sem það ligg- ur á um 95 metra dýpi. Heimildar- menn rnínir eru sannfærðir um að takist köfurum að komast niður og skoða flakið muni þeir finna stórt gat eða rifu á skipssíðunni sem komið hafi á hana er skipið rakst á sker. Þeir draga í efa þær skýringar sem hingað til hafa verið gefnar; að plötusuða hafi gefið sig í byrð- ingnum er risastór alda hafi skollið á því, slíkar öldur geta myndast við sérstakar aðstæður á þessu hafsvæði, eða stimpill í vél hafi losnað og gert gat á skipsskrokk- inn. Það sem veldur mestum heila- brotum er þessi spurning: Hvemig stendur á því að skipið sekkur þótt aðeins vélarrúmið eitt hafi fyllst af sjó? Nær öll skip eru hönnuð með þeim hætti að þau eiga að haldast á floti þótt vélarrúmið fyll- ist. Vélarrúmið í Oceanos er þar að auki aftan til í skipinu og hvern- ig getur þá staðið á því að stafn skipsins stingst fyrstur í öldurnar? Margir álíta að rifa hafi komið á endilanga skipssíðuna og þess vegna hafi sjór flætt í framhluta Oceanos jafnt sem vélarrúmið. Þetta hafi vaidið því að skipstjórinn og helstu ráðamenn aðrir um borð h'afi þegar gert sér grein fyrir því að mikil hætta var á ferðum. Þess vegna hafi þeir gefið skipun um að yfirgefa skipið sem ekki hefði verið gert ef eingöngu vélarrúmið hefði fyllst af sjó. Deilt á skipstjórann Hver sem orsökin var er ljóst að skipstapinn - og giftusamleg björgun yfir 500 manna sem voru um borð - verður viðfangsefni umræðna og deilna næstu árin meðal skipsstjórnarmanna. Mjög skiptar skoðanir eru um þá stað- reynd að skipstjórinn, Jannis Avr- anas, fór frá borði áður en öllum farþegum hafði verið bjargað. Um eitt hundrað manns voru enn að reyna að komast á brott með þyrl- um skömmu eftir sólarupprás í slæmu veðri er skipstjórinn ruddist fram fyrir og lét fijúga með sig til lands - og skildi eftir sem fulltrúa sinn í brúnni töframann frá Höfða- borg er skemmt hafði farþegunum. Nokkrir aðrir Grikkir úr skips- höfninni voru sakaðir um að hafa farið snemma frá borði í björgunar- báta en þeir hafa svarað því til að þörf hafi verið fyrir þá í bátunum. Mennirnir hyggjast rita opið bréf til alþjóðlegra flölmiðla þar sem vísað verður á bug þeim „róg- burði“ að skipstjóri og áhöfn hafi yfirgefið skip með ósæmilegum hætti. Sum grísku blöðin hafa þeg- ar látið að því liggja að „rógburður- inn“ sé þáttur í baráttu er beinist gegn grískri skipaútgerð. Rök- semdirnar eru þær að ýmsir evr- ópskir hagsmunaaðilar vilji að af- numdar verði reglur sem gilda í einstökum ríkjum Evrópubanda- lagsins þar sem takmarkaður er aðgangur annarra en innlendra fyrirtækja að tilteknum þáttum í í fólksflutningum. Markmiðið sé að opna erlendum skemmtiferðaskip- um leið inn á lystireisumarkaðinn á gríska Jónahafinu. Samkvæmt þessari kenningu er ætlunin að „rógburðurinn" styrki framgang málsins. Skipstjórinn útskýrir brottför sína frá Oceanos með því aö hann hafi haft áhyggjur af afdrifum hundruða farþega sem þegar voru farin frá borði um nóttina í björg- unarbátum skipsins, hann hefði misst allt samband við þá. Hann hefði viljað starfa með björgunar- sveitunum til að fullvissa sig um að fólkið væri ekki í hættu. Avran- as sagðist hafa snúið aftur til sökk- vandi skipsins í þyrlu en þá hefði veðrið verið svo slæmt að ókleift hefði verið að koma honum um Jannis Avranas skipstjóri. borð á ný. Heimildarmenn í suður- afríska flughernum vísa þessari síðustu fullyrðingu skipstjórans á bug. Því hefur einnig verið haldið fram að þegar Avranas hafi verið kominn í land hafi hann ekki látið sig örlög fólksins í björgunarbátun- um neinu skipta heldur hafst við á hóteli. Annaðhvort eni þessar ásak- anir uppspuni og skipstjórinn hefur sætt grófu ranglæti - í breskum blöðum voru risastórar fyrirsagnir þar sem hann var uppnefndur „Skræfa skipstjóri" - eða fullyrð- ingarnar eiga við rök að styðjast og hann hagaði sér ekki eins og skipstjóra ber. Ný tækni og skyldur skipstjóra Sjópróf ættu að geta slegið því föstu hver sannleikurinn í málinu er. Eftir stendur grundvallarvand- inn sem þarf að leysa, þ.e. hvort skipstjóri eigi, þegar slys verða, undir nokkrum kringumstæðum að fara frá borði áður en öllum öðrum hefur verið bjargað. Fram til þessa hefur gilt um þetta tiltölulega ströng regla. Skipstjórinn á að yfir- gefa skipið síðastur allra þótt hann bijóti ekki beinlínis siglingalögin ef hann fer á undan einhveijum - og það geta alltaf orðið slys þar sem nauðsyn brýtur lög vegna „sér- stakra aðstæðna". Skýringar Avranas valda því að margir íhuga hvort beita megi þeirri nýju röksemd að á tímum nútíma flarskipta og björgunar- tækja geti verið réttlætanlegt að .skipstjóri fari fyrr en ella frá borði - til að taka þátt í björgunaraðgerð- unum. Hann veit allt sem máli skiptir um skipið og taki hann þátt í björgunaraðgerðum, annaðhvort frá landi eða úr lofti, geti hönum tekist að bjarga fleiri mannsiífum en ella. Staðreynd er að enginn týndi lífi er Oceanos sökk. Sérfræðingar, sem ég hef rætt við, hafa ekki látið sannfærast af röksemdum Avranas. Þeir segja að eina reglan sem hægt sé að nota sé sú einfalda að skipstjórinn fari síðastur allra frá borði. Þessi regla sé orðin traust í sessi eftir að fólk hafi kynslóð fram af kynslóð séð henni framfylgt í tengslum við slys sem skýrt var frá um allan heim. Megi nefna sem dæmi er Karlsen skisptjóri neitaði að yfirgefa skip sitt, Flying Enterprise, á sjötta áratugnum og varð þjóðfræg hetja fyrir vikið, einnig Titanic-slysið 1912 er skipstjórinn fórst með skipi sínu. Möguleikar Suður-Afríkumanna Eitt er það sem vert er að vekja athygli á. Suður-Afríka er nú smám saman að öðlast náð fyrir sjónum umheimsins eftir að stjómvöld hafa lýst því yfir að bundinn verði endi á aðskilnaðarstefnuna, apartheid. Ljóst er orðið að landið er eitt af fáum svæðum í Afríku þar sem hægt er að bjarga fólki úr sjávar- háska með þyrlum og öðram nýtísku búnaði á giftusamlegan hátt. Hernaðarsérfræðingar hafa árum saman fullyrt að Góðrarvon- arhöfði sé mikilvægt og vel stað- sett landsvæði er Yesturveldin eigi að huga vandlega að en það hafi þau vanrækt. Vegna einangrunar ríkisins á alþjóðavettvangi hefur Suður-Afríkumönnum verið mein- að að taka fullan og eðliiegan þátt í aiþjóðlegri samvinnu á höfunum. Fram á miðjan sjötta áratuginn ráku Bretar mikilvæga flotastöð í Simonstown, skammt frá Höfða- borg, en hurfu á brott vegna póli- tískra deilna við suður-afrísk stjórnvöld. Það gat varla heitið að erlend herskip kæmu við í höfnum Suður-Afríku meðan apartheid var í fullu gildi. Líklegt er að herskipa- komur verði aftur tíðar hér, nú þegar samskiptin við umheiminn hafa batnað. Siglingaleiðin fyrir Höfðann verður hafin til vegs og virðingar á ný og Suður-Afn'ku- menn geta veitt sérfræðiaðstoð og annast björgunaraðgerðir langt norður með ströndum Afríku. Höfundur er ritstjóri dagbiaðsins Cape Times í Höfðaborg í Suður-Afríku. SIEMENS Með SIEMENS helmilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjörður: Torgið hf„ Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. Reyðarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co o» O 1:8 3 O* 3 Q C < 3 2= oS 7? -j. Q Q' i ° 3 7T q2 =so Q^ 3 Q.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.