Morgunblaðið - 15.08.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.08.1991, Qupperneq 27
wf "35öA ?r rií)«rmtwf apAnnnaRH' ' M'ORGUNBLÁÐIÐ' FIMMTUDAGUR 15! ÁGÚST'l 991' rfc 27 Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum: Góð von um signr í yngri flokki hryssna Sprengja frá Ytra-Vallholti með hæstu einkunn fyrir hæfileika _________Hestar______________ Valdimar Kristinsson ÚTLITIÐ er gott hjá Sprengju frá Ytra-Vallhölti og Gunnar Arnarssyni eftir hæfileikadóm kynbótahrossa í gær. Var Sprengja með hæstu einkunn í flokki hryssna sex vetra og yngri. Einkunnir voru gefnar fyrir fet, brokk, tölt, skeið, stökk, fegurð í reið og vilja. Geðslags- einkunn verður látin bíða þar- til hrossin hafa mætt í byggingar- dóm í dag. Virðist sem Sprengja sé með hæfileikaeinkunn kring- um 8,45 en hún var í algjörum sérflokki í sínum hópi. í eldri flokki sýnist ljóst að Bára frá Wisenhof sem Walter Feld- mann yngri sat sé efst með svipað- ar einkunnir og Sprengja. Irma frá Vatnsleysu virðist koma næst en hún er fulltrúi íslands í eldri flokki. Það er þýska stúlkan Jolly Schrenk sem sat Irmu. All sæmilega virtist ganga hjá þeim Erni frá Akureyri og Gammi frá Tóftum sem Jón Steinbjörnsson og Herbert Ólason sátu þótt ekki væru þeir í efstu sætunum. Allt stefnir í að stóðhesturinn Týr frá Rappenhof sem Andreas Trappe sýndi standi efstur í yngri flokki stóðhesta sex vetra og yngri en hann hlaut hæstu einkunn fyrir hæfíleika. Eftir útliti hestsins að dæma og fyrri byggingardómi má gerac ráð fyrir að hann fái háar ein- kunnir fyrir byggingu og verði þar með efstur. í eldri flokki varð efst- ur Glampi frá Erbeldingerhof sem Walter Feldmann yngri sýndi en kona hans Sandra Schutzbach sigr- aði á honum í fjórgangi á Evrópu- mótinu í Danmörku 1989._ Ekki féll þessi hestur í kramið hjá íslending- um sem stóðhestur, þykir þungl- amalega byggður og er með afleita frambyggingu. Fannst mörgum hann fá alltof háar einkunnir fyrir sum atriðin í gær. Kynbótadómamir sem hér fara fram em með nokkuð öðm sniði en tíðkast á íslandi. Einkunnir em gefnar upp strax að loknum dómi á hveiju hrossi og gefín er einkunn fyrir fet og sérstakur viljadómari fer á bak á öllum hrossunum. Ljóst er að talsvert betri kynbótahross koma hér fram en verið hefur áður á Evrópumótum. Ekki skylt að nota reiðhjálma Samkvæmt þýskum lögum ber yrði mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir settu þá upp eður ei. Forkeppni í hlýðniæfíngum fór einnig fram í gær og hlaut þar hæstu einkunn Carla von Nunen, Hollandi á Byr frá Schloss Neubr- onn. Önnur varð Doris Kainzbauer, Austurríki á Bógatýr frá Sigmund- arstöðum með 6,33 og þriðja varð svo Birgitta Karmus, Austurríki á Tridi frá Ampfelwang með 6,26. Tíu efstu mæta í úrslit sem fara fram á laugardag. Enginn Islend- ingur tók þátt í hlýðniæfingunum. Aukinnar spennu er nú farið að gæta eftir því sem nær dregur keppninni. Ýmis smávandamál hafa komið upp hjá sumum íslensku keppendanna þótt ástæðulaust sé að örvænta. Útlitið er gott hjá Hin- rik Bragasyni og Pjakki og virðast þeir í góðu jafnvægi. Fastlega má gera ráð fyrir að þeir komist í úrslit í töltinu og telja ýmsir þá jafnvel hafa góðan möguleika á sigri en við ramman reip er að draga þar sem eru þeir Andreas Trappe og Týr sem heilluðu menn með eftir- minnilegum hætti í kynbótasýning- ^ unni í gær. Hátt í þrjú þúsund manns eru nú komnir á mótssvæðið en forráða- menn mótsins gerðu ráð fyrir að alt að tíu þúsund manns myndu sækja mótið heim. Veður hefur ver- ið eins og best verður á kosið, létt- skýjað, lygnt og hiti yfír tuttugu gráður. Spáð er svipuðu veðri áfram. Fátt getur komið í veg fyrir að Sprengja fari með sigur af hólmi í yngri flokki hryssna á heimsmeistarmótinu í Himmelstalund, knapi er Gunnar Arnarsson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Einar Oder Magnússon með hest sinn Atgeir frá Skipanesi ræðir við félaga sinn Ragnar Hinriksson. Einar hefur nú selt hestinn ungri sænskri stúlku og sagði hann að færri hefðu fengið en vildu. Tyr frá Rappenhof er tvímælalaust sá hestur sem íslendingar óttast mest í tölti og fjórgangi en hestur- inn afburðagóður. Knapi er Andreas Trappe, Þýskalandi. öllum sem taka þátt í opinberum mótum að nota reiðhjálma. Undan- þága hefur fengist frá þessum lög- um þannig að ljóst er að ekki munu allir keppendur koma til með að bera reiðhjálma. Sigurður Sæ- mundsson, liðsstjóri íslenska liðsins, sagði að sænsku og bresku kepp- endurnir myndu nota hjálma í öllum keppnisgreinum en íslendingar og Þjóðverjar mynda hafa hjálmana uppi við á mótssetningunni en síðan Sigmjón Pálsson, Seyðisfírði - Kveðja Siguijón Pálsson frá Seyðisfirði fæddist 15. ágúst 1901, dáinn 24. janúar sl. Hann var jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju 2. febrúar. Hann var sonur hjónanna Páls Jó- hannssonar og Jóhönnu Guðlaugar Jónsdóttur, Hofi, Hofshreppi, Aust- ur-Skaftafellssýslu. Frá 6 ára aldri var hann í fóstri hjá Guðlaugu Jónsdóttur á Hnappa- völlum í Öræfasveit. Systkini Siguijóns eru: Emih'a f. 1888, Katrín Sigurlaug f. 1890, Karólína, f. 1892, Jóhann f. 1893, Sigurborg f. 1894, Jóhanna Mar- grét f. 1896, J. Margrét f. 1898, Þorleifur f. 1899, Þuríður 1903, Steinunn f. 1904, Hannes f. 1906, Björgvin f. 1908 og Sigríður f. 1911. Átján ára gamall fór hann í sjó- róðra í Vík í Mýrdal. Síðan lá leiðin til sjóróðra frá Hornafirði. Frá því um tvítugsaldur réri hann þaðan margar vertíðir á línubátum, vélbátarnir voru komnir í flotann. Þar hlaut hann eldskírn sína, er hann féll útbyrðis á útstími. Var hann klukkustund eða lengur við- skila við bátinn. „Stakkurinn var mitt flotholt," minnist ég, sem patti, að sá æðrulausi sjómaður hafi á orði. Síðan hefur slíkum kraftaverk- um fækkað. Björgunarbúnaður skipa. hefur tekið stakkaskiptum. — Ferð vinar míns fyrir nokkrum árum á æskustöðvar sunnan jökla til ættingja — til sveitarinnar við sendna strönd varð honum til ómældrar gleði á ævikvöldi. Hann hélt einkennum málfarsins alla ævi. Til Homafjarðar sóttu austfjarð- arbátar norðar að á vetrarvertíð. í þeim hópi kynntist Sigurjón Seyð- fírðingum. Brynjólfur og Jón Sveinssynir gerðu út Trausta og Víking. Hann réðst til þeirra og kom til Seyðisfjarðar 1929. Þeir höfðu útgerðar- og veikunarhúsnæði í Nagelshúsum á Ströndinni í Seyðis- fírði. Útgerðin átti blómatíma. Síld og bolfiskur uppi í landsteinum. Gmnnmiðin báru sóknina. Þeir höfðu nóg, sem sáu stritið bera árangur. Nysköpun tók við eftir stríð. Togarinn ísólfur kom síðla árs 1947. Þar var Siguijón í skipsrúmi allan útgerðartíma skipsins, nær- fellt hálfan annan áratug, lengst af kyndari. Skin og skúrir skiptast á í lífinu. Heimskreppa, heimsstyijöld og erf- iðleikar í útgerð setja sín mörk. Skaphöfn Siguijóns lýsti staðfestu og trúvirði í starfi. Sveiflurnar urðu aukaatriði. Hann bjó í haginn, kunni að njóta árangurs í raun og gleðj- ast á góðri stund. Þannig minnist ég föðurmágs míns. Hann var heill og Jireinskiptinn. Á Ströndinni við Seyðisfjörð hófu þau búskap, föðursystir mín Kristín Guðfínnsdóttir og gengu í hjóna- band 26. maí 1934. Hún lifir mann sinn. Er heimili þeirra og kynni öll með bestu bernskuminningum und- irritaðs. Þau eignuðust soninn Haf- stein, verkstjóra og frystihússtjóra um árabil. Barnabörnin em 4 og 5 afkomendur í ijórða lið. Heimsstyijöldina síðari þekkja Seyðfírðingar, er lifðu þau ár. Þau eru fyrir okkar minni, þótt komin séu um miðjan aldur. Margar stríðs- menjar vöktu spumingar í ungum huga. Þá var á vísan að róa. Hann vissi hvar hliðin höfðu verið, bann- svæðin, varðstaðan, skipalægið, fjörðurinn var iðandi af umferð, sem aldrei verður síðan. Virkin fengu líf við frásögn þess, sem upplifði vett- vanginn. Bámjámsskálarnir, sem höfðu hýst dáta við stríðsrekstur, fengu hlutverk við landbúnað bæjarbúa og hýstu sauðfé á gjöf. Það var eftirminnilegt búsílag. Þeir feðgar héldu fé til heimilisnota hvað lengst í þeim bæ. En allt á sinn endi. Þótt styijald- ir fjarlægist, kveður heimsmenning- in dyra. Lífshættir breytast. Maðurinn með ljáinn kveður-þá til sín, sem órofa tryggð sýndu uppruna og íslenskum kostum. Blessuð sé níutíu ára minning Sigurjóns. Herbert Marinósson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.