Morgunblaðið - 15.08.1991, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
31
Guðni Bjamason frá
Flatey - Minning
Fæddur 9. október 1910
Dáinn 7. ágnst 1991
Góður drengur er genginn á vit
feðra sinna. Guðni Bjamason fyrr-
verandi umsjónarmaður við Sund-
laug Hafnarfjarðar lést á Sólvangi
þar í bæ 7. þ.m.
Guðni Bjarnason var fæddur í
Flatey á Breiðafirði 9. október
1910 sonur hjónanna Júlíönu Guð-
mundsdóttur og Bjarna Bjarnason-
ar, sem áttu heima öll sín hjúskap-
arár í Flatey, og var Guðni einn
af sex bömum þeirra. Hann var
látinn heita Guðni eftir Guðna
kaupmanni Guðmundssyni í Flat-
ey, sem farist hafði með báti sínum
Hörpu nokkmm dögum áður en
drengurinn fæddist, en Guðni
kaupmaður var giftur Kristínu
Aðalheiði Bjamadóttur sem var
alsystir Bjarna Bjarnasonar föður
Guðna. Guðni ólst upp hjá foreld-
mm sínum í Flatey, og dvaldist
þar við nám og störf fram yfir
tvítugt er hann fór suður til
Reykjavíkur á vélstjómamámskeið,
sem hann lauk með sóma 1934.
Upp frá því hóf hann störf sem
vélstjóri á skipum frænda síns Jóns
Sveinssonar fyrst á Þorsteini RE
og'Nsíðar á Ásgeiri RE, þar sem
hann var lengst af vélstjóri, skip
þessi stuiiduðu síldveiðar og
vetrarvertíðir, þess á milli kom
hann heim til foreldra sinna í Flat-
ey og dvaldist þar fram á næstu
vertíð.
Mér er það jafnan minnisstætt,
hve okkur ungu strákunum í Flat-
ey þótti mikið til þess koma, þegar
Guðni, félagar hans og jafnaldrar
komu heim af síldveiðum á haust-
in, þeir vora vel klæddir í nýjum
fötum með hatt, og báru með sér
eitthvað framandi sem við skynjuð-
um sem einhvern vott af stórborg-
arbrag, þetta voru allt bráðmynd-
arlegir menn, sem við voram stolt-
ir af sem Flateyingar. Hámarkið
Fædd 4. nóvember 1908
Dáin 2. ágúst 1991
Þegar vinir deyja, deyr hluti af
manni sjálfum. Þannig er því varið
við fráfall vinkonu minnar Þuríðar
Jóhannesdóttur. Eftir stendur
ófyllt skarð en þekkar minningar
streyma fram í hugskotið.
Hún hét fullu nafni Þuríður
Svanhildur og var fædd á Mið-
grand í Skagafírði þann 4. nóvem-
ber 1908 og hlaut það hlutskipti
að alast upp meðal vandalausra frá
7 ára aldri. Sauðfjárveiki hafði
heijað á héraðið og áttu foreldrar
hennar ekki annars úrkosta en að
bregða búi. Næstu sex árin dvaldi
hún i Vesturdal í Skagafirði en til
þeirrar byggðar bar hún æ síðan
afar sterkar tilfinningar.
Afburðagreind, háttvísi, iðju-
semi, hógværð og skapfesta ein-
kenndu Þuríði til hinstu stundar.
Hún hlaut í æsku meiri menntun
en títt var um hérlendar konur á
fyrri hluta aldarinnar. Þannig var
hún veturlangt við nám í Kvenna-
skólanum á Blönduósi. Næsta vet-
ur var hún fengin til að vefa fyrir
skólann. Slíkt mun hafa verið mik-
il upphefð fyrir unga stúlku í þá
daga og sýnir hve mikillar tiltrúar
hún naut þá þegar.
Leið Þuríðar lá því næst í Kenn-
araskóla íslands en þaðan varð hún
frá að hverfa eftir eins árs nám
vegna fjárskorts. í Kennaraskólan-
um kynntist Þuríður eftirlifandi
eiginmanni sínum, Þórarni Jóns-
syni, kennara, og gengu þau í
var er þeir höfðu nýja harmónikku
meðferðis, eins og Guðni og Maggi
Stefáns. Þá fór líka í hönd undir-
búningur undir hinar árvissu
skemmtanir 1. des. og félags-
skemmtanir að ógleymdu þorra-
blóti eftir áramótin. Ungu menn-
irnir voru allt í öllu, og átti Guðni
frændi minn stóran þátt í því, hann
söng í karlakórnum „Gamla Nóa“,
kirkjukórnum, lék i leikritum, sá
um brennuna á gamlárskvöld, og
lék svo fyrir dansi ásamt öðrum á
öllum þessum skemmtunum. Jáj
þá var nú líf og fjör í Flatey. I
stríðsbyijun má segja að Guðni
hafi verið alfluttur suður, a.m.k.
kom hann ekki eins reglubundið
heim eftir vertíðir, enda var þá
orðið mun minna um atvinnu í Flat-
ey en áður var. Hann sást þó end-
rum og eins öllum til óblandinnar
ánægju, einkum þó öldraðum for-
eldrum hans, sem hann reyndist
hinn besti sonur, enda var Guðni
fádæma góður og vinsælll maður.
Eins og áður er sagt var sjó-
mennska aðalstarf Guðna framan
af æfí, og var hann vélstjóri á
bátum við allskonar veiðiskap. Á
þeim árum átti hann heimili hjá
Laufeyju systur sinni og Andrési
Bjarnasyni, sjómanni, manni henn-
ar á Mýrargötu í Reykjavík. Var
Guðni systur sinni mikil stoð og
stytta og langri fjarveru manns
hennar á sjónum á togurum í ógn-
um stríðsins. Þar bjó hann allt til
ársins 1948, er hann kvæntist in-
dælli konu Sigurunni Konráðsdótt-
ur og flutti með henni í Hafnar-
ijörð. Hún var einstæð móðir með
5 böm, sem Guðni reyndist sem
besti faðir. Þau áttu saman tvö
börn Stúlku og dreng, sem dóu
bæði við fæðingu.
Árið 1956 veiktist Guðni í lung-
um og var lagður inn á Vífilsstaða-
spítala, þar sem hann er í nær eitt
og hálft ár. Má nærri geta hve
óskaplegir erfíðleikar voru hjá
hjónaband þann 5. júní 1930.
Ekki var auðvelt fyrir ungan
kennara að fá fasta kennarastöðu
á kreppuáranum. Farkennsla í
Kjós var það vænlegasta sem
bauðst. Ungu hjónin dvöldu þann
vetur á Ingunnarstöðum í Kjós,
þar sem þeim fæddist elsta dóttir-
in. Átti Þuríður æ síðan afar góðar
minningar um hjónin á Ingunnar-
stöðum og dvöl sína þar.
Að því kennsluári loknu héldu
þau til Reykjavíkur, þar sem Þór-
ami hlotnaðist forfallakennsla við
Austurbæjarskólann. Þaðan lá
leiðin til Aðalvíkur í Norður-ísa-
fjarðarsýslu og síðan til Flateyjar
á Skjálfanda. Munu þau hafa dval-
ið í u.þ.b. 7 ár á hvoram stað.
Höfðu þessi afskekktu og um leið
framandlegu byggðarlög, kjör
fólksins þar og staðhættir allir
djúpstæð áhrif á næma og glögg-
skyggna sál Þuríðar. Margt það
er hún hafði séð það og reynt varð
henni óþrotleg uppspretta hugleið-
inga um örlög manna og hinstu
rök tilvera okkar.
Kennsluferli Þuríðar og Þórarins
lauk í Innri-Akraneshreppi þar sem
þau ásamt með kennslu hófu bú-
skap. Jörðina Kjaransstaði keyptu
þau og byggðu síðar upp með dótt-
ur og tengdasyni. Þar er nú eitt
af fyrirmyndarbýlum landsins.
Þó Þuríði hafí ekki tekist að
ljúka kennaraprófí mun hún hafa
verið frábær kennari og aðstoðaði
mann sinn oft dyggilega í starfi.
Auk þess sem hún kenndi hinar
þeim hjónum á þessu veikindatíma-
bili, er Sigurunn var ein heima
með börnin sín ung á mismunandi
aldri og fyrirvinnu á sjúkrahúsi.
Guðni sagði mér það síðar, að veik-
indi hans hafi verið mjög alvarleg
og ef ekki hefðu komið til hin nýju
berklalyf hefði hann verið dauðans
matur. Hann minntist Helga Ingv-
arssonar, yfírlæknis á Vífílsstöðum
ætíð með miklu þakklæti og virð-
ingu og þakkaði honum manna
mest þann góða bata sem hann
hlaut á Vífilsstöðum.
Eftir að hann útskrifaðist af
sjúkrahúsinu var ekki um lengri
sjómennsku að ræða. Hann þurfti
að fá starfa sem hentaði skertri
heilsu hans. Með aðstoð góðra
manna tókst honum að fá starf
við sitt hæfi í Sundlaug Hafnar-
fjarðar, þar undi hann hag sínum
og starfaði óslitið til eftirlaunaald-
urs.
í þeim góða bæ Hafnarfirði leið
honum vel.
Guðni var hafsjór af fróðleik um
Flatey og aðrar Breiðafjarðareyjar,
menn og málefni. Sat ég oft hjá
honum og fræddist um gamla at-
burði, sem ég hafi áhuga á, sömu-
leiðis var það segin saga, ef um
einhver vafaatriði var að ræða frá
fyrri tíð í Breiðafjarðareyjum sem
þurfti að fá staðfest, þá var leitað
til hans og fengust þá skýr og
ýmsu greinar skólaskyldunnar, tók
hún iðulega að sér börn sem af
ýmsum orsökum þurftu á sérstakri
aðstoð að halda. Sum þeirra dvöldu
um lengri eða skemmri tíma í ein-
stakri umsjá þeirra Þuríðar og
Þórarins en þau hjónin munu hafa
verið sérstaklega samhent í öllu
því er náungakærleik varðaði.
Þá er kennsluferli Þuríðar og
Þórarins lauk, réð Þuríður sig sem
aðstoðarkonu við barnaskólann að
Ásgarði í Kjós um nokkurra ára
skeið. Aðstoð hennar þar var mjög
margþátta. Fósturdóttur sína Sig-
þrúði aðstoðaði hún við matseld-
ina, Hólmfríði skólastjóra við
umönnun ungra dætra hennar,
undirritaða við kennsluna auk þess
sem hún sá um að halda skólanum
hreinum og vistlegum. Alúð hennar
og trúmennska við öll þessi störf
var eftirbreytniverð og fjölhæfni
hennar þar sem annars staðar eft-
irtektarverð.
skilmerkileg svör. Það var einkar
ánægjulegt hveð hjónin Sigurann
og Guðni vora samhent og nutu
þess að ferðast innanlands og utan
hin síðari ár og gátu þá heimsótt
ættingja og vini, það vora sólar-
geislar í ellinni, sem þau nutu svo
sannarlega og var heilsa hans all-
góð allt fram til ársins 1989, er
hann fór í aðgerð á Landspítalan-
um í Reykjavík, sem tókst allvel á
svo öldraðum manni, en uppfrá því
má segja að hann haf dvalið á
sjúkrahúsum meira og minna, fyrst
á St. Jósefsspítalanum í Hafnar-
firði og síðan á sjúkrahúsi aldraðra
Sólvangi í Hafnarfirði. Það er að-
dáunarvert hvað eiginkona hans
öldrað og heilsuskert reyndi af
fremsta megni að heimsækja eigin-
mann sinn á sjúkrahúsi allt til hins
síðasta.
Með þessum orðum kveð ég
frænda minn hinstu kveðju og
votta eiginkonu hans og öðrum
vandamönnum innilega samúð
okkar hjóna.
I.V.
Guðni Bjarnason vélstjóri, fyrr-
verandi starfsmaður Sundhallar
llafnarfjarðar, andaðist á Sólvangi
í Hafnarfrði 7. ágúst sl. og verður
jarðsunginn í dag frá Hafnarfjarð-
arkirkju.
Ég kynntist mínum góða vini
Guðna, er hann hóf störf við Sund-
höll Hafnarfjarðar í júní 1958.
Hann var þá nýútskrifaður af Vífíls-
staðaspítala eftir langvinn veikindi,
sem urðu þess valdandi að hann
varð að hætta því starfi sem hann
hafði gegnt í fjölda ára, en það var
vélstjóm á fiskiskipum.
Guðni var einstaklega vinnusam-
ur og skemmtilegur félagi. Gaman
var að heyra hann rifja upp atvik
frá æskustöðvum hans í Flatey á
Breiðafirði og frá reynslu hans á
löngum sjómannsferli.
Baðgestir, sem sóttu Sundhöllina
á starfstíma Guðna, minnast lipurð-
ar hans og hlýlegs viðmóts. Æsku-
fólki var hann góður og kunni að
umgangast ærslafulla unglinga á
þann hátt, að nauðsynlegum aga
og umburðarlyndi var blandað á
besta máta. Slíkt er ekki á allra
færi.
Samstarfsfólki sínu var Guðni
góður vinur og söknðu hans allir
Skólahúsið, sem eftir eril og
ærsl dagsins hafði verið í óreiðu,
varð fínt og fágað án þess að nokk-
ur yrði var við þau umsvif sem
gjarna fylgja tiltektum. Sömuleiðis
var morgunverðurinn tilbúinn og
ilmandi á réttum tíma dag hvern
án þess að nokkur hefðiu heyrt svo
mikið sem skóhljóð í húsinu. Fyrir
þessar eðliseigindir, þ.e. hljóðlætið
og eljusemina, hlaut hún nafnið
„búálfurinn góði“ hjá undirritaðri,
en að þeirri nafngift henti hún oft
gaman þar eð henni þótt hún hæfa
sér harla vel.
Síðustu starfsáram sínum varði
Þuríður í umönnun þriggja aldr-
aðra kvnena, hverri á eftir ann-
arri. Þær studdi hún með styrkri
hendi af nærfærni og skilningsríki
síðasta spöl lífsferils þeirra.
Þuríður var sem fyrr segir af-
burðagreind og fljúgandi hagmælt.
Skopskyn hennar var ríkt þótt í
heild væri hún mikil alvörakona.
Hún var hafsjór af þekkingu á
þjóðlegum fræðum, íslensku máli
og bókmenntum. Stærðfræðingur
var hún og góður. Fátítt er að hitta
fyrir einstakling svo fjölþættum
gáfum gæddan. Geta má nærri að
fengur var í því fyrir ungan og
óreyndan kennara að hitta fyrir
slíka manngerð í upphafí kennslu-
ferils síns. Síðar, eftir að undirrituð
var orðin háskólakennari kom það
oft fyrir að hún hringdi til Þuríðar
og spurði hvort hægt væri að fá
viðtal við fótgangandi alfræðiorða-
bókina!
Unun var og uppbyggilegt að
eiga við Þuríði samræður um hvað
eina er mannrækt og mannlífí við-
kom. Sífellt var hún tilbúin að
miðla af þekkingu sinni og lífs-
reypslu.
Átthagatryggð Þuríðar var fá-
gæt. Tilfinning hennar fyrir eðli
og lífsháttum Skagfirðinga var
þegar hann lét af störfum fyrir ald-
urs sakir árið 1981. Hann var dygg-
ur starfsmaður og vann sín störf
af ósérhlífni og trúmennsku í 22
ár. Bæjarstjórn mat störf hans mik-
ils og var hann ráðinn umsjónar-
maður Sundhallarinnar árið 1971
og gegndi hann því starfí með mikl-
um sóma til starfsloka.
Erfiðri sjúkdómslegu er lokið og
Guðni er nú farinn í ferðina miklu
sem okkur öllum er ætluð. Við sem
vorum svo lánsöm að ganga með
honum hluta af lífsleiðinni, biðjum
honum Guðs blessunar og þökkum
af hjarta allar þær ánægjustundir
sem við áttum með honum. Fyrrver-
andi samstarfsfólk og fjölskylda
mín senda eftirlifandi eiginkonu
hans, Sigurunni Konráðsdóttur og
fjölskyldu, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minningin lifír um mætan mann.
Yngvi R. Baldvinsson
Að einhver sé gæddur hjarta-
gæsku, slíkt er varla notað í ís-
lensku máli lengur. En, það er eina
setningin sem á við þegar rætt er
um pabba. — Því pabbi okkar var
hann í orðsins fyllstu merkingu.
Hann tók okkur systkinin að sér
og sleppti aldrei af okkur sinni
traustu föðurhendi fyrr en yfír lauk.
Það er sem ég fínni hijúfu höndina
hans stijúka mér um vangann, eins
og hann gerði oft þegar mér leið
illa. Allt mátti bæta, öll sár lækna,
allt varð einhvern veginn léttara
eftir að rætt hafði verið við pabba.
Traustur og tryggur var hann, og
er hans sárt saknað af afa og lang-
afabörnum, því alltaf hafði afi tíma
fyrir þau, að spiia eða bara ræða
málin, og þá með sömu alvöru og
þau væra fullorðin. Mun minning
hans fylgja þeim, ekki síður en
okkur foreldrunum. Vona ég að
hans handleiðslu gæti í fari þeirra
á lífsleiðinni. Að gjöra engum mein,
gera hveijum manni gott, að Iasta
engan mann.
Sárt er hans saknað, hins góða
hljóðláta manns, sem aldrei mátti
vamm sitt vita. Minningarnar
verma hjartað, en þung verða spor-
in á eftir kistunni hans í dag.
Fari höfðinginn heill.
Kveðja frá Svönu R. Guðmunds-
dóttur, fósturdóttur.
mótuð af næmleik og víðtækum
samanburði við önnur byggðarlög.
Þá taldi hún kunna manna best
að hryggjast og gleðjast.
Meðfædd hógværð Þuríðar varð
þess valdandi að ótilkvödd flíkaði
hún hvorki hagmælsku sinni né
þekkingu. Hún vann störf sín í
kyrrþey af elju og alúð hvert sem
eðli þeirra var og gætti þess vand-
lega að styggja ekki umhverfí sitt
í neinu.
Barnalán Þuríðar og Þórarins
er mikið, dæturnar 3, Þórný, Jó-
hanna, Þórgunnur, einkasonurinn
Þórmundur svo og fósturbömin
'Sigþrúður og Pálmi era öll dug-
andi mannkostafólk hvert á sínu
sviði. Afkomendurnir era komnir á
5. tuginn. Manndómur og farsæld
einkenna hópinn.
Ævikvöldið var kyrrlátt og fag-
urt þar sem þau Þuríður og Þórar-
inn hafa mörg undangengin ár
dvalið við frábært atlæti í skjóli
sonar og tengdadóttur. Þar hefír
ekkert verið til sparað að gera
góðum foreldram og fósturforeld-
ram ævikvöldið sem ánægjulegast.
Farsælli lífsgöngu gagnmerkrar
konu er lokið. Efst í huga er þakk-
læti fyrir tryggð og ómæld elsku-
legheit um tæplega aldarfjórð-
ungsskeið. Eftirlifandi eiginmanni
Þuríðar, systkinum, svo og allri
fjölskyldu hennar votta ég einlæga
samúð.
Tilhlýðilegt má telja að ljúka
þessari grein með stöku eftir Þu-
ríði sjálfa, um þau lífsviðhorf sem
á langri ævi einkenndu alla hennar
gjörð.
„Við það eitt ég hugann hef
þó heldur gerist fábreytt saga,
að yrkja svo mitt ævistef
að öðram verði lítt til baga.“
Ragna Sigrún Sveinsdóttir
Þuríður Jóhannes-
dóttir - Minning