Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 J ' . ’ • • ■ vv :............: í;vjv Siiii 1111 1 j SIEMENS gg| Tísku- B^sýning í Naustkjallaranum í kvötd kl. 21.30 Tískusýning frá versluninni £Yiyr Laugavegi Sýnum nýjustu tískuna frá PARÍS. Módelsamtökin sýna. Verslunin FOX Naustkjallarinn. ........ , AJ VELVAKAWDI SVARAR í SJÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Misheppnaður kvöldverður Fyrr á árinu, fór ég ásamt fjór- um hressum konum út að borða og varð Grillið á Hótel Sögu fyrir valinu. Sérstakt stóð til hjá okkur og því var ákveðið að borða það besta og girnilegasta á matseðli staðarins. Nokkrum dögum áður var sérstakt borð pantað, svokallað hringborð við glugga og var það vel valið — sannkallaður forréttur að sitja þarna í góða skapinu og dást að fallegu útsýni til allra átta. Góð byijun, sem endaði þó miður vel. Þjónusta staðarins var í alla staði til háborinnar skammar! Við komum rétt upp úr kl. hálf níu og byijuðum á að panta for- rétt. Sá reyndist misgóður, en það er nú einu sinni smekksatriði hveiju sinni og ekkert meir um hann að segja. Aðalmáltíðin sem átti að sjálfsögðu að vera hápunkt- ur kyöldsins var framreiddur upp úr kl. hálf ellefu, þ.e.a.s. tveim tím- um eftir að við komum á staðinn og geri aðrir betur! Okkur þótti sennilegt að kokkurinn hefði brugðið sér frá til að slátra öndun- um sem tvær okkar höfðu pantað af matseðlinum. Eftir að hafa set- ið þarna hálf afskiptalausar (fórum og báðum um ljós við borðið þegar rökkva tók, báðum um að losað yrði úr öskubökkum í tvígang, leit- að að stúlkunni til að fá ábót á vín o.s.frv.) birtust allt í einu nokkrir þjónar við borðið okkar og tóku að skammta langþráðar veit- ingar af hjólvagni beint á diskana. En mikil urðu vonbrigðin hjá mér og stöllu minni, þegar í ljós kom, að öndin (hjá báðum) var ísköld, slepjuleg og virkilega ógeðsleg. Vinkonan gerði tilraun til að kroppa af henni, en gafst upp. Stúlkan var kölluð sem síðan kall- aði á þjón. Sá viðurkenndi strax að öndin var misheppnuð og bauðst til að eldaður yrði einhver annar réttur (þó það nú væri) klukkan var þá að verða ellefu og a.m.k. ég var búin að missa alla löngun og matarlystin horfin. Hvorug hafði löngun eða ánægju af því að bíða eftir nýjum rétti. Hinar kláruðu sitt og voru ánægðar með það sem þær fengu (heppni?) Þá var komið að eftirrétti sem reynd- ist ágætur, nema hvað, að frá minni hálfu fann ég enga ánægju að borða hann, enda varla hægt að kalla þetta eftirrétt þegar slíkur er snæddur sem aðálréttur kvölds- ins í „boði“ staðarins sem sárabæt- ur fyrir önd sem ekki var önd. Svo kom reikningurinn og viti menn! endurnar tvær sem flugu væntanlega beint ofan í ruslatunnu voru matreiddar beint á reikning- inn! „Ykkur var boðið upp á eftir- rétt“ var svarið, þegar ég gerði athugasemd við þetta og þar við sat! Ég varð bara orðlaus, svo ein- falt var það. Ég vildi ekki enda kvöldið með látum og rifrildi svo ég ákvað að ég skyldi hringja seinna í yfirþjón staðarins sem ég og gerði. Sá kannaðist við þessi leiðindi og vildi fá nöfn okkar tveggja og sagðist mundi hringja í mig fljótlega. Þessi höfðingi hafði aldrei samband!!! Rúmar 30 þús. kr. kostaði þessi „útsýnisferð“ á stað sem stærir sig á því að vera meðal bestu veitingastaða bæjar- ins. Það er a.m.k. af sem áður var og má Grillið á Hótel Sögu muna sinn fífil fegri. Næst þegar halda skal upp á eitthvað sérstakt fer maður á Holt- ið það hefur aldrei brugðist hvorki í þjónustu né matseldinni og þar þurfa þeir ekki að tæla fólk með gylliboðum um útsýnisturna til að veita sínum gestum þá ánægju sem þeir borga fyrir. Sif Ragnhiidardóttir Mísmunun útvarpsstöðva í dag, 8. ágúst, er í Velvakanda Morgunblaðsins greinarstúfur eftir Þórð Óskarsson er hann nefnir Um „fijálsu" stöðvarnar. Hann segir þær hafa valdið sér vonbrigðum. Hann segir sjaldgæft að sjá nokkra vitræna dagskrá hjá þessum stöðv- um. Hann segir nýju útvarpsstöðv- amar bjóða upp á fátt annað en lágkúru og þær séu alls ófærar um að keppa við Rás 1. Enn sé þó ekki fullreynt hvort fijáls út- varpsrekstur eigi rétt á sér. Fleiri em hans orð í sama dúr. Grein hans hefði sómt sér vel sem innlegg til stuðnings þeim, sem börðust sem harðast gegn útvarpslögunum, sem leyfðu fijáls- an útvarpsrekstur. Sé Þórður Óskarsson yngri en svo að hann muni ekki útvarps- og sjónvarpsrekstur ríkisins, fyrir tilkomu fijálsu stöðvanna, skal ég veita honum alla mína samúð. Ég verð því að fræða hann um það að lágkúran, sem hann er að væna stöðvarnar um, var orðin slík á ríkisreknu útvarpi og sjónvarpi að ekki var lengur við unað. Hann forðast að nefna það að mismunur- inn á rekstraraðstöðu nýju stöðv- anna og hinna ríkisreknu er slíkur að undrun vekur að þær skuli lifa af slíkt misrétti. Er það samkvæmt hans lýðræð- ishugsjónum að sjálfsagt sé að rík- isfjölmiðill geti sótt rekstrarfé sitt í vasa þegnanna, án þess þeir hafi nokkurt val? Hann forðast að nefna Rás 2 hjá Ríkisútvarpinu. Hann veit að sú rás var sett á stofn til að vega upp á móti vinsældum fijálsu stöðvanna, með samskonar dagskrárefni og þær. Að hans dómi er Ríkisútvarpið því sokkið í sama lágkúrupottinn. Að hans dómi ætti því að leggja slíka lágkúru niður. Þeir menn, sem stöðugt mæla með ríkisrekstri á öllum sviðum, hafa ekki ráð á víðara sjónarsviði en anddyri músarholunnar. Mikið af efni fijálsu stöðvanna er hreint frábært. Mundu þegnarnir sætta sig við að þær yrðu lagðar niður, til þess að gefa ríkisfjölmiðiunum kost á því að komast á sitt fyrra lágkúrustig? Þórður Halldórsson Kœli - oq frvstitœki ímiklu úrvali! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SlMI 28300 Krakkarnir færðu fjársöfnun Rauða krossins rúmlega 2.500 kr. sem komu inn hlutaveltu þeirra til stuðnings málefninu. Krakkarnir heita: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Lilja Björg Kjartansdóttir, Stefán Steinn Sigurðarson og Ósk Óskarsdóttir. K' I I ÞVI LIFID LIGGUR VID «« \ Sýnd k.. 5, 7, 9 „ KCBCBé * * * 5P SIMI 11384 - SNORRABRAUT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.