Morgunblaðið - 15.08.1991, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
43
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Morgunblaðið/Bjarni
Jón Eriing Ragnarsson skoraði glæsilegt mark með skalla fyrir Fram, en hann bætti síðan öðru marki við.
Róður Víðis-
manna þyngist
Framarar skelltu þeim á lokasprettinum, 4:0
1:0
Anton Björn Mar-
kússon skoraði
stórglæsilegt mark með skalla á
24. mín., eftir frábæra sendingu
Péturs Ormslev, sem sendi
knöttinn inn í vítateig Víðis.
Anton Bjöm skallaði knöttinn
laglega yfir Jón Örvar Arason,
markvörð, í hliðarnetið fjær.
2,AJin Erling Ragn-
■ \#arsson skallaði
knöttinn glæsilega upp undir
þverslá á marki Víðis, af stuttu
færi, eftir fyiirgjöf Baldurs
Bjarnasonar á 84. mín.
3,f*Jón Erling var aftur
■ ^#á ferðinni á 88. mín.
þegar hann renndi sér á eftir
knettinum og spymti honum
yfír marklínu, eftir skot Kristins
R. Jónssonar.
4:0
Steinar Guðgeirs-
góðu skoti á 93. mín., eftir send-
ingu frá Ríkharði Daðasyni.
að rjúfa stórt gat í vamarmúrinn.
Eftir það mátti Jón Örvar Arason,
markvörður Víðis, hirða knöttinn
þrisvar úr netinu hjá sér.
„Ég er þokkalega ánægður með
ÚRSLIT
Fram - Víðir 4:0
Laugardalsvöllur, íslandsmótið í knatt-
spyrnu, 1. deild (Samskipadeild), miðviku-
dagur 14. ágúst 1991.
Mörk Fram: Anton Bjöm Markússon (24.),
Jón Erling Ragnarsson 2 (84., 88.), Steinar
Guðgeirsson (93.).
Áhorfendur: 811.
Gul spjöld: Steinar Ingimundarson, Víði,
Kristinn R. Jónsson, Fram.
Dómari: Ólafur Ragnarsson, slakur.
Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson,
Pétur Ormslev, Þorvaldur Örlygsson, Krist-
inn R. Jónsson, Pétur Amþórsson (Pétur
Marteinsson 69.), Steinar Guðgeirsson,
Anton Bjöm Markússon (Ásgeir Ásgeirssoi^^
73.), Baidur Bjamason, Jón Erling Ragnars-
son, Ríkharður Daðason.
Víðir: Jón Örvar Arason, Kiemenz Sæ-
mundsson, Sævar Leifsson, Sigurður Magn-
ússon (Hlíðar Sæmundsson 60.), Ólafur
Róbertsson, Daníei Einarsson, Bjö-rn Vil-
helmsson, Vilberg Þorvaldsson, Steinar
Ingimundarson, Grétar Einarsson, Karl
Finnbogason.
Stjarnan - FH 2:2
Stjömuvöllur, íslandsmótið 1. deild - Sam-
skipadeildin - miðvikudaginn 14. ágúst
1991.
Mörk Stjömunnar: Sveinbjörn Hákonar-
son (7. vsp.) ,og Valdimar Kristófersson
(52.)
Mörk FH: Hlynur Eiríksson (17.) og Izudin
Dervic (24.)
Gult spjald: Enginn
Áhorfendur: Uin 500
Dómari: Eyjólfur Ólafsson og var slakur.
Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Bjarni
Benediktsson, Heimir Erlingsson, Birgir
Sigfússon, Bjarni Jónsson, Kristinn Láms-
son, Valgeir Baldursson, Ragnar Gíslason,
Sveinbjörn Hákonarson, Ingólfur Ingólfs-
son, Valdimar Kristófersson.
Lið FH: Stefán Arnarson; Björn Jónsson,
Guðmundur Hilmarsson, Ólafur H. Kristj-
ánsson, Kristján Gíslason, Þórhallur
Víkingsson, Hallsteinn Amarson, Izudin
Dervie, Andri Marleinsson, Hlynur Eiríks-
son, Hörður Magnússon.
Fj. leikja U j T Mörk Stig
FRAM 14 9 3 2 21: 10 30
VÍKINGUR 13 8 0 5 25: 18 24
KR 13 6 3 4 23: 10 21
BREIÐABLIK 13 5 .5 3 20: 17 20
FH 14 5 4 5 19: 19 19
STJARNAN 14 4 5 5 21: 20 17
VALUR 13 5 2 6 15: 16 17
ÍBV 13 5 2 6 21: 27 17
KA 13 4 3 6 13: 16 15
VÍÐIR 14 1 3 10 13: 38 6
■f KVÖLD: Valur - KA, Breiðabtik -
Víkingur, ÍBV - KR.
■ 15. umferð: FH - Fram, ÍBV - Valur,
Víðir - KA, KR - Breiðablik, Víkingur -
Stjaman.
EKKERT nema kraftaverk getur
bjargað Víðismönnum frá falli
eftir að þeir máttu þola
stórtap, 0:4, gegn Fram á Laug-
ardalsvellinum. Þeir verða að
vinna alla fjóra leikina sem
1 -ns
I ■Wf
.Stefán Amarson
markvörður FH felldi
Valdimar Kristófersson eftir að
hann hafði leikið á hann. Úr
vítaspymunni skoraði Svein-
bjöm Hákonarson af öryggi.
1:1
Hallsteinn Amarson
braust upp hægri
kantinn af miklu harðfylgi og
þegar hann var kominn upp
undir vítateigshomið gaf hann
með vítateigslínunni á Hlyn
Eiríksson sem lagði sig á hlið-
ina og sneiddi boltann fallega í
hliðametið fjær.
Hörður Magnússon
■ Æmfékk sendingu rétt
við vítateiginn og gaf út. Þar
kom Izudin Dervic á mikilli
ferð og spymti viðstöðulaust.
Fimarfast skot hans fór efst í
markstöngina og þandi síðan
netmöskvana í hliðametinu hin-
um megin. Glæsilegt mark af
tæplega 30 metra færi.
2a Sveinbjöm og Valdi-
■ Mmmar stálu knettinum
af FHá miðjunni. Sveinbjöm lék
áfram, renndi innfyrir á Valdi-
mar Kristófersson sem geyst-
ist upp vinstri vænginn. Hann
skaut föstu skoti með jörðu í
bláhomið nær. Fallegt mark.
þeir eiga eftirtil að bjarga sér
frá falli. Ekki var það burðug
knattspyrna sem íslandsmeist-
ararnir sýndu og var það ekki
fyrr en rétt undir lokin að þeir
gerðu endalega út um leikinn
með þremur mörkum með
stuttu millibili, 4:0.
Leikurinn var ekki skemmtilegur
á að horfa og það eina sem
gladdi augu áhorfenda í fyrri hálf-
leik var glæsilegt skallamark Ant-
___________ ons B. Markússonar.
Sigmunduró. Seinni hálfleikurinn
Steinarsson var lítið betri og
skrifar voru Framarar
heppnir að Grétar
Einarsson náði ekki að jafna metin
á 52. mín., en þá skallaði hann
knöttinn á slá Frammarksins af
stuttu færi.
Framarar áttu í erfiðleikum með
að rjúfa þéttskipaða vörn Víðis-
manna og það var ekki fyrr en sex
mín. fyrir leikslok að þeim tókst
leik minna manna. Við skoruðum
mörk. Ég er ánægður með það,“
sagði Asgeir Elíasson, þjálfari
Fram. „Það eru margir ungir leik-
menn í liði mínu. Það tekur þá sinn
tíma til að öðlast reynslu til að leika
yfirvegað."
Það vakti athygli að Ásgeir lét
Þorvald Örlygsson leika í öftustu
vamarlínu - í stað Kristjáns Jóns-
sonar, sem er veikur. „Ég taldi það
best í stöðunni að Þorvaldur tæki
stöðu Kristjáns," sagði Ásgeir.
Ingólfur Ingólfsson, Stjömunni. Stefán
Amarson, FH.
Valdimar Kristófersson, Ragnar Gíslason,
Birgir Sigfússon, Sveinbjöm Hákonarson,
Valgeir Baldursson, Stjöraunni. Hlynur
Eiríksson, Halisteinn Arnarson, Bjöm Jóns-
son, Izudin Dervic, Andri Marteinsson, FH.
Pétur Ormslev, Anton Bjöm Markússon, Jón
Erling Ragnarsson, Jón Sveinsson, Fram.
Daníel Einarsson, Víði.
Glæsimörk í Garðabæ
STJARNAN og FH skiptu með
sér stigunum sem í boði voru
þegar liðin áttust við í gær-
kvöldi, hvoru liði tókst að skora
tvívegis en mörkin hefðu hæg-
lega getað orðið f leiri í þessum
fjöruga og skemmtilega leik.
Stefán markvörður var enn
eina ferðina hetja FH. Hann
varði vítaspyrnu og bjargaði
auk þess tvívegis mjög vel og
FH-ingar hafa ábyggilega
klappað hoi)um hressilega eftir
leikinn.
Heimamenn komust yfir strax
á 7. mínútu þegar Sveinbjörn
Hákonarson skoraði úr vítaspyrnu
en FH-ingar jöfnuðu tíu mínútum
^■^■■1 síðar og komust yfír
SkúliUnnar á 24. mínútu með
Sveinsson einu glæsilegasta
sknfar marki sem sá er
þetta ritar hefur séð.
Stjörnumenn jöfnuðu síðan metin á
52. mínútu og var það einnig sér-
lega glæsilegt mark.
FH-ingar sóttu meira í fyrri hálf-
leik og voru mun ákveðnari á bolt-
ann og alltaf skrefínu á undan.
Eftir að þeir komust 2:1 yfír drógu
þeir sig dálítið til baka og dútluðu
mikið með knöttinn á eigin vallar-
helmingi án þess að Stjömumenn
reyndu mikið að ná honum af þeim.
Stjarnan sótti meira í síðari hálf-
leiknum og fékk nokkur ákjósanleg
marktækifæri sem ekki nýttust.
Valdimar skallaði í þverslánna eftir
50 sekúndur og Hlynur komst í
sannkallað dauðafæri á 48. mínútu
en skaut yfir.
Stjarnan nýtti sér vel hversu óör-
ugg vörn FH-inga var vinstra meg-
in og sóttu því mikið upp hægri
vænginn. Dervic, sem lék vel, gerði
of lítið af því að hjálpa til og því
var vörnin slakari fyrir vikið.
Marktækifæri Stjörnunnar voru
fleiri en FH-inga. Eina umtalsverða
færi FH átti Ólafur Kristjánsson
þegar hann skaut í þverslánna úr
aukaspyrnu, en hinum megin átti
Valdimar m.a. gott skot sem Stefán
varði og síðan skallaði hann rétt
framhjá úr góðu færi.
Sveinbjörn tók síðari vítaspyrn-
una sem Stjarnan fékk, en Stefán
varði fast skot hans mjög vel. „Ég
átti aldrei að taka seinni vítaspyrn-
una, og fyrst ég tók hana hefði ég
átt að skjóta í sama hornið og í
þeirri fyrri,“ sagði Sveinbjöm eftir
leikinn en hann meiddist í upphafí
síðari hálfleiks og var botinn af
velli með opið sár á vinstra fæti.
„Þetta var bara þijóska að halda
áfram“, sagði Sveingjörn.
Ingólfur Ingólfsson var besti
maður Stjömunnar, barðist vel og
var mjög skapandi í öllum leik
sínum. Miðjumennimir léku einnig
ágætlega og í vöminni léku Bjarni
og Birgir vel. Þá var Valdimar ógn-
andi í framlínunni.
Stefán var hetja FH enn eina
ferðina. Hlynur lék vel í framlínd®
unni og miðjumennirnir léku ágæt-
lega en vöminn var frekar óömgg
nema Bjöm sem stöðvaði ófáar
sóknir heimamanna.
Eyjólfur Ólafsson dæmdi leikinn
og virtist hann dálítið úti á þekju.
Trúlega hefur þessi annars ágæti
dómari aldrei dæmt eins illa. Sérs-
taklega virtist sem Dervic mætti'
ekki koma við boltann án þess að
dæmd.væri á hann aukaspyrna.